Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 36

Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í síðasta pistli vék ég að hinni mjög svo ólíkindalegu at- burðarás varðandi nákvæm- lega hundrað ára gamalt málverk eftir André Derain; „l’Paysage á Estaque“. Um að ræða svik upp á hundruð milljóna ísl. króna, jafnframt greindi ég frá þætti Ellekilde uppboðshúss- ins sem gert hefur innvígt fagfólk mállaust, einnig alla þá sem hafa nokkra þekkingu á myndlist liðinnar aldar. Illmögulegt að skilja að slíkt geti komið fyrir, en um leið skal ekki litið framhjá því að margt gróft og misjafnt hefur átt sér stað í þessum efnum á umliðnum árum og öldum. Þannig ekkert nýtt frekar en aðrar tiltektir óprúttinna hvar einblínt er á fyrirhafnarlítinn og skjótan hagnað, form ágirndar sem virðist aldrei meiri og hatrammari en nú um stundir. Og þótt erfitt sé að meðtaka þátt og framgöngu Svend Erik Ol- sens forstjóra uppboðshússins vefst ekki síður fyrir manni að skilja Meyer fjölskylduna, einkum vegna þess að orðrétt er haft eftir annarri systurinni: „Þetta málverk átti ekki að selja.“ Ákafi Olsens og öll sam- anlögð framkoma hans gaf klárlega tilefni til grunsemda um að maðkur væri í mysunni og gerir að verkum að efast má um að allt hafi verið dregið fram í málinu öllu. Gamla frú Meyer gæti allt eins hafa verið eitthvað óskýrari í koll- inum en börnin vilja vera láta og sjálf mega þau líta í eigin barm í ljósi þess að málverkið hefur án vafa hangið um langa hríð á veggjum fjölskyld- unnar. Eðlilegasta mál að þeim hefði átt að vera kunnugt um verðmæti þess og að kalla skyldi til aðra og hlutlægari matsmenn en hinn stima- mjúka uppboðshaldara, fátt annað verður greint en að um yfirmáta þekkingar- og andvaraleysi hafi ver- ið að ræða. Fram hefur nefnilega komið sem mörgum öðrum mun hafa verið ljóst að ekki sé minnst á upp- boðshaldarann sjálfan, að verðmætin sköguðu upp í þó nokkrar 300 fer- metra íbúðir eins og fjölskyldan átti áður í þessu fína hverfi á Austurbrú. Málverkið sömuleiðis eitt sér marg- falt verðmætara öllu lausu og föstu í gömlu íbúðinni. Telja má mikið lán að Derain-sýn- ingin skyldi í farvatninu á Ríkislista- safninu, annars hefði mátt gera ráð fyrir öllu lengri bið á afhjúpun verknaðarins sem trúlega hefði orðið að stórum óljósara og flóknara máli. Má alveg gera því skóna að þeim í Ellekilde-uppboðshúsinu hafi ekki verið kunnugt um væntanlega sýn- ingu á Ríkislistasafninu, og ef svo öllu síður lagt í þennan áhættusama leik sem kann að verða til þess að innsigla örlög fyrirtækisins. Ekki verður komist hjá því aðálykta að brenglað verð-mætamat sem stöðugt verð-ur sýnilegra í heimi hér eigi þátt í málum, og stjórnmálamenn sem vilja jafna allt niður á við sem og fjölmiðlar yfirborðsins geta tekið til sín. Einkum ljósvakamiðlarnir og þá helst sjónvörpin, fullkomlega litið framhjá því að þessi síbylja andlauss dægurgamans sem á fólki dynur lít- illækkar, einfaldar og vanvirðir ein- staklinginn, heildina um leið. Í öllu þessu skrumkennda nýjunga- og handstýrða framrásarkapphlaupi lif- ir fólk í mjög þröngu og takmörkuðu tilvistarrými sem það hættir sér síð- ur út fyrir án leiðsagnar … Þá er komið að öðru og sýnu um- fangsmeira máli, tengist hremming- um á rússneskum listamarkaði og hefur skekið hann óþyrmilega, opin- berar um leið hinar mörgu leiðir sem menn fara í fölsun listaverka. Teng- ist nýrri tegund peningaflæðis í kjöl- far hækkandi verðs og mikils fram- boðs á orkumiðlum eins og olíu og gasi, svonefndu rússagulli, sem hef- ur ekki átt svo lítinn þátt í að gera 88.000 manns í landinu að dollara- milljónurum. Nýríkir í Rússlandi Pútins vilja ekki síður slá um sig sem velunnarar lista og menningar en þeirra líkir í vestrinu, hvað þá Pútín sjálfur sem mun hafa sankað að sér nokkru safni listaverka. Jafnvel orð- rómur um að það muni hafa verið pólitískur ávinningur að draga í þeim efnum dám af ástríðu forsetans. En nú er komið fram að sjálfur Pútin hefur ekki sloppið við að vera fórnardýr ósvífinna listaverkasala, falsara og hlutdrægra bendiprika frekar en hinir nýríku. Getgátur á lofti um að meint reiði hans hafi hrint af stað hinum umfangsmiklum rann- sóknum á listaglæpum sem nú er í gangi í hinu víðfeðma ríki. Sam- kvæmt Forbes, málgagni atvinnu- veganna, mun annar hver af 100 rík- ustu mönnum Rússalands fórnar- lamb falsana. Rússneski lista- markaðurinn hefur blásið út á undanförnum árum ekki síður en víða í austrinu og þegar helstu upp- boðshús heimsins halda séruppboð á rússneskri list vekja þau jafnaðar- lega mikla athygli. Rússneskir safn- arar kaupa einkum rússneska list og á síðustu fimm árum hefur verð á verkum málara eins og Ivan Ajva- sovskij, Ivan Sjisjkin, Ilja Repin og Kasimir Malevitj margfaldast, og framboðið óralangt frá því að full- nægja eftirspurninni. Ársveltan heima fyrir mun vera að nálgast 100 milljarða ísl. króna en samkvæmt áliti fagmanna munu undangengin ár allt að helmingur listaverkanna vera falsanir. Og sam- kvæmt ummælum yfirmanns deildar listaverkaglæpa í innanríkisráðu- neytinu sem óskar nafnleyndar, er innan handar að hagnast meira á fölsun málverka sem og annarra listaverka en eiturlyfjum! Að stórum hluta um að ræðaað koma svonefndum ann-arrar og þriðju deildarmálurum upp í fyrstu deild með því að falsa áritanir, skrapa þær sem fyrir eru burt og setja nýjar í staðinn. Þetta raunar þekkt og vin- sæl aðferð eins og afstaðið fölsunar- mál hér á landi bar greinilega með sér, en farið stórum fagmannlegar að með aðstoð menntaðra forvarða sem um leið taka að sér að færa mynd- efnin nær rússneskri fósturjörð með fáum en hugvitsamlegum breyting- um. Akademíski skólinn byggðist að mörgu leyti á sömu grunnatriðum um alla álfuna, einkum hvað hug- næm ljóðræn og rómantísk lands- lagsmálverk snerti. Eins og fyrri daginn voru margir kallaðir en fáir útvaldir og hvað sjálfan framgangs- mátann og viðföngin snerti var sos- um ekki tiltakanlegur munur á obba þeirra. Sérstök staðbundin myndefni höfðuðu til ættjarðarástar og voru gjarnan með einhverju beinu eða óbeinu frásagnarlegu inntaki, mikið til prýdd yfirhafinni blíðu og hlut- lægum boðskap um dásemdir óspilltrar náttúru. Þó auðvitað að einhverju leyti frábrugðin frá einu landi til annars en glöggt og þjálfað auga greindi mun. Sem jafnan voru það nokkrir meistarar sem gáfu tón- inn, heill her minni spámanna fylgdi í fótspor þeirra og slíkum verður jafn- aðarlega mun betur ágengt á sölu- markaði. Hér á ferð lögmálið um magn og gæði, framboð og eftir- spurn, hin útþynnta og fjöldafram- leidda vara nær jafnaðarlega mun betur til hins óupplýsta múgs. Í Rússlandi var það helst náttúr-an ein og sér sem gilti í verkumnokkurra málara sem kastljós-ið beinist nú að og nýríkir girn- ast helst, en að baki er annars konar þjóðreisn en samvirkar ástarjátning- ar til valdamanna á tímum ráðstjórn- ar. Þróunin að því leyti hið besta mál en hinar meintu umfangsmiklu fals- anir geta grafið undan henni, sett strik í reikninginn eins og sagt er. Engin verður hissa í Rússíá þótt upp dúkki listaverk eftir þekktan málara, mikill ruglingur hefur ein- kennt rússneskan listamarkað eftir tvær heimsstyrjaldir og viðvarandi vanrækslu við skrásetningar lista- verka og listmuna, jafnvel á söfnum eftir tíma Stalíns. Ekki síst vegna þess að umsvifin fóru lengstum að- allega fram á gráu svæði fornmuna- verslana, þögninni vígð og því erfitt ef ekki illmögulegt að rekja slóð þeirra. Einmitt komin orsök þess að opnast hafa margar gáttir til óheið- arlegra vinnubragða sem undir- heimar hafa óspart nýtt sér, og aldr- ei meir en á tímum stjórnlauss peningaflæðis. Áhættan ekki mikil því lögin ná ekki yfir verknaðinn svo lengi sem ekki verður með rökum sannað að þetta hafi verið gert með svik í huga. Undanfarin ár hafa leppar farið um Evrópu og fest kaup á minna þekktum vestrænum listamönnum í Austurríki, Þýskalandi. Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Engin tilviljun að leitað er til þessara landa, þar má nefnilega helst finna það sem fag- menn í svindlinu nefna tvíbura, heitir að málverkin eigi eitt og annað sam- eiginlegt með rússneskum vettvangi. Þá reynist lítið mál fyrir vel mennt- aða og snjalla forverði að krukka í þau, fjarlægja einkenni, sem eru ekki rússnesk, og bæta við sérstök- um þjóðlegum einkennum, glittir kannski í turn rétttrúnaðarkirkju í fjarska, möguleikarnir margir eftir eðli myndanna. Loks er bara að skrapa áritunina í burt og bæta við meistaralegri fölsun á viðeigandi nafnkenndum rússneskum málara, þarnæst komast í samband við vel- viljaðan sérfræðing og hafa samband við listaverkasafnara … (meira) Af fölsunum og þagmælsku SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Edvard Petersen (1841-1912): Ung kona týnir sýrenur á sól- skinsdegi, máluð 1910. Farin er unga konan á „rússneska málverkinu“ sem ber titilinn: „Sýrenur í blóma“ og listamaðurinn er nú N. E. Kratjkovskij! Allt um íþróttir helgarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.