Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 17
framan, komu fyrst fram heillegar
upplýsingar um ferðir og veikindi
Haraldar.
Eins og áður sagði dreymdi litla
bróður Haraldar, Sigurgeir afa
minn, alla tíð um að halda til borg-
arinnar sem geymdi gröf bróður
hans og freista þess að finna hana.
En Argentína var langt í burtu –
annar heimur og ekki á færi allra
að fara svo dýra og fyrirhafnar-
sama ferð. Þegar við þrjú ákváðum
að halda upp á það að 100 ár voru
liðin frá fæðingu Haraldar og leita
grafar hans þá var ljóst að gamli
maðurinn gat ekki farið með okkur
en ferðin skyldi þó farin meðan
hann væri enn á lífi.
Að finna gröf í fjarlægri 11
milljón manna borg, þarfnast tölu-
verðar undirbúningsvinnu. Við
vissum að Haraldur hafði verið
jarðsunginn frá norskri sjómanna-
kirkju í Buenos Aires og því höfð-
um við samband við sr. Hannes
Björnsson, þá prest Íslendinga í
Noregi, sem gat veitt okkur mik-
ilvægar upplýsingar sem áttu eftir
að koma okkur á sporið. Leitin
þrengdist og þegar við héldum af
stað til Buenos Aires í upphafi árs-
ins, vorum við komin með stað-
góðar upplýsingar þótt gröfin sjálf
hefði ekki enn verið fundin.
Buenos Aires er stórborg í öll-
um skilningi þess orðs og býður
upp á flest sem hugurinn girnist.
Hvort sem áhuginn beinist að fjöl-
breyttu mannlífi, tónlist, dansi,
arkitektúr, kvikmyndum, sögu,
tísku eða matargerð, þá er Buenos
Aires svo sannarlega þess virði að
heimsækja. Á gististaðnum okkar,
Caserón Porteño, sem var fremur
eins og stórt heimili en hótel, var
tangótími hvert kvöld og var mikil
ánægja að upplifa töfra þessa
þokkafulla dans.
Framandi upplifun og áhrif
Íbúar Buenos Aires hafa ekki
alltaf átt sjö dagana sæla og má
þar nefna pyntingar og manns-
hvörf á tíma herforingjastjórnar-
innar sem var við völd frá 1976-
1983, og gjaldþrot árið 2001. Engu
að síður upplifðum við borgarbúa
sem stolt, lífsglatt og bjartsýnt
fólk sem lætur ekki slá sig út af
laginu. Nautasteikin er á sínum
stað, tangóinn hefur verið gæddur
nýju lífi og borgin er á leiðinni að
verða einn stærsti leyndardómur-
inn í kvikmyndagerð. Um leið og
við leituðum grafar Haraldar og
fórum á þær slóðir sem hann var á
fyrir tæpum 80 árum, fylltust vit
okkar af framandi upplifunum og
áhrifum. Eins og Haraldur geng-
um við um stræti Buenos Aires,
horfðum á fagrar byggingar og
fjölbreytt mannlíf, borðuðum góð-
an mat og kynntumst áhugaverðu
fólki. Við gengum um heillandi
hafnarsvæðið þar sem gömlu vöru-
húsunum hefur verið breytt í veit-
ingastaði og gömlu löndunarkrön-
unum gefið nýtt líf. Við fórum á
staðinn þar sem norska sjómanna-
kirkjan sem Haraldur var jarð-
sunginn frá stóð en hún var rifin
til að rýma fyrir vegaframkvæmd-
um árið 1985. Einnig skoðuðum
þýska spítalann þar sem hann lá
veikur síðustu dagana og fórum í
ógleymanlega ferð til Campana,
borgarinnar þar sem Emma
Mærsk lagði að bryggju og olían
var affermd. Campana er lítil borg
sem ólíkt Buenos Aires og Mon-
tevideo er ekki ofarlega á lista
ferðamanna sem halda til La Plata
fjarðarins. Forvitin augu litu því á
eftir okkur er við gengum niður
snotra aðalgötu bæjarins og að
hafnarsvæðinu. Höfnin hefur ef-
laust verið glæsileg þegar Camp-
ana var vinsæll viðkomustaður
olíuflutningaskipa utan úr heimi,
en má nú muna sinn fífil fegurri. Í
Campana var heitt – mjög heitt.
Með vatnsbrúsa í hönd reyndum
við að ímynda okkur hvar Emma
Mærsk hafi legið við bryggju, hvar
Haraldur og félagar hefðu horft á
bæjarbúa ærslast og dansa á kjöt-
kveðjuhátíðinni, eða tóku þeir
kannski fullan þátt í hátíðarhöld-
unum?
Þegar við stóðum og horfðum út
á fljótið vildi svo skemmtilega til
að stórt olíuskip sigldi framhjá
okkur. Hvílík tilviljun – það var
eins og Emma Mærsk væri komin
til að leggjast að bryggju.
Skammt frá gististaðnum okkar
í Buenos Aires beið okkar stærsta
verkefni ferðarinnar, þ.e. leitin að
gröf Haraldar. Við höfðum vitn-
eskju um að Haraldur hefði verið
grafinn í þýska hluta kirkjugarðs-
ins Cementario Chacarita og þang-
að héldum við í von um meiri upp-
lýsingar. Jú, viti menn,
þýskumælandi starfsmaður kirkju-
garðsins dró fram gamla, stóra,
brúna bók sem sýndi svart á hvítu
að Haraldur hafði verið jarðsettur
í garðinum en upplýsingar um ná-
kvæma staðsetningu grafarinnar
virtust í fljótu bragði ekki vera á
hreinu. Við tókum því fleiri starfs-
menn kirkjugarðins tali og með
handapati og okkar fátæklegu
spænsku tókst okkur með hjálp
yndislegs starfsfólks að fá meiri
upplýsingar en okkur hafði í raun
og veru órað fyrir.
Tilfinningaþrungin stund
Okkur var tjáð að upphaflegt
grafstæði Haraldar væri ekki
þekkt en að árið 1971 hefði hann
ásamt 3–4 öðrum verið færður í
nýjan grafreit þar sem hann liggur
nú. Það var tilfinningaþrungin
stund þegar við gengum ásamt
kirkjugarðsstarfsmanninum að
gröf Haraldar en þar áttum við
góða stund á meðan hugurinn
leiddi okkur ekki bara til Íslands
þar sem bróðir Haraldar, Sigur-
geir, beið spenntur við símann eft-
ir fréttum, heldur einnig til æv-
intýra og veikinda Haraldar á
fyrra hluta síðustu aldar. Hvernig
leið honum fárveikum í þessari
fjarlægu borg? Varð honum hugs-
að til fjölskyldu sinnar á Íslandi –
til unnustunnar í Kaupmannahöfn
– til skipsfélagana á Emmu Mærsk
sem voru þá í sinni 3. ferð til Perú
að sækja jarðolíu? Frá steikjandi
sólinni í Buenos Aires höfðum við
góðar fréttir að færa – draumur
Sigurgeirs afa míns hafði ræst.
Okkur hafði tekist að finna gröf
bróður hans, sveitastráksins af
Ströndunum sem hélt ungur á vit
ævintýra í fjarlægum löndum en
veiktist og dó í fjarlægri borg –
fjarlægu landi – fjarlægri heims-
álfu – svo langt frá ástvinum sín-
um. Nú vitum við að hann hvílir í
fallegri gröf – í fallegri borg sem
ólíkt því sem áður var – er ekki
eins fjarlæg og við héldum.
Þakkir:
Sr. Hannes Björnsson
Arnhildur Lilý Karlsdóttir
og Arnar Sigurðsson
Hernan Topasso
Heimildir:
Jóhannes Helgi. 1976. Farmaður í friði og
stríði: Ólafur Tómasson stýrimaður rekur
sjóferðaminningar sínar. Skuggsjá. 208 bls.
Sigurgeir Magnússon (munnlegar og skrif-
legar upplýsingar)
Ýmsar ferðahandbækur
TENGLAR
..............................................
Skemmtileg og einföld gisting:
http://www.caseronporteno.com/
Almennar upplýsingar: http://
www.buenosaires.gov.ar/
Tangó: http://buenosairest-
ango.com/
Höfundur er líffræðingur og stundar
framhaldsnám í Basel í Sviss.
Litrík hús Bocca hverfisins í Buenos Aires. Hafnarsvæði Buenos Aires hefur verið gert upp og gömlu vöruhúsin fengið nýtt hlutverk.
Ys og þys stórborgarinnar. Glæsilegar byggingar er víða að finna í Buenos Aires.
SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS - HLÍÐASMÁRA 9 - 201 KÓPAVOGI
FJÁRMÁL & REKSTUR
Helstu námsgreinar:
Rekstrarfræði
Farið er í grunnatriði rekstrarhagfræði,
rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra,
mismunandi rekstrarform, markmið
og skipulag fyrirtækja.
Fjármálastjórnun
Kenndur er arðsemisútreikningur, fjallað
um ávöxtunarkröfur, áætlunargerð
fyrirtækja og aðferðir við að meta virði
verðbréfa og fjárfestinga.
Notkun Excel við fjármál og rekstur
Nemendur eru þjálfaðir við notkun Excel í
rekstri, einkum við gerð rekstraráætlana,
notkun fjármálafalla og arðsemismats.
Kvöldnámskeið 1:
Þri. - fim. kl. 18:00 - 22:00
ogá lau. kl. 13:00 - 17:00.
Byrjar 28. ágústog lýkur 25. október
Kvöldnámskeið 2:
Sami tímiogaðofan
Byrjar 18. sept. og lýkur 29. nóv.
Morgunnámskeið:
Þri. -mið. - fim. kl. 8:30 - 12:30
Byrjar 28. ágústog lýkur 29. nóv.
Frábært námskeið fyrir þá sem
vilja bæta við sig þekkingu í
fjármálum og rekstri fyrirtækja.
Námið snýr m.a. að rekstrar-
fræðum, fjármálastjórnun og
áætlanagerð með áherslu á
efnistengdri verkefnavinnu.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
hafa reynslu í Excel og grunn-
þekkingu á bókhaldi.
„Eftir Fjármála- og rekstrarnámið hjá NTV hef ég
öðlast viðamikla og dýrmæta þekkingu sem mun
nýtast mér í öllu sem ég á eftir að taka mér fyrir
hendur í framtíðinni. Ég er mun verðmætari starfs-
kraftur eftir námið!“
Kári Sigurfinnsson
Sölumaður hjá Tölvulistanum