Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 15

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 15 ’Sú afstaða Bandaríkjamannaað taka einhliða ákvarðanir um varnir Íslands, án þess svo mikið sem reyna að ná nið- urstöðu með okkur, hefur gert það að verkum að ég lít ekki lengur á þá sem bandamann sem við getum treyst í einu og öllu.‘Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins , um sam- skiptin við Bandaríkjamenn um málefni varnarliðsins í viðtali við Morgunblaðið. ’Þeir sem koma frá löndumutan EES fá ekki leyfi til þess að búa á íslandi.‘Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsi , segir að reglur um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hafi haft í för með sér að margir frá löndum utan svæðisins fái ekki endunýjun leyfa sinna og sé gert að yfirgefa landið og landamær- um Íslands hafi verið lokað að mestu fyrir fólki utan Evrópu. ’Hann sýndi fram á muninn ákúlu og kleinuhring í huga okkar stærðfræðinga.‘Sigurður Helgason, stærðfræðiprófessor við MIT-háskóla , um verk stærðfræðings- ins Grigory Perelman, sem bíða 70 millj- ónir króna fyrir að hafa sannað tilgátu franska fjölfræðingsins Henri Poincaré frá 1904. Ekkert hefur sést til Perelmans í þrjú ár. ’Þeir vilja stinga höndunuminn í hljóðfærið mitt og segja það vera hluta af vinnu sinni.‘Pinchas Zukerman fiðluleikari greinir frá raunum, sem geta fylgt því að ferðast með hljóðfæri. Nú er það orðið hálfu erf- iðara vegna herts hryðjuverkaeftirlits í farþegaflugi. ’Ég minni á að Kólumbus fórvestur um haf til að finna sjó- leiðina til Indlands en hafnaði í Ameríku. Bush var að leita að gereyðingarvopnum en endaði á að boða lýðræði!‘Miðausturlandafræðingurinn Fouad Ajami telur að göfug markmið hafi búið að baki innrásinn í Írak, en einfeldnings- háttur hafi einkennt afstöðu ýmissa ráða- manna í Washington. ’Þetta er örugglega líka til-raun einhverra til að gera mig að „ópersónu“.‘Þýski rithöfundurinn Günter Grass svar- ar þeim, sem hafa gagnrýnt hann eftir að hann greindi frá því að hann hefði verið fé- lagi í Waffen-SS-sveitum nasista á tán- ingsaldri, með vísun til bókarinnar 1984 eftir George Orwell þar sem óæskilegir einstaklingar voru þurrkaðir út úr al- menningsvitundinni með því að þegja um þá. Grass greinir frá þessu í endurminn- ingum sínum, sem seljast í bílförmum. ’Ég held að hann ætti nú aðgera þessar kröfur til sjálfs sín og skila öllum viðurkenn- ingum, sem veittar hafa verið honum til heiðurs – þar á með- al Nóbelsverðlaununum.‘Wolfgang Börnsen, þingmaður kristi- legra demókrata í Þýskalandi, eftir játn- ingu Grass um aðild sína að SS. Morgunblaðið/RAXHeilleg beinagrind fannst ásamt sverði, spjótsoddi og fleiru í vik- unni í Hringsdal í Arnarfirði og er talið að hún geti verið af Hringi þeim, sem dalurinn er nefndur eft- ir. Beinin eru frá 10. öld. Ummæli vikunnar VERSLUNIN Debenhams hefur tekið miklum breyt- ingum frá því hún var opnuð fyrir fimm árum. Í tilefni 5 ára afmælisins, sem verður 10. október, var ákveðið að fara í stórbreyt- ingar. Í fréttatilkynningu kemur fram að vinsælu merkin haldi áfram og ný þekkt og spennandi merki bætist við. Dömudeildin hefur verið stækkuð með því að flytja undirföt og skó á fyrstu hæð í stærra rými. Breyting- ar í Deb- enhams Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.