Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 53

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 53 FRÉTTIR Tölvufræði í fjarnámi: Gagnasafnsfræðinnar og SQL fyrirspurnamálið. Forritun í hlut- bundnu forritunarmáli. CCNA (Cisco Certified Networking Associate). Nánari upplýsingar á www.ir.is / fjarnam Chevrolet Corvetta árg. 80, ekinn 70 þ. mílur. Góður bíll. Upplýsingar í síma 892 5767. Til sölu Sprinter 316. Silfurgrár, árgerð 2004. Ekinn 33 þ. km. Sjálfsk., cr. control. Olíumiðstöð. Litað gler. 33 tommu dekk. Sídrif, læstur aftan. Átta manna. Topp- lúga. Útv/cd/dvd. Til sýnis hjá ENTA ehf., Bakka- braut 5A, Kópavogi. Sími 821 1170. Til sölu glæsibifreið, SRT-8 árg. 2006, ekinn 4.200 km. 0-100 á undir 5 sek. Upplýsingar í síma 893 2480. Suzuki Bouleward 800cc árgerð 2005. Hjólið er aðeins ekið um eitt þúsund km og er með öllum fáan- legum aukabúnaði. Verð 950 þús. Upplýsingar í síma 895 3040. Suzuki Baleno árg. '97, ek. 112 þús. km. Sjálfskiptur Suzuki Bal- eno station 1997. Nýskoðaður, álfelgur, í góðu ástandi. Símar 587 8775/896 6055. Sprinter 316 árg. 2003. Ekinn um 53 þús. km og breyttur fyrir 35 tommur, beinskiptur, skráður fyrir 6. Ríkulega útbúinn, driflæsingar að framan og aftan, loftkæling, olíumiðstöð, með aukarafgeymi, fjarst. saml., upphitaðri framrúðu, upphituðum speglum og afturrúð- um, dráttarbeisli, litað gler, útv/ cd. Til sýnis á Bakkabraut 5A, 200 Kóp., s. 821 1170. Enta.is Porsche 911 Carrera 3.0 - 200 hestöfl. Glæsilegur bíll árg. 1976. Ekinn aðeins 60 þús km. Litur: Brons. Ljós leðurinnrétting. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 863 8333 og www.porsche.is/notadir Nissan Terrano Lux 2.7 TD, sjálfsk., ekinn 96 þús., skráður 11/ 99, sóllúga, krókur, 7 manna, 2 eig. Verð 1.490 þús. Einnig Skoda Octavia Combi 2.0, sjálfs., ek. 30.000 þús., grár, nýskr. 07/03. Verð 1.390 þús. Sími 899 7770. Mercedes Bens ML-500 Árg. 2003, ek. 48 þús. mílur. ABS hemlar, ASR spólvörn, álfelgur, ESP stöðugleikakerfi, geisla- diskamagasín, glertopplúga, hiti í sætum, hraðastillir, innspýting, leðurákl., litað gler, loftkæling, DVD, dráttarbeisli. Reykl. öku- tæki. Gullfallegur bíll með öllum hugsanlegum aukabúnaði. Verð 4.980.000. Uppl. í síma 664 8363. Jeppar Toyota Land Cruiser 120 VX dísel. Toyota Land Cruiser 120 VX árgerð 2003, ekinn 65 þús. Leður, 8 manna, krókur, lúga, filmur, húddmerki, húddhlíf og glugga- vindhlífar. Verð 4.490 þús. Sími 866 0019. Bílaleiga Sími 864 4589 - Lægra verð www.aftann.org Við erum lág- gjalda bílaleiga. Við veitum pers- ónulega þjónustu. Hjá okkur ert þú nr. 1. Steinhella 5, Hafnarf., - miðsvæðis á R-svæðinu, sími 864 4589. www.aftann.org Bílar Mazda 323 ´92 árg. 1600 vél, ek. 196 þús., dekurbíll í toppstandi, búið að gera við nánast allt, til- valinn skólabíll, selst ódýrt. Uppl í síma 697 9915. Jeppadagar - 30% afsláttur! Nýir 2006 bílar allt að 30% undir listaverði. Honda Pilot er nýr lúx- usjeppi rakar inn verðlaunum fyr- ir sparneytni og búnað og gefur Landcruiser VX diesel harða samkeppni. Einnig frábær afslátt- artilboð frá öðrum framleiðend- um. Íslensk Ábyrgð. Bílalán. Sími 552 2000 og netspjall á www.islandus.com Ford Explorer Sport Track árg. 2003. Ek. ca 61.500 km, leður- áklæði, topplúga, 6 diska cd spil- ari, ný dekk o.fl. Heildarverð 1.920 þús., útborgun 250 þús. og yfir- taka á láni. Afborgun ca 29 þús. á mán. Upplýsingar í s. 894 3944 eða 869 5582. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 HARKALEGA var tekist á um upp- sagnir fjögurra embættismanna Reykjavíkurborgar á borgaráðsfundi á fimmtudag og gengu bókanir á víxl milli fulltrúa Samfylkingarinnar ann- ars vegar og sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hins vegar. Upphafið að þessum deilum var bókun sem Samfylkingin lagði fram um að meirihlutanum hefði á tæpum fjórum mánuðum „tekist að hrekja á brott fjóra af æðstu embættismönn- um borgarinnar“. Sagði í bókuninni að svo virtist sem meirihlutanum myndi ekki takast að halda í þetta góða fagfólk og ástæða væri til að hafa áhyggjur af fagmennsku og festu í stjórnsýslu borgarinnar ef svo héldi áfram sem horfði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks svöruðu um hæl með því að segja að bókun Samfylkingarinnar væri dæmalaus, slík væru ósannindin og rangfærsl- urnar í henni. „Bókunin einkennist af aðdróttunum og ómerkilegheitum,“ bókuðu þeir og bentu á að þeir þrír sviðsstjórar sem hefðu sagt upp störf- um hefðu gert það á eigin forsendum og samkvæmt eigin óskum. „Sá hug- ur sem að baki bókun Samfylkingar- innar býr hlýtur með einhverjum hætti að lýsa starfsháttum fyrrver- andi borgarstjóra og samskiptum hans við embættismenn borgarinn- ar,“ sagði ennfremur í bókun meiri- hlutans, en Steinunn Valdís Óskars- dóttir stóð að fyrrnefndri bókun Samfylkingarinnar. Nú var komið að fulltrúum Sam- fylkingarinnar að svara fyrir sig og bókuðu þeir að svo virtist sem meiri- hlutinn gæti ekki tekið gagnrýni á störf sín með málefnalegum hætti og ætti ennfremur að láta af þeim ósið að saka aðra um ósannindi. Staðreyndin væri sú að á síðustu tveimur mánuð- um hefðu margir æðstu embættis- menn borgarinnar sagt upp störfum en það vekti spurningar um starfs- skilyrði og hæfni núverandi meiri- hluta til að halda í hæft starfsfólk. Í sumar hefðu verið lagðar fram upp- sagnir þriggja sviðsstjóra, skrifstofu- stjóri borgarstjóra væri í námsleyfi og í hennar stað hefði verið ráðinn starfsmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins til nokkurra ára. Eðlilegt væri að velta því fyrir sér hvað ylli. „Ef menn þola ekki vanga- veltur og spurningar um þetta er kannski rétt að menn séu áfram í minnihluta,“ segir að lokum í bókun Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn lögðu þá fram aðra bókun og bentu á að Samfylkingin hefði í upp- hafi haldið því fram að meirihlutanum „hefði tekist að hrekja“ fyrrnefnda starfsmenn úr starfi. Sjálfsagt væri að ræða mannaráðningar og skipan starfsmannamála á málefnalegan og upplýstan hátt en dylgjur Samfylk- ingarinnar í upphaflegri bókun ættu ekkert skylt við slíka umræðu. Bókanir gengu á víxl milli borgarráðs- manna Samfylkingar og meirihlutans Hörð orðasenna vegna uppsagna embættismanna Morgunblaðið/Sverrir þessum ungu vinum ástæða til að leiðast um mörkina innan um bláklukkur, einkennisblóm Austurlands. Neskaupstaður | Vináttan er mikils virði og æskuvináttan oftast langlíf. Á leið heim úr vel lukkuðum berjamó þótti Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vináttan gulls ígildi Námskeið um ræktun og notkun kryddjurta NÁMSKEIÐ um ræktun og notkun mat- og kryddjurta verður haldið í Grasagarði Reykjavíkur þriðjudag- inn 22. ágúst og fimmtudaginn 24. ágúst kl. 19–22. Farið verður í helstu þætti matjurtagarðsins s.s. upp- byggingu, lífræna ræktun, ræktun einstakra tegunda mat- og krydd- jurta, skiptiræktun, sjúkdóma og meindýr og notkun afurðanna. Leiðbeinendur eru Auður Jóns- dóttir garðyrkjufræðingur og Eva G. Þorvaldsdóttir grasafræðingur. Þátttökugjald er 4.000 kr. Skráning í síma 411 8650, hámark 20 þátttak- endur. GÖTUBOLTAMÓTIÐ 305 verður haldið á Miklatúni, laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Aðeins er keppt á löglega stærð af körfu sem er í 305 cm hæð frá jörðu. Aldursflokkar eru tveir fyrir kon- ur og karla. Flokkur 1 er 15–17 ára og flokkur 2 er 18 ára og eldri. Búið er að standsetja völlinn á Miklatúni og komnar sex nýjar körfur, allar í hæðinni 305 cm, segir í fréttatil- kynningu. Ívar Örn Sverrisson og Sverrir Bergmann standa að mótinu en Úti- líf er aðalstyrktaraðili mótsins. Nike veitir verðlaun til sigurliðsins og Egils sér um drykki og snakk fyrir gesti og gangandi. Frekari upplýs- ingar á 305@hive.is Götuboltamót á Miklatúni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.