Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BANASLYS Í UMFERÐINNI
Karlmaður á fimmtugsaldri beið
bana og annar liggur alvarlega slas-
aður á gjörgæslu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss eftir harðan árekst-
ur á Vesturlandsvegi, skammt
norðan við Þingvallaveg, um mið-
nætti í fyrrinótt. Slysið varð með
þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir
bíl sem kastaðist yfir á rangan veg-
arhelming og framan á annan bíl.
Fólskuleg líkamsárás
Kínverskur karlmaður á fimm-
tugsaldri, starfsmaður Impregilo við
Kárahnjúka, hlaut slæma áverka
þegar ráðist var á hann með fólsku-
legum hætti í fyrrinótt. Um tíma var
óttast að maðurinn væri höfuð-
kúpubrotinn, en svo reyndist ekki
vera. Maðurinn hafði legið töluverð-
an tíma meðvitundarlaus í herbergi
sínu áður en hann fannst.
Ættleiðing samkynhneigðra
Stjórn Samtakanna 78 ætlar að
fara þess á leit við dómsmálaráðu-
neytið að það kanni hvort einhver
lönd séu tilbúin að leyfa samkyn-
hneigðum pörum að ættleiða börn
þaðan. Fjölmargar fyrirspurnir frá
samkynhneigðum pörum hafa borist
félaginu Íslenskri ættleiðingu síðan
lög um réttindi samkynhneigðra til
ættleiðingar voru samþykkt á Al-
þingi sl. vor, en ekkert par hefur enn
farið í gegnum umsóknarferlið.
Vara Hizbollah við
Líbönsk stjórnvöld vöruðu við því
í gær að líbanski herinn myndi grípa
til aðgerða gegn hverjum þeim sem
skyti eldflaugum að Ísrael og litið
yrði á slíkt sem landráð. Ummælin
eru talin viðvörun til Hizbollah-liða.
Ísraelar hafa beðið Ítali um að fara
fyrir fjölþjóða liði sem sinna á frið-
argæslu í Suður-Líbanon.
Aukin hryðjuverkahætta
Þýsk stjórnvöld hafa varað við því
að aukin hætta sé á hryðjuverkaárás
í landinu eftir að hafa handtekið
mann sem er talinn hafa tekið þátt í
að skipuleggja tilræði þar sem ætl-
unin virðist hafa verið að sprengja
tvær lestir.
Önnur umferð
Enginn náði meirihluta atkvæða í
forsetakosningunum í Lýðræðislega
lýðveldinu Kongó en niðurstöður úr
þeim voru birtar í gærkvöldi. Verður
því önnur umferð kosninganna hald-
in í lok október. Joseph Kabila, nú-
verandi forseti, fékk flest atkvæði,
eða 44,8%.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Dagbók 26
Vesturland 10 Myndasögur 26/28
Viðskipti 11 Víkverji 26
Úr verinu 11 Staður og stund 28
Erlent 14 Menning 29/33
Daglegt líf 15/16 Bíó 30/33
Umræðan 17/21 Ljósvakar 34
Forystugrein 18 Veður 35
Minningar 22/24 Staksteinar 35
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
GEIR Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, vill færa Menn-
ingarnótt yfir á sunnudag til að
koma í veg fyrir unglingadrykkju í
kjölfar skipulagðrar dagskrár. „Við
höfum bent á það áður að þetta
gerir okkur erfiðara fyrir að hafa
menningarnóttina á laugardegi þeg-
ar dagskráin blandast laugardags-
nóttinni. Við viljum láta skoða
sunnudaginn, en það var ekki sam-
staða um að gera það núna að
minnsta kosti.“
Geir Jón segir að dagskránni hafi
verið breytt og flugeldasýningunni
flýtt en unga fólkið safnist alltaf
saman í lok dagskrárinnar. „Það er
ljóst að það tekur við hálfgerð
útihátíð unga fólksins þarna í mið-
borginni. Við höfum bent á það að
þetta er síðasta heila helgin áður en
skólarnir byrja,“ segir Geir Jón og
vill meina að margir vilji sletta úr
klaufunum áður en skólahald hefst
en meirihluti ungmennanna sé und-
ir tvítugu og hafi ekki aldur til að
komast inn á vínveitingahús og
safnist því saman á götum úti.
Mikill viðbúnaður
skilaði sér
Geir Jón segir að löggæsla hafi
gengið vel yfir daginn á Menning-
arnótt, umferð hafi gengið greið-
lega, og einnig þegar dagskrá lauk,
þrátt fyrir mikinn mannfjölda, en
talið er að á milli 90 og 100 þúsund
manns hafi verið í miðborginni,
þegar mest var. „Menningarnæt-
urdagskráin gekk afskaplega vel.
Fólk var ánægt og það var mikil
gleði og ljúft yfir öllu saman“ og
segir Geir Jón að dagskráin hafi
verið dreifðari en áður og það hafi
haft mikið að segja.
Um nóttina sjálfa segir Geir Jón
mikinn mannfjölda hafa verið kom-
inn saman í miðborginni en á móti
hafi verið mikill viðbúnaður lög-
reglu. „Þetta var ekki undir fimm-
tán þúsund manns sem var lengi
vel og hreyfðist lítið. Það var áber-
andi hópur unglinga undir áhrifum
áfengis en ekki eins árásargjarn og
í fyrra“ og segir Geir Jón að lög-
reglan hafi hellt töluverðu af áfengi
niður. „Við settum verulega í lög-
gæsluna til að bregðast við því
ástandi sem skapaðist í fyrra. Þetta
er okkur dýrt og það er ekki auð-
velt að fá mannskap í þetta“ en um
80 lögreglumenn voru í miðborginni
þegar mest var.
Mikið um sjúkraflutninga
Mikið var um sjúkraflutninga á
höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt
sunnudagsins, farið var í 54 ferðir
og sinntu tvær bifreiðar einungis
miðborginni. Nokkuð var um minni-
háttar pústra en engar alvarlegar
líkamsárásir. Segir Geir Jón að lög-
reglan hafi skorist umsvifalaust í
leikinn ef slíkt ástand skapaðist.
Tuttugu ungmenni voru flutt í ung-
lingaathvarf auk þess sem einn
maður varð fyrir lögreglubíl á
Laugavegi og fótbrotnaði. Að sögn
lögreglu var honum hrint í veg fyrir
bílinn.
Töluverð unglingadrykkja í miðborginni og tuttugu ungmenni flutt í unglingaathvarf
Vill að Menningarnóttin
verði færð yfir á sunnudag
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan kannar hvort ungmenni hafi aldur til að vera í miðborginni í
kjölfar Menningarnætur. Um áttatíu lögreglumenn voru þar að störfum.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
SVANHILDUR Konráðsdóttir,
sviðstjóri menningar- og ferða-
málasviðs Reykjavíkurborgar,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
eftir síðustu Menningarnótt hefði
verið skipaður starfshópur sem mat
kosti og galla síðustu hátíðar og
þar hefði meðal annars verið rætt
um að breyta tímasetningu hátíð-
arinnar. „Við könnuðum viðhorf
manna til ýmissa útsetninga á tíma-
setningum. Meðal þeirra var að
hafa tímasetninguna óbreytta, eða
sem næst afmælisdegi borgarinnar,
lengja hana og hafa yfir heila helgi,
færa hana yfir á sunnudag og jafn-
vel að færa hana yfir í september.
Það er skemmst frá því að segja að
yfirgnæfandi meirihluti almenn-
ings sem svaraði Gallup-könnun,
var á þeirri skoðun að halda tíma-
setningunni óbreyttri og það sama
má segja um viðbrögð flestra
rekstraraðila og skipuleggjanda
sem við ráðfærðum okkur við.“
Svanhildur bætti því við að sífellt
væri verið að endurskoða ýmsar
hliðar á hátíðum sem þessari.
Möguleiki á breyttri tímasetn-
ingu hefur verið kannaður
LÍTILLI eins hreyfils flugvél
hlekktist á í flugtaki á flugvell-
inum á Tungubökkum í Mos-
fellsbæ í gærkvöldi með þeim af-
leiðingum að hún rann að hluta til
út í Leirvogsá þar sem hún stað-
næmdist. Var lögregla, slökkvilið
og sjúkrabíll sent á vettvang en
engin slys urðu á fólki.
Að sögn Þorkels Ágústssonar,
forstöðumanns Rannsóknar-
nefndar flugslysa, var vélin, sem
er af tegundinni Piper PA-38,
nokkuð skemmd en hún var hífð
upp og flutt til Reykjavíkur þar
sem hún verður rannsökuð frek-
ar. Ekki er ljóst hver orsök
óhappsins er en RNF mun boða
flugstjóra, farþega og vitni til við-
tals og rannsaka óhappið nánar. Morgunblaðið/Júlíus
Hlekktist
á í flug-
taki
JÓN Eggert Guðmundsson göngugarpur, sem gengið
hefur rúmlega 3.400 km um strandvegi landsins til
styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, kom að Ráðhúsinu
í Reykjavík klukkan 16.15 á laugardag. Þar tók Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á móti Jóni ásamt
forsvarsmönnum Krabbameinsfélagsins. Ganga Jóns
samsvarar um 82 maraþonhlaupum og er þetta lengsta
samfellda ganga sem farið hefur verið í á Íslandi, segir
í tilkynningu. Hann gekk m.a. yfir þrettán vegi sem
liggja í meira en 300 metra hæð. Jón Eggert byrjaði
gönguna síðasta sumar og lagði þá að baki tæpa 1.000
kílómetra. Hann lagði svo af stað að nýju í maí sl.
Göngu um
strandvegi lokið
Morgunblaðið/Sverrir
RÍKISSTJÓRN Sri Lanka fagnar
ákvörðun Íslendinga um að fjölga
friðargæsluliðum í landinu. Í til-
kynningu ríkisstjórnar Sri Lanka
segir að Íslendingar hafi sýnt
staðfestu í að vinna að friði á Sri
Lanka og geri það áfram með því
að fjölga friðargæsluliðum nú. Þá
segist stjórn Sri Lanka einnig
meta viðleitni norskra stjórnvalda
til að efla friðargæslusveitirnar
sem gegni afar mikilvægu hlut-
verki í því að viðhalda vopnhléi á
svæðinu.
Fagnar
ákvörðun Íslands