Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 55 DÓMNEFNDIN deildi ekki um keisarans skegg á Tom Selleck- kepkninni sem fram fór á skemmti- staðnum Sirkus á fimmtudag. Erik Hirt þótti hafa glæsilegustu grönina, en skegg Styrmis Guð- mundssonar hafnaði í öðru sæti og skegg Óttars Proppé í því þriðja. „Hún er með uppásnúningi að hætti Wyatt Earp, allólík þeim skeggjum sem unnið hafa keppnina til þessa,“ sagði Erik um sigur- mumpinn þegar blaðamaður náði af honum tali. Keppnin á fimmtudag var sú þriðja sem Erik hefur tekið þátt í: „Ég hef ofboðslega gaman af að leika mér með andlitshár – var lengi með hökutopp, svona kleinuhring, síðan tók við þriggjadagagamalt um allangt skeið, en undanfarin þrjú ár hef ég verið með yfirvararskegg.“ Erik segir ákveðinn lífsstíl fylgja því að hafa yfirvararskegg, og mætti jafnvel tala um veiðihár: „Þetta vek- ur alltaf kátínu, og stelpurnar eru vitlausar í þetta, vilja koma við og prófa að kyssa,“ gantast Erik. Þó skegg Eriks sé sérlega veglegt segir hann ekki snúið að hirða kampinn: „Ég er svo heppinn að skeggið krullast af náttúrunnar hendi og þarf ég voða lítið að gera nema raka vel og klippa einstaka hár sem fer út í loftið. Það vill þó stundum verða erfitt að borða án þess að skeggið fari í matinn, svo ég gæti þess að hafa alltaf munnþurku við höndina.“ Þrátt fyrir frækilegan sigur kveðst Erik ekki hyggja á þátttöku í alþjóðlegum skegg-mótum, þó ekki sé loku fyrir það skotið hagi örlögin því þannig til að hann verði staddur erlendis á heppilegum tíma. Tíska | Tom Selleck-keppnin 2006 lukkaðist með ágætum Sigurskeggið uppásnúið að hætti Wyatt Earp Til að fullkomna „lúkkið“ klæddust keppendur margir búningum í stíl við yfirvararskeggin. Sigurvegarinn, Erik Hirt (annar frá hægri), uppábúinn og með yfirvararskeggið góða á sínum stað, í faðmi dóm- nefndar. F.v. Svavar Örn Svavarsson, Björgvin Halldórsson, Ragga Gísla og Ragnar Páll Steinsson. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is HROLLVEKJAN Hostel 2, sem til stendur að taka að hluta til hér á landi, verður meðal annars tekin upp í Bláa lóninu og í líkamsrækt- arstöðinni World Class í Laugum. Þá er einnig ráðgert að taka hluta myndarinnar á sveitabæ fyrir aust- an fjall. Aðstandendur mynd- arinnar komu til landsins í gær, en þeirra á meðal var leikstjórinn Eli Roth. Hópurinn hélt beint í Bláa lónið þar sem tökustaðir voru skoð- aðir, en í dag stendur til að fara í Laugar og austur fyrir fjall. Ein- ungis er um undirbúningsvinnu að ræða, en áætlað er að tökurnar sjálfar fari fram um mánaðamótin október/nóvember. Það er Eyþór Guðjónsson sem hefur veg og vanda af komu hóps- ins hingað til lands, en hann lék eitt af aðalhlutverkunum í fyrri mynd- inni, Hostel. Þá kemur fyrirtækið True North einnig að skipulagn- ingu verkefnisins hér á landi. Stefnt er að því að frumsýna Hostel 2 næsta vor. Úr hrollvekjunni Hostel. Hostel í Laugum og Bláa lóninu FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15-POWER B.i. 16 ára Sýnd kl. 4, 7 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ Sýnd kl. 2 og 6 HÖRKU SPEN- NUMYND Í ANDA JAMES BOND eee S.V - MBL COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER EITRAÐASTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS POWERSÝNING KL. 10.15 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS eee „Þrusugóð glæpamynd“ Tommi - kvikmyndir.is eee HJ - MBL eee LIB - TOPP5.IS Sýnd kl. 2 ÍSL. TAL400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUSími - 551 9000 Snakes on a Plane kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára A Praire Home Company kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Ástríkur og Víkingarnir kl. 3 og 6 Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára The Da Vinci Code kl. 10.10 B.i. 14 ára Click kl. 3, 5.50 og 8 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl.eeeeP.B.B. DV COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS eee HJ - MBL eee LIB - TOPP5.IS eee „Þeir sem vilja hasar verða síður en svo sviknir“ þ.þ. - fbl eee „Þrusugóð glæpamynd“ Tommi - kvikmyndir.is eee „Þeir sem vilja hasar verða síður en svo sviknir“ þ.þ. - fbl Sýnd kl. 2 og 4 ÍSL. TAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.