Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 14

Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 14
14 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ É g hef alltaf verið meiri Aguilera-maður en Britney-maður og mér finnst það skipta máli í hvaða fylkingu þú skipar þér. Aguilera er kúl og kann auk þess að syngja en mér finnst Britney skorta nokkuð þetta tvennt, sérstaklega í seinni tíð. Britney er ekki slæm söng- kona þannig séð en Aguilera er söng- kona á heimsmælikvarða, nokkuð sem gleymist eðlilega innan um allt fárið sem í kringum hana er; nokkuð sem er orðið ófrávíkjanlegur fasti hvað poppstjörnumenninguna varðar í dag. Ef þú ákveður að feta þá leið eru tónlistarhæfileikar bara eitt af því sem þú þarft að hafa til brunns að bera og stundum geta þeir allt eins verið af einkar skornum skammti. Ásamt plötum þarftu helst að leika í bíómyndum, auglýsa undirföt og gos- drykki og ekki er verra ef þú getur skrifað bækur líka. Að ekki sé talað um alla þá klukkutíma sem þú þarft að eyða á rauðum dreglum úti um all- ar trissur. Aftur á bak Það er af sem áður var þegar popp það sem Aguilera stundar var talið rusl og álitið skyndifóður fyrir heila- dauða unglinga, millibilsástand áður en þau myndu kynnast „alvöru“ tón- list. Í dag keppast poppfræðingar á fertugs- og fimmtugsaldri ásamt íbyggnum bókmenntafræðingum við að greina þessa tónlist og þá menn- ingu sem henni fylgir sundur og sam- an í lærðum langlokum. Það er líklega lýsandi fyrir þá stöðu sem Aguilera er í að nú erum við langt komin inn í þessa grein og ég er langt í frá byrjaður að tala um tónlistina hennar. Upp að vissu marki hefur reyndar ekkert breyst í þessum efn- um, poppstjörnur í árdaga fóru jafn víða um dægurmenningarsviðið og helstu fulltrúar þess í dag. Frank Si- natra var jafnmikill braskari og Sno- op Dogg, þau svið sem halda fólki í umræðunni eru virkjuð miskunnar- laust, í dag sem þá. Titill þessarar þriðju plötu, Back to Basics, er nokk margræður ef nánar er að gáð (Best að taka það strax fram að í þessari grein undanskil ég jóla- plötuna, plötuna fyrir „latin“-markað- inn, endurhljóðblöndunarplötuna og safnplötuna Just Be Free, sem inni- heldur upptökur með Aguilera frá því að hún var fjórtán og fimmtán ára). Með vilja er hægt að túlka þennan titil sem lýsingu á ástandi poppsins í dag, ástand sem er þá eftir allt saman í raun „heiðarlegt“ afturhvarf til tíma Bítla, Presley og Sinatra þar sem tón- listin var einn af mörgum þáttum frægðarinnar. Þetta eru þó alveg örugglega að mestu hugargrillur greinarhöfundar. Skírskotunin sem augljóslega er sóst eftir er hins vegar sú að hér sé um að ræða afturhvarf til þess sem skiptir máli, þess sem upp- runalega kom Aguilera á kortið, sem voru sönghæfileikarnir. Titillinn vísar síðan í tónlistarlega afturhvarfið sem umslag plötunnar undirstrikar enn frekar. Platan er þannig tvöföld, á fyrri diskinum eða plötunni (vínylútgáfa er víst áætluð) er að finna nútímapopp; hip-hop- skotna, tölvuunna dægurtónlist en forsmekkinn má heyra á fyrstu smá- skífunni, „Ain’t No Other Man“, sem er einstaklega vel heppnað „ég er mætt aftur!“ lag. Hip-hop-taktar eru brotnir smekklega upp með stórsveit- ardjassi, en um er að ræða verk DJ Premier úr Gang Starr, en sú þunga- vigtarsveit ruddi brautina fyrir djass- skotnu hip-hopi í lok níunda áratug- arins. Seinni diskurinn inniheldur hins vegar þá tónlist sem verið er að vísa í með titli og umslagi. Þar er lofað „nú- tíma yfirhalningu á djassi, sálartónlist og blús frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum“ hvorki meira né minna. Tónlistin þar er lífrænni, eins og kallað er, en sú sem prýðir fyrri disk- inn en þetta er engin órafmögnuð djassdjammplata, tekin upp í reyk- mettaðri búllu, eða arinelds- og rauð- vínstónlist að hætti Noruh Jones. Aguilera og samstarfskona hennar hér, Linda Perry, fara einkar frjáls- lega með þá stíla sem nefndir eru til sögunnar og fara alfarið á sveig við þá ef svo ber undir, eins og heyra má t.d. í kraftballöðunni „Hurt“ sem er ósköp hefðbundin ballaða og á meira skylt við svipuð lög frá níunda, tíunda og fyrsta áratugi þessarar aldar. Ein- faldlega ballaða að hætti Celine Dion, Whitney Houston og þeirra allra. Samstarf Aguilera og Perry hófst er hin síðarnefnda lét henni ballöðuna „Beautiful“ í té, en hana er að finna á Stripped. Perry er í dag með orð á sér sem einskonar „stjörnudoktor“, er kvödd á vaktina þegar vinsælir popp- arar telja sig þurfa meiri dýpt og vilja auka á traust til sín sem „alvöru“ listamanna. Perry hefur þannig unnið með Pink, Gwen Stefani, James Blunt, Kelly Osbourne, Jewel, Lisu Marie Presley og Robbie Williams, svo að þekktustu nöfnin séu tiltekin. Ekki hefur verið staðfest hver næsta smáskífa Back to Basics verð- ur, en hún mun koma af síðari disk- inum. Annað væri glapræði, enda um að gera að kynna allar þessar „nýju“ hliðar sem Aguilera er að sýna. Tveir möguleikar hafa verið nefndir hvað næstu smáskífu varðar. Annaðhvort verður það hið hressa „Candyman“, sem minnir helst á eitthvert stuðlagið með Andrews-systrum eða þá nefnd kraftballaða, „Hurt“, sem myndi og standa vel að vígi. Þetta er allt saman spurning um hvaða hernaðaráætlun mun hugnast RCA best. Djörf skref Vangavelturnar um merkinguna á titli nýju plötunnar færa mig óhjá- kvæmilega að titlinum á annarri plötu Aguilera, hinni umdeildu Stripped. Söngkonan sagði að titillinn lýsti því að hún kæmi fram á evuklæðunum, sálrænt séð, hlífði hvorki sér né öðr- um í hispurslausum og einlægum textum. Engu að síður fannst henni þó tilhlýðilegt að vera berbrjósta á umslaginu, en þau voru að mestu hul- in af hárinu á henni. Myndbandið við „Dirrty“ vakti þá mikla umræðu og sumstaðar hneykslan, afar sveitt og kynlífsþrungið og lítið verið að bera sálina, en þá miklu frekar holdið. Ýjað var að vafasömum rekkjubrögðum og gengið eins langt og hægt var í því í að dásama lystisemdir kynlífsins. Strip- ped fékk víða slæma dóma, Aguilera þótti fulláköf í að sanna að hún væri ekki lengur grunlausa stelpan á móti. Fyrr mátti nú líka vera, þremur árum fyrr kom út samnefndur frumburður, tiltölulega sléttur og felldur með hag- lega samsettu en saklausu, unglinga- miðuðu tyggjókúlupoppi. „Dirrty“ virkaði því sem blaut tuska í andlitið, og það tuska sem hafði verið dýft upp úr líkamsvessum. Á yfirborðinu var „Dirrty“ ansi djarft skref, manni fannst þetta nokk- uð flott, það viðurkennist alveg, og lagið auk þess bráðgott. Sprengingin var bara of öflug og margir aðdáend- ur köstuðust því til baka, að maður tali ekki um almenna hlustendur. Aguilera tókst reyndar að sefa sárs- aukann með næstu smáskífu sem var „Beautiful“. Lagið nálgast að vera til- finningaklám en svínvirkar engu að síður. Textinn um að standa með sjálfum sér, skeyta ekki um álit ann- arra og fara eigin leiðir hnarreistur hitti í mark; nákvæmlega það sem ör- vilnaður, óöruggur markhópurinn vildi heyra. Líkt og textar Morrissey í Smiths, en þeir voru sem biblía fyrir óframfærna, bókmenntalega þenkj- andi nörda, náði Aguilera að fanga sitt fólk með laginu. Munurinn er kannski sá að Morrissey var í mörg- um tilfellum að tala af eigin reynslu. Spurning með Aguilera, sem var fyrir margt löngu orðin firrt frá þeim svefnherbergissársauka sem rætt er um í textanum. Annars konar sárs- auki var þó efalaust farinn að banka á dyrnar. Dramatískt myndbandið við „Beautiful“ kláraði svo þessa vel heppnuðu færslu í aðdáendabankann. Þrátt fyrir það er Stripped almennt talin feilspor og rætt var um nauðsyn þess að vanda vel til verka í næsta áhlaupi. Sjálfshrifning Stephen Thomas Erlewine, einn af aðstoðarritstjórum vefsíðunnar yfir- gripsmiklu All Music Guide (www.allmusic.com) og einn af virk- ustu pennunum þar er mikill Agui- lera-aðdáandi og er sérfræðingur í kvenna- og táningapoppi síðustu tveggja áratuga. Hann skrifar langan bálk um plötuna nýju, sem kom ekki á óvart, og kemst að þeirri niðurstöðu að Aguilera hafi tekist ætlunarverkið. Hann var eins og svo margir sár og svekktur með Stripped eftir efnilegan frumburð. Hann talar um að megin- styrkur Back to Basics sé að það hafi raunverulega verið vandað til verka í lagasmíðadeildinni, í stað þess að þeim hlutum sé skipað á annað far- rými og ímyndarvinnu og slíku prjáli á fyrsta. Gagnrýnandi Guardian er hins vegar ekki sannfærður á meðan Rolling Stone er nokkuð sátt, en þar er reyndar kvartað yfir of mikilli lengd plötutvennunnar. Ég ætla ekki að taka neina sér- staka afstöðu til gæða verksins í þess- ari grein en ætla að nefna ýmsa punkta sem mér finnast athyglisverð- ir. Fyrst ber að nefna að Aguilera skil- ur ekki alfarið við þá ímynd sem hún meytlaði út handa sér á Stripped. Þetta má heyra í laginu „Still Dirrty“, sem vísar þannig beint í smellinn um- talaða en ekki síst í laginu „Nasty Naughty Boy“, sem fær mann hrein- lega til að roðna. Þetta er svona ki- sulórudjass að hætti Earthu Kitt en þvílíkur texti. „I wanna give you a little taste/of the sugar below my waste“ segir þar og undir lokin hvetur hún manninn sem hún er að tala við til að rassskella sig almennilega og spar- ar ekki frygðarstunurnar á meðan. Ef það er eitthvert lag hérna sem hefði mátt missa sig – en samt alls ekki eftir á að hyggja – þá er það hið ótrúlega lag „Thank You (Dedication To Fans …)“. Af titlinum að dæma mætti halda að hér færi hugljúft þak- karlag til aðdáanda en það er öðru nær. Lagið inniheldur símsvaraskila- boð frá aðdáendum þar sem þeir ausa lofi yfir stjörnuna. Samkvæmt laginu hefur tónlist hennar læknað andleg mein stríðsmanna, bjargað fólki frá sjálfsmorði og lagað og betrumbætt brotnar sjálfsmyndir í tonnavís. Það er magnað að hlusta á þetta … en það er erfitt að gera það oftar en einu sinni, tvisvar. Gagnrýnandi Guardian gerir þetta að sérstöku umtali, hvernig sjálfs- hrifning (narcissism) unglingsaldurs- ins hafi runnið beint saman við sjálfs- hrifningu ofurstjörnunnar í tilfelli Aguilera og líklega á hún erfitt með að sjá hversu yfirdrifið þetta tiltekna lag er. Þá gerir Erlewine einnig réttilega mat úr hversu sérstæður seinni disk- urinn er. Hvernig honum er ætlað að vera ferð aftur á bak í tíma en er þó engu að síður skilyrt afkvæmi ársins 2006. Erlewine nefnir að Aguilera sæki alla þessa gamaldags takta í Breathless Mahoney, persónuna sem Madonna lék í kvikmyndinni Dick Tracy. Þetta ætti að vera eitthvað fyr- ir pómó-liðið að tyggja á (les: póst- módernistana). Aguilera sækir í for- tíðina, með því að sækja í nútímalega kvikmyndatúlkun, á teiknimyndum frá fjórða áratugnum, sem endur- spegluðu tíðarandann þá. Stórkost- legt! Ég komst ekki í það að fara yfir öll hneyklis- og slúðurmálin sem hafa haft Aguilera sem söguhetju, slík upptalning og yfirferð hefði í reynd kallað á aðra eins grein og það helm- ingi lengri. Á endanum vorum við eft- ir allt saman mest að tala um tónlist- ina. Ætli Aguilera væri ekki ánægð með svona grein, „alvöru“ umfjöllun um hana sem tónlistarmann? Eða skiptir þetta kannski á endanum nokkru einasta máli …? Christina Aguilera skilur ekki alfarið við þá ímynd sem hún meitlaði sér með Stripped á nýju plötunni þó́ tónninn sé annar. Afbyggð Aguilera Back to Basics, ný hljóðversplata Christinar Aguilera, kom út í vikunni. Þetta er einungis þriðja plata hennar á átta ár- um, en fjögur ár eru liðin frá síðasta verki, Stripped. Þrátt fyrir þetta hefur Aguilera verið stöðugt í sviðsljósinu – oft- ast fyrir eitthvað allt annað en tónlist. En skiptir það ein- hverju máli? veltir Arnar Eggert Thoroddsen fyrir sér. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.