Morgunblaðið - 19.08.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 49
DAGBÓK
ÁAkureyri er nú unnið að þróun námsefnisum samkynhneigð fyrir grunnskólanem-endur. Sverrir Páll Erlendsson mennta-skólakennari er í stjórn Norðurlands-
deildar FAS – Samtaka foreldra og aðstandenda
samkynhneigðra, og einn af aðstandendum náms-
efnisverkefnisins: „Norðurlandsdeild FAS og S78N
– Norðurlandshópur Samtakanna ’78, stóðu fyrir
ráðstefnu um samkynhneigð þar sem þátt tóku
fulltrúar skóla og félagsmiðstöðva á Akureyri og
víðar að af Norðurlandi. Á ráðstefnunni kom greini-
lega í ljós að mikið skortir á námsefni og fræðslu
þar sem fjallað er um samkynhneigð eða að sýndir
séu aðrir lífsmátar og fjölskyldugerðir en gagnkyn-
hneigð,“ segir Sverrir Páll. „Í framhaldinu hafði
Gunnar Gíslason, forstöðumaður skóladeildar á Ak-
ureyri samband við undirbúningsnefnd ráðstefn-
unnar og einnig var haldinn fundur með öllum
skólastjórum á Akureyri. Í kjölfarið var sett á lagg-
irnar starfsnefnd með fulltrúum allra grunnskóla
sem kallaði til liðs við sig nokkra ráðunauta og skil-
aði á vordögum áfangaskýrslu.“
Starf nefndarinnar skilaði sér meðal annars í
námskeiði um samkynhneigð fyrir alla grunnskóla-
kennara á Akureyri sem haldið var í byrjun vik-
unnar. Þá hefur verið unnið að því að setja saman
námsefni handa nemendum á öllum stigum grunn-
skólans: „Hugmyndin er ekki sú að námsefnið fjalli
um samkynhneigð sérstaklega, heldur að í skól-
unum verði fjallað um samkynhneigð, fjölskyldur
samkynhneigðra og samkynhneigða foreldra rétt
eins og talað er um aðrar kynhneigðir og fjöl-
skyldugerðir,“ útskýrir Sverrir Páll: „Í því náms-
efni sem nú er til í grunnskólum er ákaflega lítið
fjallað um að kynhneigð geti verið með fleiri en einu
móti. Gengið er út frá því að allir séu gagnkyn-
hneigðir nema annað komi í ljós.“
Sverrir Páll segir þögnina sem ríkir um samkyn-
hneigð í námsefni grunnskóla geta haft skaðleg
áhrif á samkynhneigða nemendur: „Margir sam-
kynhneigðir tala um hve erfitt er að ganga í gegn-
um skólakerfi þar sem aldrei er minnst á þeirra til-
veru. Forgangur gagnkynhneigðarinnar veldur því
að þeir geta hvergi fundið sér samsvörun í kerfinu,
sem um leið krefst af þeim að vera öðruvísi en þeim
er eiginlegt. Þessi skortur á sýnileika og umræðu
um samkynhneigð verður vafalítið til þess að sumir
samkynhneigðir geta ekki lifað lífi sínu eðlilega,
lokast inni í skápnum eins og sagt er, í leyni með
kynhneigð sína,“ útskýrir Sverrir Páll.
Með opinni umræðu og fræðslu vonast Sverrir
Páll til að sú tíð komi að enginn þurfi lengur að vera
í felum, og allir geti fengið að vera þeir sjálfir: „Það
er öllum til gagns að samkynhneigð sé rædd í starfi
skólanna og að allir viti að til eru samkynhneigðir
nemendur í grunn- og framhaldsskólum, samkyn-
hneigðir kennarar og skólastjórar, samkynhneigðir
þingmenn, læknar og lögfræðingar, strætóbíl-
stjórar og sjómenn, og að til eru önnur fjölskyldu-
form en hin hefðbundna kjarnafjölskylda.“
Menntun | Unnið að námsefni fyrir grunnskóla þar sem samkynhneigð er sýnileg
Samkynhneigð rædd í grunnskólum
Sverrir Páll Erlends-
son fæddist á Siglufirði
1948. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1968 og BA-prófi í ís-
lensku og sagnfræði frá
Háskóla Íslands 1974.
Sverrir Páll hefur starf-
að sem íslenskukennari
við Menntaskólan á Ak-
ureyri síðan 1974. Hann
var félagsmálaráðunautur við Menntaskólann
um 25 ára skeið, og er ritstjóri vefjar MA.
EM í Varsjá.
Norður
♠D8
♥KDG10852 V/NS
♦10
♣1083
Vestur Austur
♠K6 ♠G42
♥64 ♥Á973
♦G84 ♦93
♣KD7642 ♣ÁG95
Suður
♠Á109753
♥–
♦ÁKD7652
♣–
Lítum í suðurátt: Engin sagnkerfi
eru sniðin fyrir svona hendur, enda væri
það tilgangslaust, því ekkert kerfi fengi
frið til að lýsa slíkum spilum – fyrir mót-
herjunum eða jafnvel makker!
Vestur Norður Austur Suður
Helgemo Jón Helness Þorlákur
Pass 3 hjörtu Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
Í leik Íslands og Noregs á EM vakti Jón
Baldursson á þremur hjörtum á norð-
urspilin og Þorlákur Jónsson skaut á
sex tígla. Það reyndist vel heppnað, tíg-
ullinn brotnaði 3-2 og spaðinn lá þægi-
lega: tólf slagir og 1.370 fyrir ómakið.
Á hinu borðinu hindraði Magnús
Magnússon með vesturspilin:
Vestur Norður Austur Suður
Magnús Boye Matthías Erik
3 lauf Pass 5 lauf 5 grönd *
Pass 6 hjörtu Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Matthías Þorvaldsson hækkaði í fimm
lauf og Erik Sælensminde bauð upp á
báða litina með fimm gröndum. Og nið-
urstaðan varð sex spaðar. Augljóslega
vinnst slemman með því að spila spaða
að drottningunni og treysta á hagstæða
tígullegu en Erik valdi aðra leið sem
ekki var eins árangursrík. Hann tromp-
aði laufútspilið, tók tígulás og stakk tíg-
ul með áttunni. Hleypti svo spaða-
drottningunni. Magnús átti þann slag
og síðan fékk Matthías annan á spaða-
gosa. Einn niður og 16 stig til Íslands.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. Rd2 c5 4. e3 h6 5.
Bh4 cxd4 6. exd4 Be7 7. c3 b6 8. Bd3 Bb7
9. Bxf6 Bxf6 10. Rgf3 d6 11. De2 Rd7 12.
h4 Dc7 13. O-O-O O-O-O 14. Kb1 Hhe8
15. Re4 Be7 16. c4 Kb8 17. Hc1 f5 18.
Rc3 Bf6 19. Rb5 Dc6 20. Dd2 Re5 21.
Be2 a6 22. Ra3 Rg4 23. Bd1 e5 24. d5
Dc5 25. Hc2 e4 26. Re1 e3 27. fxe3 Rxe3
28. Hc1 f4 29. Bh5 He7 30. Bg6 Hc8 31.
Rd3 Dd4 32. Db4 Ka7 33. Da4 Hc5 34.
Db3 Hcc7 35. Da4 Kb8 36. Db4 Bc8 37.
Rc2 Rxc2 38. Hxc2 He3 39. Rc1 Dc5 40.
Dd2 Hce7 41. Hf1 Bxh4 42. Rd3 Dc7 43.
Rxf4 Bg5 44. Df2 Ka7 45. a3 Bg4 46. g3
Dd7 47. Rd3 Be2 48. Rb4 Bxf1 49. Rc6+
Kb7 50. Df8 He8 51. Bxe8 Dxe8 52.
Dxg7+ He7 53. Rxe7 Dxe7 54. Dxe7+
Bxe7 55. Hf2 Bd3+ 56. Ka1 Bg5 57.
Hf7+ Kc8 58. b3 Bg6 59. Hf8+ Kc7 60.
a4 b5 61. axb5 axb5 62. Kb2 b4 63. Hg8
Bf6+ 64. Kc1 Be4 65. Kd1 h5 66. Kd2
Bc3+ 67. Kc1 Be5 68. Hg5 h4 69. Hg4
Bf5 70. Hxh4 Bxg3 71. Hh5 Be4 72. Hh3
Bf4+ 73. Kb2 Be5+ 74. Kc1 Kb6 75.
Hh4 Bf5 76. Hh1 Kc5 77. Hd1 Be4 78.
Hf1 Kd4 79. Kd2 Bg7 80. Hf7 Bh6+ 81.
Kd1 Bg5 82. Hg7 Be3 83. He7 Kd3 84.
He6 Bf3+ 85. Ke1 Bc5 86. Hg6 Kc2 87.
Hg3 Bh5 88. Hh3 Bg4 89. Hg3 Bh5 90.
Hh3 Be8 91. Ke2 Bd7 92. Hg3
Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu
kvennamóti sem lauk fyrir skömmu í
Krasnoturyinsk í Rússlandi. Alþjóðlegi
meistarinn Viktorija Cmilyte (2476) frá
Litháen hafði svart gegn fyrrverandi
heimsmeistara kvenna í skák, búlgörsku
skákkonunni Antoaneta Stefanova
(2520). 92 … Ba4! Einfaldasta leiðin til
sigurs þar eð hvítur þarf að láta hrók
sinn fyrir b-peð svarts. 93. bxa4 b3 94.
Hd3 b2 95. Hd2+ Kb3 96. Hd1 Ka2 97.
Kd3 b1=D+ 98. Hxb1 Kxb1 99. Kc3 Ka2
og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik
Afmæliskveðjur til vina og
ættingja á Íslandi
BJÖRN Viljar Gunnarsson Husmo,
sem býr í Noregi, er fimm ára í dag.
Hann sendir ástarkveðjur til allra
vina og ættingja og þakkar fyrir
yndislegt sumarfrí með þeim í sum-
ar.
Skoðanabæling
KONA hringdi í símatíma Útvarps
Sögu og sagði að Jón Valur Jensson
ætti bara að hafa skoðanir sínar á
samkynhneigð fyrir sig. Ég get ekki
verið sammála þessari konu. Jón
hefur verið málefnalegur í um-
ræðunni á Útvarpi Sögu og bent
meðal annars á rannsóknir varðandi
þetta mál. Í Kastljósi fyrir stuttu,
þar sem Jón Valur Jensson og
Heimir Már Pétursson ræddu þessi
mál endaði þátturinn með því að
Heimir spurði Jón hvort hann vildi
ekki prófa að vera samkynhneigður.
Ég var á vonum ákaflega hneyksluð
á þessum ummælum og tel slíkan
málflutning ekki vera góðan fyrir
umræðuna um samkynhneigð. Það
eru allt of fáir sem tjá skoðun sína
varðandi þetta mál og það er oft
vegna þess að fólk er hrætt við að
vera kallað fordómafullt og gam-
aldags. Það sem þarf er umræða
þar sem þessi mál eru rædd æs-
ingalaust frá öllum hliðum. Ég veit
að innan kirkjunnar er umræða um
þessi mál. En mér finnst að kirkjan
ætti að opna umræðuna fyrir alla.
Það gengur ekki að ein skoðun sé í
gangi og við hin eigum að þegja.
Fólk vill heldur ekki að kirkjan
komi með niðurstöðu sem allir eigi
að samþykkja. Þetta er ekki bara
einkamál samkynhneigðra og kirkj-
unnar heldur varðar þetta allt sam-
félagið.
Sigrún Reynisdóttir.
Kettlingar fást gefins
KETTLINGAR vilja komast á gott
heimili. Þeir eru kassavanir og
mjög sprækir. Um er að ræða tvo
högna og þrjár læður. Einnig vant-
ar eldri kisu heimili. Upplýsingar í
síma 615 1212.
Brynja.
Velvakandi
Svarað í síma 569 1100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
95 ára afmæli. Í dag er ErlingurÞorsteinsson, háls- nef- og
eyrnalæknir, 95 ára. Erlingur er að
heiman á afmælisdaginn.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
Brúðkaup | Eva Dögg Guðmunds-
dóttir og Einar Þór Ingólfsson voru
gefin saman í Fríkirkjunni í Reykjavík
22. júlí sl. af sr. Helgu Soffíu Konráðs-
dóttur. Þau eru búsett í Danmörku.
Hvernig var
líf fólks á
landnámsöld?
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
Afmælisþakkir
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
mér hlýju og vinarhug í tilefni 90 ára afmælis
míns þann 18. júlí sl.
Arnþór Guðmundsson
frá Krosshúsum í Flatey,
Oddeyrargötu,
Akureyri.
TILKYNNING
Hef opnað stofu í læknamiðstöðinni Domus Medica,
Egilsgötu 3, 101 Reykjavík.
Viðtalspantanir í síma 563 1060.
Elín Laxdal MD, PhD.
Sérfræðingur í almennum og æðaskurðlækningum.
ósnortna náttúru og hefur tekið
fjölda ljósmynda á ferðum sínum
um landið.
Á sýningunni verða nálægt 100
ljósmyndir. Frímann ljósmyndari
verður viðstaddur opnunina.
Sýningin stendur í rúmlega
mánuð.
Ljósmyndasýning í Gallerí Ásdís
Klösterstæde 14 (hliðargata frá
strikinu) í Kaupmannahöfn var
opnuð föstudaginn 18 ágúst með
myndum eftir Frímann Frímanns-
son frá Akureyri.
Hann er áhugamaður um ís-
lenska hestinn og íslenska
Ljósmyndasýning íslenska
hestsins í Danmörku