Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 2
HAGSTÆTT leiguverð og
skemmtilegt laðar unga námsmenn
að stúdentaíbúðum, að sögn Sig-
urðar Guðmundssonar, sviðsstjóra
rekstrarsviðs hjá Byggingarfélagi
námsmanna (BN), sem hyggst á
næstu sex árum reisa um 800 íbúðir
fyrir námsmenn á höfuðborgar-
svæðinu.
Þörfin fyrir húsnæði á höfuðborg-
arsvæðinu hefur aukist samfara
fjölgun námsmanna og eru á biðlista
allt að 400 umsóknir eftir húsnæði.
Sigurður segir að mest sé sótt í
einstaklings- eða paraíbúðir og
reynt sé að koma til móts við það.
„Við erum búin að fylla allar íbúð-
ir sem við erum með hér á höf-
uðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður
og bætir við að enn sé verið að vinna
úr umsóknum. „Það er stór hópur
stúdenta sem fá ekki húsnæði,“ seg-
ir hann.
Hagstæð lánakjör BN
Leiguverð á hinum almenna
leigumarkaði er töluvert hærra en
leigan á stúdentaíbúðunum og segir
Sigurður að einkum séu tvær ástæð-
ur fyrir því að félagið geti boðið upp
á lægra leiguverð. Annars vegar
kemur til að félagið sé undir reglu-
gerð um félagslegt húsnæði, líkt og
Félagsstofnun stúdenta, en það þýð-
ir að BN fær lán hjá Íbúðalánasjóði
með 3,5% vöxtum. Einnig kemur til
að félagið er sjálfseignarstofnun og
ekki rekin með hagnaðarsjónarmið
og fyrir vikið er hægt að halda verð-
inu niðri, að sögn Sigurðar.
BN hóf fyrr á árinu úthlutun
íbúða í nýjum byggingum félagsins
við Klausturstíg og Kapellustíg í
Grafarholti en þar munu alls 200
para- og einstaklingsíbúðir rísa. Út-
hlutun íbúðanna mun svo halda
áfram út árið.
Þá hefur félagið hafið fram-
kvæmdir á nýrri lóð við Bjarkarvelli
5 í Hafnarfirði þar sem 100 ein-
staklings- og paraíbúðir munu rísa.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum
ljúki á miðju næsta ári og er þá
heildarfjöldi þeirra íbúða sem BN
hefur yfir að ráða orðinn 531.
Þá mun félagið hefjast handa árið
2008 við að reisa um 500 íbúðir á um
14.500 fermetra svæði sem markast
af Háteigsvegi, Þverholti, Stórholti
og Einholti í Reykjavík. Áætlað er
að verkinu verði lokið árið 2011 en
farið verði að úthluta fyrstu íbúð-
unum strax árið 2008.
Félagið hefur keypt upp lóðirnar
á svæðinu og er gert ráð fyrir að allt
atvinnuhúsnæði við Þverholt 15–21
og Einholt 6–8 verði rifið og ný fjöl-
býlishús, atvinnuhúsnæði, bílastæði,
stígar og garðar byggt í staðinn.
Framkvæmdirnar eru í samvinnu
við verktakafyrirtækið Þverás ehf.
Hagstætt leiguverð laðar að
Tölvugerð mynd af væntanlegum stúdentagarði á svæðinu sem afmarkast
af Þverholti og Einholti. Byggingarfélag námsmanna áætlar að reisa um
500 íbúðir þar og að framkvæmdum verði lokið árið 2011.
Byggingarfélag
námsmanna
hyggst byggja 800
íbúðir á sex árum
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
2 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JÓN FORMAÐUR
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, var kjörinn formaður
Framsóknarflokksins á þingi flokks-
ins í gær. Hann fékk 54,8% atkvæða
en Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra fékk 44,15% atkvæða. Aðr-
ir frambjóðendur fengu minna. Jón
sagði í ræðu eftir kjörið að hann
myndi gera allt sem í hans valdi
stæði til að jafna ágreining sem upp
kynni að koma innan flokksins.
Ábyrgð, samstaða, tillitssemi og
gagnkvæm virðing ættu að vera
kjörorð flokksins. Einnig var kosið
til varaformanns og ritara.
Ísraelar gera árás
Sérsveitir ísraelska hersins gerðu
skyndiáhlaup á svæði í Bekaa-
dalnum í Austur-Líbanon snemma í
gærmorgun og rufu þar með sex
daga vopnahlé á milli Ísraela og
Hizbollah. Aðgerðir sem þessar
setja vopnahléið í hættu en ástandið
á svæðinu er mjög ótryggt. For-
sætisráðherra Líbanons sagði árás-
ina „svívirðilegt brot“ á vopnahléinu.
Metþátttaka í maraþoni
Metþátttaka var í Reykjavíkur-
maraþoninu sem haldið var í gær.
Alls voru 9.848 skráðir í hlaupið sem
er met en í fyrra voru skráðir 4.150
sem þá var met. Flestir tóku þátt í
tíu km hlaupinu eða rúmlega 2.300
manns en tæplega 500 hlupu mara-
þon. Þetta er í 23. sinn sem mara-
þonið er haldið í Reykjavík.
Einn kvartað
Aðeins ein kvörtun hefur borist
frá sjúklingi til Landlæknisembætt-
isins vegna nýs tilvísanakerfis til
hjartalækna. Ekki er samningur við
Tryggingastofnum um endur-
greiðslur til sjúklinga vegna þjón-
ustu hjartalækna en ef fólk leitar til
þeirra eftir að hafa fengið tilvísun
frá heimilislækni getur það fengið
endurgreitt.
Líkamanum ofboðið
Bíll sem kominn er yfir ákveðinn
hraða og keyrir út af eða lendir í
árekstri getur valdið ótrúlegum
meiðslum á mannslíkamanum, að
sögn Snorra S. Konráðssonar, fram-
kvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar
bílgreina, en sérfræðingar hennar
eru kallaðir til þegar alvarleg um-
ferðarslys verða. Hann segir að allt
sem fari yfir venjulegan gönguhraða
valdi verulegum meiðslum og fólk
geti prófað að ganga á venjulegum
gönguhraða á glervegg og sjá hvern-
ig það fari út úr því.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 46/49
Ummæli vikunnar15 Auðlesið efni 50
Hugsað upphátt 37 Myndasögur 54
Veiði 29 Dagbók 54/57
Forystugrein 34 Víkverji 54
Reykjavíkurbréf 34 Velvakandi 55
Sjónspegill 36 Staður og stund 56
Menning38/39, 58/65 Bíó 62/65
Umræðan 40/45 Sjónvarp 66
Bréf 45 Staksteinar 67
Hugvekja 46 Veður 67
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sólveig
Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tóku í gær, laug-
ardag, við 200 þúsund undirskriftum Litháa en undir-
skriftirnar eru þakkir til íslensku þjóðarinnar fyrir að
hafa fyrst þjóða viðurkennt sjálfstæði Litháens fyrir
fimmtán árum.
Söfnunin hefur staðið yfir undanfarna mánuði í
Litháen og fylgdi fjölmenn sveit Litháa undirskrift-
unum til Íslands, m.a. tónlistarmenn sem taka þátt í
dagskrá Menningarnætur í Reykjavík.
Það var Arturas Zuokas, borgarstjóri Vilnius, höf-
uðborgar Litháens, sem afhenti skrárnar íslensku þjóð-
inni og verða þær síðan varðveittar í Þjóðskjalasafni Ís-
lands. Við athöfnina skrifuðu borgarstjórinn í
Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og Arturas
Zuokas, borgarstjóri Vilnius, undir samning um vina-
bæjatengsl höfuðborganna tveggja.
Morgunblaðið/Jim Smart
200 þúsund Litháar þakka
fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu
GRÍMUR Björnsson, jarðfræðingur
sem nú starfar hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, hefur staðfest að hon-
um hafi verið gert að tjá sig ekki um
málefni Kárahnjúkavirkjunar, þ.e.
um málefni samkeppnisaðila, í þessu
tilviki Landsvirkjunar nema með
leyfi forstjóra hennar. Af því tilefni
ritar Dofri Hermannsson grein á vef
sínum (dofri.is) undir fyrirsögninni
„Keflaðir vísindamenn“.
„Það er auðvitað stórundarleg
staða,“ skrifar Dofri, „að yfirmenn
OR sem er í eigu Reykjavíkurborg-
ar skuli taka þátt í að þagga niður í
vísindamanni sem sett hefur fram
stóralvarlegar athugasemdir um
áreiðanleika og öryggi stærstu
framkvæmdar Íslandssögunnar.
Framkvæmdar sem unnin er af öðru
fyrirtæki sem jafnframt er að 45%
hluta í eigu og á ábyrgð Reykjavík-
urborgar. Höfum í huga að LV er í
opinberri eigu og að það kemur fólki
við hvort þarna er málum blandið
eða ekki. Að þagga niður í vísinda-
manni sem hefur mikið fram að færa
í málinu er einfaldlega siðlaust,“
skrifar Dofri.
Rétt er að taka fram að Grímur
Björnsson hafði veitt Morgun-
blaðinu vilyrði fyrir ýtarlegu viðtali
þar sem hann ætlaði að tjá sig sem
vísindamaður. Þegar taka átti við-
talið tjáði Grímur blaðamanni Morg-
unblaðsins að hann mætti ekki tjá
sig um málefni samkeppnisaðila og
því gæti hann ekki veitt umrætt við-
tal.
„Keflaðir
vísinda-
menn“
TALSVERÐUR erill var hjá lögregl-
unni í Reykjavík aðfaranótt laug-
ardagsins. Seint á föstudagskvöld
barst lögreglunni tilkynning um að
maður hefði verið sleginn í andlitið í
heimahúsi í Skerjafirði. Að sögn lög-
reglu brotnaði maðurinn á nokkrum
stöðum á andliti, m.a. á kjálka og
augntóft. Hann var fluttur meðvit-
undarlaus á sjúkrahús en þar komst
hann til meðvitundar.
Árásarmaðurinn var handtekinn.
Hann var sagður hafa verið undir
áhrifum áfengis en tildrög árásinnar
liggja ekki fyrir.
Sleginn í
heimahúsi
ÍSLENDINGAR unnu í gær Ítala,
19:11, í 17. umferð í opna flokknum
á Evrópumótinu í brids, sem haldið
er í Varsjá í Póllandi.
Ítalar hafa haft forustu allt mótið
og höfðu aðeins tapað einum leik
áður en þeir mættu Íslendingum.
Þeir voru þrátt fyrir tapið í gær
efstir með 331 stig eftir 17 umferð-
ir. Ungverjar voru í 2. sæti með 313
stig og Norðmenn þriðju með 303
stig. Íslendingar voru í 7. sæti með
284 stig.
Íslendingar lögðu
Ítala á EM í brids
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að
ökumanni grárrar jeppabifreiðar
sem síðastliðinn föstudag um sex-
leytið var ekið vestur Engjaveg í
Reykjavík. Hægri hliðarspegill bif-
reiðarinnar rakst í gangandi veg-
faranda sem stóð við bifreið norðan
Engjavegar. Vegfarandinn, kona,
slasaðist á hægri handlegg og
hægri mjöðm. Eftir óhappið var
jeppabifreiðinni ekið brott af vett-
vangi. Hliðarspegill bifreiðarinnar
brotnaði af festingum og dinglaði
laus. Ökumaður bifreiðarinnar er
beðinn um að hafa samband við lög-
reglu í síma 444 1130 og einnig
vitni ef einhver eru.
Ökumanns leitað
♦♦♦