Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 27 DAGBÓK Bandarísku starfsþróunarsamtökinNCDA veittu á dögunum dr. GuðbjörguVilhjálmsdóttur, dósent við fé-lagsvísindadeild Háskóla Íslands, við- urkenningu fyrir framlag hennar til menntunar náms- og starfsráðgjafa og til stefnumótunar á sviði náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. NCDA eru samtök náms- og starfsráðgjafa, rannsakenda og kennara á sviði starfs- og náms- ráðgjafar. Verðlaun NCDA eru veitt árlega ein- staklingi á alþjóðavettvangi sem unnið hefur að þróun og uppbyggingu á sviði starfs- og náms- ráðgjafar. „Það ber vott um framsýni af hálfu fé- lagsvísindadeildar Háskólans að koma þessu námi á fót fyrir sextán árum, en sú stefnumótun sem átt hefur sér stað hefur ekki hvað síst verið unnin í nánum tengslum við mína fyrrum nemendur,“ segir Guðbjörg sem kennt hefur við félagsvís- indadeild Háskólans síðan 1991 og var þar áður námsráðgjafi við KHÍ. „Gegnum nemendurna hef ég fengið að koma að ýmsum verkefnum, eins og námsefnisgerð og uppbyggingu náms- og starfs- ráðgjafar í skólum og vinnumiðlunum víða um landið. Árið 2004 var nám náms- og starfsráðgjafa lengt í tveggja ára meistaranám og eru rann- sóknir nemenda nú þegar farnar að gefa okkur mikilvægar upplýsingar um aðstæður í starfinu.“ Félag náms- og starfsráðgjafa fagnar 25 ára af- mæli í ár: „Segja má að starf félagsmanna hafi með þessu hlotið alþjóðlega viðurkenningu, og gott að við lítum á þessum tímamótum til þess hvernig næstu kaflarnir verða í sögu náms- og starfsráðgjafar hér á landi. Skortur er á formlegri stefnumótun á sviði náms- og starfsráðgjafar og brýnt að vinna að heildarlöggjöf og stefnumótun á sviðinu. Á alþjóðlegum vettvangi, s.s. hjá OECD og ESB, er nú verið að vinna öflugt stefnumót- unarstarf í náms- og starfsráðgjöf. Við þurfum að stökkva upp í þann vagn. Það virðist líka deginum ljósara að þörfin er mikil enda mikil eftirspurn eftir starfs- og námsráðgjöfum, bæði á öllum skólastigum, á vinnumiðlunum og við símennt- unarstöðvar. Fagið hefur klárlega vaxið út fyrir skólaumhverfið og er í örri þróun.“ Meðal þess sem Guðbjörg vill sjá með bættri stefnumótun eru markvissari aðgerðir gegn brott- falli úr skóla: „Með því að hafa markvissari fræðslu um nám og störf, sem og markvissari undirbúning undir framhaldsskólanám en nú er mætti fyrirbyggja brottfall enn betur. Einnig vantar okkur ýmiskonar hjálpargögn, eins og góð- an upplýsingabanka um nám og störf, og athuga mætti að innleiða í starf íslenskra námsráðgjafa kerfi að bandarískri fyrirmynd, þar sem haldið er með skipulegum og markvissum hætti utan um alla þætti sem tengjast ferðalagi einstaklingsins gegnum skólakerfið og út á vinnumarkaðinn,“ segir Guðbjörg. „Lögverndun starfsins er sömuleiðis ofarlega á óskalista náms- og starfsráðgjafa, og einnig er margt sem við myndum vilja gera betur í mennt- un náms- og starfsráðgjafa, þá sérstaklega að efla starfsþjálfun í náminu, t.d. með því að styðja náms- og starfsráðgjafa á fyrsta ári í starfi.“ Menntun | Bandarísku starfsþróunarsamtökin veita Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur viðurkenningu Þörf á skýrari stefnumótun  Guðbjörg Vilhjálms- dóttir fæddist í Hafn- arfirði 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá MT 1976, BA-prófi frá HÍ 1982 og embættisprófi í náms- og starfs- ráðgjöf frá Lyon- háskóla 1985. Árið 1987 lauk Guðbjörg meistaraprófi við Sor- bonne og doktorsprófi við Háskólann í Hertsfordshire 2004. Hún starfaði sem námsráðgjafi við KHÍ 1987–1991 en hefur síðan verið kennari við félagsvís- indadeild HÍ. Guðbjörg er gift Torfa H. Tulinius prófessor og eiga þau tvö börn. Menningarnótt eða -dagur HVERS vegna er þessi dagur kallaður Menningarnótt þegar dagskráin endar ellefu um kvöldið og flestöll dagskrá er yfir miðjan daginn. Það er skrítið að heyra fólk segja frá sýningum sem eru klukkan tvö að deginum til en samt á Menningarnótt. Vitum við ekki öll muninn á nótt og degi? Borgarbúi Til varnar færustu sér- fræðingum þjóðarinnar ÉG hnaut um það í grein forstjóra Landsvirkjunar í Morgun- blaðinu16. ágúst að umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar hefðu verið rannsökuð og metin af færustu sérfræðingum þjóðarinnar og öll gögn birt og ekkert undan dregið. Ég hrökk við vegna þess að ég hélt að það hefði ekki farið fram hjá neinum að hinir færustu sér- fræðingar og þartilbærar rík- isstofnanir vöruðu við þessum framkvæmdum. Það voru stjórn- málamenn sem gengu gegn ráð- leggingum þeirra og þeir verða að bera ábyrgð á því en ekki færustu sérfræðingar þjóðarinnar. Helgi Björnsson Gleraugu týndust í Kringilsárrana ÉG var svo óheppinn að skilja eftir gleraugu á gróðursælum grasbala við Kringilsárrana 7. ágúst síðastliðinn. Gleraugun hafa brúna fíngerða málmumgjörð, en grasbalinn var norðvestanvert í rananum nálægt hvítu stikuröð- inni sem mér skilst að marki út- línur fyrirhugaðs lóns. Skyldi ein- hver rekast á þau þá hafið endilega samband í síma 892 2613, annars hverfa fyrir víst gleraugun um leið og gróðurinn fer á kaf. Einar Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Listasafn Íslands | Kammersveitin Ísa- fold spilar verk eftir öndverðartónskáld 20. aldar, þ.á m. Schönberg, Webern og Takemitsu. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, verðlaunahafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, sem samið er sérstaklega fyrir Ísafold sum- arið 2006. Tónleikarnir eru kl. 20. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Á sum- artónleikum 22. ágúst kl. 20.30, leikur Margrét Árnadóttir sellóleikari tvö verk eftir Johann Sebastian Bach fyrir ein- leiksselló, Svítu nr. 2 í d moll BWV 1008 og Svítu nr. 6 í D dúr BWV 1012. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – seven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Anima gallerí | Bára Kristinsdóttir sýnir ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar í Jupiter í Flórída á þessu ári. Sýningin stendur til 9. sept. opið miðvikud.– laugard. kl. 13–17. www.animagalleri.is Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com. Listamenn- irnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverr- isson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reynir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Opið kl. 13– 17, alla daga. Nýtt kaffihús er á staðnum. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Stendur til 1. sept. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rýmisverk. Stendur til 26. ágúst. Opið virka daga og laugardaga kl. 14–18 í sum- ar. Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ingólfsdóttir) sýnir akríl-, vatnslita-, olíu- og pastelmyndir, eingöngu eftir íslensk- um fyrirmyndum. Til 28. ágúst. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stendur út ágústmánuð. Nánari uppl. á http://www.myrmann.tk Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjar- val og með henni er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Stendur til 27. ágúst. Opið kl. 13–17, aðgangur er ókeyp- is. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir af- strakt málverk. Sýningin ber titilinn Him- inn & jörð. Stendur til 1. sept. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tíma- bilum í list Errós þær nýjustu frá síðast- liðnu ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. ald- arinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað á mánudögum. Safnið og kaffistofan opin alla aðra daga yfir sumarið kl. 14–17. Sýning á völdum skúlptúrum og port- rettum Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá nánar á www.lso- .is Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur- Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga til kl. 9– 17, laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Sýningu Sigridar Österby lýkur 30. ágúst. Opið alla daga kl. 11–18. Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Helenu Hansdóttur samanstendur af víd- eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum. Sýningin heitir „Éta“. Til 3. september, opið alla daga kl. 10–18. Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arn- ars Gylfasonar stendur til 8. sept. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stend- ur yfir sýning á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Veit- ingar í Gamla Presthúsinu. Opið daglega kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Marg- miðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenn- inu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið dag- lega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarnarfirði sem er bústaður galdra- manns og litið er inn í hugarheim al- múgamanns á 17. öld. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróðleik um landnáms- tímabilið er miðlað með margmiðl- unartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskóla- bókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Rit- að í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds- dóttur. Sýning á teikningum Halldórs Bald- urssonar byggðar á Vetrarborginni eftir Arnald Indriðason. Myrkraverk og misind- ismenn. Reykjavík í íslenskum glæpasög- um. Opið mán.–fösd. kl. 9–17, laugard. kl. 10–14. Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíð- ina. Opið alla daga kl. 10–17, til 15. sept. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengd- um munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönn- un og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóð- arinnar á handritasýningunni og Fyr- irheitna landið. Leiklist Iðnó | The best of Light Nights í Iðnó – öll mánudags- og þriðjudagskvöld í ágúst. Sýningar hefjast kl. 20.30. Fjöl- breytt efnisskrá flutt á ensku (að und- anskildum þjóðlagatextum og rímum), þjóðsögur færðar í leikbúning, þættir úr Íslendingasögum, dansar og fleira. Nánari uppl. á www.lightnights.com Fyrirlestrar og fundir Grasagarður Reykjavíkur | Námskeið um ræktun og notkun mat- og kryddjurta verður haldið í Grasagarði Reykjavíkur 22. og 24 ágúst kl. 19–22. Skráning í síma 411 8650. Hámark 20 þátttakendur. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | 23. ágúst verður dagsferð: Hvammstangi– Vatnsnes–Borgarvirki–Kolugljúfur. Upplýs- ingar hjá Hannesi í síma 892 3011. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 b5 6. Bb3 Bc5 7. Rc3 d6 8. Rd5 h6 9. c3 Hb8 10. O-O O-O 11. He1 Ba7 12. h3 Be6 13. d4 exd4 14. cxd4 Bxd5 15. exd5 Re7 16. Rh4 Dd7 17. Hxe7 Dxe7 18. Rf5 Dd7 19. Bc2 g6 20. Bxh6 Hfe8 21. Df3 Hbc8 22. Df4 Rh7 23. Hd1 He2 24. Bd3 Hxb2 25. Dg4 He8 Staðan kom upp á sterku al- þjóðlegu kvennamóti sem lauk fyrir skömmu í Krasnoturyinsk í Rúss- landi. Alþjóðlegi meistarinn Lilit Mkrtchian (2459) frá Armeníu hafði hvítt gegn rússneska kollega sínum Tatiönu Kosintsevu (2479). 26. Bc1! Hvítur hótar nú hróknum og að vinna drottninguna með Rf5-h6+. 26 … Rf6 27. Dh4 Rxd5, svartur hefði einnig haft gjörtapað tafl hefðu aðrir leikir orðið fyrir valinu. 28. Bxb2 gxf5 29. Dg5+ Kf8 30. Bxf5 Dc6 31. Hc1 Db7 32. Dh6+ Ke7 33. Dh4+ f6 34. Dh7+ Kf8 35. Bg6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Hlutavelta | Þessir duglegu strákar héldu hlutaveltu um daginn og söfnuðu til styrktar Rauða kross Íslands 2.023 krónum. Þetta eru félagarnir Hallgrímur Þor- steinsson og Nikulás Tumi Hlynsson. Út er komin hjá Háskólaútgáfunni Gripla XVI, ársrit Stofnunar Árna Magnússonar. Ritið er alþjóð- legur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, að því er segir í tilkynningu, og er efni Gerplu að venju fjölbreytt. Meðal efnis í ritinu má nefna grein eftir bandaríska fræðimanninn Philip Roughton um stíl og heimildir í elstu handritum sem varðveita íslenskar þýðingar úr latínu af lífssögum post- ula. Jóhannes Nordal rekur aðdrag- anda þess að Skarðsbók post- ulasagnanna var keypt af íslensku ríkisbönkunum á uppboði í Lundúnum 1965 og færð þjóðinni að gjöf. Í grein sinni fjallar Jens Eike Schnall um niðurröðun efnis í Jóns- bók, Vésteinn Ólason birtir grein um Grottasöng, og Marteinn H. Sigurðs- son ritar um Hymiskviðu. Sian Grönlie fjallar um Kristni sögu í ljósi sagnahefðar miðrar 13. aldar og Gísli Baldur Róbertsson segir frá ferli Reykjarfjarðarbókar og sögu handrits sem varðveitir Önnu sögu. Guðrún Nordal fjallar um kvæðahand- rit Gísla Jónssonar biskups og Kirsten Wolf ritar um táknræna merkingu lita í frásögninni af Jakob og Esaú í Stjórn. Ritstjórar Griplu eru Gísli Sigurðs- son, Margrét Eggertsdóttir og Sverrir Tómasson. Leiðbeinandi verð er 4.695. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.