Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Um er að ræða 40 ha land með húsakost sem samanstendur af fjósi og
hlöðu sem þarfnast endurbóta.Hesthús sem rúmar 19 hross er í ágætis
ásigkomulagi og með nýlegri hestagirðingu. Möguleiki er á frekari upp-
bygginga húsakosts, skógrækt eða jafnvel beitiland fyrir hross.
Innri-Tindstaðir eru við landamæri Reykjavíkur og Kjósarhrepps.
Landið er innan borgarmarka Reykjavíkur og tilheyrir Kjalarnesi.
Ekið í átt að Miðdal frá Hvalfjarðaafleggjara.
Óskað er eftir tilboðum.
Innri-Tindstaðir
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
Opin hús í Hveragerði
sunnudaginn 20. ágúst 2006
milli kl. 13:00 og 17:00
Húsráðendur í Bjarkarheiði 12 í
Hveragerði taka á móti áhuga-
sömum kaupendum í dag,
sunnudag, frá kl. 13-17. Fallegt
og vandað 116 fm parhús auk
39,3 fm bílskúrs. Þrjú stór svefn-
herbergi með skápum. Opið milli
stofu og eldhúss. Upptekið loft í
öllu húsinu. Gólfefni í stofu og herbergjum eru mahogny parket.
Gengið er út á timburverönd úr borðstofu. Verð 27,9 millj.
www.gimli.is - www.mbl.is/gimli
BJARKARHEIÐI 12 - PARHÚS
Húsráðendur í Laufskógum 27 í
Hveragerði taka á móti áhuga-
sömum kaupendum í dag,
sunnudag, frá kl. 13-17. Vel
staðsett og áhugavert 131 fm
einbýli á einni hæð auk 45 fm
bílskúrs. Fjögur svefnherbergi,
L-laga stofa, nýleg eldhúsinn-
rétting, baðherbergi allt nýuppgert. Stór og vönduð timburverönd
með heitum potti.
Verð 27,7 millj.
LAUFSKÓGAR 27 - EINBÝLI
Húsráðendur í Hveramörk 10 í
Hveragerði taka á móti áhuga-
sömum kaupendum í dag,
sunnudag, frá kl. 13-17. Snoturt
86 fm einbýli með 53 fm stórum
bílskúr. Tvö svefnherbergi, stofa,
baðherbergi, eldhús og forstofa.
Í bílskúr hefur verið innréttuð lítil
íbúð með sérsvefnherbergi. Hús-
ið er timburklætt að utan.
Neyslu- og hitalagnir endurnýjaðar, endurnýjað járn á þaki og lóð
einstaklega snyrtileg.
Verð 22,3 millj.
HVERAMÖRK 10 - EINBÝLI
229 fm atvinnuhúsnæði á
4. hæð í góðu lyftuhúsi.
Eignin skipist í 8 góð skrif-
stofurými, tvær geymslur,
snyrtingu og eldhúsaðstöðu.
Góð lofthæð. Næg bílastæði
á malbikaðri lóð. Björt og
falleg eign á góðum stað.
Verð 49,0 millj.
Allar frekari upplýsingar veitir
Eiríkur Svanur
á Ás fasteignasölu.
Símar 520-2600 og 862 3377.
SKIPHOLT - REYKJAVÍK
Stórglæsileg 5 herb. 128 fm íbúð á 8. hæð í vönduðu nýju lyftuhúsi í miðborginni þ.m.t. 13,9 fm
geymsla í kjallara. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta. Vönduð tæki í eld-
húsi og á baðherbergi. Arinn í stofum sem eru mjög stórar og ná í gegnum íbúðina. Hjónaherbergi
með miklum skápum og tvö barnaherbergi.
Hnotuparket á öllum gólfum utan baðher-
bergi, sem er flísalagt og bæði með baðkari
og stórum sturtuklefa. Hnotuviður í inni-
hurðum. Fallegt útsýni og stórar suðursvalir
með glerhandriði. Aðeins tvær íbúðir á
hæð. Sérstæði í bílageymslu.
Verðtilboð.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Lindargata – „101 Skuggi“
Útsýnisíbúð með stórum suðursvölum
GREINAR sem ég ritaði í
Morgunblaðið dagana 29. og 30.
júlí sl. hafa leitt af sér hnútukast í
minn garð og valdið heilmiklu
fjaðrafoki. Einkum virðist það
stafa af því að ég ruglaði saman
nöfnum rekstraraðila hjúkr-
unarheimilisins Sóltúns og til-
greindi jafnframt rangan stjórn-
arformann. Skrif mín beindust að
Nýsi og stjórnarformanni þess.
Nýsir tengist rekstri Sóltúns ekki
á nokkurn hátt. Mér er ljúft og
skylt að biðjast velvirðingar á
þessum mistökum mínum.
Upphafleg grein mín spratt af
lestri viðtals við
stjórnarformann Nýs-
is, Stefán Þórarinsson,
í bæklingi á vegum
Samtaka atvinnulífsins
sem ber heitið Heil-
brigður einkarekstur.
Í viðtalinu fer Stefán
mikinn og lætur að
því liggja að starfsemi
Hrafnistu sé í umsjá
„einhvers ráðs sem
enga ábyrgð ber“. Síð-
an segir m.a. orðrétt:
„Vandséð er að þar sé
í raun gætt fyllsta lýð-
ræðis og uppbygging starfsem-
innar uppfylli skilyrði um gagn-
sæjan rekstur. Að minnsta kosti
virðast menn geta stýrt þessu ráði
áratugum saman án
þess að keppt sé við
þá um starfið.“
Lýðræði í hávegum
haft
Þetta er fjarri öll-
um sanni. Starfsemi
Hrafnistuheimilanna
heyrir undir Sjó-
mannadagsráð. Ráðið
er skipað 34 fulltrúum
úr öllum stétt-
arfélögum sjómanna.
Á árlegum aðalfundi
er kosið í fimm manna
stjórn til þriggja ára. Er hægt að
hafa það öllu lýðræðislegra? Því er
svo við að bæta að ríkisend-
urskoðun hefur aðgang að öllum
rekstrargögnum. Þá er hægt að
nálgast endurskoðaðan ársreikning
Hrafnistuheimilanna fyrir árið
2005 hjá Pricewaterhouse Coopers.
Fyrrgreind yfirsjón mín verð-
skuldar þó trauðla þau tilskrif sem
Jóhann Óli Guðmundsson, stjórn-
arformaður Öldungs, birtir í Morg-
unblaðinu þann 5. ágúst sl. Að-
dróttanir að persónu minni og
pólitískum skoðunum verður hann
að eiga við sjálfan sig. Þær eru
einfaldlega ekki svara verðar.
Ómaklegar árásir
á happdrætti DAS
Lítið fer hins vegar fyrir efnis-
legum athugasemdum við skrif
mín. T.d. minnist hann ekki einu
orði á þann mikla mismun sem við-
gengst í daggjöldum hjúkr-
unarheimila, annars vegar til Sól-
túns og hins vegar
sjálfseignarstofnana.
Jóhann Óli sér aftur á móti
ástæðu til að vega ómaklega að
happdrætti DAS, sem verið hefur
Hrafnistuheimilunum ómetanlegur
bakhjarl um áratugaskeið. Án
framlags happdrættisins væri
starfsemi hjúkrunarheimila Hrafn-
istu ekki söm. Við meðferð fjár-
muna þess hafa skammtíma arð-
semissjónarmið verið látin víkja
fyrir langtímahagsmunum heildar-
innar. Um 25 ára skeið greiddi
happdrættið ennfremur hlutfall af
hagnaði í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra, alls um 250 millj. kr. á nú-
virði. Það fé rann til uppbyggingar
á öldrunarþjónustu víða um land.
Orðrétt segir hann í grein sinni:
„En formaðurinn má vita að við
hin erum ekki alla daga að bölsót-
ast út í þessi atriði eða þá sem
hafa þau í hendi sér. Við erum
ekki yfirkomin af afbrýðissemi eða
öfund yfir öllu þessu...“ Sjaldan hef
ég lesið önnur eins öfugmæli. Eru
það ekki einmitt þessi atriði, af-
brýðissemi og öfund, sem eru hvat-
inn að skrifum hans?
Hugarangur
stjórnarformannsins
En af hverju í ósköpunum veld-
ur rekstur hjúkrunarheimila
Hrafnistu stjórnarformanni Öld-
ungs slíku hugarangri? Varla býr
þar að baki einlægur áhugi manns
á meðferð opinberra fjármuna,
enda er hann skráður til heimilis í
erlendri skattaparadís? Eða finnst
honum e.t.v. Hrafnistuheimilin
standa í vegi fyrir sér á einhvern
hátt? Ef meinið eru meintar skat-
taívilnanir, eins og Stefán Þór-
arinsson í Nýsi ýjar að í fyrr-
nefndu viðtali, hygg ég að
Hrafnista myndi glöð skipta á
þeim og sambærilegum samn-
ingum við ríkið og Sóltún nýtur.
Ég tek heilshugar undir ummæli
Önnu Birnu Jensdóttur, fram-
kvæmdastjóra Öldungs hf., rekstr-
araðila Sóltúns, í viðtali í bækl-
ingnum Heilbrigður einkarekstur.
Þar segir hún m.a.: „Mér finnst
það ekkert lögmál að heilbrigð-
isþjónusta eigi alltaf að vera rekin
með halla...“
Eðlilegar kröfur hjúkrunarheim-
ila í landinu um að sitja við sama
borð og Sóltún þegar kemur að
samningum við ríkið má á engan
hátt skilja sem gagnrýni á rekstur
Sóltúns, sem er til mikillar fyr-
irmyndar. Ef öll hjúkrunarheimili
landsins nytu sömu samninga
þyrfti litlar áhyggjur að hafa af
hallarekstri. Það er kjarni málsins!
Guðmundur Hallvarðsson
skrifar um rekstur
hjúkrunarheimila
’Ef öll hjúkrunarheimililandsins nytu sömu
samninga þyrfti litlar
áhyggjur að hafa af halla-
rekstri. ‘
Guðmundur
Hallvarðsson
Höfundur er stjórnarformaður
Sjómannadagsráðs og Hrafnistu-
heimilanna.
Hjúkrunarheimilin sitji öll við sama borð