Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 53 MENNING Kringlunni, sími 553 2888 Gabor stígvél í L vídd og XL vídd - Stærð 36-41 - Litur svart Verð frá kr. 24.950 Póstsendum í L vídd og XL vídd - margar gerðir - Stærð 36-421/2 Verð frá kr. 25.950,- F iski slóð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KóngaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir á Miklatúni í kvöld kl. 20, þar sem nokkrir af þekktustu óperusöngv- urum þjóðarinnar koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Kynnir á tónleikunum verður Arnar Jónsson leikari, en verndari þeirra er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem mun opna dagskrá kvöldsins með ávarpi. „Ég er verndari vegna þess að þetta er listviðburður, og það er sjálfsagt að vera verndari list- viðburða á Íslandi. Því neitar maður ekki þegar maður er beðinn,“ sagði Vigdís þegar blaðamaður Morg- unblaðsins náði af henni tali á æf- ingu fyrir tónleikana í gærdag. „Mér finnst svo dásamlegt að þeir séu komnir heim, stórsöngvararnir okk- ar, það er ævintýri,“ bætti hún við. „Óperusöngur Íslendinga víða um heim er hreint ævintýri, og við hlökkum gríðarlega mikið til þegar allir okkar söngvarar eru komnir í óperu hérna heima. Það gerist fyrr eða síðar, en vonandi fyrr.“ Vigdís sagðist hrifin af því fram- taki sem í óperutónleikunum í kvöld fælist. „Mér finnst það til fyr- irmyndar í alla staði og svo ljúflegt og yndislegt að allir geta komið, sem vilja njóta þess á menningarnótt að hlusta á óperusöng. Óperusöngur er líka svo sérstakur vegna þess að hann er í leiðinni leikhús, og honum fylgir svo mikil saga.“ Barkarnir ýmsu vanir Ljúfir tónar hljómsveitarinnar og kraftmikil rödd Kolbeins Ketils- sonar tenórsöngvara sönnuðu orð Vigdísar og heilluðu blaðamann upp úr skónum á æfingunni, en Kolbeinn syngur á tónleikunum ásamt Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur, sópran, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, baritón, Kristni Sigmundssyni, bassa, og Sig- ríði Aðalsteinsdóttur, mezzósópran. Á efnisskránni eru þekktar perlur úr heimi óperubókmenntanna, meðal annars Habneran fræga úr Carmen Bizets og Largo al factotum úr Rak- aranum í Sevilla eftir Rossini, svo tekin séu tvö afar þekkt dæmi. Kolbeinn sagðist í æfingahléi hlakka til að taka þátt í tónleikunum. „Mér líst alveg stórkostlega vel á þetta og hlakka til að vera með. Þetta er jú nýjung í íslensku tónlist- arlífi, svona „open-air“, eiginlega „óperu-air“,“ sagði hann hlæjandi. „Ég hef tekið þátt í tónleikum af þessu tagi áður og það er alltaf mjög skemmtileg stemmning sem mynd- ast þar.“ Og þú heldur að barkarnir ykkar muni þola íslenska veðurfarið? „Já, já, þeir eru ýmsu vanir, bark- arnir. Ef það blæs ekki alveg beint ofan í okkur held ég að þetta eigi eft- ir að takast bara vel.“ Vonast til að sjá sem flesta Það er BM-Vallá sem býður til tónleikanna í tilefni af sextíu ára af- mæli fyrirtækisins. Víglundur Þor- steinsson, stjórnarformaður, sagði fólkið sem komið hefði að undirbún- ingi tónleikanna fullt eftirvæntingar og sjálfur sagðist hann hlakka mjög til kvöldsins í kvöld. „Veðrið virðist ætla að verða okk- ur hliðhollt, enda er spáin góð. Við vonumst bara eftir að sjá sem flesta á Miklatúni,“ sagði hann, en minnti fólk þó á að koma klætt og útbúið eftir veðri, enda væri um útitónleika að ræða. Arnar Jónsson kynnir tók í sama streng, en minnti fólk á að gleyma ekki öðrum mikilvægum út- búnaði fyrir tónleika af þessu tagi: Góða skapinu og gleðinni í hjartanu. Tónlist | Allir geta hlustað á óperuperlur á Miklatúni í kvöld Morgunblaðið/Eyþór Æft af kappi fyrir tónleikana í kvöld: Guðmundur Óli Gunnarsson heldur um tónsprotann og Kolbeinn Ketilsson ten- órsöngvari og Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Klædd eftir veðri í kátu skapi Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is TVÖ leikverk eftir Agnar Jón Eg- ilsson verða frumsýnd í Austurbæ í dag í tilefni Menningarnætur. Ann- arsvegar er um að ræða barna- og unglingaleikritið Drekaskóg og hinsvegar leikritið Afganga. Í báð- um tilvikum er leikstjórn í höndum leikskáldsins. Í Drekaskógi segir frá því er börn eru dregin inní hættulegan og myrkan álagaskóg þar sem þau flækjast í átök skógardísa, eld- flugna og svartálfa - og hitta dreka. Leikendur allir eru á aldrinum 9– 17 ára. Leikritið Afgangar gerist á hót- elherbergi í Reykjavík á einni nóttu. Tveir einstaklingar, kona og maður um þrítugt, koma saman inn á herbergið og við tekur tæling- arleikur. Þó er ekki allt sem sýnist því hjónaleysin eiga sér leyndarmál sem koma upp á yfirborðið eftir því sem líður á leikinn. Það eru þau Elma Lísa Gunn- arsdóttir og Stefán Hallur Stef- ánsson sem fara með einu hlutverk verksins. Sýningin á Drekaskógi hefst klukkan 14.00 en Afgangar eru sýndir klukkan 21.00. Ókeypis er á báðar þessar sýningar. Tvær frumsýningar í Austurbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.