Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 47 MINNINGAR      SIGURGEIR LÍKAFRÓNSSON, Lindargötu 57, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag- inn 15. ágúst. Útför fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00. Gunnar Björgvin Sigmarsson, Björgvin Ólafur Gunnarsson, Ólöf Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmar Gunnarsson, Hulda Gunnarsdóttir, Friðrik Már Gunnarsson, Guðveig Bjarný Guðmundsdóttir og barnabörn. Elskulegur vinur okkar, HALLDÓR K. KARLSSON, Esjugrund 5, Kjalarnesi, lést sunnudaginn 13. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans verður gerð frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Sigríður Steingrímsdóttir og Þorsteinn Einarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAUREEN P. DUFFIELD, Írabakka 16, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur Duffield, Mark Duffield, Svanhvít Duffield, Ólöf Duffield, Dagný Duffield, Steina Duffield, tengdabörn og barnabörn. ✝ Kristín Sigur-björnsdóttir fæddist að Féeggs- stöðum, Barkárdal í Eyjafjarðarsýslu 20. ágúst 1909. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 5. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörn Þorleifs- son, f. 16.4. 1875, d. 9.5. 1924 og Guðrún Guðmundsdóttir f. 15.4. 1886, d. 25.9. 1927. Kristín var þriðja elst af 7 systkinum. Hin voru: Herbert, f. 6. des. 1906. d. 19. nóv. 1985; Kári, f. 20. sept. 1908, d. 15. nóv. 1991; Þorleifur, f. 30. mars 1911, d. 21. feb. 1958; Anna María, f. 17. sept 1913 d. 30. júlí 2005; Þráinn, f. 26. jan. 1920, d. 14. apríl 1995; Sigurbjörn, f. 27. feb. 1923, d. 3. maí 2003. Kristín giftist í desember 1945 Skarphéðni Hall- dórssyni, f. 17. júní 1909, d. 20. ágúst 1988. Börn þeirra eru: 1) Gunndís Dóra, f 11. jan. 1947, gift Ragnari Hólm Ragnarssyni, f. 18. ág. 1939. 2) Guðrún Valgerður, f. 27. júní 1948, gift Leifi Eyfjörð Ægissyni, f. 16. ág. 1945. 3) Gunnar Benedikt, f. 29. okt. 1949, kvæntur Hörpu Hansen, f. 7. feb. 1953. 4) Sigrún Guðríður, f. 26. nóv. 1950, gift Sig- urði Gísla Ringsted, f. 1. mars 1949. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 21. Útför Kristínar var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 12. maí síðastliðinn. Kristín Sigurbjörnsdóttir, eða Kristín hans Skarphéðins eins og mér var tamt að hugsa um hana, lést 5. maí síðastliðinn. Hún lifði fram á 97. aldursár og kvaddi södd lífdaga, 18 árum á eftir Skarphéðni, manni sínum. Kristín og Skarphéðinn Halldórs- son, eiginmaður hennar, bjuggu lengst af sinni hjúskapartíð í Hafn- arstræti 47 á Akureyri. Það hús gengur undir nafninu Bakkahöllin og var byggt 1945 af móðurbræðr- um mínum. Öll mín uppvaxtarár bjuggu Kristín og Skarphéðinn á neðstu hæðinni, móðurbróðir minn og fjölskylda á miðhæðinni og fjöl- skylda mín á efstu hæðinni. Mjög mikill samgangur var á milli hæða, enda börnin mörg og flest á svipuðu róli. Þótt Kristín og Skarphéðinn væru ekki ættingjar okkar mynd- uðust kærleiksbönd á milli fjöl- skyldnanna í húsinu sem eru ekki veikari en ef um blóðtengsl væri að ræða. Ég var yngsta barnið í húsinu og er fyrsta minningarbrotið sem mig langar að nefna hér reyndar ekki mitt eigið, heldur frásaga systkina minna. Foreldrar mínir fóru gjarn- an út að spila á þriðjudagskvöldum og áttu systkini mín að passa litlu systur. Þótti sú stutta heldur frek og lét vel í sér heyra ef hlutirnir voru ekki eins og hún vildi. Bárust hljóðin niður á neðstu hæð og kom þá Kristín upp og sótti mig. Kristín hafði mikið að gefa og var ekki að láta hlutina afskiptalausa ef hún gat bætt úr þeim. Sótti ég alla tíð til þeirra hjóna. Á þeim tíma höfðu þau ekki eignast barnabörn og afar mínir og ömmur voru látin og varð ég því „barnabarn“ þeirra með öllu því góða sem fylgir „alvöru“ öfum og ömmum. Þegar ég horfi til baka til þess tíma þegar ég var „lyklabarn“ þá opnaði ég útidyr Bakkahallarinnar með lyklinum mínum, en stoppaði svo á neðstu hæðinni hjá Kristínu sem gaf mér að drekka og við ræddum um viðburði dagsins áður en ég hélt á efstu hæðina. Fyrsta vinnan mín þegar ég var 7 ára göm- ul var pössun á Huldu Sigríði, barnabarni Kristínar. Fékk ég ágæt laun fyrir. Eftir á að hyggja var það í raun Kristín sem axlaði ábyrgðina af pössuninni, en ég var henni til dyggrar aðstoðar. Svona var Krist- ín, með stórt og hlýtt hjarta og gaf af sér án þess að um það væri talað. Kristín og Skarphéðinn ferðuðust mikið um Ísland og í ófá skipti horfði ég á myndasýningar hjá þeim og fræddist um landið. Einnig var heimilið þeirra mikið bókaheim- ili, var bæði einn veggurinn í stof- unni þakinn bókum og svo var líka um vinnuherbergi Skarphéðins. Þessar bækur voru allar lesnar og um þær talað. Það er kær minning frá unglingsárum mínum þegar ég kom heim á kvöldin, að heyra fram óminn af rödd Skarphéðins þegar ég gekk upp stigann fram hjá fyrstu hæðinni. Þá var hann að lesa fyrir Kristínu, en hann las gjarnan fyrir hana á kvöldin. Einnig er notaleg minning frá einum af fyrstu vetrum mínum í Reykjavík. Síminn hringir, það er Skarphéðinn. Þau hjón eru á leið til Reykjavíkur, ætla að fara í Óp- eruna og gista á Hótel Borg. Þá var hann að athuga hvort hann mætti ekki bjóða mér á Borgina til að borða með þeim. Þar áttum við góða kvöldstund og margt var spjallað. Kristín og Skarphéðinn eignuðust fjögur börn og nú eru afkomend- urnir komnir á fjórða tuginn. Hefur fjölskyldan alla tíð verðið mjög samrýnd. Skarphéðinn lést árið 1988 og fáum árum síðar flutti Kristín á dvalarheimilið Hlíð á Ak- ureyri. Fyrstu árin fór hún gjarnan út með dætrum sínum, en nú síð- ustu ár var heilsa hennar það slæm að hún treysti sér ekki út úr húsi. Í heimsóknum mínum til Kristínar töluðum við gjarnan um gömlu góðu dagana og eins varð henni tíðrætt um börnin sín og aðra afkomendur sem hún var stolt af. Síðustu árin ræddum við stundum um dauðann, en var Kristín sátt við sinn tíma og tilbúin að kveðja, sem hún svo gerði 5. maí sl. Með þessum minningarbrotum vil ég þakka fyrir allt sem Kristín og Skarphéðinn, maður hennar, gáfu mér í uppvextinum. Bæði er um að ræða ótalmargar dýrmætar stundir, en jafnframt áhrif á viðhorf mín til lífsins. Látum okkur aðra varða, gefum af okkur án þess að tíunda það, hugsum vel um landið okkar og njótum þess og síðast en ekki síst, ræktum sambandið við okkar nán- ustu. Blessuð sé minning Kristínar. Dísa Guðjónsdóttir. KRISTÍN SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR neitt fyrir henni og hún leysti öll verk- efni á jákvæðan hátt. Vala var litríkur persónuleiki. Hún hafði einstaklega gott skap, sá alltaf skemmtilegu hlið- arnar á tilverunni. Hún var afar lesin kona, hörkugreind og minnug á allt sem hún hafði lesið. Hún hafði skemmtilega frásagnargáfu og sá gjarnan spaugilega hlið á málunum. Þegar hún vissi hvert stefndi í lokin sagði hún að það væri eiginlega verst að hún ætti eftir að lesa svo margar bækur. 1977 giftast Vala og Jón Oddsson. Þá kynntist ég enn nýrri hlið á Völu. Hún elskaði að elda mat og var mikill kokkur. Enda var mikið um veislur og matarboð á þeirra heimili. Eftir að Jón deyr 1999 flyst hún vestur til Bol- ungavíkur, til sinna æskustöðva, og settist þar að í gamla húsinu sínu, Hafsteinsstöðum. Þá varð vík milli vina, en við höfðum nánast daglegt símasamband og vinátta okkar varð enn nánari. Við höfðum endalaus um- ræðuefni og áttum skemmtilegar stundir og studdum hvor aðra í lífs- baráttunni. Þá kynntist ég hennar bestu hliðum, einstakri hlýju og léttu skapi, sama á hverju gekk. Fyrir það vil ég þakka sérstaklega. Elsku Guðmundur, Bonnie og fjöl- skylda, Björgvin Jóns, Dedda systir og aðrir nánir ættingjar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það myndast mikið tóma- rúm þegar yndisleg persóna eins og Vala kveður. Blessuð sé minning hennar. Hekla. Valgerður Bára Guðmundsdóttir hefur kvatt okkur langt um aldur fram. Valgerður var engin venjuleg manneskja, hún setti svip sinn á lífið, auðgaði það og skreytti. Valgerður var fædd til að vera drottning, vildi lifa og deyja eins og drottning, til þess hafði hún allt að bera, glæsileika, feg- urð, rausnarskap og gjafmildi. Í lífi hennar skiptust á skin og skúrir. Ég kynntist henni þegar sólin skein í heiði. Þá voru haldnar stórveislur, þar sem stórmennum var boðið og rík- mannlega veitt í mat og drykk. Þann- ig voru þau hjónin Jón og Vala Bára, hugsuðu stórt, lifðu og veittu stórt. Síðustu árin dró fyrir sólu, skúrir tóku við, krabbinn tók Jón en hann lést árið 1999. Sakir greiðvikni hurfu eigurnar, en vestur í Bolungarvík hélt hún reisn sinni og höfðingsskap, þar sem hún eyddi síðustu árum sínum í faðmi fjallanna sem ólu hana upp. Lífshlaup Valgerðar var fjölbreytt, í takt við fjölbreytta hæfileika henn- ar. Hún lét sér ekkert fyrir brjósti brenna, tókst á við öll ný verkefni af æðruleysi og djörfung. Valgerður var víðlesin, átti glæsilegt og stórt bóka- safn enda var hún nánast alin upp með bókum þar sem faðir hennar var bókaútgefandi eftir að fjölskyldan flutti frá Bolungarvík. Það var því fróðlegt og skemmtilegt að spjalla við hana, hún gat miðlað mörgum fróð- leiksmolum. Valgerður gekk í gegnum þrjú hjónabönd, en með Jóni var hún kom- in í heimahöfn, þau smullu saman og voru samtaka í rausnarskapnum. Gleðistundirnar voru margar, í veislum, í leikhúsum, á veitingastöð- um og við græna borðið og einnig vestur á Bolungarvík þó svo að dauð- inn biði hennar, sem hún mætti með bros á vör eins og henni var líkt. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Björgvin Schram. Ég sé fyrir mér Völu Báru hlæj- andi að mér er ég sit hérna og berst við það að koma niður orðum um hana. Hún var alltaf glaðlynd og sá spaugilegu hliðarnar á öllu, ef við gætum aðeins líkst henni meira að þessu leyti. Alltaf var hún brosandi og fékk fólk í kringum sig til að hlæja og njóta tilverunnar í núinu, Guð veit að hún kunni það. Þessi makalausa kona hafði gengið í gegnum svo marga öldudali í lífinu. Gekk hún í gegnum mikinn öldudal, fyrst með missi manns síns Jóns Oddssonar og svo í kjölfarið mikið fjárhagslegt tjón vegna gjafmildi og trausts öðlingsins Jóns, sem var því miður svikið af minni mönnum. Flutti hún til Bolungavíkur eftir að hún varð ekkja en aldrei var hægt að sjá að þetta hefði nokkur áhrif á hana er ég var í hennar návist eða spjallaði við hana í síma. Alltaf gat hún sagt mér sögur af ævintýrum sínum í bæn- um og sínar spaugilegu hliðar af líf- inu. Það var ósjaldan sem ég festist með henni í símanum þegar við fórum að spjalla um lífið og tilveruna. Ég þreyttist aldrei á að tala við hana um heima og geima, hún hafði skoðanir á öllu og sagði allt sem hún hugsaði umyrðalaust enda þjáðist hún ekki af spéhræðslu eins og við flest hin. Val- gerður var einstaklega vel lesin og vissi margt um margt. Með góðri blöndu af þekkingu, húmor og lífs- gleði náði hún að gera allar samræður áhugaverðar og skemmtilegar sem munu lifa í minningunni um ókomna tíð. Valgerður Bára var og mun alltaf vera drottning í mínum huga. Brynjólfur Páll. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR Ó. HARALDSSON fyrrverandi framkvæmdarstjóri, Hrauntungu 22, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín L. Valdemarsdóttir Frosti Bergsson, Halldóra M. Mathiesen, Valdimar Bergsson, Helga M. Geirsdóttir, Anna Rós Bergsdóttir, Haraldur Guðfinnsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.