Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 43 UMRÆÐAN Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali STÓRAR EIGNARLÓÐIR FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ Í LANDI KÍLHRAUNS Í SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPI FRÁBÆR STAÐSETNING Kílhraun er einungis um 65 km frá Reykjavík (Rauðavatni). Frí- stundabyggðin er skammt frá Selfossi og í næsta nágrenni við margar af helstu náttúruperlum landsins, s.s. Þingvelli, Laugar- vatn, Kerið, Gullfoss og Geysi. Fjölbreytt afþreying er í boði í nágrenni svæðisins og má þar nefna golfvelli, sundlaugar og veiðisvæði en alla þjónustu má nálgast á Selfossi sem er að- eins í 13 mín. fjarlægð frá svæðinu. LEIÐIN Ekið er í gegnum Selfoss í um 10 mín. og þá beygt til vinstri inn á þjóðveg nr. 30. Þaðan er ekið í 3 mín. og þá blasir auglýs- ingaskilti við á vinstri hönd. EINSTÖK NÁTTÚRUFEGURÐ Landið er allt gróið og er það um 50 metra yfir sjávarmáli. Landið er nokkuð flatlent með hrauni og er því frábært útsýni. Í miðju landsins er skógrækt Árnesingafélagsins, með minnis- varða um Áshildarmýrarsamþykkt frá 1496. Lítill lækur liðast í gegnum landið og kemur hann úr uppsprettum undan hraun- inu. Á honum er hlaðin steinbrú frá 19 öld. Landið hentar ein- staklega vel til trjáræktar og er rétt að benda á 13 ára gamla skógrækt á landamörkunum í landi Merkurlautar, með 3 metra háum trjám. ÖLL AÐSTAÐA Í BOÐI Á svæðinu í heild hafa verið skipulagðar 88 frístundalóðir frá 5.500 fm til 11.600 fm að stærð og eru þær allar eignarlóðir. Vegir verða komnir að lóðamörkum og landið allt afgirt. Á svæðinu verður aðgangur að rafmagni, köldu vatni og háhraða internettengingu. Suðurlandsbraut 20 • Bæjarhraun 22 sími 565 8000 533 6050 ÆGIFAGUR FJALLAHRINGUR BLASIR VIÐ AF LANDINU SEM ER ALLT GRÓIÐ OG KJÖRIÐ TIL ÁFRAMHALDANDI RÆKTUNAR. BYGGJA MÁ ALLT AÐ 200 FM HÚS Á HVERRI LÓÐ AUK 25 FM GEYMSLU EÐA GESTAHÚSS. SÖLUSÝNING SUNNUDAG KL. 12-17 www.hofdi . is VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR Lögð var sérstök áhersla á að bjóða lóðirnar til sölu á góðu verði og er það með því allra besta sem gerist á þessu svæði. Möguleiki er á 50% láni frá seljanda til 10 ára með 6,5 % vöxtum. Verð frá 1,2 millj. - 3,2 millj. SÖLUAÐILI Sölumenn hjá Fasteignasölunni Höfða veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar í síma 565 8000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hofdi@hofdi.is. Höfum fengið í sölu á þessum frábæra stað glæsilegt fullbúið einbýlishús, samtals 430 fm. Hér er allt fyrsta flokks, vandaðar inn- réttingar, gegnheilt parket og flísar á gólfi. Líkamsrækt, gufubað og góð tómstunda- aðstaða. Eign í algjörum sérflokki. Verð 83 millj. Sjá myndir á mbl.is. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Marargrund - Glæsilegt Leigulóð 0,5 hektari. Bústaðurinn er byggður 1989. Stærð 52 fm. Svefnloft ca 20 fm. Bíslag ca 6-8 fm. 2 svefnherb., gangur, bað, borðstofa, eldhús og stofa og inni-arinn. Ísskápur, eldavél og uppþv.vél. Heitt og kalt vatn, rafmagn. Pallur með heitum potti og útisturtu. 5-6 fm herb. með þvottavél og þurrkara. Glæsilegt útsýni til allra átta. Verð 18,2 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús - Efstadalsskógi Í MORGUNBLAÐINU laug- ardaginn 10. júní sl. skrifar Finn- ur Árnason, forstjóri Haga hf. og stjórnarmaður í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, þarfa áminningu til menntamálayfirvalda, en ekki síður til koll- ega sinna í hópi stjórnenda verslunar- og þjónustufyr- irtækja. Þar spyr hann hvers vegna ekki hefur þótt ástæða til að gera menntun fyrir versl- unarfólk jafn hátt undir höfði í formlega skólakerfinu og t.d. iðn- eða landbún- aðarnámi. Talið er að um 40% fólks á ís- lenskum vinnumarkaði hafi ekki lokið formlegu framhaldsnámi. Finnur bendir á að í smá- söluverslun starfi a.m.k. 12.000 manns og af þeim séu minnst 60% eða 7.200 manns sem ekki hafi lokið formlegu framhaldsnámi. Starf í verslun er mjög fjölbreytt og gerir miklar kröfur til þeirra sem þar starfa. Má í því sambandi benda á að starfsmaðurinn þarf að búa yfir þekkingu á þeim vörum sem seldar eru í versluninni, þekkja til veltuhraða, geymsluþols vörunnar þar sem það á við, hafa tök á upplýsingatækni og öryggis- málum. En ekki síður þarf starfs- maðurinn að búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, geta veitt gæðaþjónustu og brugðist við af fagmennsku þrátt fyrir mikið álag. Bara svo örfá atriði séu nefnd af þeim færniþáttum sem góður verslunarmaður þarf að búa yfir. Það er fyrst fyrir tilstuðlan SVÞ, VR og LÍV (Landssambands íslenskra verslunarmanna) og starfsmenntasjóða á þeirra vegum sem komið er á lagg- irnar námi fyrir starfsfólk verslunar- og þjónustufyrirækja. Fyrir tilverknað þess- ara aðila eru nú í boði tvær sérstakar náms- brautir fyrir versl- unarmenn. Við- skiptaháskólinn á Bifröst býður upp á tveggja ára starfs- tengt nám fyrir versl- unarstjóra sem fer að mestu fram í fjar- námi. Að námi loknu útskrifast nemendur með diplóma- próf í verslunarstjórnun. Þá hefur Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins þróað þriggja anna (eins og hálfs árs) fagnám fyrir al- menna verslunarmenn. Við hönn- un námsins var gengið út frá þörf- um starfsgreinarinnar og aðstæðum starfsfólks. Lögð er áhersla á framsæknar kennsluað- ferðir og að námið undirbúi starfs- fólk sem best fyrir störf í verslun framtíðarinnar. Í maí sl. útskrif- aðist fyrsti hópurinn úr versl- unarfagnáminu frá Verslunarskóla Íslands og verið er að innrita fyrir haustið. Báðar þessar námsbrautir hafa verið metnar til eininga í formlega skólakerfinu og geta nýst nem- endum til styttingar á námi. Í haust mun síðan hefjast á Bif- röst kennsla á háskólastigi með áherslu á verslun og þjónustu. Er það í fyrsta sinn sem slíkt nám er í boði hér á landi. Um er að ræða tveggja ára nám sem fer að mestu fram í fjarnámi. Þeir sem ljúka námi geta síðan haldið áfram og útskrifast með BS-gráðu. Hér hafa því atvinnurekendur og launþegasamtökin sjálf tekið af skarið þar sem formlega skóla- kerfinu sleppir og stutt við gerð námsbrauta sem henta fyrir starfsmenn þeirra. Það er löngu vitað að ein verð- mætasta eign hvers fyrirtækis er starfsfólkið sem þar vinnur, því án þess gæti fyrirtækið ekki þrifist. Öflug menntun til handa starfs- fólki í verslunum eykur sam- keppnishæfni hvorra tveggja, þ.e. fyrirtækjanna og starfsmannanna, þjónusta við viðskiptavini batnar, vinnubrögð verða markvissari sem leiðir til færri mistaka og starfs- ánægja eykst. Það er nefnilega ekkert „bara“ við það að vinna í verslun í dag. Því er mjög mik- ilvægt fyrir alla sem vinna við verslunarstörf að þangað veljist hæft og vel menntað fólk sem get- ur tekist af fagmennsku á við fjöl- breytt verkefni í hröðu, kröfu- hörðu og síbreytilegu umhverfi. Starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins Björn Garðarsson fjallar um grein Finns Árnasonar, forstjóra Haga ’Það er fyrst fyrir til-stuðlan SVÞ, VR og LÍV (Landssambands ís- lenskra verslunarmanna) og starfsmenntasjóða á þeirra vegum sem komið er á laggirnar námi fyrir starfsfólk verslunar- og þjónustufyrirækja.‘ Björn Garðarsson Höfundur starfar hjá Fagráði verslunar- og þjónustugreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.