Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 11
um með ábendingum um vega- og samgöngu-
bætur með tilliti til umferðaröryggis og kvað
Ágúst tillögum Rannsóknarnefndar umferðar-
slysa vera vel tekið og að mörgu leyti eftir þeim
farið. Þess má þó geta, að öll þungaumferð fer
enn um Hallormsstaðaskóg þrátt fyrir mjög
ákveðnar athugasemdir Rannsóknarnefndar-
innar.
„Umferðarstofa er áróðursmaskínan
um umferðarmál“
Þótt árleg skýrsla Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa og ýmsar varnaðarskýrslur, sem
nefndin lætur frá sér fara, séu ekki notaðar
beinlínis og markvisst í áróðri fyrir bættri um-
ferðarmenningu, þá eru þær birtar á netinu
(www.rnu.is/) og eru upplýsingagögn fyrir t.d.
Umferðarstofu, sem rekur áróður í útvarpi fyr-
ir bættri framkomu og akstri ökumanna.
Í nýjustu skýrslu Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa eru banaslys í umferðinni í fyrra
tekin fyrir og sundurgreind. Það er lærdómsrík
lesning. Alls voru banaslysin 19 talsins í 16 um-
ferðaróhöppum. Tvívegis er talið, að um sjálfs-
víg hafi verið að ræða og því eru þau atvik ekki
talin með í fjölda slysa, sem leiddu til dauða.
Auk ársskýrslu með sundurgreiningu á öll-
um banaslysum gefur Rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa út svokallaðar „varnaðarskýrslur“,
þar sem augum er beint að einhverju einu til-
teknu atriði, sem ökumenn verða að hafa í huga
við akstur bifreiða.
„Í varnaðarskýrslum Rannsóknarnefndar
umferðarslysa koma fram upplýsingar um um-
ferðarslys í forvarnarskyni. Upplýsingarnar
varða eitt öryggisatriði eða fleiri sem rannsókn-
arnefndin telur tilefni til að fjalla um í sérstakri
skýrslu.“
Í janúar á þessu ári kom út varnaðarskýrslan
„Bílbeltið hefði skipt máli“.
Vísar nefndin til slyss, áreksturs tveggja
fólksbifreiða, sem varð í innanbæjarakstri
haustið 2005. Ökumaður annars ökutækisins
slasaðist mjög alvarlega, hlaut áverka innvortis
í brjóstholi, brot í mjaðmagrind, nefbrot og sár
á andliti. Telur rannsóknarnefndin að meiðsli
ökumannsins hefðu ekki orðið eins mikil hefði
hann notað bílbelti. Hinn ökumaðurinn slapp
við meiri háttar meiðsli. Hann notaði bílbelti.
Ályktunarorð nefndarinnar eru þessi:
„Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur
ítrekað bent á mikilvægi þess að ökumenn og
farþegar noti bílbelti í umferðinni og telur að
fækka mætti banaslysum í umferðinni um 20%
og alvarlegum umferðarslysum verulega ef allir
notuðu bílbelti. Er það von nefndarinnar að um-
fjöllun um þetta slys auki þekkingu og skilning
á mikilvægi þess að nota bílbelti í umferðinni.“
Það sem af er árinu hafa alls 15 manns lát-izt í banaslysum og hafa allmörg þeirraorðið á næstliðnum vikum, hættulegasta
tímanum í umferðinni ár hvert, júlí og ágúst. Í
fyrra fórust 19 manns í 16 umferðarslysum og
hlutust 6 banaslys af ölvunarakstri, þar af tvö
sem stöfuðu af samspili áfengis og ólöglegra
vímuefna. Enda þótt nokkuð hafi borið á fréttum
af banaslysum á liðnum vikum telur Ágúst Mo-
gensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar
umferðarslysa, að þetta ár verði ekki verra en
undanfarin ár. Þessi tími árs sé ávallt slæmur
vegna mikilla ferðalaga. Auk Umferðarstofu,
sem sinnir áróðri og kynningu í þessum mála-
flokki, starfa jafnframt Rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa og Fræðslumiðstöð bílgreina við
rannsóknir á sviði umferðarmála. Tilgangur
þessara þriggja aðila er í raun sá sami, þótt hver
þeirra hafi sérstaklega afmörkuðu verkefni að
gegna.
Í liðnum mánuði kom út mikil skýrsla frá
Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem er skipuð
af samgönguráðherra og er meginhlutverk
hennar að rannsaka orsakir umferðarslysa með
tilliti til forvarna. Í skýrslu nefndarinnar fyrir árið
2005 er farið í saumana á öllum banaslysum
sem urðu í fyrra og þau greind í smáatriðum, or-
sakir og áhættuþættir, auk áhættuhegðunar
ungra ökumanna, notkunar hættuljósa, loftþrýst-
ings í hjólbörðum, slits og aðskotahluta, bifhjóla-
slysa, viðbragða leikmanna á slysstað, bílbelta-
notkunar, slysa í vetrarfærð, hraðaksturs,
ölvunaraksturs, svefns og þreytu o.s.frv.
Verkaskipti á milli Rannsóknarnefndarinnar og
Fræðslumiðstöðvar bílgreina er einkum fólgin í
því, að fulltrúar beggja mæta á slysstaði alvar-
legra slysa, en fulltrúi rannsóknarnefndarinnar
kannar öll ytri ummerki slysa og skráir tugi at-
riða, sem kynnu að hafa skipt máli við slysið og
verið orsakavaldur. Fræðslumiðstöð bílgreina fer
hins vegar í saumana á bílum sem lenda í alvar-
legum slysum og gera tæknilega úttekt á
ástandi bílanna.
Fræðslumiðstöð bílgreina er sjálfstæð stofnun
Félags iðn- og tæknigreina og Bílgreina-
sambandsins, sem starfar samkvæmt samningi
við samgönguráðuneytið. Hlutverk miðstöðvar-
innar snýr að bíltæknilegum atriðum, þ.e. starfs-
mennirnir mæta á slysstað og einbeita rannsókn
sinni að bílnum sjálfum og kanna um 200 atriði
er varða tæknileg atriði bílsins og leita uppi
hugsanlegar orsakir slyss, sem hægt er að rekja
til galla, bilana eða rangrar uppsetningar bílsins,
t.d. jafneinföld atriði eins og loft í dekkjum, sem
er ótrúlega oft meinbugur á.
Hvað varðar liðið ár var það niðurstaða Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa að útafakstur
hefði verið algengasta tegund slysa eða 60%,
en framanákeyrslur komu þar á eftir. Algengustu
orsakir banaslysa í umferðinni árið 2005 voru
ölvunarakstur, hraðakstur og að bílbelti var ekki
notað.
Starf þessara tveggja stofnana hefur sér þann
tilgang fyrst og fremst að stuðla að forvörnum
með öflun upplýsinga og kynningar. Það er í
samræmi við breytingu á lögum, að í skýrslu
RNU 2006 er nákvæmt yfirlit um banaslys árs-
ins 2005 og þau sundurgreind.
Það er ekki beinlínis hugguleg lesning.
Skýrslan er birt á Netinu á slóðinni www.rnu.is.
Í skýrslunni er gerð tillaga um að skólar lands-
ins nýti sér skýrslur nefndarinnar ásamt öðrum
skýrslum, sem gefnar eru út um umferðarörygg-
ismál í rannsóknar- og verkefnavinnu nemenda
og lögð áherzla á forvarnargildi skýrslnanna og
dæmanna sem tekin eru um bæði banaslysin og
gáleysisakstur, sem gæti orðið ungu fólki víti til
varnaðar.
Umferðarvá –
rannsóknir í
forvarnarskyni
Lögreglumenn við störf á vettvangi í Garðabæ.
Samningur Fræðslumiðstöðvar bílgreina við
yfirvöld rennur út í lok október og kvaðst
Snorri ekki vita hvort Ríkislögreglustjóri
hygðist framlengja samninginn. Hann benti á,
að starf miðstöðvarinnar hefði þróazt einhver
býsn frá því þetta starf var hafið, en það sem
þyrfti að gera núna væri að skerpa verklags-
reglur. Snorri sagði að hann gerði ekki ráð fyr-
ir neinum stökkbreytingum, en hins vegar
þyrfti að bæta við nánari útfærslum á ein-
stökum atriðum. „Það sem ræður því er að-
allega tækniþróun í bílum, t.d. hvernig eigi að
bregðast við þegar rafkerfið er verulega
skemmt. Nú er svo komið, að nánast öll stjórn-
un bifreiða er háð rafkerfi bílanna.“
Veruleg hætta á hagsmunaárekstrum
Það er síðan hlutverk Rannsóknarnefndar-
innar að draga ályktanir af verkum okkar og
niðurstöðum og koma þeim á framfæri og
ákveða hvað er notað, þegar nefndin leggur
fram tillögur um breytingar og lagfæringar á
umferðarmannvirkjum og svo lagabreytingar,
hvað þurfi að laga og bæta.
Fræðslumiðstöð bílgreina hefur lögsögu um
allt land og sendir fulltrúa sína á vettvang hvar
sem er á landinu eftir því sem efni standa til.
Snorri sagði að sem betur fer væri ekki meira
um alvarleg slys en svo, að það dygði að hafa
eina miðstöð í Reykjavík. Hann lagði áherzlu á
að þeir sem stunduðu þetta starf þyrftu að
þjálfast í rannsóknum af þessu tagi og menn
héldust ekki í æfingu nema með því að vinna
nokkuð stöðugt við þetta. Þá benti hann á, að
menn sem ynnu þessi verk þyrftu að vera hlut-
lausir og mættu ekki hafa hagsmuni af bíla-
viðgerðum og kvað það erfitt að finna menn,
úti á landi sérstaklega, sem væru hæfir til
þessara starfa án þess að hafa starf af bíla-
viðgerðum. „Við könnuðum það sérstaklega,“
sagði Snorri.
Núna vinna þrír starfsmenn við þessi rann-
sóknarstörf en hafa verið allt að sex. Hluti af
starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar hefur ein-
mitt lotið að því að meta hversu margir starfs-
menn séu nauðsynlegir og með þrjá starfs-
menn eru þeir á vakt allan sólarhringinn. „Við
þurfum alltaf að vera reiðubúnir þegar kallið
kemur,“ segir Snorri.
Ekki ganga á glerhurð á
venjulegum gönguhraða
– Að undanförnu hafa orðið allnokkur bana-
slys í umferðinni og í slíkum tilvikum koma
rannsóknarmenn Fræðslumiðstöðvarinnar við
sögu.
Hvað hefur að þínu mati verið lærdómsrík-
ast við rannsóknir ykkar á þessum alvarlegu
umferðarslysum, banaslysunum?
„Það sem mér sjálfum finnst lærdómsríkast,
og almenningur þarf að læra líka, er sú stað-
reynd að fólk í bíl er á nákvæmlega sama hraða
og bíllinn sjálfur og mannslíkaminn er ekki
gerður fyrir það að verða fyrir þeim skakka-
föllum sem verða. Bíll sem er kominn yfir
ákveðinn hraða og lendir í útafakstri eða
árekstri eða einhverju öðru, getur valdið
hreinlega ótrúlegum meiðslum á mannslíkam-
anum. Einföld tilraun til að fólk geri sér grein
fyrir þessu væri t.d. að láta einhvern ganga á
venjulegum gönguhraða á glervegg og athuga
hvernig það fer út úr því! Allt sem fer yfir
venjulegan gönguhraða veldur verulegum
meiðslum og það er þetta sem gerist í þessum
umferðarslysum, að þrátt fyrir allan öryggis-
búnað, öryggisbeltin og öryggispúðana, þá er
líkamanum ofboðið.
Þetta eru svo stórkostlegir kraftar, að þrátt
fyrir allan öryggisbúnaðinn, þá er líkamanum
ofboðið, hann þolir þetta hreinlega ekki.“
– Þú ert þá að segja að gagnsemi bílbeltanna
sé takmörkuð þegar bíll er kominn yfir ákveð-
inn hraða?
„Já, því þá fer höfuðið og öryggispúðinn
blæs út og er útblásinn í örskamma stund
þannig að við fyrsta högg sleppur fólk kannski,
en í öllum höggum eftir það og snöggum hreyf-
ingum bílsins, er fólki hætta búin og þá koma
meiðslin.
Og svo er það annað, sem hefur skýrzt mjög
í mínum huga. Það er svo margt sem farþegar
og ökumenn geta haft stjórn á í þessum efnum.
Númer eitt er að vera í öryggisbeltum, númer
tvö að stilla hraðanum mjög í hóf og í þriðja
lagi er það ekki síður mikilvægt að stilla loft í
dekkjum á réttan hátt, gæta slits á dekkjum og
að það sé með réttan loftþrýsting.“
– Þetta er kannski það sem almenningur
trassar einna helzt?
„Já, maður sér það t.d. á vörubílum, að það
er nánast búið að „víggirða“ alla ventla dekkj-
anna með hjólkoppum og það hefur stundum
tekið okkur rannsóknarmenn á slysstað allt að
tvo klukkutíma að ná þessum koppum af til
þess að geta mælt loftþrýstinginn. Atvinnubíl-
stjóri á vöruflutningabifreið í lengri ferðum
þarf að kanna loftþrýstinginn í dekkjum bíls
síns a.m.k. einu sinni á dag. Það er hægt að
setja búnað á ventlana á innri dekkjum þess-
ara bíla þannig, að mælingin verður mjög ein-
föld. En þetta er trassað og girt fyrir mælingar
með þessum hjólkoppum, sem eru aðallega
settir á bílana til skrauts, bílarnir verða að líta
vel út! Þetta er alveg afleitt.
Það er hreinasta puð að ná þessum koppum
af, því þeir eru sjaldan hreyfðir og festing-
arnar ryðga fastar. Það er ekki nema með sér-
stökum aðgerðum sem maður nær þeim af og
þetta gengur alveg þvert á það sem menn vita,
að það þarf að vera nægilegt loft í hjólbörðum.“
– Þetta er ekki beinlínis til fyrirmyndar hjá
atvinnubílstjórum?
„Nei, aldeilis ekki. Það er meira lagt upp úr
útlitinu heldur en skynseminni,“ sagði Snorri.
Og það á örugglega ekki bara við um vöru-
bílstjóra – hégóminn er víða.
alvarlegra bílslysa
Morgunblaðið/Júlíus
Umferðarslys tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs.
Höfundur er blaðamaður