Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 19
hljómi ekki kunnuglega er hann ann-
ar liðsmanna frönsku hljómsveitar-
innar Daft Punk. Daft Punk hefur nú
gert kvikmyndina Electroma sem var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor. Thomas ætlar að svara
spurningum áhorfenda við frumsýn-
ingu myndarinnar, en það er viðburð-
ur í sjálfu sér því meðlimir sveitarinn-
ar koma nær aldrei fram opinberlega.
Hann ætlar að bæta um betur og
bregða sér í gervi plötusnúðs laug-
ardagskvöldið 7. október. Þetta verð-
ur í fyrsta sinn í tæpan áratug sem
Bangalter kemur fram sem plötu-
snúður og því um sannkallaðan hval-
reka að ræða fyrir tónlistaráhugafólk.
Framtíðarsýn um Tjarnarbíó
Hrönn segir að aðstandendur kvik-
myndahátíðarinnar hafi sérstaklega
beint sjónum sínum að Tjarnarbíói
sem heimahöfn hátíðarinnar. „Unnar
hafa verið tillögur um gagngerar end-
urbætur og breytingar á húsinu og
viðbyggingar í porti hússins í sam-
starfi við Sjálfstæðu leikhópana en
hugmyndin er að báðir aðilar geti
nýtt húsið sameiginlega til leiksýn-
inga og kvikmyndasýninga. Framtíð-
arsýn okkar um Tjarnarbíó er að þar
verði heimahöfn Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík, með
fullkominni aðstöðu til kvikmynda-
sýninga og góðri aðstöðu fyrir áhorf-
endur og með því verði til staðar í
borginni kvikmyndahús sem starf-
rækt er allt árið. Þar yrði boðið upp á
fjölbreytt úrval kvikmynda sem ann-
ars gæfist ekki kostur á að sjá og ár-
legur hápunktur þess yrði að sjálf-
sögðu Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
sjálf á hverju hausti. Undirtektir
hingað til hafa sannfært okkur um að
áhuginn og þörfin fyrir Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðina er sannarlega til
staðar.“
daga
Morgunblaðið/Ásdís
TENGLAR
..............................................
www.filmfest.is
Kvöldstund með Eyfa & Co
Tvennir tónleikar í Borgarleikhúsinu
1. sept. 2006 kl. 20:00 og 22:00
Öll helstu lög Eyfa:
Álfheiður Björk
Ástarævintýri
Breyskur maður
Dagar
Danska lagið
Ég lifi í draumi
Gott
Kannski er ástin
Nína
o.fl. o.fl.
Eyjólfur Kristjánsson & gestir:
Bergþór Pálsson, Björgvin Halldórsson, Björn Jörundur,
Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jósep & Stefán Hilmarsson.
Hrynsveitina skipa:
Birgir Nielsen (slagverk), Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Friðrik Sturluson (bassi),
Jóhann Hjörleifsson (trommur), Jón Elvar (gítar), Jón Ólafsson (hljómborð),
Sigurgeir Sigmundsson (gítar) & Sigurður Flosason (saxófónn & slagverk).
Bakraddir: Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir og Ingi Gunnar.
16 manna strengjasveit undir stjórn Þóris Baldurssonar.
www.borgarleikhusid.is
s: 568 8000
Húsavík | Þorsteinn Bjarnason, fyrrum bóndi,
í Syðri-Tungu á Tjörnesi afhenti fyrir skömmu
með formlegum hætti gjöf sem hann og kona
hans, Ólöf S. Friðriksdóttir, sem lést í vor,
gáfu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Um er að
ræða rafmagnshurð úr tengibyggingu á milli
HÞ og Hvamms, út í endurhæfingar- og úti-
vistarsvæðið Garðshorn. Kostaði hún uppsett
um eina milljón króna.
Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar, þakkaði Þorsteini
þessa höfðinglegu gjöf og sagði að með tilkomu
þessarar hurðar myndi allt aðgengi fyrir hjóla-
stóla og sjúkrarúm út í Garðshorn verða mun
þægilegra. Friðfinnur sagði jafnframt að þar
sem alltaf væri gott veður þessa dagana yrði
hún mikið notuð og vonandi ætti Þorsteinn
sjálfur, sem dvelur nú á sjúkradeild HÞ og er í
hjólastól, eftir að fara þarna oft um á næstu
árum.
Þorsteinn sagði við þetta tækifæri að hann
hefði lengi hugsað um það hvað það væri bölv-
að að komast þarna út í Garðshorn og hve
hörmulegt það væri fyrir blessaðar konurnar
að ýta sjúklingum í hjólastólum yfir þessar tor-
færur. „Ég hefði verið löngu búinn að saga
þröskuldinn úr hefði ég til þess afl og getu,“
sagði Þorsteinn og bætti við að hann væri
þakklátur fyrir að hafa þó getað lagt þetta af
mörkum þótt hann væri orðinn gamall og far-
lama.
Á hurðinni sem er þrískipt er annars vegar
greipt ljóð skáldkonunnar Huldu, „Gefðu mér
jörð“, sem að sögn Sigríðar Jónsdóttur hjúkr-
unarfræðings hefur verið leiðarstef við gerð
Garðshorns og hins vegar falleg vísa sem Þor-
steinn samdi. Hún hljóðar svo:
Blómin anga grundin grær,
glóir á drang og víkur.
Sól í fangi blíður blær,
báða vanga strýkur.
„Hefði fyrir löngu verið búinn að saga þröskuldinn úr“
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þakkir Friðfinnur Hermannsson þakkaði Þor-
steini Bjarnasyni gjöf þeirra hjóna.
Eftir Hafþór Hreiðarsson