Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 54
Svínið mitt
© DARGAUD
FLJÓTUR! ÞÚ MÁTT
EKKI BREGÐAST
OKKUR NÚNA
GÓÐAN DAGINN.
ÉG ER AÐ KOMA
VEGNA PÖSS...
JÁ, JÁ!
VIÐ VITUM
ÞAÐ
VIÐ VITUM
ÞAÐ
GROIN!
KOMDU
INN
FYRIR
GROIN!
GROIN!
AFSAKIÐ HVAÐ ÉG
PRUMPA MIKIÐ. ÉG
ER ALLTAF SVO FULL
AF GASI
ÞETTA ER
FJÖLSYLDUVANDAMÁL
GRRRRRRR!!!
HVAÐ ER
NÚ ÞETTA?!
ÞÚ SKALT EKKI FARA
NÆR EN ÞETTA. HÚN ER
SAMT MJÖG ÞÆG...
ÞEGAR HÚN SEFUR
HEYRÐU...
ÉG SKAL
ATHUGA
MÁLIÐ...
HVAR ER
STELPAN SEM
ÉG BAÐ ÞIG AÐ
TAKA Á MÓTI?
SÚ SEM ÁTTI AÐ
PASSA YKKUR
ÞAÐ KOM
ENGINN
ENGINN!
GROIN!
Kalvin & Hobbes
SAFARÍ ALLI HEGGUR LEIÐ
SÍNA Í GEGNUM ÞYKKAN
FRUMSKÓGINN
ALLT Í EINU BRÝST
RISAGÓRILLA Í GEGNUM
TRÉN!
TAKTU TIL Í
HERBERGINU
ÞINU
HVAÐ?
TAKTU TIL. ÞAÐ
ER EINS OG
FRUMSKÓGUR
HÉRNA INNI
Kalvin & Hobbes
ERTU BÚINN
AÐ SJÁ
GEIMVERU? NEI
HORFÐU Á TUNGLIÐ. ÞÆR
FELA SIG OFT FYRIR AFTAN
ÞAÐ OG LÆÐAST SÍÐAN
AFTAN AÐ MANNI
HVAÐ ERTU AÐ GERA HÉRNA
ÚTI Á NÁTTFÖTUNUM?!? VILTU
GJÖRA SVO VEL AÐ KOMA ÞÉR
INN AÐ SOFA!! STRAX!!!
MÖMMUR FELA SIG AFTUR Á
MÓTI FYRIR AFTAN RUNNA
ÁÐUR EN ÞÆR
GERA ÁRÁS ÚR
LEYNUM
Kalvin & Hobbes
ÉG HELD
AÐ ÉG FARI
EKKI Í SKÓLANN
Í DAG
ÉG HELD AÐ ÞÚ FARIR ÉG HELD AÐ ÉG FARI
EKKI NEITT!
ANSANS!!
Dagbók
Í dag er sunnudagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 2006
Víkverji er svo þakk-látur fyrir að búa
á Íslandi. Þótt eyj-
arskeggjar kvarti
endalaust yfir veðrinu
er Víkverji þakklátur
fyrir að búa í landi þar
sem sumarið er svalt
þótt sól skíni, þar sem
rignir reglulega, snjó-
ar og blæs. Íslend-
ingar eru þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá
að upplifa öll veðra-
brigði, jafnvel nokkr-
um sinnum á dag, og
eiga að vera þakklátir
fyrir það.
Hitabylgjur og skógarelda er ekki
vænlegt að búa við og það er stríð
ekki heldur. Íslendingar hafa enn
sem komið er ekki þurft að upplifa
stríð í landinu og eiga að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
stoppa stríðsátök annars staðar í
heiminum til að fleiri heimsbúar fái
notið friðar og óttaleysis eins og
þeir.
Langt er síðan hungur og kuldi
hrjáði þjóðina og er Víkverji glaður
yfir því að hafa nóg að bíta og
brenna. Fátækt er sem betur fer fá-
gæt hér á landi og flestir Íslend-
ingar hafa það gott en græðgi virðist
vera nýjasta þjóðarvandamálið.
Nægjusemi er dyggð
sem virðist vera
gleymd og grafin með-
al landans. Enginn er
sáttur fyrr en hann á
meira en hann hefur
þörf fyrir; ofurlaun
eru borguð, afgöngum
er hent, yfirdráttum
safnað og sófasettum
skipt út eins og enginn
sé morgundagurinn og
orðið skortur hafi
dottið út úr málinu.
Meðan þúsundir jarð-
arbúa eru á flótta frá
hungri og stríðs-
átökum eru Íslend-
ingar á flótta frá tilgangi lífsins. Líf-
ið snýst ekki um að hamstra og
henda heldur um að vera hamingju-
og nægjusamur með sitt og sinna
þeim sem standa manni næst. Það
þarf ekki að eiga mikið til að geta átt
góðar stundir með öðrum.
Víkverja finnst að Íslendingar eigi
aðeins að stoppa við, kíkja í kringum
sig og átta sig á því hvort þeir séu að
lifa lífinu sem þeir vilja og hvort þeir
séu manneskjurnar sem þeir vilja
vera og ætluðu að vera.
Ísland er hamingjulenda og íbúar
landsins hafa ekki ástæðu til annars
en að ganga um með bros á vör alla
daga.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Mývatnssveit | Þessir ferðamenn komu við á Mývatni og var veðrið það gott
að hægt var að vaða vatnið. Hvað er þá betra en að sitja á steini með lapp-
irnar í Mývatni og lesa góða bók eins og einn tók uppá.
Morgunblaðið/BFH
Lestrarhestur í fótabaði
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og
opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.)