Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU
DREPUR FÓTSVEPPINN.
Lamisil gel
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
33
20
4
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal
Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan
húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð
af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu („lifrarbrúnir blettir“). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa-
sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir
terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega
leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.
AFAR þröngt var á flokksþingi
Framsóknarflokksins á Hótel Loft-
leiðum í gærmorgun, ekki síst þeg-
ar kosningar um embætti til for-
ystusveitar flokksins fóru fram.
Mjög löng röð myndaðist um ganga
hótelsins þegar um 760 manns
gengu til kosninga og varð það til
þess að töf varð á tilkynningu um
embætti formanns.
Létt var þó yfir flokksmönnum
sem brugðu sér margir hverjir út í
góða veðrið til umræðna um mál-
efni líðandi stundar þegar þeir
höfðu lokið við að greiða atkvæði
sitt.
Þingmennirnir Dagný Jónsdóttir
og Birkir Jón Jónsson og Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra,
voru glaðbeitt á leið sinni að kjör-
borðinu þrátt fyrir langa bið.
Morgunblaðið/Sverrir
Þröngt á þingi hjá Framsóknarflokknum
FLOKKSÞING framsóknarmanna
hófst á því í gærmorgun að farið
var yfir stjórnmálaályktun flokks-
ins sem lögð var fyrir á föstudags-
kvöld. Stjórnmálanefnd hafði farið
yfir ályktunina eftir almennar um-
ræður á fyrra degi þingsins og stóð
sú vinna í fáeinar klukkustundir.
Ályktunin var svo samþykkt með
handauppréttingu en engar athugs-
emdir bárust frá flokksmönnum.
Fáeinar breytingar voru gerðar
á ályktuninni, aðallega breytingar
á orðalagi en m.a. var einnig bætt
inn í ályktunina að Framsókn-
arflokkurinn legði höfuðáherslu á
jafnrétti til náms, enda væri það
öflugasta vopnið gegn stéttaskipt-
ingu í samfélaginu. Einnig að flokk-
urinn teldi að forvarnir sem byggj-
ast á styrkingu einstaklingins væru
árangursríkasta aðferðin til bættr-
ar almennrar lýðheilsu og að
hvergi mætti hvika í baráttunni
gegn fíkniefnum.
Stjórnmála-
ályktunin
samþykkt
SIV Friðleifsdóttir, frambjóðandi
til formanns Framsóknarflokksins
og fráfarandi ritari, sagðist í
ávarpi sínu, eftir að úrslit lágu
fyrir, ætla að halda áfram að
vinna að fullum krafti fyrir flokk-
inn. „Ég mun vinna áfram í heil-
brigðisráðuneytinu af fullum
kröftum. Og ég mun standa við
bakið á öllum flokksmönnum í
þeirri vinnu sem framundan er,“
en Siv minnti á að einungis níu
mánuðir væru til alþingiskosninga
og mikil vinna framundan. Hún
hvatti flokksmenn til að vinna
saman. „Ég heiti á ykkur öll að
vinna saman með okkur í þeirri
forystu sem nú verður kjörin að
því að efla flokkinn á þessum
tíma.“
Siv þakkaði Jóni Sigurðssyni
fyrir drengilega kosningabaráttu
og flokksmönnum fyrir það traust
sem hún naut í kjörinu og sagði að
allir Framsóknarmenn væru sig-
urvegarar að loknu glæsilegu
flokksþingi.
Jón Sigurðsson hlaut 53,8%
greiddra atkvæða á meðan Siv
Friðleifsdóttir hlaut 44,15% þegar
kosið var um embætti formanns á
flokksþingi framsóknarmanna sem
haldið var á Hótel Loftleiðum í
gærdag.
Flokksmenn
vinni saman
með forystunni
GUÐNI Ágústsson sagðist í ávarpi
sínu, eftir að sigur hans í varafor-
mannskjörinu hafði verið kunn-
gerður, vera hræður og þakklátur
yfir sigrinum. Hann sagði að flokk-
urinn þyrfti á nýrri samstöðu að
halda. „Ágætu vinir. Framsókn-
arflokkurinn á sér sterka og litríka
baráttusögu í níutíu ár. Hann þarf á
afli okkar og krafti að halda. Hann
þarf nýrri samstöðu. Hann þarf sókn
á grænu ljósi. Hann hefur orkað
miklu á liðnum árum og áratugum.
Hann hefur gefið þessari þjóð mikið.
Nú þurfum við að gefa þessum flokki
einingu og samstöðu,“ og taldi hann
að öll aðildarfélög og allir flokks-
menn ættu að fylkja liði og breiða út
málstaðinn: „Við verðum öll sem
einn her. Förum inn í skólana og fyr-
irtækin og berjumst fyrir málstað
okkar í nýrri samstöðu og sókn.“
Guðni þakkaði Jónínu Bjartmarz
fyrir drengilega baráttu: „Sem betur
fer bar aldrei skugga á þá kosninga-
baráttu, við höfum verið vinir um
langa hríð,“ auk þess sem hann ósk-
aði vini sínum og gamla félaga Jóni
Sigurðssyni til hamingju með for-
mannsembættið og þakkaði Halldóri
Ásgrímssyni fyrir vel unnin störf.
Guðni þakkaði Margréti Hauks-
dóttur, konu sinni, og sagði: „Þig
dreymdi þennan draum fyrir mán-
uði, nákvæmlega eins og tölurnar
féllu.“
Markmiðið er stórsigur í vor
Eftir ávarp Guðna tók Jónína
Bjartmarz til máls og óskaði hún
Guðna til hamingju með kjörið í
ávarpi sínu og sagðist ætla að leggja
sig fram í að vinna með forystunni
áfram: „Ég sagði það á dögunum:
Annaðhvort starfa ég í þessari for-
ystu eða ég starfa dyggilega með
þeim sem verða kosnir til forystu.
Við þurfum öll að starfa saman núna.
Við þurfum að undirbúa flokks-
þingið okkar og málefnastarfið. Og
markmið okkar allra er stórsigur í
vor.“
Dreymdi niðurstöður
kjörsins fyrir mánuði
Morgunblaðið/Sverrir
Siv Friðleifsdóttir fagnar nýrri forystu Framsóknarflokksins, Jóni
Sigurðssyni formanni og Guðna Ágústssyni varaformanni.
JÓN Sigurðsson, nýkjörinn formað-
ur Framsóknarflokksins, þakkaði í
ávarpi sínu, eftir að úrslit höfðu verið
kunngerð, stuðningsmönnum og öðr-
um sem gert hefðu þátttökuna eins
glæsilega og raun bar vitni. Hann
sagði úrslitin hafa farið á þá lund að
allir hefðu sigrað og eftir flokksþing-
ið myndu Framsóknarmenn ganga á
nýjan leik einbeittir til verka.
„Ég mun gera allt sem í mínu valdi
stendur til að efla innri samstöðu og
jafna ágreining sem upp hefur komið
og upp kann að koma innan flokks-
ins. Þetta er ekki einkasigur eins
manns heldur er þetta sameiginleg-
ur sigur alls flokksins og gefur við-
spyrnu og fótfestu til rösklegra at-
hafna á komandi mánuðum og
misserum. Þetta er sameiginlegur
sigur málstaðarins sem við berjumst
fyrir,“ sagði Jón og bætti við að það
væri lífsskoðun langflestra Íslend-
inga að farsæld væri gjöf úr guðs
hendi en í velgengni gleymdu menn
stundum að þakka höfundi lífsins
gjafir hans. „Þetta þurfum við öll að
muna og þetta þarf ég að muna.
Enginn veltir þungum steini úr vegi
heldur allir saman.“
Lýðræðisleg fjöldahreyfing
Jón lofaði flokksmenn fyrir góða
þátttöku á flokksþinginu og sagði
svo mikinn fjölda sýna styrk, sam-
hug og afl framsóknarmanna. „Þetta
sýnir einnig að Framsóknarflokkur-
inn er lýðræðisleg fjöldahreyfing
fólksins. Lýðræðið er auðvitað ófyr-
irsjáanlegt og þannig á það að vera
og hér hafa fulltrúar flokksmanna
haft eðlilegt og sjálfsagt tækifæri til
að velja sér sjálfir forystu fyrir
Framsóknarflokkinn næstu ár,“
sagði Jón og þakkaði öllum fram-
bjóðendum fyrir að gera flokksþing-
ið áhugavert, gera það raunverulega
lýðræðislegt og koma því til leiðar
við þessi tímamót að framvegis
stæðu allir saman í Framsóknar-
flokknum.
Hlutverk flokksins
aldrei brýnna
Jón þakkaði einnig Halldóri Ás-
grímssyni fyrir langa og innilega
vináttu og „umfram allt annað tjái ég
honum þakkir framsóknarmanna og
þjóðarinnar fyrir góð og mikil, ár-
angursrík og farsæl störf fyrir land
og þjóð um langt árabil.“ Að lokum
sagði Jón hlutverk flokksins aldrei
hafa verið brýnna en núna til að
styrkja, bæta og örva íslenskt sam-
félag til sóknar inn í framtíðina.
„Hér á þessu þingi eru sterkir
straumar og samefling, sem við eig-
um í nafni Framsóknarflokksins að
bera og miðla út til allrar þjóðarinn-
ar. Við skulum líta fyrst og fremst á
sameiginlegar hugsjónir og sameig-
inleg verkefni fyrir land og þjóð.“
Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra er nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins
Framsóknarmenn ganga ein-
beittir til verka á nýjan leik
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Sigurðsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir, mótframbjóðandi hans.