Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 8
8 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í Náttúruverndaráætl-un 2004-2008 var lagttil að stofnaðir yrðu
þrír nýir þjóðgarðar;
Látrabjarg-Rauðisandur,
Hekla og Þingvellir-
Skjaldbreiður-Tindaskagi.
Að auki var lagt til að
stækka þjóðgarðana við
Snæfellsjökul, í Jökulsár-
gljúfrum og í Skaftafelli. Í
þingsályktun um náttúru-
verndaráætlunina, sem
lögð var fyrir Alþingi lög-
gjafarþingið 2003-2004, er
lagt til að unnið verði að
friðlýsingu fjórtán svæða næstu
fimm árin með einum eða öðrum
hætti, jafnframt því að unnið verði
áfram að stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs.
Af svæðunum fjórtán hafa Guð-
laugstungur einar verið friðaðar,
en það var gert í desember á síð-
asta ári. Unnið er að undirbúningi
friðlýsingar hinna svæðanna sam-
kvæmt upplýsingum Umhverfis-
stofnunar. M.a. er unnið að samn-
ingum við landeigendur og verið að
afla upplýsinga hjá Fasteignamati
ríkisins og sýslumönnum á við-
komandi svæðum. Í sumum tilvik-
um er málið komið svo langt að bú-
ið er að halda borgarafundi heima í
héraði.
Áður en svæði er friðlýst þarf
m.a. að afla samþykkis landeig-
enda og ábúenda fyrir mörkum
friðaða svæðisins sem og reglum
sem um það munu gilda. Það ferli
getur tekið þónokkurn tíma að
sögn Guðríðar Þorvarðardóttur
fagstjóra hjá Umhverfisstofnun.
Samkvæmt lögum um náttúru-
vernd frá árinu 1999 skal umhverf-
isráðherra láta vinna náttúru-
verndaráætlun fyrir landið allt á
fimm ára fresti. Í áætluninni sem
nú er í gildi er auk þjóðgarðanna
þriggja lagt til að 32 ný svæði verði
vernduð sem friðlönd, tíu sem
náttúruvætti, eitt sem vistkerfi, 24
sem búsvæði og tvö sem fólkvang-
ar.
Friðun Látrabjargs
undirbúin
Ákveðið hefur verið að stefna að
stofnun þjóðgarðs við Látrabjarg
og Rauðasand, líkt og fram kemur
í Náttúruverndaráætluninni. Í
þingsályktun um áætlunina er talið
mikilvægt að svæðið verði verndað
fyrst og fremst vegna fjölbreytts
og mikils fuglalífs á fuglabjörgun-
um en jafnframt vegna landslags.
Þá sé talið mikilvægt að svæðið
verði verndað sem friðland eða
þjóðgarður með sérstakri áherslu
á sjófuglabyggðir og fjörusvæði.
Bæjarráð Vesturbyggðar styð-
ur framkomna tillögu um þjóðgarð
við Látrabjarg og mælti á síðasta
fundi sínum með að hún yrði tekin
til ítarlegrar umfjöllunar í bæjar-
stjórn á næstunni. Nú er unnið að
gerð aðalskipulags fyrir Vestur-
byggð og samkvæmt drögum að
því er lagt til að svæðið, sem ætl-
unin er að verði þjóðgarður, verði
nú þegar hverfisverndað, en sam-
kvæmt skipulagslögum frá árinu
1997 er hverfisverndun ákvæði í
svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi
um verndun sérkenna eldri byggð-
ar eða annarra menningarsögu-
legra minja. Að sögn Guðnýjar
Sigurðardóttur, starfandi bæjar-
stjóra í Vesturbyggð, hefur hverf-
isverndunin mætt nokkurri and-
stöðu meðal landeigenda á
svæðinu. Það gæti því tafið fyrir
stofnun þjóðgarðsins, en hún telur
þó að af henni gæti orðið eftir um
eitt ár.
Guðný segir vonir standa til að
þjóðgarðurinn skapi störf fyrir
bæjarfélagið. Ferðaþjónusta gæti
aukist enn frekar. Þegar kemur
mikill fjöldi ferðamanna að Látra-
bjargi ár hvert, en með stofnun
þjóðgarðs yrði þjónusta og allt ut-
anumhald í fastari skorðum.
Þjóðgarðurinn Látrabjarg-
Rauðisandur, yrði samkvæmt
Náttúruverndaráætlun um 490
km² að stærð. Þar eru mikil fugla-
björg. Finna má fjölda þjóðminja á
svæðinu.
Vestast á Látrabjargi eru
Bjargtangar sem jafnframt er
vestasti tangi landsins og Evrópu.
Í Látrabjargi er stærsta álku-
byggð í heimi, en þar verpa a.m.k.
45 fuglategundir og eru sjö þeirra
á válista: Himbrimi, grágæs,
straumönd, fálki, svartbakur,
stuttnefja og hrafn. Á svæðinu má
ennfremur finna a.m.k. tvær sjald-
gæfar plöntutegundir; ferlaufung
og bjargstrý. Hlutar svæðisins
hafa verið á náttúruminjaskrá um
nokkurt skeið.
Hægt að stofna þjóðgarð
þó land sé í einkaeigu
Þjóðgarða má stofna á land-
svæðum þar sem landslag eða líf-
ríki er sérstætt eða á því hvílir
söguleg helgi. Miðað er við að um-
rædd svæði séu í ríkiseign nema
sérstakar ástæður mæli með öðru
og samkomulag náist um það milli
ráðherra og landeigenda. Friðlýs-
ing krefst töluverðrar undirbún-
ingsvinnu ef tryggja á að hún skili
árangri. Hana þarf að vinna í sem
mestri sátt við heimamenn og hún
þarf að falla sem best að áætlunum
um aðra landnotkun. Strangar
reglur gilda aðra landnotkun við
stofnun þjóðgarðs þar sem meg-
inmarkið með slíkri friðlýsingu er
að veita fólki aðgang að svæðum
þar sem náttúra landsins fær að
þróast eftir eigin lögmálum án
verulegrar íhlutunar mannsins.
Fréttaskýring | Friðlýsing landsvæða
Eitt af fjórtán
verið friðað
Þjóðgarðurinn Látrabjarg-Rauðisandur
myndi efla atvinnulíf í Vesturbyggð
Friða á Látrabjarg og Rauðasand.
Þjóðgarðar samanlagt um
2% af flatarmáli landsins
Á Íslandi hafa verið stofnaðir
þrír þjóðgarðar samkvæmt lög-
um nr. 44/1999 um nátt-
úruvernd. Þjóðgarðurinn í
Skaftafelli var stofnsettur árið
1967, þjóðgarðurinn í Jökuls-
árgljúfrum árið 1973 og þjóð-
garðurinn Snæfellsjökull árið
2001. Heildarflatarmál þjóðgarð-
anna þriggja er nú um 1.900 km²
eða tæplega 2% af flatarmáli
landsins. Unnið er að stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar í fjarnámi:
Undirbúningur undir nám í grafískri miðlun, prentun,
ljósmyndun og bókbandi.
Nánari upplýsingar á www.ir.is / fjarnam
FJÖLDI lekandatilfella á þessu ári
er kominn yfir heildarfjöldann á síð-
astliðnu ári og tilfellunum fjölgar
enn. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var
sóttvarnalækni tilkynnt um 21 tilfelli
lekanda frá rannsóknarstofu Land-
spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) í
sýklafræði. Árið 2005 urðu lekanda-
tilfellin 19 að tölu, en það var helm-
ingsaukning frá árinu 2004. Sam-
kvæmt upplýsingum frá göngudeild
húð- og kynsjúkdóma er mest um
smit í þröngum hópi einstaklinga
með sögu um misnotkun fíkniefna,
en hluti sjúklinga er þó utan þessa
hóps.
Karlmenn eru í meirihluta þeirra
sem sýkjast. Á þessu ári hafa greinst
15 karlar og 6 konur, flest á aldrinum
20–29 ára.
Sýkingin greinist oftast á göngu-
deild húð- og kynsjúkdómadeildar
LSH, sem einnig annast meðferð og
rekur smitleiðir. Aðrir sem annast
greiningu og meðferð eru kvensjúk-
dómalæknar og heilsugæslulæknar.
Svo virðist sem stór hluti hinna
sýktu síðastliðin tvö ár hafi smitast á
Íslandi, segir í Farsóttarfréttum
Landlæknisembættisins.
Ófrjósemi er vel þekktur fylgi-
kvilli lekanda, einkum hjá konum.
Töluverður hluti fær engin einkenni
af völdum sýkingarinnar og eru kon-
ur oftar án einkenna en karlar.
Smit berst að stórum hluta frá ein-
kennalausum einstaklingum sem
ekki vita um sýkinguna. Það berst
við kynmök um leggöng, en einnig
berst smitið við munnmök og enda-
þarmsmök. Skyndikynni auka líkur
á smiti en smokkanotkun dregur
mikið úr líkum á smiti.
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að
leita læknis sem hugsanlega hafa
orðið fyrir smiti og/eða finna fyrir
einkennum frá þvag- og kynfærum.
Einnig er ástæða til að hvetja
lækna til að vera á varðbergi og
senda sýni í ræktun þegar grunur
vaknar um sýkingu, segir í Farsótt-
arfréttum.
Fleiri tilfelli lekanda nú
en allt árið í fyrra
FERÐAKYNNINGARFUNDUR
Vináttu og menningarfélags Mið-
Austurlanda, VIMA, verður í Frið-
arhúsi á horni Njálsgötu og Snorra-
brautar (þar sem áður var hann-
yrðaverslunin Erla) þriðjudaginn
22. ágúst nk. og hefst stundvíslega
kl. 17.30.
Þar verður sagt frá ferðum sem
fyrirhugaðar eru hjá félögum, m.a.
til Sýrlands, Jemen og Jórdaníu, Ír-
an, Óman og Líbýu. Eins er ætluð
ferð til Kákasuslandanna Armeníu,
Georgíu og Aserbaídsjan.
Einnig verður sýnd myndin Ferð-
in til Jemen sem tekin var í sl. ferð
og er um hálftímamynd Ólafs S.
Guðmundssonar. Auk þess munu
diskar rúlla í tölvum frá þessum
áfangastöðum og menn geta skráð
sig í ferðir og í félagið.
Tekið skal fram að velunnarar
sem enn hafa ekki gengið í VIMA
eru velkomnir. Kaffi og krydderí á
boðstólum.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá Jórdaníu.
Ferðir til Mið-
Austurlanda
kynntar
ATVINNUGREININ sem flestir
karlmenn undir 30 ára aldri stunda
hér á landi er almenn byggingarstarf-
semi. Kemur þetta fram í vefriti fjár-
málaráðuneytisins.
Störfum í mannvirkjagerð í heild
hefur fjölgað um 28% á undanförnum
fimm árum. Fjölgun hjá ungum körl-
um er hlutfallslega minni en það,
enda er töluverður hluti aðflutts
vinnuafls, vegna uppsveiflunnar í
byggingarstarfsemi, eldri en þrítug-
ur. Þróunin í mannvirkjagerð er þess
vegna ekki dæmigerð um atvinnuval
þeirra sem hafa alið aldur sinn hér á
landi. Næstfjölmennasta atvinnu-
grein ungra karlmanna er vinna í
stórmörkuðum og matvöruverslun-
um og þar hefur fjölgað um 500
manns sem er fjórðungs aukning. Ár-
ið 2000 voru fiskveiðar í öðru sæti en í
fyrra hafði þessi grein fallið niður í
fimmta sæti. Þriðja fjölmennasta
greinin er matsölu- og skemmtistaðir
þar sem rúmlega þúsund vinna og
hefur heldur fækkað.
Karlmönnum fjölgar
nokkuð í félagsþjónustu
Ungum karlönnum hefur fjölgað
um tæplega 200 í félagsþjónustu án
dvalar (t.d. leikskólum og félagsmið-
stöðvum), í sérvöruverslunum ýmiss
konar og litlu minna í grunnskólun-
um. Allt eru þetta atvinnugreinar þar
sem fjöldi ungra karla tvöfaldast og
rúmlega það.
Atvinnuþátttaka kvenna er með
nokkuð öðrum hætti en hjá körlum.
Fjölmennasta atvinnugrein ungra
kvenna er félagsþjónusta án dvalar
og þar hefur fjölgunin einnig orðið
mest, yfir 400 konur sem er fjórðung-
ur. Næst fjölmennust er vinna í stór-
mörkuðum og matvöruverslunum,
eins og hjá körlunum, en þar hefur
konum ekki fjölgað mikið. Matsölu-
og skemmtistaðir eru einnig í þriðja
sæti hjá konunum. Ungum konum
hefur fjölgað næstmest í grunnskól-
um, um 300 sem er 46% aukning.
Karlar í byggingavinnu
og konur í félagsþjónustu
ÞÓTT sumarið hafi verið nokkuð
vindasamt og blautt, að minnsta
kosti suðvestanlands, hafa inn á
milli komið blíðviðrisdagar þar sem
vind hefur nánast ekkert hreyft.
Á slíkum dögum spegla höf og
vötn umhverfi sitt og þótt vatnið
gárist örlítið vegna golu og brengli
spegilmyndina er það hin ágætasta
skemmtun að rýna í myndir hafs-
ins. Þessi trébátur lá við landfestar
í Sandgerðishöfn nýverið.
Morgunblaðið/ÞÖK
Á nær spegilsléttum sjó