Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 25 MENNING TÉKKNESKI kammerhópurinn Musica ad Gaudium, er fyrst kom fram hér 2004, hleypti vetrarvertíð Salarins af stokkunum á miðviku- dag ásamt Eydísi Franzdóttur er starfað hefur við og við með hópn- um frá um 1992. Kvartettinn mun stofnaður 1989 og hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar frá end- urreisnar- og barokktímabilinu. Það var viðeigandi sumarbjartur blær yfir dagskránni. Síðbarokkhöf- undar skörtuðu sínu fisléttasta í samblandi við kunnug lútusöngslög endurreisnarmeistarans Dowlands og barnslegt ferska nútímatónlist Tékkans Jiris Bezdìk í elzta og yngsta enda. Stutt kantata Telem- anns, „Weg mit Sodoms gift’gen Früchten“ f. sópran, flautu og fylgi- bassa kynni að vísu að verka obbo- lítið í (ó)tíma töluð jafnskömmu eft- ir „Gay Pride“ gleðigönguna, en hljómaði samt upplyftandi fyrir hug og hjarta – einkum bráðfalleg seinni arían í röltandi 4/4 og hug- ljúfum anda Schafe können sicher weiden. Þríþætt Slovanika Bezdeks (f. 1961) fyrir óbó & sembal, er hér var frumflutt, bar ýmist merki popp- áhrifa eða leitandi framúrstefnukl- issna, en var þó lengst af áheyrileg. Prelúdía og fúga Buxtehudes í g- moll fyrir sembal (er raunar endaði á ótilgreindri postlúdíu eftir spil- fúguna í 4/4) var glimrandi vel leik- in á nýfengið hljóðfæri Salarins af Alenu Tichá, og í lokaverkinu fyrir hlé, kantötu Händels „Crudel tir- anno, Amor“, fór tékkneski sópr- aninn á kostum í tveim hröðum arí- um með m.a. miklu og glæsilegu flúri. Einkum sýndi síðasti þátt- urinn dæmalaust spræka hryn- kennd „Saxans mikla“ í bezt fáan- legu ljósi. Tónsköpun Bezdìks kom talsvert betur út en í Slovanikunni í fjög- urra laga flokki hans fyrst eftir hlé, „Sprcha ze sna“. Hér sem endra- nær gaf tónleikaskráin hvorki kost á fróðleik um höfunda, verk né texta, en ef marka mátti mús- íkáhrifin í heillandi túlkun söngkon- unnar (dimmþétt röddin minnti mig örlítið á Montserrat Figueras) og meðspilenda hennar hefðu þessi sjarmerandi stuttu lög vel getað verið hugsuð fyrir börn og lögð út af ævintýrum. Fimm söngvar úr Fyrstu söngva- bók Johns Dowlands voru allir í fremsta flokki; flestir vel kunnir og að sama skapi vel túlkaðir, nema hvað Come Again var of hraður og textatjáningin því flaustursleg. Hugvitssöm beiting blokkflautna, m.a. af bassa- og kontrabassastærð, lagði til jafnt skemmtilega fyllingu sem fjölbreytni, og raunar eftirtekt- arvert fyrr og síðar hvað kontra- bassinn var kræfur í fylgibassa við sembal. Václav Kapusta brilleraði síðan með virtúósum fagottleik í Sónötu hins þýzk-enska J. E. Galli- ards (1687–1749), og loks voru flutt „Fimm þjóðlög“ (þ. á m. Móðir mín í kví, kví) við almennan fögnuð. Hið eina sem skyggði á þessa annars ánægjulegu tónleika var al- gert umfjöllunarleysi tónleikaskrár um höfunda og verk – einkum í ljósi þess hve mörg voru lítt kunn. Ekki einu sinni ártöl voru tilgreind, og fyndist manni að í slíkum tilvikum mættu húsráðendur vel taka fram fyrir hendurnar á flytjendum og bæta ögn úr þekkingarskák. Sumarbjart síðbarokk Morgunblaðið/Eyþór „Það var viðeigandi sumarbjartur blær yfir dagskránni,“ segir Ríkarður Örn Pálsson um tónleika Musica ad Gaudium. TÓNLIST Salurinn Verk eftir Telemann, Bezdìk, Buxtehude, Händel, Dowland og Galliard. Musica ad Gaudium (Andrea Brožáková sópran, Alena Tichá semball, Jaromír Tichý flauta/blokkflautur og Václav Kapusta fagott/k.b.blokkflauta). Gestur: Eydís Franzdóttir óbó. Miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.