Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 31
magnstekjuskattur verið til staðar. Hann hefði
verið lagður á í góðu samkomulagi og að það
væri almenn skoðun að hann ætti að vera hófleg-
ur og einfaldur.
„Við núverandi aðstæður er varðveisla stöð-
ugleikans mikilvægust í efnahagsmálum og jafn-
framt lækkun vaxta, aukinn sparnaður og það að
halda sem mestu fjármagni í landinu okkar. Þeir
sem tala fyrir hækkun skattsins mættu hafa
þetta í huga því að augljóst er að hækkun hans
hefði þveröfug áhrif. Hér eins og oftast verður
samhengi hlutanna að ráða ferð en ekki eitt af-
markað atriði ef vel á að takast til,“ sagði Hall-
dór.
Hann kom einnig á málefni einkahlutafélaga
og sagði að í skattalögum væri gert ráð fyrir að
þeim sem stunduðu sjálfstæðan atvinnurekstur
bæri að reikna sér laun við þá vinnu sína hver
sem hún væri.
„Verður ekki annað séð en að skattyfirvöld
hafi hreinlega vanrækt að gefa út viðmið-
unarreglur um það þótt þau hafi í reynd verið af-
ar nákvæm á öðrum sviðum. Því verður vart trú-
að að þeir sem hafa eingöngu tekjur af
fjármagnstekjum vinni ekkert að öflun teknanna
og séu iðjulaust fólk.“
Fíkniefnin enn vágestur
Halldór sagði að hann væri stundum spurður
um það þegar hann ræddi þær framfarir sem
orðið hefðu, hvað hefði mistekist. Þar vildi hann
gera fíkniefnamálin að umtalsefni, sem flokk-
urinn hefði gert að áherslumáli í kosningunum
1999. Í kjölfarið hefði mikið átak verið gert í bar-
áttunni við þennan mesta vágest nútímans og
einhverjar orrustur hefðu unnist en miklu fleiri
hefðu tapast. Halldór benti á að í fréttum hefði
komið fram að yfir 70 fíkniefnatilfelli hefðu kom-
ið upp á Akureyri um verslunarmannahelgina.
„Það er ljóst að sölumenn dauðans eru enn í fullu
fjöri. Þeirra vinna er að leggja líf ungmenna í
rúst,“ sagði Halldór. Hann sagðist einnig hafa
áhyggjur af þeirri þróun hér á landi að alþjóðleg
samtök um skipulagða glæpastarfsemi væru hér
að skjóta rótum.
„Það eru mjög váleg tíðindi, enda er tilgangur
slíkra samtaka vitaskuld að vega að æsku lands-
ins og byrla henni eitur og græða á ógæfu ann-
arra og ég hlýt að viðurkenna, á þessari stundu,
að okkur sem förum, og fórum, með stjórn þessa
lands hefur ekki tekist nægilega vel upp í þess-
ari baráttu og við verðum að herða tökin með því
að efla löggæsluna og gefa henni auknar heim-
ildir í þeirri baráttu,“ sagði Halldór.
Flokkurinn áhrifamikill
Hann fjallaði einnig um sögu og hlutverk
Framsóknarflokksins í þau 90 ár sem hann hefur
starfað. Hann sagði engan flokk hafa haft jafn-
mikil áhrif á þjóðfélagið á þessum tíma og Fram-
sóknarflokkinn. Hann hefði borið gæfu til að
breytast og þróast með þjóð sinni. Leiðarstjarna
flokksins væri þó sú sama og áður, að setja
manneskjuna og velferð hennar í öndvegi.
Hann lauk ræðu sinni með því að lýsa yfir
þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið
sýnt sem formanni flokksins og til þeirra sem
hann hefði unnið með. Sérstaklega þakkaði hann
eiginkonu sinni og fjölskyldu stuðning sem aldr-
ei hefði brugðist og þjóðinni fyrir umburðarlyndi
og traust sem gerði honum mögulegt að sinna
störfum sínum.
„En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú
stíg ég niður af sviðinu,“ sagði Halldór að lokum.
á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær
starf við Bandaríkin í nýju ljósi
Morgunblaðið/Sverrir
ðum að Framsóknarflokkurinn hefði borið gæfu til að þróast með þjóð sinni. Uppskar hann mikið
frambjóðendum til embætta formanns og varaformanns, Siv Friðleifsdóttur og Guðna Ágústssyni.
Um níuhundruð manns sóttu flokksþing Framsóknarflokksins í gær. Jón Sigurðsson, sem er í
framboði til embættis formanns, var meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Halldórs Ásgrímssonar.
MIKILVÆGI góðrar samstöðu
Framsóknarmanna um nýja forystu
sem kosin verður í dag, hugsjónir
flokksins og mikilsvert framlag Hall-
dórs Ásgrímssonar til íslensks sam-
félags var meðal þess sem bar á
góma í almennum umræðum á
flokksþingi Framsóknarmanna á í
gærkvöldi. Alls tóku sextán manns
til máls í fjörugum umræðum.
Flestir ræðumenn notuðu tæki-
færið og þökkuðu Halldóri Ásgríms-
syni, fráfarandi formanni, vel unnin
störf í þágu flokksins og samfélags-
ins. Gunnar Bragi Sveinsson sagði
flokkinn standa á tímamótum, en að
ekki væri um það deilt að Framsókn-
arflokkurinn hefði haft mest mót-
andi áhrif á samfélagið á umliðnum
árum og áratugum, þar sem haldist
hefði í hendur áherslan á jöfnuð og
einkaframtakið. Sagði hann flokkinn
oft hafa þurft að þola ómaklega
gagnrýni frá andstæðingum flokks-
ins sem drægju oft upp ranga mynd
af starfi flokksins. Þannig benti Ís-
ólfur Gylfi Pálmason á að margir
vildu flokkinn feigan, m.a. vegna
þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn
hefði haft í íslensku stjórnmálalífi og
benti á að á 90 ára líftíma flokksins
hefði hann verið í ríkisstjórn í 60 ár.
Allmargir ræðumenn lögðu í fram-
sögum sínum mikla áherslu á að
Framsóknarflokkurinn kæmi sterk-
ur út úr flokksþinginu og þar væri
lykilatriði að flokksmenn fylktu sér
að baki nýrri forystu. Einn ræðu-
maður hafði á orði að kosningar um
forystusveit flokksins snerust um
traust til að skapa sátt og leiða flokk-
inn í gegnum grimmar alþingiskosn-
ingar framundan. Skapa þyrfti sátt
um forystu flokksins og vígaferlum
innan hans yrði að ljúka.
Meðal ræðumanna voru Austfirð-
ingarnir Dagný Jónsdóttir og Guð-
mundur Þorgrímsson sem lögðu
mikla áherslu á hve lífsnauðsynleg
uppbygging stóriðju fyrir austan
hefði verið þeim landshluta og þökk-
uð Halldóri sérstaklega framgöngu
hans í því máli.
Stefán Bogi Sveinsson sagðist
ekki upplifa að Framsóknarflokkur-
inn væri í sókn heldur fremur í vörn.
Sagði hann flokksmenn hljóta að
velta fyrir sér hvernig best væri að
snúa þeirri varnarstöðu í sókn.
Í máli Páls Magnússonar kom
fram að nú þegar Halldór væri að
draga sig í hlé ríktu hér bestu lífs-
kjör sem þjóðin hefði nokkru sinni
séð. Sagði hann því ljóst að Halldór
væri að hverfa frá góðu ævistarfi,
enda þar á ferð einn merkasti stjórn-
málamaður íslensku þjóðarinnar síð-
ustu áratugi. Sagði hann Halldór
hafa beitt sér af krafti í umdeildum
málum er vörðuðu kvótakerfið, upp-
byggingu stóriðjustefnunnar og
einkavæðingu ríkisbankanna. Benti
hann á að þessi þrjú mál væru þó
undirstaðan undir velsæld íslensku
þjóðarinnar í dag.
Skapa þarf sátt um
forystu flokksins
ína og bætti við að ágreiningur innan flokks-
ins hefði skaðað hann og þyrfti að vinna á
honum. Jónína sagðist hafa mikinn metnað
fyrir hönd flokksins og vildi leggja allt sitt af
mörkum til að efla hann.
Í framboði til ritara Framsóknarflokksins
eru þau Sæunn Stefánsdóttir, Haukur Logi
Karlsson, Kristinn H. Gunnarsson og Birkir
J. Jónsson og kynntu þau einnig helstu bar-
áttumál sín fyrir kjósendum.
uðni þegar hann biðlaði til flokks-
um stuðning.
a sagði mikil tækifæri felast í því að
nn standi nú á krossgötum. Kjark
ns vegar til að stíga stór skref fram á
okkurinn eigi að eflast og halda
ð hafa víðtæk áhrif á íslenskt sam-
Við þurfum að sækja fram af reisn og
ðingu. Kjósendur þurfa að geta sam-
ig flokknum og forystu,“ sagði Jón-
Bjartmarz umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heilsast
ktum í gærdag en þau eru í framboði um embætti varaformanns flokksins.
AÐ LOKINNI ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi formanns Framsóknarflokksins, var
lögð fram stjórnmálaályktun, hún kynnt flokksmönnum og stjórnmálanefnd kosin í kjölfarið.
Nefndin fór yfir ályktunina og gerði viðeigandi breytingar í gærkvöldi, eftir að fundi var
frestað, en þing hefst í dag á því að ályktunin verður lögð fram til samþykktar.
Í ályktun flokksþingsins er m.a. tæpt á því að mikilvægt sé að leggja áherslu á menntun,
rannsóknir og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Farið er yfir al-
þjóðasamskipti og Evrópumál og þar komið inn á samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Segir að samningurinn henti íslensku þjóðinni vel og allt bendi til að svo verði áfram á næstu
árum. Til að tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar sé mikilvægt að unnið verði áfram að
umræðum og stefnumótun varðandi samskipti við aðrar þjóðir, þar á meðal aðrar Evr-
ópuþjóðir.
„Hornsteinn öryggis- og utanríkisstefnu Íslands mun áfram byggja á þátttöku landsins í
Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og öðru varnarsamstarfi vestrænna þjóða, svo
og Evrópusamstarfi, ekki síst áframhaldandi nánu samstarfi við önnur Norðurlönd,“ segir í
ályktuninni.
Einnig er farið yfir húsnæðismál, atvinnustig og skattamál og segir m.a. að mikilvægt sé
að skoða skattkerfið í heild sinni með það að markmiði að tryggja jafnrétti. Horfa þarf þá til
lágmarksframfærslu, tekna, örorku, aldurs og eigna hvers og eins til að tryggja sanngjarnt
skattkerfi.
Framsóknarmenn telja jafnframt að enn þurfi að bæta við það fjármagn sem veitt er til ný-
sköpunar og rannsókna, auk þess sem flokkurinn vill tryggja jafnan aðgang að heilbrigð-
isþjónustu og byggja upp þjónustu sem gerir eldra fólki kleift að velja sér búsetu og halda
virðingu og stolti sínu jafnvel þó að heilsa bresti.
EES-samningurinn
hentar vel áfram