Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt raðhús, 60 fm 2ja herb. á einni hæð. Sérinngangur, rúmgott svefnherbergi, björt rúmgóð stofa, baðherbergi, nýlegt eldhús, þvottaherbergi o.fl. Parket á gólfum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Boðahlein - Gbæ - Raðhús Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu sumarbústað á einstökum stað, örskammt frá höfuðborginni (ca 5-10 mín. akstur). Bústaðurinn er 49 fm auk 12 fm bátaskýlis og skiptist í inngang, eldhús, stofu, herb. og snyrtingu. Bátaskýli og bátur fylgir. Einstök náttúrufegurð við læk og vatn. Stór lóð ca 8000 fm (leigulóð). Þó nokkur trjágróður. Alveg prívat. Uppl. veita Guðmundur og Magnea í síma 865-8552. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús - Elliðavatnsbletti SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG Sérhæð ásamt bílskúr ÁLFHÓLSVEGI 85 - KÓPAVOGI Um er að ræða einstaklega bjarta og glæsilega 111,5 fm neðri sérhæð í þessu húsi ásamt 36 fm bílskúr. Húsið er í mjög góðu standi og bílskúrinn líka. Íbúðin er öll nýlega stand- sett á mjög smekklegan hátt, þ.e. öll gólfefni, öll tæki, inn- réttingar, nýtt baðherbergi, nýtt eldhús o.fl. 3 herbergi, stofa og borðstofa, rúmgott eldhús. Ótrúlega góð nýting og virkar íbúðin mun stærri en hún er skráð. Eign sem vert er að skoða. Verð: 29.900.000.- Agga Hrönn tekur á móti þér og þínum í dag milli kl. 14:00 - 16:00. Kristnibraut 69 - Opið hús 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala Glæsileg 120 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Fallegt eldhús opið við rúmgóða stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, flísalagt baðherbergi, þvotth. og geymsla innan íb. Vandaðar eikarinnréttingar og eikarparket. Suðurverönd og vestursval- ir út af borðstofu. Áhv. 14 millj. með 4,15% vöxtum. Verð 27,9 millj. Þóra og Reynir taka á móti áhugasömum milli kl. 17 - 19. Úthlíð- Stórglæsileg 5 herbergja sérhæð Glæsileg 166 fm. sérhæð auk stórs bílskúrs í húsi sem hefur verið algjörl. tekið í gegn að utan og endursteinað. Eignin skiptist m.a. í forst., forstofuhb., geymslu, sjónv. hol, eldhús, baðhb., tvö herb., borðst. og stofu. Rúmg. bílsk. Tvennar sv. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð s.l. ár m.a. þak fyrir 10-15 árum, dren, rafm. og nýjar útitr. með hita í. Stæði fyrir tvo bíla fyrirframan bílsk. Glæsil. garður. Frábær staðst. miðsv. en stutt er í Ísaksskóla, Æfingaskólann, miðbæinn, Klambratún og Kringluna. V. 45,0 m. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Ég sagði óvart: Þessi mál báru á góma. RÉTT HEFÐI VERIÐ: Þessi mál bar á góma. Gætum tungunnar ÞAÐ hefur verið hlutskipti ís- lenskra kúa að þurfa að hírast inn- andyra yfir vetrarmánuðina, lengst- af í þröngum og gluggalausum fjósum. Það er því yf- irleitt mikill völlur á þeim þegar þeim er hleypt úr fjósi á vorin út í guðsgræna náttúr- una. Á vissan hátt má líkja gleðilátum þeirra við þá stemningu sem ríkir hjá ungu fólki sem sækir útihátíðir á sumrin. Í ljóði frá árinu 1961 er þjóðhá- tíð Vestmannaeyinga lýst á dramatískan hátt sem hátíð fengi- tímans, en þar segir svo í fyrsta erindinu: „Hátíð fengi- tímans hófst í dag/með því að nokkrir prúðbúnir fótboltamenn/ drógu þúsund fána til himins.“ Þessar kaldhæðnislegu ljóðlínur komu upp í hugann þegar ég las í dagblöðunum og fylgdist með frétt- um í útvarpi og sjónvarpi þar sem greint var frá því að stúlku hafði verið nauðgað í tjaldi á þjóðhátíð og greint frá tveim nauðgunum sem höfðu verið kærðar á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Þessum fréttum fylgdu frásagnir af áfalla- hjálp og annarri þjónustu fyrir stúlkur sem töldu sig hafa orðið fyr- ir nauðgun. Nauðgun er ekkert gamanmál sem við tölum um í hálfkæringi. Nauðgun er flókið fyrirbæri sem ber að ræða af varfærni og ábyrgð- artilfinningu. Inngangsorð þessa greinarkorns eru heldur ekki hugs- uð sem spaug. Þau eru sett fram í þeim tilgangi að vekja athygli á raunveruleika sem allir skynja ein- hversstaðar í undirvitundinni en hleypa sjaldnast upp á yfirborðið. Kynhvötin er nefnilega ein af sterkustu frumhvötum mannsins, sérstaklega meðan hann er ungur og horfir jákvæðum augum til framtíðar. Þetta á bæði við um karla og konur. Staðreyndin er sú að frjálslegt og óþvingað kynlíf er orðið áber- andi á stórum útihátíð- um. Þar þarf ekki vitn- anna við. Hvers vegna skyldu pabbar og mömmur og afar og ömmur sjá ástæðu til þess að brýna fyrir unglingunum, ekki að- eins að aka varlega um versl- unarmannahelgina, og alls ekki undir áhrifum áfengis, heldur líka að gleyma nú ekki að taka með sér smokk. Kirkjunnar menn hafa gengið fram fyrir skjöldu og beitt sér fyrir því að smokkar séu hafðir til sölu í sjoppum og á bens- ínstöðvum og helst dreift ókeypis fyrir stórar útihátíðir. Sú hugsun að kynlíf sé syndsamlegt athæfi heyrir að mestu leyti sögunni til. Á þessu sviði hafa orðið grundvallarbreyt- ingar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sækja útihátíðir um versl- unarmannahelgina er ungir piltar og ungar stúlkur – strákar og stelp- ur. Er það eitthvað launungarmál að ungt fólk laðast hvert að öðru? Nútímamaðurinn, hin unga kynslóð, lítur jákvæðum augum á kynlíf. Kynlíf er ekki lengur það þrúgandi tabú sem áður var, heldur sýnilegur hluti þeirrar tilveru sem maðurinn lifir og hrærist í. En mannlífið í dag hefur sínar skuggahliðar rétt eins og áður fyrr. Ofbeldismenn geta leynst á útihátíðum eins og hvar annars staðar. Ég tel hins vegar ástæðulaust að líta á útihátíðir sem einhvern sérstakan vettvang fyrir nauðgara og kynferðislega ofbeld- ismenn. Hverjir eru það sem nauðga? Þetta er spurning sem fræðimenn hafa lengi velt fyrir sér. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum sviðum benda til þess að hinn dæmigerði kynferðisbrotamaður fremji afbrot sitt að yfirlögðu ráði. Það er ekki tilviljun sem ræður því að hann nauðgar heldur markviss ásetningur um að fremja kynferð- islegt afbrot. Þetta eru hinir eig- inlegu nauðgarar. Sá sem þessar línur ritar vann, haustið og vorið 1979–80, að und- irbúningi að rannsókn, við Virginia Tech háskólann í Bandaríkjunum, á lögformlegri skilgreiningu á nauðg- unum á Vesturlöndum, „Toward a Socio-Legal Defination of Forcible Rape in Western Societies“, en stjórnandi rannsóknarinnar var próf. Donald J. Shoemaker, banda- rískur afbrotafræðingur. Það var lærdómsrík reynsla. Í öllum samfélögum eru ofbeld- ismenn sem beita líkamsafli til þess að misþyrma og nauðga fórn- arlömbum sínum, ekki af eðlilegum kynferðislegum ástæðum heldur af óheftri árásarkennd. Þetta eru hinir eiginlegu nauðgarar; afbrotamenn sem misþyrma saklausu fólki af sjúklegri áráttu og yfirlögðu ráði. Þessir einstaklingar ganga ekki heilir til skógar og af þeim stafar ógn sem samfélaginu ber skylda til að bregðast við með skýrum laga- ákvæðum. Þar er aðkallandi verk að vinna fyrir löggjafarvaldið. Hverjir eru hinir eiginlegu nauðgarar? Bragi Jósepsson fjallar um meintar nauðganir á útihátíðum ’Nauðgun er flókið fyr-irbæri sem ber að ræða af varfærni og ábyrgð- artilfinningu.‘ Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor. bragijos@hotmail.com SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.