Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 30

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 30
30 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hällefors (íbúafjöldi12.500) er sænskurbær sem liggur mitt ámilli Stokkhólms ogÓslóar. Hällefors er í dag sannkallaður hönnunarbær en fyrir 16 árum stefndi þar allt til glötunar. Bærinn var á hraðri leið með að verða yfirgefinn stál- vinnslubær með húsum í niður- níðslu og allt unga fólkið flutt á bak og burt. Árið 1989 var stærstum hluta stálverksmiðjanna í Hällefors lok- að og framleiðslan flutt til Kína og á árunum eftir misstu einn af hverjum fjórum íbúum vinnu sína. Þá var annaðhvort að duga eða drepast og bæjarstjórinn Pentti Supponen ásamt Lennart Ljung- berg bæjarfulltrúa lögðu grunninn að nýrri stefnu sem þeir töldu vænlega til að bjarga bænum frá glötun. Saman hrintu þeir í fram- kvæmd áætlun sem hafði að mark- miði samfélag sem byggt er upp með sköpunargáfu, menningu, samskiptum og starfshæfni. Upp- bygging sem þessi tekur tíma því hér er ekki um skyndilausn að ræða. En afraksturinn lætur ekki á sér standa og Hällefors er í dag blómlegur menningarbær, með góðum skólum, fallegum og áhuga- verðum söfnum, stóru hönnunar- bókasafni og menningarsetri sem stendur fyrir vinnustofum og sýn- ingum í samvinnu við listamenn og hönnuði út um allan heim. Það er gömul saga og ný að í Skandinavíu styrkir ríkið upp- byggingu menningarlífs og lista til að auka lífsgæði borgara sinna. Ýmsir styrkir til menningarmála, eins og áhugaleikfélaga og kór- starfs eru vel þekktir. En að list og hönnun séu í forgrunni og ætl- uð sem afkomuúrræði heils bæj- arfélags er fremur ný hugmynd. Það eru margir bæir sem hafa þurft að glíma við svipaðan vanda og Hällefors, þar sem þeir hafa þurft að hverfa frá frumfram- leiðslu og finna sér nýja lífsaf- komu. Og hugmyndum af sama meiði hefur verið hrint í framkvæmd í fleiri bæjum í Skandinavíu og má þar nefna Holstebro í Danmörku þar sem nú er mikið safn úti- listaverka, Narvik í Noregi þar sem íbúar bæjarins eru hluti af áframhaldandi listaverki eftir listakonuna Aleksandra Mir og Sænskum bæ bjargað frá glötun Í hlutarins eðli | Bærinn Hällefors í Svíþjóð var á hraðri niðurleið þegar yfirvöld þar ákváðu að grípa í taumana. Ákveðið var að hefja uppbyggingu á grunni sköpunarkrafts og menningar. Lóa Auðunsdóttir fjallar um endurreisn Hällefors. Litla húsið á svörtu ánni - bústaðir fyrir listamenn og hönnuði sem koma til vinnudvalar í Hällefors. Svefnherbergin eru einföld. Sjónmenntaarfur er stórtorð og þrungið merkingu.Hann nær meðal annarsyfir myndlist fyrri tímaog það sem einna mest fer fyrir í nærumhverfi okkar: Hús og aðrar byggingar. Eða með öðr- um orðum: Yfir arkitektúr, þ.e. byggingarlist, landsmanna. Margir hafa gagnrýnt umgengni okkar við þennan hluta sjón- menntaarfsins, til dæmis Hörður Ágústsson myndlistarmaður sem mjög beitti sér fyrir varðveislu hans og greiningu. Gagnrýnin snýr einkum að meðferð landsmanna undanfarna áratugi á byggingum frá fyrri öldum og raunar einnig byggingum frá fyrri hluta 20. ald- ar. Dæmi þessa sést nú þegar deilt er um framtíð Alliance-hússins í vesturbæ Reykjavíkur, sem er glæsidæmi um stórbyggingu í klassískum stíl frá um það bil 1920. Margar kirkjur dæmigerðar Kirkjubyggingar hafa löngum verið staðgóður hluti þess sem varðveist hefur af byggingum 18. og 19. aldar. Við getum skoðað fjölmargar gamlar kirkjur sem eru víða einu öldruðu byggingarnar, eða jafnvel þær elstu, í tilteknum bæ eða tiltekinni sveit. Sama má segja um kirkjur frá fáeinum fyrstu tugum 20. aldar, sem marg- ar hverjar eru mjög áhugaverðar byggingar. Flest eru þessi guðshús með nokkuð hefðbundnu sniði en þó eru ýmis stílbrigði og sérstæð skreyti þekkt. Oft eru bygging- arnar með merkari dæmum um ís- lenska byggingarlist. Segja má að fáar ef nokkrar kirkjur hafi verið byggðar í afger- andi nútímastíl fyrr en eftir 1960. Af slíkum sérstæðum byggingum er unnt að nefna Kópavogskirkju efst á Kársnesi, Stykkishólms- kirkju, Breiðholtskirkju í Mjódd og Áskirkju í Laugarásnum, svo aðeins sé minnst á nokkrar af þeim kirkjum sem eru komnar svolítið til ára sinna. Auðvitað eru þær hluti sjónmenntaarfsins og verða skoðaðar með athygli sem slíkar eftir 50 til 100 ár. Steinnökkvinn Þegar gengið er upp úr Laug- ardalnum eftir einu opnuninni sem eftir er í hlíð Laugarássins (og henni á auðvitað að halda óbyggðri!) sést hluti bæjarlandsins eins og það var fyrir árdaga byggðar. Við blasir stórgrýtt holt, vaxið birkikjarri, víði og blómjurt- um sem endar við jökulnúnar klappir og mel efst við Austur- brún. Þar er ágætis útsýnisstaður yfir hluta borgarinnar og umhverf- ið fjær. Í brattasta hluta brekk- unnar gnæfir móti sérhverjum göngumanni, eða þeim sem aka um Laugarásveginn, stefni á miklum steinnökkva sem líkt og stingur sér upp úr grjótöldunum. Það er Áskirkja með viðbyggðu safnaðar- heimili og skrifstofum. Arkitektar hennar eru Helgi Hjálmarsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Har- aldur V. Haraldsson. Þeir hafa ef- laust séð stefnismyndina fara vel í landslaginu og útfært hugmyndina með byggingarnefndinni sem tók til starfa á 7. áratug síðustu aldar. Kirkjan var vígð 11. desember 1983 en byggingunni var þá ekki að fullu lokið og síðar var bætt við húsnæðið. Kirkjan hefur ávallt vakið athygli sem hönnunarverk og þykir flestum hún vel heppnuð. Ássöfnuður er með þeim minni í borginni og honum þjónuðu lengst af tveir prestar, sr. Grímur Gríms- son og sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. Til skamms tíma var þar settur prestur sr. Þórhildur Ólafs en sr. Karl V. Matthíasson hefur einnig þjónað prestakallinu tímabundið. Í vor var svo sr. Sig- urður Jónsson skipaður sóknar- prestur. Ýmsir merkir gripir eru í kirkjunni svo sem prestskrúðar Unnar Ólafsdóttur listakonu og fornfrægir gluggar frá 18. og 19. öld úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi (hluti glugga þaðan er Kirkjan í ásnum Fáar ef nokkrar kirkjur hafa verið byggðar í afgerandi nú- tímastíl fyrr en eftir 1960 og er Áskirkja í Laugarásnum ein þeirra. Miklar viðgerðir og endurbætur standa nú yfir á kirkjunni. Sverrir Jóhannesson og Ari Trausti Guðmunds- son telja að viðhald kirkna og annarra bygginga sé und- irstaða sjónmenntaarfsins, enda verði Áskirkja ein þeirra bygginga sem skoðuð verður sem slík eftir 50 til 100 ár. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Arkitektarnir, Helgi Hjálmarsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Haraldur V. Har- aldsson, hafa eflaust séð stefnismyndina fara vel í landslaginu. Ljósmynd/Birgir Arnar. Viðgerðum Áskirkju á að vera lokið fyrir 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar í desember 2008.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.