Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hjálpið mér, hjálpið mér.Segið mér frá ein-hverju, sem yður langartil að vita eitthvað um,“sagði hann og tók í
handlegg mér. – Ég sat heimsk eins
og þorskur.
Loksins var listinn tilbúinn – þrír
dálkar. Það væri bezt að ég læsi sögu-
leg heimildarit. Ég væri það þroskuð,
að ég gæti vel dregið ályktanir af
þeim án þess að þurfa að fara neinar
krókaleiðir. Hvernig gæti ég haldið,
að hann liti niður á mig vegna þess að
mig skorti bóklega þekkingu! Ég
mætti ekki hugsa um sjálfsmorð eða
því um líkt.“
Þetta las ég 19. júní sl. í bókinni
Victoría Benediktsson og Georg
Brandes eftir Fredrik Böök. Reyndar
er þessi bók að mestu byggð á dag-
bókum Victoríu, sem var sænsk
skáldkona sem varð yfir sig ástfangin
af Brandes. Tilvitnað samtal átti sér
stað 16. desember 1886 og hafði
Brandes verið í heimsókn á Hótel
Leopold þar sem Victoría dvaldi. Hún
hafði boðið Brandes upp á kvöldmat
og kampavín og að því loknu vildi
hinn frægi fyrirlesari Georg Brandes
lesa fyrir Victoríu ritgerð sína um
Heine og Rembrandt – eina af perlum
hans, en áður spurði hann hana hvort
hún kannaðist við Heine. Hið óljósa
svar hennar gat ekki dulið fákunnáttu
hennar.
Henni fannst hún dauðadæmd.
„Nei, ég mætti ekki deyja. Hann
skyldi skrifa upp bókalista fyrir mig,“
segir Victoria í minnisblöðum sínum.
Þegar ég las um þessi samskipti
fannst mér eins og kvennabaráttu
hefði miðað eitthvað áfram, fáar kon-
ur, þess þá heldur skáldkonur,
myndu láta tala til sín á þann hátt
sem Brandes gerði við Victoríu Bene-
diktsson.
Reyndar náði hún fram síðbúnum
hefndum, þótt það hafi kannski ekki
verið ætlun hennar.
Hún skrifaði um samskipti sín og
Brandesar annars vegar í Stóru bók-
ina og svo hins vegar á laus blöð,
þessar upplýsingar eru uppistaðan í
bókinni um þessi skáldhjú sem áttu í
sérkennilegu ástarsambandi um tíma
fyrir nærri 120 árum. Þessi skrif
Victoríu gefa talsvert athyglisverða
mynd af manninum Brandes og svo
hlutskipti kvenna sem þráðu að
leggja fyrir sig skriftir á þeim for-
dómafullu tímum sem hún lifði á.
Victoría var þegar þarna var komið
búin að gefa út ljóð og sögu sem birt-
ist í Syd-svenska Dagbladet, sem og
var hún góður teiknari, málari og
kunni að klippa skuggamyndir. Hún
giftist 22. september 1871 21 árs
gömul póstmeistaranum í Hörby,
Christían Benediktsson, sem var 48
ára ekkjumaður með fimm börn. Það
leið ekki á löngu þar til Victoría gerði
sér ljóst að hún hafði gert mikil mis-
tök en hún tókst hetjulega á við stjúp-
móðurhlutverkið og eignaðist tvær
dætur á þremur árum, sú yngri dó
rétt eftir fæðinguna.
Ólíkur eðlisþættir Victoríu
Foreldrar Victoríu voru mjög ólík-
ir, faðirinn léttlyndur óðalsbóndi í
stöðugum fjárhagserfiðleikum en
móðirin alvörugefin og heittrúuð. Vic-
toría virðist hafa átt báða þessa þætti
í fari sínu og þessi ólíka samsetning
gerði hana að mjög sérstakri persónu
sem Brandes gekk erfiðlega að átta
sig á.
Enn síður gerði hann sér grein fyr-
ir að hún hraðritaði niður samtöl
þeirra og satt að segja er sú frásögn
nokkuð á skjön við þá mynd sem
dregin hefur verið upp af George
Brandes fyrir íslenskt skólafólk.
Hann var á sínum tíma mikið átrún-
aðargoð íslenskra skálda – að ekki sé
meira sagt.
Þegar fundum þeirra Victoríu og
Brandesar bar saman var hún 36 ára
en hann 44 ára. Bæði voru þau gift og
hvorugt hamingjusamlega. Victoría
var trúmennskan uppmáluð en átti í
vináttusamböndum við unga, sænska
rithöfunda, einkum Axel Lundgaard.
Verk sín gaf hún út undir dulnefninu
Ernst Ahlgren. Hún hafði mikinn
áhuga á að kynnast Brandes sem var
umsetinn, ekki síst af hinum skrifandi
konum. Hann átti tvö ung börn með
konu sinni og voru tryggð 4.000 króna
árslaun en bækur hans seldust í
litlum upplögum. Hann var hins veg-
ar áhrifamikill í dönsku bókmennta-
lífi, sem og bróðir hans Edward.
Fyrsta bók Victoríu, Frá Skáni, kom
út 1884, nokkru síðar skrifaði hún
leikritið Í síma. Síðar skrifaði hún
skáldsöguna Frú Marianne og leik-
ritið Hin bergnumda. Hún var með
réttu talin til „Hinnar ungu Svíþjóð-
ar“ en svo nefndust veruleikaskáldin
á níunda tug 19. aldar.
Kynnin við George Brandes urðu
henni örlagarík, en þau komust á
gegnum Lundgaard, hann og Victoría
borðuðu saman miðdegisverð 27.
september 1886. Fjárhagur beggja
var lélegur svo í stað þess að kaupa
eftirrétt ákváðu þau að Lundgaard
skyldi fara og kaup vínber og koma
með þau upp á hótelherbergi hennar.
Með vínberin í poka hitti hann Bran-
des sem átti bágt með að trúa því að
Victoría væri ekki kærasta Lundg-
ards heldur væri samband þeirra
„saklaust“. Kannski þess vegna
ákvað Brandes að líta í heimsókn til
Victoríu þarnæsta dag. Hann var
haldinn mikilli forvitni og nánast
mannhungri.
Leyfið mér að kyssa þessi augu
Þau Victoría og Brandes voru
greinilega gagnólíkt fólk. Hún var
hlédræg og alvörugefin í viðmóti,
grönn og hávaxin kona sem gekk við
staf eftir að hafa fengið beinhimnu-
bólgu í hné, hann var fremur lágvax-
inn, smáfelldur og umræður um ásta-
mál voru honum afar hugleikin.
Hann kom og sagði Victoríu frá
ástkonum sínum, hjónabandserfið-
leikum í bland við eitt og annað sem
laut að bókmenntum.
„Það virtist svo geinilegt, að honum
líkaði ekki svo illa við mig. „Leyfið
mér að kyssa þessi augu, með stóru
augasteinunum!“ Og svo kyssti hann
þau aftur og aftur. Við vorum kát eins
og tvö börn. Hin mikla, heilbrigða - ég
myndi vilja segja fróma - hamingja án
allrar undirhyggju.“
Um þetta leyti desember 1887, gaf
Brandes óbeðinn Victoríu mynd af
sér.
Smám saman þróuðust á milli
þeirra sérkennileg samskipti sem
fram fóru að mestu á Hótel Leopold,
þar sem Victoría hélt til þegar hún
dvaldi af og til í Kaupmannahöfn.
Victoría fór strax að skrá niður
samtöl þeirra og ýmsar gagnrýnar
hugleiðingar um Brandes, sem hún
varð smám saman mjög ástfangin af
og sem að vissu leyti endurgalt til-
finningar hennar en hafði þó mörg
járn í eldinum. Brandes komst í þessi
skrif hennar einn daginn:
„Svo sneri hann sér við, hann hafði
lesið til enda. Hvílíkur svipur á andliti
hans! - Kuldi, vonbrigði, reiði. Iðrunin
greip um háls mér köldum fingrum.
Nú sá ég fyrst hvað ég hafði gert,
hvað ég myndi missa.“
Brandes tók Victoríu heldur betur í
gegn.
„Við og við komu nokkur orð,
skullu á mér eins og svipuólar og
skildu eftir blóðugar rendur og
brennandi sviða.“
En þessi uppákoma jafnaðist þó og
hið, að mestu, andlega ástarsamband
blómgaðist næstu mánuði. Victoría
klippti meira að segja á sig topp að
áeggjan Brandesar og reyndi að geðj-
ast honum í hvívetna – nema hvað
hún tregðaðist við að gefa sig honum
fullkomlega á vald og fannst honum
það mjög einkennilegt og vildi vita „af
hverju ekki?“
Hvernig reiðir þessu af?
Victoría hafði mikinn áhuga á að
vita „hvernig þessu myndi reiða af“. Í
Stóru bókina skráði hún athuganir
sínar á samskiptum þeirra sem voru
ekki eins berorðar og þær á minn-
isblöðunum sem hún lét eftir sig.
„Hann hefur ákaflega skemmtileg-
an máta á því að flytja sig til, þegar
einhver ber að dyrum. Þetta litla at-
riði sýnir svo mikla æfingu, og hann
er orðinn svo fimur í þessum varúðar-
ráðstofunum, að ég get nærri kafnað
af niðurbældum hlátri. Ég hef tekið
eftir þessu fyrr – um kvöldið, þegar
við sátum í sófanum – en því oftar,
sem ég sé það, þeim mun spaugilegar
lítur það út. Ég hlýt að hafa sérstaka
kímnigáfu, þegar ég lít þannig á
þetta … Hann stendur ekki upp,
hreyfir sig varla, flýtir sér ekki held-
ur, en áður en köttur hefur náð að
depla augum, situr hann á öðrum stól,
og situr þar með óviðjafnanlegum ró-
lyndissvip. Ég held að hann hafi enga
hugmynd um það, hversu brosleg
þessi leiksviðsbreyting er, séð frá
mínu áhorfendasæti.“
En Victoría sat ekki róleg í sínu
áhorfendasæti, hún kvaldist meira og
meira af óvissu og þungsinni eftir því
sem ást hennar á Brandes dýpkaði.
Þótt hún undraðist hégómleika hans
og furðaði sig á að þessi mikli andi
ætti slíkt til, óx ást hennar stöðugt og
varð nánast að þráhyggju.
Brandes hélt áfram að heimsækja
Victoríu á Leopolds hótel.
„Hann var í sama skapi allt kvöldið,
ýmist blíðuatlot eða skammir, og þess
á milli talaði hann og sagði frá sjálfum
sér. Þér eruð svo ung og yndisleg í
kvöld, og svo kyssti han mig frá kinn
og upp að enni, fylgdi lokknum með
smáum, þéttum kossum, eins og hann
þræddi perluband kringum andlit
mitt, girti það af og eignaði sér það.“
Í lok kvöldsins sagði Brandes: „Og
svo skalt þú gera þitt fallega nafn,
Ernst Ahlgren, þekkt og dáð, það
skalt þú gera, því það er engin skömm
að því. Eða hvað segir þú sjálf?“
Hann kyssti burt svar mitt, sem
var játandi. - Skrifaðu nú reglulega
góða bók.“
Hann þrýsti hönd mína, og dyrnar
lokuðust á eftir honum. Ég var ein. Í
dagatalið skrifaði hún: „Skyldi ég
nokkurn tíma lifa slíkan dag aftur?“
Mikil umskipti urðu í sambandi
Victoríu og Brandesar þegar bók
hennar Frú Maríanne kom út, bókin
sem átti að fylla Brandes aðdáun.
Þessi bók varð reyndar mjög vinsæl
meðal kvenna en fékk óvægna dóma í
Politiken, það var Edward, bróðir
Georges Brandes, sem skrifaði þenn-
an ritdóm, sem síðari tíma menn telja
raunar að hafi verið skot, langt yfir
markið, hann kallaði bókina m.a.
kvennasögu, yfirborðslega og brodd-
borgaralega.
Ástæða þess að Brandesbræður
vanmátu þessa bók svo mjög var að í
henni gerðist Victoría talsmaður
hjónabandsins, en Georg Brandes var
mikill talsmaður frjálsra ásta, - sem
að vísu urðu honum til mikilla vand-
ræða í framkvæmd.
Victoría hafði lagt mikið í þessa bók
og tók ritdóminn í Politiken nærri
sér.
Vinur hennar Matti af Geijerstam
lýsti líðan hennar.
„Það var hræðilegt að sjá angist
hennar og örvæntingu, hún leitaði at-
hvarfs í trjágarðinum, fór til fjarlæg-
asta skógarstígsins, þar sem enginn
gæti séð hana og þar gekk hún fram
og aftur viðþolslaus.“ Dómurinn hafíð
áhrif á fjárhag hennar og dró úr trú
hennar á eigin hæfileika. Svo mjög
Morgunblaðið/Ómar
Frederiksborg slot er glæsilegasta höll í Danmörku, kastalinn var endurbyggður
eftir stórbruna árið 185 og var því verki lokið árið 1884, þremur árum áður en
leiðir þeirra Victoríu og Brandesar lágu saman
Morgunblaðið/Ómar
Strikið í Kaupmannahöfn, þar hefur Victoría á sínum tíma farið í innkaupaferðir
áður en Brandes heimsótti hana á Leopolds hótel.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Berlingske Tidene sem er en með höfuðstöðvar sínar við Ráðhústorgið í Kaup-
mannahöfn. Á þessum slóðum er vettvangur ástarsögu þeirra Victoríu Bene-
diktsson og Georgs Brandes.
Harmagyðjan Victoría
Georg Brandes var áhrifamikill í norrænum bókmenntum
á sinni tíð. Hann átti í ástarsambandi við sænsku skáld-
konuna Victoríu Benediktsson. Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gluggar hér í dagbækur hennar um þetta samband sem
endaði hörmulega árið 1888.
’Victoría fór strax aðskrá niður samtöl
þeirra og ýmsar
gagnrýnar hugleið-
ingar um Brandes.‘
F.v. Victoría og Mattí stjúpdóttir henn-
ar, sem síðar lagði liljur utan um skor-
inn háls Victoríu sem hinstu kveðju.
Georg Brandes, þessa mynd gaf hann
sjálfur Victoríu Benediktsson í upp-
hafi kynna þeirra.
Victoría á́samt dóttur sinni Hilmu.
Myndin af mæðgunum var tekin
árið 1878.