Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
MISMUNUR á innkaupsverði og útsölu-
verði bóka á skiptibókamörkuðum er allt
að 63% að því er fram kemur í nýrri verð-
könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í
gær föstudag í fimm bókaverslunum á höf-
uðborgarsvæðinu sem kaupa og selja not-
aðar kennslubækur fyrir framhaldsskóla.
Lægsta útsöluverðið var oftast hjá
Office 1 eða í 23 tilvikum af 29. Hæsta út-
söluverðið var oftast hjá Eymundsson og
Bókabúð Máls og menningar sem reynd-
ust með hæsta útsöluverðið í 27 tilvikum.
Skólavörubúðin er eina verslunin sem
borgar peninga þegar komið er með not-
aðar námsbækur. Á öllum öðrum skipti-
bókamörkuðum sem farið var á er gefin út
innleggsnóta í viðkomandi verslun fyrir
andvirði bókanna.| Daglegt líf
Allt að 63%
álag á bækur
skiptibóka-
mörkuðum
ALÞJÓÐAHÚSIÐ hefur nú til skoðunar mál sex
kvenna sem eru frá ríkjum utan EES-svæðisins
og leitað hafa eftir aðstoð vegna atvinnu- og dval-
arleyfismála, eftir að hafa yfirgefið íslenska eig-
inmenn sína. Að sögn Margrétar Steinarsdóttur,
lögfræðings Alþjóðahúss, eiga allar konurnar það
sameiginlegt að hafa verið beittar ofbeldi af ein-
hverju tagi í hjónabandinu. Einni kvennanna hef-
ur þegar verið vísað úr landi.
Margrét segir að sú ákvörðun íslenskra stjórn-
valda að veita borgurum EES-ríkja forgang fram
yfir fólk utan svæðisins þegar kemur að veitingu
atvinnuleyfa hafi gert það að verkum að eigin-
menn kvenna sem ekki eru frá EES-ríkjunum
hafi nú ákveðið vopn í höndunum. Þeir geti gefið
konunum til kynna að lúti þær ekki vilja þeirra
geti þeir séð til þess að þeim verði vísað úr landi.
„Þetta er vopn sem áður var ekkert svo virkt
vegna þess að Útlendingastofnun sýndi þessum
málum gjarnan skilning og skoðaði málin mjög
vel. [...] En núna er ásteytingarsteinninn Vinnu-
málastofnun sem skoðar bara lögin og hvort upp-
fyllt séu skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis,“ seg-
ir Margrét.
Farið eftir settum reglum
Hjá Baldri Aðalsteinssyni, verkefnastjóra í at-
vinnuleyfum hjá Vinnumálastofnun, fengust þær
upplýsingar að stofnunin færi eftir reglum sem
henni hefðu verið settar, en þær kvæðu á um að
fólk frá Evrópska efnahagssvæðinu hefði forgang
fram yfir fólk frá þriðju ríkjum þegar sótt er um
atvinnuleyfi hér á landi. Um mál útlendinga sem
hafa verið giftir íslenskum ríkisborgurum í stutt-
an tíma og lagt stund á atvinnu hér á landi en svo
skilið við makann, segir Baldur að í raun sé staða
þeirra sú sama og staða annarra einstaklinga sem
aldrei hafa komið til landsins og eru að sækja um
atvinnu- og dvalarleyfi í fyrsta sinn.
Mál sex útlenskra kvenna sem skilið hafa við íslenska eiginmenn til skoðunar
Leggur ofbeldismönnum
nýtt vopn upp í hendurnar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Æskilegast | 6
EIN þeirra kvenna sem leitað hafa aðstoðar
hjá Alþjóðahúsi vegna þess að þær sjá fram á
að fá ekki að dveljast áfram á Íslandi er
Margarita, sem er 45 ára gömul og frá Rúss-
landi en hún hefur búið hér á landi í um eitt ár
ásamt dóttur sinni. Margarita er með dval-
arleyfi sem gildir fram í desember en af því að
hún skildi við íslenskan mann sinn sótti hún
um nýja tegund leyfis. Hefur henni nýlega ver-
ið synjað um sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi.
Margarita skildi við eiginmann sinn vegna
þess að hann beitti hana andlegu ofbeldi og
þvingunum og heimtaði m.a. að laun hennar
rynnu inn á bankareikning hans.
Margarita hefur starfað hjá Osta- og smjör-
sölunni síðastliðna mánuði og segist afar
ánægð í starfi sínu þar og hefur vinnuveitandi
hennar einnig verið ánægður með störf henn-
ar og vill hafa hana áfram í vinnu.
Synjað um dvalarleyfi
ALDREI áður hafa jafn margir skráð sig til þátt-
töku í Reykjavíkurmaraþoni og nú, en hlaupið fer
fram í dag. Í hverri einustu vegalengd sem boðið er
upp á er búið að slá met, og þegar rætt var við að-
standendur hlaupsins rétt fyrir miðnætti í gær var
ekki búið að fara í gegnum allar umsóknir en talið er
að þátttakendur verði um 9.200. Vildu forsvarsmenn
hlaupsins benda þátttakendum á að leggja bílum sín-
um á Háskólasvæðinu vegna þessa gífurlega fjölda.
Keppnisgögn fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis
voru afhent í Laugardalshöllinni í gær og allan dag-
inn lá þangað stöðugur straumur keppenda. Góður
andi var í húsinu en greinilegt var að eftirvæntingin
var mikil, hvort sem var meðal þekktra hlaupagikkja
eða algjörra nýgræðinga. Sumir líta á Reykjavík-
urmaraþon sem eintóma skemmtun og láta sér tíma-
töku í léttu rúmi liggja en aðrir líta fyrst og fremst á
það sem keppnishlaup og hafa æft mánuðum saman
fyrir þetta tiltekna hlaup. Flestir eru þó líklega fyrst
og fremst að keppa við sjálfa sig á þessari frábæru
hlaupahátíð.
Boðið er upp á alls kyns dagskrá í tengslum við
hlaupið og hefð er fyrir því að íbúar við götur sem
hlaupið er um hvetji hlauparana með hljóðfæraleik,
klappi, stappi og blístri. Hlauparar hljóta að vonast
til að sem flestir fylgist með hlaupinu og hvetji þá
áfram því hvatning er himnasending fyrir þreytta
fætur.
Morgunblaðið/Eggert
Helmingi fleiri í mara-
þoni nú en í fyrra
VASKUR hópur fuglafræðinga og
fuglaáhugamanna hélt í gær út í
Elliðaey við Vestmannaeyjar og
stefna þeir að því að merkja a.m.k.
1.000 sjó- og stormsvölur. Einungis
er hægt að vinna að merkingum að
kvöld- og næturlagi því svölurnar
vilja helst ekki vera á ferli í landi
fyrr en eftir að skyggja tekur.
Svölurnar eru minnstu sjófuglar
sem verpa hér á landi, stormsvalan
er um 25 grömm og sjósvalan um
helmingi þyngri og eru þær því t.d.
minni en margir spörfuglar.
Að sögn Guðmundar A. Guð-
mundssonar, fuglafræðings hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands og
eins leiðangursmanna, eru svöl-
urnar veiddar í svokölluð slæðunet
sem strengd eru á milli tveggja
stanga. Netin eru reist í ljósaskipt-
unum þegar mikið af fuglum flögr-
ar um varpið og gengur stundum
svo mikið á að merkingarmenn
hafa ekki undan við að bregða
merkjum á fuglana.
Stærsta varp sjó- og stormsvölu
á Íslandi er í Elliðaey og raunar er
Elliðaey stærsta byggð sjósvöl-
unnar í Evrópu. Það er því aug-
ljóslega eftir miklu að slægjast fyr-
ir leiðangursmenn.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Þótt sjósvalan sé nátthrafn á hún
það til að láta sjá sig í dagsljósi.
Verða bara
merktar
í myrkri
ÓRÉTTLÆTI er fólgið í ríkjandi fyrir-
komulagi niðurgreiðslna á heyrnartækj-
um, að mati talsmanna einkafyrirtækisins
Heyrnartækni.
Heyrnar- og tal-
meinastöð Íslands
(HTÍ) niðurgreiðir
eingöngu þau tæki
sem stofnunin kaupir
inn. Viðskiptavinir
Heyrnartækni hafa
átt rétt á sömu
krónutölu við niður-
greiðslu tækja og
HTÍ frá árinu 2003.
Vandi Heyrnartækni felst í því að fyrir-
tækið fær aðeins lítið brot af því árlega
fjármagni sem hið opinbera veitir til þess-
ara tækjakaupa. „Nú er það svo að við er-
um löngu búin að klára kvóta þessa árs og
við vitum ekki hvað tekur við eftir áramót.
Við höfum engin svör fengið frá heilbrigð-
isráðuneytinu og það ríkir alger óvissa,“
segir Björn Víðisson, framkvæmdastjóri
Heyrnartækni. | 8
Óréttlátt
fyrirkomulag
♦♦♦