Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 10

Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóriRannsóknarnefndar umferðar-slysa, sagði í samtali við Morgun-blaðið, að hlutverk nefndarinnarværi það, að stuðla að því að koma í veg fyrir að sams konar slys og nefndin rann- sakaði kæmu fyrir aftur. Rannsóknarnefndin, sem hefur starfað frá árinu 1996, fær tilkynn- ingu um öll banaslys í umferðinni og rannsakar þau. Verksvið nefndarinnar var víkkað út í fyrra með lögum og nú fjallar nefndin einnig um „meiriháttar umferðarslys“, eins og hún hefur mannskap til. Þá hefur nefndin heimild til að fjalla um tiltekin verkefni, s.s. þegar tilteknar bílategundir lenda oft í umferðarslysum, tiltek- in gatnamót könnuð eða önnur umferðarmann- virki, svo dæmi séu tekin. „Hugsunin er sú að einskorða störf nefnd- arinnar ekki einungis við slys, þar sem meiðsli verða eða fólk deyr,“ segir Ágúst. „Við mætum semsagt á vettvang og vegum og metum þrjá helztu þættina í umferðarslys- um, þ.e. ástand vegarins og umhverfi hans, öku- tækið og mannleg mistök.“ Rannsóknarnefndin nýtur mikils sjálfstæðis, er í raun óháð samgönguráðuneytinu, lögregl- unni og öllum aðilum, sem nærri koma slysum. Nefndin fær allar lögregluskýrslur af vettvangi og jafnframt niðurstöður bíltæknirannsóknar Fræðslumiðstöðvar bílgreina, sem einnig send- ir fulltrúa sinn á vettvang til gagnaöflunar. Safni lögreglan t.d. bíltæknirannsóknargögn- um, þá fær Bíltæknirannsóknarteymið þau gögn.“ – Þið farið sem sagt dýpra í málin? „Já, við gerum það að vissu marki, einkum hvað varðar forvarnir, þ.e. hvað megi læra af slysinu, en vel að merkja ekki neitt er varðar sekt eða sakleysi. Þannig förum við svolítið á ská við það sem lögreglan er að gera. Hún hef- ur sínu hlutverki að gegna og við okkar,“ segir Ágúst. Þannig kemur lögreglan á vettvang, hlúir að slösuðum, kallar á sjúkrabíl, teiknar upp slysið og aðdraganda þess, en fulltrúi Rannsóknar- nefndarinnar reynir að átta sig á stóru mynd- inni, orsökum slyssins og hugar að því hvort og þá hvernig hefði mátt koma í veg fyrir slysið. „Þótt ekki hafi verið um umferðarlagabrot að ræða fylgjum við slysinu lengra eftir. Ég nefni t.d. þátt sem lögreglan er ekki endilega að eltast við og það eru viðbrögð og viðbúnaður lækna, sjúkraflutningamanna og jafnframt við- brögð leikmanna á vettvangi líka,“ segir Ágúst. Alvarleg slys geta líka orðið á 30–40 km. hraða „Ein aðalspurningin hjá okkur er nefnilega þessi: Hvers vegna slasaðist einhver óviðkom- andi? Orsökin getur verið fyrir slysið, afleiðing af slysinu eða afleiðing af því að ekki var rétt við brugðist. Þannig skoðum við öll meiri háttar slys í víðara samhengi en t.d. lögreglan. Svo höfum við unnið skýrslur um t.d. unga ökumenn sem sérstakt viðfangsefni, hvernig fylgist að áhættuhegðun í umferðinni og áhættuhegðun almennt, einnig skýrslu um útafakstur og bílveltur sérstaklega með tilliti til umhverfis vega. Þetta eru skýrslur af þeim toga, sem lög- reglan myndi ekki skrifa. Þá má geta þess, að Rannsóknarnefndin skrifar svokallaðar varnaðarskýrslur. Í haust var skrifuð t.d. skýrsla um slys sem varð ekki á þjóðvegi. Skýrslan fjallaði um ungan mann, sem var að fara út í búð, í hverfi sínu í Kópa- vogi, þar sem hámarkshraðinn er 50 km. Mað- urinn spennti ekki beltið og „við erum bara að segja í skýrslunni að bílbeltanotkun snýst ekki bara um það að spenna beltin á þjóðvegunum, heldur getur þú slasazt alvarlega þótt þú lendir í umferðarslysi á 30–40 eða 50 km. hraða“. Í skýrslunni er að finna alls kyns varnaðar- orð, eins og eftirfarandi: „Vegna banaslyss sem varð á Upphéraðsvegi í fyrrasumar beinir Rannsóknarnefndin þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að umferð- aröryggi fái meira vægi í framtíðinni í sam- göngumatsferli vegna stórframkvæmda. Rök- styður nefndin ábendingu sína í umfjöllun um tildrög slyssins auk þess sem nefndin gerir aðr- ar tillögur í öryggisátt er varða þungaflutn- inga. Meginorsök slyssins er þó sú að ökumað- ur ók of hratt á röngum vegarhelmingi í beygju.“ Þungaflutningar eiga ekki heima á slóðum ferðamanna Upphéraðsvegur er hluti af leiðinni frá Egils- stöðum upp á Kárahnjúka. Um þetta sagði Ágúst Mogensen, að allri þungaumferð hefði verið beint í gegnum Hallormsstaðaskóg „og við vorum frekar harðorðir um þetta, því við teljum að þessi leið liggi um svæði ferðamanna og náttúruunnenda og gesta og varla verjandi að beina þungaflutningum um þetta fallega svæði. Það hefði að vísu þurft að leggja út í all- nokkurn kostnað við að fá nýja Lagarfljótsbrú og laga veginn hinum megin, en við erum að impra á því, hvar skórinn kreppir. Með þessari athugasemd erum við jafnframt að benda á að við næstu stórframkvæmdir verði þessi um- ferðaröryggismál höfð í huga“. Nefndin skilar skýrslum sínum til sam- gönguráðuneytis og Vegagerðar ríkisins, eink- Banaslys sem lærdómur Morgunblaðið/Júlíus Ágúst Mogensen við rannsóknarstörf á slysavettvangi á Kjalarnesi í liðinni viku. 15 manns hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er þessu ári. Í liðinni viku létust þrír einstaklingar í tveimur bílslysum. Halldór Halldórsson ræddi við Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðarslysa, og Snorra S. Konráðsson, fram- kvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar bílgreina, sem vinna að því að rannsaka og greina orsakir slysa og finna leiðir til að fækka þeim. Þegar banaslys eða mjög alvarleg slysverða er oftast um að ræða mannlegmistök. Þó alls ekki alltaf. Oft og tíð-um má rekja slík slys til vanbúinnabíla, bilaðra eða í einhverju því ástandi, sem kann að hafa valdið slysinu. Í flestum alvarlegum slysum eru kallaðir til sér- fræðingar á vegum Fræðslumiðstöðvar bíl- greina, sem beina augunum að bílnum eða bíl- unum sjálfum og reyna að átta sig á bíltæknilegum göllum og hugsanlegum áhrifa- völdum strax á staðnum áður en bíllinn er færður af vettvangi. „Við tökum bílinn í sundur og leitum uppi hugsanlega viðhaldsgalla í bifreiðinni, sem gætu hafa valdið slysinu eða haft meðvirkandi áhrif,“ segir Snorri S. Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar bílgreina. „Það þarf í raun ekki að vera annað en slit í ein- stökum hlutum bílsins og bilun.“ Snorri sagði, að orðið galli í bifreið væri yf- irleitt ekki notað við rannsóknirnar, því þá væri um að ræða galla frá hendi framleiðand- ans. „Við könnum frekar þætti sem eru bilaðir, eitthvað sem eigandinn hefði átt að sjá um að væri í lagi. Fræðslumiðstöð bílgreina hóf starfsemi sína í ágúst árið 2004. Þá var skrifað undir samning við Lögregluna í Reykjavík og ári síðar við Ríkislögreglustjóra. Það er mjög misjafnt hversu mörg verkefni við fáum. Við erum þannig búnir að vera í þessu í tvö ár. Við erum ekki bara kallaðir út í banaslys, heldur öll slys, þar sem um er að ræða meiri háttar líkams- tjón. Nú, það getur líka verið einungis vegna þess, að grunur vaknar hjá lögreglumönnum um að eitthvað sé að og í slíkum tilvikum þurfa ekki endilega að hafa orðið mikil slys á fólki. Almenna reglan er sú, að við erum kallaðir á slysstað til að hefja rannsókn þar og skrá niður það sem við sjáum og teljum geta orðið mik- ilvægt áður en bifreiðin er flutt á brott, því það er alltaf hugsanlegt að við flutninginn geti ástandið breytzt. Ég tek sem dæmi, að það þarf að mæla loft í dekkjum, eins fljótt og auðið er á slysstað. Þetta er reyndar ekki algilt, en við leggjum ríka áherzlu á að við komum á vettvang til að skilja og skynja betur aðstæður á slysstað. En atvik geta verið þannig, að við þurfum ekki að mæta á slysstað og látum nægja að rannsaka bílinn í húsakynnum okkar á Gylfaflöt 19 í Grafarvogi.“ Hátt í 200 tæknigallar kannaðir eftir bílslys Starf Fræðslumiðstöðvar bílgreina minnir á ítarlegar rannsóknir flugvéla, sem hafa hrap- að. Snorri greindi Morgunblaðinu frá því, að þau atriði sem væru á tækniskoðunarskrá þeirra væru hátt á annað hundrað. – Það segir sig þá sjálft að rannsókn ykkar á slysstað er nánast bara forathugun? „Það sem gæti breytzt við flutninginn skoð- um við og síðan skoðum við bílana út í hörgul við beztu aðstæður í Gylfaflötinni, sem þó dug- ir aðeins fyrir minni bíla. Þetta er fyrst og fremst kennsluhúsnæði, en við höfum hér lyft- ur og öll nauðsynleg verkfæri. Hvað varðar stærri bíla þurfum við að leita annað. Því við höfum ekki búnað til að lyfta þeim.“ – Hafið þið ekki lært mikið af þessum rann- sóknum? „Já, við höfum náttúrlega lært heilmikið sem skoðunarmenn, bæði um hvað hefur áhrif og veldur slysum, auk þess sem við höfum lært hvað bæði ökumenn og farþegar geta gert rangt. Skýrslur okkar eru síðan sendar lög- reglunni og verða hluti af lögregluskýrslum um tiltekin slys, sem við tökum þátt í að rann- saka,“ segir Snorri. „Starfsemi okkar er ótengd verkum Rann- sóknarnefndar bílslysa. Hins vegar er mjög gott upplýsingastreymi á milli þessara tveggja rannsóknareininga á sviði banaslysa og rann- sókna á alvarlegum umferðarslysum. Það er ljóst að bíltæknirannsóknir eru brýn- ar, því með þeim er verið að færa rannsóknir á umferðarslysum á svið vísindanna og hjá Fræðslumiðstöð bílgreina safnast smám sam- an ómetanlegur gagnabanki um orsakir bana- slysa og alvarlegra slysa. Eftir því sem ég veit bezt,“ segir Snorri, „er þetta í fyrsta skipti (frá stofnun tæknirann- sóknarnefndarinnar 2004), sem farið er með svo viðamiklum og nákvæmum hætti ofan í kjölinn á alvarlegum slysum hér á landi. Það eru gífurlega mörg atriði tekin til mælingar og önnur skoðuð, tugir mynda teknir og þær út- skýrðar og allt er þetta skráð. Að öllu þessu loknu skrifum við skýrslu um það, sem olli slysinu, ef rekja má slys til ástands ökutækis.“ Slakt viðhald er algeng orsök Morgunblaðið/Júlíus Snorri S. Konráðsson með myndavélina á vettvangi bílslyssins á Sandgerðisvegi í vikunni, sem leið, ásamt rannsóknarlögreglumanni frá Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.