Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 16
16 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt ár er hafið. Eld-snemma þann 1. jan-úar 2006 halda faðirog sonur af stað fráÍslandi á meðan
margir fagna enn upphafi nýs árs
með söng og gleðilátum þó rödd
flestra sé orðin rám eftir ævintýri
næturinnar. Frá Basel í Sviss
heldur undirrituð, dóttirin, illa sof-
in til London þar sem þremenn-
ingarnir hittast. Við erum á leið til
Buenos Aires, þessarar fögru
,,Parísar suðursins“ sem hefur að
geyma allt sem lífnautnaseggir
þrá; ástríðu, lífsgleði, góðan mat
og auðvitað tangóinn. Aðalástæða
fararinnar er þó hvorki að dansa
tangó né að njóta alls sem Argent-
ína býður í mat og drykk, heldur
að heimsækja borgina sem geymir
jarðneskar leifar föður- og afa-
bróður okkar, Haraldar Magnús-
sonar sjómanns sem dó í Buenos
Aires 20. apríl 1929.
Sjómennskan átti eftir að færa
Haraldi ástir og ævintýr í fjar-
lægum löndum sem fyrir sveita-
strák fæddan í Steingrímsfirðinum
í upphafi 20. aldarinnar hlýtur að
hafa verið í einu orði sagt stór-
kostlegt. Bróður Haraldar, Sigur-
geir afa minn, dreymdi alltaf um
að leita grafar Haraldar til að geta
kvatt bróður sinn sem hann sakn-
aði svo sárt. Þótt þessi 92 ára sí-
ungi öldungur hafi ekki getað
ferðast alla leið til Buenos Aires,
þá var honum það mikil fróun að
við systkinin ásamt föður okkar
færum þangað og upplifðum
drauminn hans.
„Sá ekkert nema sjóinn“
Í ár eru 100 ár liðin síðan Har-
aldur fæddist á Kollafjarðarnesi í
Steingrímsfirði í Strandasýslu,
nánar tiltekið þann 11. mars 1906
en hann var sonur hjónanna
Magnúsar Jónssonar og Guðbjarg-
ar Jónsdóttur bænda á Kollafjarð-
arnesi, síðar Hvalsá. Þegar Har-
aldur var aðeins 9 ára gamall, dó
Magnús faðir hans (langafi minn).
Guðbjörg móðir hans sat þá ein að
búi með 7 börn, það elsta 14 ára og
það yngsta var Sigurgeir afi minn,
aðeins 2 ára.
Á þessum tíma og við þær að-
stæður sem þá voru var ljóst að
koma varð systkinunum fyrir hjá
frændfólki, vinafólki eða öðrum
eftir atvikum. Haraldur fór til
dvalar á bænum Tröllatungu í
Tungusveit og var þar fram yfir
fermingu en þá fór hann til Ísa-
fjarðar til að vinna við sjómennsku
sem síðar átti eftir að verða líf
hans og yndi, eða eins og Sig-
urgeir bróðir hans lýsir því ,,hann
sá ekkert nema sjóinn“. Sigurgeir
lýsir bróður sínum sem sérlega
góðum dreng, afar glaðlyndum,
greindum og fylgnum sér sem
stefndi af festu að því sem hugur
hans stóð til. Það hefur því varla
komið á óvart þegar Haraldur
ákvað um 18 ára aldurinn að ráða
sig á síldarskip til Danmerkur.
Þar var hann um veturinn en kom
síðan aftur til Íslands vorið eftir
og var þá orðinn nótabassi. Hann
fór síðan aftur til Danmerkur um
haustið og kom ekki heim til Ís-
lands eftir það. Í Danmörku réð
hann sig á stórt flutningaskip sem
sigldi m.a. um Norðursjóinn. Á
flutningaskipinu lentu Haraldur og
skipsfélagar hans í því að bjarga
skipsbrotsmönnum og tók björg-
unin nokkuð á skipsmenn.
Afdrifarík dvöl í Kaupmannahöfn
Eftir björgunina, átti Haraldur
– sem bæði var blautur og kaldur
– vakt sem varð þess valdandi að
hann veiktist og fór í kjölfarið á
hressingarhæli í Kaupmannahöfn
til að ná sér. Veran í Kaupmanna-
höfn átti eftir að verða afdrifarík.
Þótt eflaust hafi margt breyst í
kóngsins Kaupmannahöfn síðan
Haraldur var þar snemma á 20.
öldinni, þá er næsta víst að stór-
borgin hefur þá sem nú verið
áhugaverð í augum Íslendings sem
eflaust kom við á Hviids Vinstue
við kóngsins Nýjatorg eftir að
skyggja tók eða fór í gönguferðir
eftir Löngulínu í átt að litlu haf-
meyjunni.
Ólafur Tómasson stýrimaður
segir frá því í sjóferðaminningum
sínum að Haraldur hafi trúlofast
indælli danskri stúlku. Hver veit
nema þau hafi gengið saman eftir
Löngulínu en nálægt henni, á sjó-
ferðaheimilinu Betel í Nýhöfninni,
lágu leiðir þeirra Ólafs og Har-
aldar fyrst saman. Félagarnir áttu
svo eftir að ráða sig á þrettán þús-
und tonna tankskip, Emmu
Mærsk, sem ólíkt því sem þeir
höfðu áður reynt átti eftir að sigla
með þá til framandi landa í fjar-
lægri heimsálfu.
Við kæjann í Kaupmannahöfn
kvaddi Haraldur unnustu sína og
varla hafa þau búist við öðru en að
sameinast á ný – en sú varð aldrei
raunin. Þó veran á Emmu Mærsk
hafi líklegast ekki verið nein
skemmtisigling þá færði hún unga
sveitastráknum, sem þá var aðeins
um tvítugt, ótrúlegar upplifanir.
Leið Emmu Mærsk lág fyrst til
Houston í Texas, til að sækja
svartolíu sem var svo losuð í Evr-
ópu, en síðar til Tallara í Perú til
að sækja jarðolíu sem flytja átti í
olíuhreinsunarstöðvar í Campana
rétt vestur af Buenos Aires í Arg-
entínu. Leiðin til Perú lá framhjá
eyjum Mið-Ameríku, Kúbu og
Hispaniolu, í átt að Panamaskurð-
inum þar sem Kyrrahafið beið.
Hitinn nærri miðbaug olli því að
skipsmenn fækkuðu fötum og
skipskokkurinn hélt grænmeti og
steiktum banönum að skipsmönn-
um sem fussuðu og sveiuðu og
heimtuðu ,,svinekød“.
Lét engan bilbug á sér finna
Ólíkt hinum skipverjunum var
Haraldur sem var þekktur fyrir
glaðlyndi sitt og vinnusemi, ekki
samur við sig og vinnuþrekið var
þverrandi eða eins og Ólafur Tóm-
asson segir: ,,Haraldur þraukar,
lætur engan bilbug á sér finna –
en ég sé að vinnan gengur nær
honum en áður“ (bls. 73). Áfram
var siglt suður og Emma Mærsk
siglir í fyrsta skipti yfir miðbaug –
skipsmenn voru komnir á suður-
hvel jarðar. Í Tallara í Perú, þang-
að sem jarðolían var sótt, blasti
misskipting auðs við Haraldi og fé-
lögum, þar sem flestallir íbúar
staðarins, indíánarnir bjuggu í
hrörlegum kofum við ströndina en
menn af hvítum kynstofni bjuggu í
stórum og fínum híbýlum með
sundlaugum og tennisvöllum.
Eins og Ólafur Tómasson lýsir
dvölinni í Tallara, þá tók fátæktin
og miskunnarleysið sem við þeim
blasti, mikið á þá. Frá Perú hélt
skipið enn suður og áður en siglt
var fyrir Hornhöfða var komið við
í Talcahuano í Chile. Siglingin fyr-
ir Hornhöfða, þar sem Kyrrahafið
mætir Atlantshafinu var erfið.
Báran var stór og illvíg og skipið
tók djúpar dýfur. Loks róaðist ald-
an og framundan voru Maldivas
eyjar (Falkslandseyjar) og austur-
strönd Argentínu.
Örlagaríkt ár
Áfram sigldi fleyið og La Plata
fjörðurinn blasti við með Buenos
Aires á bakborða og Montevideo í
Uruguay á stjórnborða. Áfanga-
staðurinn, hafnarborgin Campana
var innan seilingar þar sem olían
var affermd – Emma Mærsk var
komin á leiðarenda í sinni fyrstu
ferð til Argentínu.
Við La Plata fjörðinn beið skips-
félaganna suðræn stemning, sól og
sumar. Campana var undirlögð af
ærslasömu fólki í grímubúningum
og flugeldar lýstu upp himininn
enda stóð árleg kjötkveðjuhátíð
sem hæst. Buenos Aires sem er
skammt frá Campana var einnig
heimsótt og er rétt hægt að
ímynda sér hvað þessi áhugaverða
heimsborg hefur haft upp á að
bjóða fyrir félagana úr Norður-
höfum á þriðja áratug síðustu ald-
ar með sínum fögru byggingum,
list, tísku, tangó og góðum mat.
Á meðan Haraldur gekk um
stræti Buenos Aires var borgin
enn á hátindi síns gullaldartíma og
Argentína var enn eitt af ríkustu
löndum heims. En Adam var ekki
lengi í Paradís. Árið 1929 var ör-
lagaríkt ár, bæði fyrir borg tæki-
færanna Buenos Aires sem ekki
fór varhluta af heimskreppunni
sem skall á þetta herrans ár, og
ekki síst fyrir afabróður minn
Harald Magnússon sem dó úr
lungnaberklum þann 20. apríl 1929
á þýska spítalanum í Buenos Aires
(Hospital Aleman) – einn og
örugglega einmana í fjarlægri
borg, svo langt frá ástvinum sínum
á landinu bláa.
Fjölskyldu hans og vini á Íslandi
sem eflaust voru byrjuð að huga
að vorverkum í lok apríl á meðan
lóan söng dirrindí og vetrarblómið
skartaði sínu fegursta, jú eða
dönsku unnustuna sem kannski sat
hjá litlu hafmeyjunni og horfði út
á hafið, hefur ekki grunað að í
Buenos Aires – þar sem komið var
haust og laufin féllu af trjánum –
lægi ástvinur þeirra fyrir dauð-
anum.
Brotakennd vitneskja
Örlög Haraldar voru ástvinum
hans sár. Frétt af andlátinu barst
til Íslands um sauðburð og síðar
fékk fjölskyldan sendan illa farinn
sjópoka en taska, sem vitað er að
var send, barst aldrei. Lengi vel
hafði fjölskyldan aðeins brota-
kennda vitneskju um ævintýri og
örlög Haraldar þótt hann hefði
sýnt móður sinni og systkinum
mikla ræktarsemi og elsku, skrifað
þeim bréf, sent þeim póstkort og
gjafir.
Með bók Jóhannesar Helga
,,Farmaður í friði og stríði“ (1976)
þar sem hann skráir sjóferðaminn-
ingar Ólafs Tómassonar stýri-
manns sem vitnað er í hér að
Gröfin handan hafsins
Í upphafi 20. aldarinnar hélt Haraldur Magnússon sjó-
maður á vit ævintýra á fjarlægum slóðum og bar beinin í
Buenos Aires. Þremur aldarfjórðungum síðar héldu þrír
ættingjar hans þangað í leit að fortíðinni. Hafdís Hanna
Egilsdóttir segir frá leitinni að gröfinni handan hafsins.
Haraldur Magnússon sjómaður
(1906-1929) réði sig ungur á milli-
landaskip sem hann sigldi með til
Suður-Ameríku. Hann dó úr berklum í
Buenos Aires.
Í Buenos Aires er víða dansaður tangó.
Gröfin fundin. Ferðalangarnir við gröfina þar sem Haraldur hvílir. F.v. Ægir Fr. Sigurgeirsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir,
Sigurgeir Árni Ægisson.