Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 31

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 31 Úrval af eignum hjá borginni Burgas við Svartahafið Nálægt Sunny Beach sem er stærsti sólarbær við Svartahafið. Mikil sala og miklar hækkanir framundan. Búlgaría er á leið í ESB í janúar 2007 og er spáð mikilli verðhækkun á eignum. Samkvæmt spám er talið að Búlgaría verðið árið 2015 orðinn mest sótti ferðamannastaður Evrópu. Verðlag í Búlgaríu er ótrúlega lágt en gæðin samt frábær í mat og þjónustu. Tvær ferðskrifstofur eru með beint flug í sumar til Búlgaríu: www.terranova.is og www.apollo.is Þeir sem kaupa eignir af Proxima fá ferðina og hótelið endurgreitt. Hægt er að fara hvenær sem er og skoða eignir. Proxima finance ltd. er rekið af traustum íslenskum aðilum sem starfrækja skrifstofu í Burgas og hafa mikla þekkingu á búlgörskum fasteignamarkaði. Þetta er frábært tækifæri til að kaupa eignir á réttum tíma þar sem stór fjárfestingarfélög frá t.d. Spáni, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum eru að undirbúa fjárfestingar í Búlgaríu. Aðstoðum fjárfesta við að finna réttu tækifærin! FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 S: 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali MIKIÐ ÚRVAL EIGNA Skoðunarferð 29. ágúst - 5. sept. Starfsmenn Proxima á staðnum og sýna eignir BUDJAKA INSARAKE SAROFO BUDJAKA IN SA RA KE 8 ÍB ÚÐ IR TI L SÖ LU BUDJAKA - 10 RAÐHÚS SE LT ! SEL T! SEL T! SEL T! SE LT ! TIL SÖL U TIL SÖL U TIL SÖL U TIL SÖL U SE LT ! 11 ÍBÚ ÐIR 14 ÍBÚ ÐIR TIL SÖ LU SE LT ! 13 ÍBÚ ÐIR 2, 16 7 F M. ÍBÚ ÐIR TIL SÖ LU BÚLGARÍA FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRI Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson, sölufulltrúi Akkurat ehf., í símum 595-5000 og 822-7300 • ingvar@akkurat.is finnski skærabærinn Fiskars sem varð eftirsóttur sköpunarstaður hönnuða og arkitekta eftir að hafa legið í dái frá því að verksmiðj- urnar fluttu starfsemi sína þaðan. Skólakerfið stokkað upp Fyrsta skrefið til að gera Hälle- fors að menningarbæ var að stokka upp í skólakerfinu. Auk hefðbundinnar námskrár var dansi, tónlist, leiklist og myndlist bætt inn í stundaskrána. Í þessu nýja námsskipulagi fengu nemend- ur meira sjálfstraust og urðu sjálf- stæðari og tilbúnari til að fara sín- ar eigin leiðir. Þar með eru orðnir til íbúar sem vilja í framtíðinni búa í menningarlegum bæ þar sem möguleikar til sköpunar eru til staðar. Síðan var farið í að skreyta bæ- inn og gera við þau niðurníddu hús sem í bænum voru. Ljungberg tók sér bæinn Holstebro til fyrirmynd- ar í þessum efnum og ánafnaði vænni summu af fjárlögum bæj- arins til listaverkakaupa, sem var umdeild hugmynd á sínum tíma en leiddi til þess að skemmdarverkum hríðfækkaði, auk þess sem bæj- arbúar urðu aftur stoltir af bænum sínum. Dregur að ferðamenn, nemendur og hönnuði Eftir að hafa farið í gegnum þessar breytingar var ákveðið að framtíð Hällefors skyldi vera byggð upp með hönnun að vopni, þar sem menntun var drifkraft- urinn. Og þar sem syngjandi skólabörn og dugmikil áhugaleikhús fylla kannski ekki peningakassann, og þó, var hafist handa við stofnun Hönnunarseturs. Hönnunarsetrið sem nú er risið og ber nafnið Formens hus er allt í senn hönnunarsafn, rannsóknar- og kennslustofnun auk þess sem þar eru starfræktar vinnustofur fyrir bæði börn og fullorðna og unnið er að safni yfir náttúruvæn efni og efnivið. Formens hus hefur unnið verkefni í samstarfi við ýmsa hönnunarskóla og er einnig í samstarfi við matreiðsluháskóla í nágrannabæ. Hönnunarsetrið dregur að ferðamenn og nemendur en einnig hönnuði og handverksfólk, sem auðveldlega er gert kleift að setja á fót lítil fyrirtæki eða stúdíó í bænum. Umbreyting á bænum Hällefors hefur tekið langan tíma og tekið á stáltaugar bæjarbúa á köflum en hún er sannarlega til góðs. Að breyta bænum úr deyjandi frum- framleiðslubæ í skapandi og áhugaverðan bæ til að búa í er mikill sigur fyrir bæjarbúa og í dag flytja fleiri til Hällefors en á brott. Litla húsið á svörtu ánni Hönnunarsetrið, Formens Hus, í Hällefors styrkti og hafði umsjón með samstarfsverkefni þriggja hönnunarskóla sem bar nafnið: Litla húsið á svörtu ánni. Nemend- urnir komu úr Konsfack í Stokk- hólmi, St. Etienne í París og Par- sons í New York og verkefnið var að hanna bústað fyrir listamenn og hönnuði sem koma til vinnudvalar í Hällefors. Verkefnið var ár í vinnslu og hlaut fyrstu verðlaun á ICFF (International Contempor- ary Furniture Fair) 2006 þar sem prótótýpa í raunstærð af húsinu var sýnd. Nemendurnir hittust í Hällefors í júní nú í sumar til að byggja hús- ið sem þeir höfðu hannað á gamalli brú sem liggur yfir Svörtu ána. Á brúnni eru gamlir járnbrautartein- ar sem eitt sinn voru notaðir til að flytja stál. Ikea gaf efnivið í hús- bygginguna og nemendurnir end- urunnu einnig ýmis Ikea húsgögn sem þeir notuðu síðan til að inn- rétta. Hönnuðirnir vildu að dvöl í hús- inu væri upplifun út af fyrir sig. Umhverfið og falleg náttúran sem umlykur húsið fá að njóta sín og húsið er þar af leiðandi opið og bjart. Einnig vildu þeir að upplifunin minnti að einhverju leyti á útilegu, þannig að öll tæki eins og vaskur, sturta og eldunartæki minna á ein- faldan útilegubúnað. Þau voru hönnuð og framleidd í samvinnu við sænskt fyrirtæki, Primus, sem sérhæfir sig í framleiðslu á úti- legubúnaði. Ljósin í húsinu eru einnig sérhönnuð með virkni úti- leguljósa en hafa útlit erkitýpu stofulampa. Á brúnni eru þrjú hús sem þjóna mismunandi tilgangi en pallur, eða brúin sjálf tengir þau og nýtist einnig sem útivinnusvæði. Nú þeg- ar húsið er risið verður það notað sem bústaður fyrir listamenn og hönnuði sem koma til Hällefors á vegum Hönnunarsetursins. Gestir fá að dvelja í húsinu í tvær vikur í senn og vinna þar að hugarefnum sínum og list. Dvöl í húsi sem þessu ætti að gefa góðan innblást- ur. Vinnuherbergi með útsýni. Höfundur er vöruhönnuður hannar@mbl.is Dvölin í húsunum á að vera upplifun út af fyrir sig og húsin því opin og björt. Upplifunin á líka að minna á útilegu og öll tæki því einföld. einnig í Akureyrarkirkju). For- maður sóknarnefndar er Birgir Arnar. Margrét Svavarsdóttir er djákni og Hafþór Jónsson kirkjuvörður en organisti kirkjunnar heitir Kári Þormar. Hljómburður hefur reynst ágætur í byggingunni og er kirkj- an alloft notuð sem tónleikasalur. Kirkjunni tekið tak Áskirkja er með nokkuð sér- stæðu yfirborði að utanverðu. Steinsalli í múr, svokölluð steining, telst vel þekkt og nánast sérís- lensk utanhúsklæðning sem reynst hefur vel. Ysta múrhúð Áskirkju er áhugavert afbrigði steiningar, eins konar ljós hraunhúð. Þar hef- ur hvítum marmarasalla verið hrært í þunna, ljósa steypublöndu og hún borin á útveggi og svo ýfð, t.d. með kústi, þannig að yfirborð veggjanna líkist fíngerðu yfirborði helluhrauns. Íslensk veðrátta er rysjótt og ör, sífelld skipti frosts og þíðu stóran hluta árs eru erfið öllum mann- virkjum. Margar kirkjur og aðrar opinberar byggingar þarfnast verulegs viðhalds, eins þótt reynt hafi verið að halda í horfinu. Næg- ir að nefna Þjóðleikhúsið og Hall- grímskirkju af reykvískum stór- byggingum. Áskirkja hefur fengið sinn skerf af viðhaldi en orðið að lúta náttúrunni og eru nú risnir verkpallar við Áskirkju. Verulegar þak- og múrviðgerðir munu fara þar fram, ásamt ýmsum öðrum endurbótum og loks verður kirkjan endurhraunuð. Stjórnendur kirkj- unnar vilja hafa viðgerðirnar sem vandaðastar og stendur sóknar- nefndin undir háum viðgerðar- kostnaði kirkjunnar með sóknar- gjöldum og styrkjum úr sjóðum á vegum Biskupsstofu og Reykjavík- urborgar, auk lánveitinga fjár- málastofnana. Á tímafrekum við- gerðunum að vera lokið fyrir 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar í des- ember 2008. Ráðgjafi er Línuhönn- un hf. í samráði við arkitekta en verktaki er Magnús og Steingrím- ur ehf. Nýir steindir gluggar Afmælisins á reyndar að minn- ast með öðrum veglegum hætti; með nýjum, steindum kirkjuglugg- um fremst í kór kirkjunnar, þ.e. í „stefninu“. Auglýst var eftir um- sóknum listamanna sem taka vildu þátt í forvali. Þeir skyldu ekki senda inn tillögur heldur staðfesta áhuga sinn með vísun til fyrri listaverka. Rúmlega tuttugu um- sóknir bárust. Gluggarnir nýju verða 10 talsins og mynda heild en hver þeirra verður 284x90 cm að stærð. Þema verksins á að vera Pétur postuli og starf hans sem sjómaður og síðar lærisveinn Jesú. Gluggarnir eiga að njóta sín vel í kirkjunni hvort sem í dagsljósi eða þegar kirkjan er raflýst. Forvalsnefnd ákvað að velja listamennina Benedikt Gunn- arsson, Hörpu Árnadóttur og Val- gerði Bergsdóttur úr umsóknar- hópnum til að leggja fram verktillögur um útlit glugganna en fimm manna dómnefnd velur loks eina þeirra til útfærslu fyrir lok janúar 2007. Kostnaður við gerð og smíði glugganna verður greiddur með frjálsum framlögum sóknar- barna, af velunnurum kirkjunnar, meðtekjum af styrktartónleikum og með minningargjöfum til kirkj- unnar. Enn skortir töluvert upp á fjármuni svo ljúka megi þessu verki, að sögn Birgis Arnar. ’Gluggarnir nýjuverða 10 talsins og mynda heild en hver þeirra verður 284x90cm að stærð. Þema verksins á að vera Pétur postuli og starf hans sem sjó- maður og síðar læri- sveinn Jesú. ‘ Höfundar eru Sverrir Jóhannesson byggingartæknifræðingur og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur, sem báðir eru áhugamenn um varðveislu bygginga og íslenska byggingarlist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.