Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÓRPÓLITÍKIN
Undanfarnar vikur og mán-uði hafa stjórnarand-stöðuflokkarnir á Alþingi,
Samfylking, Vinstri grænir og
Frjálslyndi flokkurinn, haft vænt-
ingar um, að þingkosningarnar,
sem fram fara næsta vor mundu
leiða til þáttaskila í stjórnmál-
unum. Væntingar þeirra hafa
fyrst og fremst byggzt á erfiðri
stöðu Framsóknarflokksins.
Flokkurinn þurfti að hafa mikið
fyrir því að fá fulltrúa kjörinn í
borgarstjórn Reykjavíkur sl. vor,
staða hans í skoðanakönnunum
hefur verið slæm og uppákomur
vegna brotthvarfs Halldórs Ás-
grímssonar af vettvangi stjórn-
málanna bentu til þess að flokk-
urinn hefði enga stjórn á eigin
örlögum.
Af þessum sökum var ekki við
öðru að búast en stjórnarand-
stöðuflokkarnir gerðu sér vonir
um breytingar að loknum næstu
kosningum.
Augljóst hefur verið að einhver
hluti Samfylkingarinnar hefur
haft áhuga á samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Hugmyndum um
samstarf við Sjálfstæðisflokk hef-
ur aukizt fylgi innan Vinstri
grænna og Frjálslyndi flokkurinn
sýndi að loknum borgarstjórnar-
kosningum augljósan áhuga á
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
í borgarstjórn og þess vegna ekki
ástæða til að ætla annað en að
það sama gæti komið upp að lokn-
um þingkosningum.
Raunar hefur Morgunblaðið
ítrekað lýst þeirri skoðun, að
samstarf eða sameining Sjálf-
stæðisflokksins og Frjálslynda
flokksins hlyti að koma til um-
ræðu á milli forystusveita flokk-
anna tveggja.
Hið ótrúlega hefur gerzt, að
Framsóknarflokknum tókst á
flokksþinginu fyrir helgi að
styrkja stöðu sína mjög. Sú for-
ysta, sem kjörin var á flokks-
þinginu tryggir ákveðinn stöðug-
leika í starfi Framsóknar-
flokksins. Hinn nýi formaður, Jón
Sigurðsson hefur þegar sýnt á
þeim fáu vikum, sem hann hefur
gegnt ráðherraembætti að hann
er líklegur til að halda vel á mál-
efnum flokksins. Samstarfsvilji
milli ólíkra einstaklinga og ólíkra
fylkinga innan Framsóknar-
flokksins var augljós á flokks-
þinginu. Flokkurinn kemur því
býsna sterkur frá þessu flokks-
þingi
Margt bendir því til þess, að
Framsóknarflokkurinn eigi eftir
að styrkjast fram að þingkosn-
ingum. Í ljósi þess að staða Sjálf-
stæðisflokksins er býsna sterk
fyrir sýnist nokkuð ljóst, að
stjórnarflokkarnir geti búizt við
nokkuð góðum úrslitum í þing-
kosningunum, ef ekkert óvænt
kemur upp.
Sú staðreynd ein út af fyrir sig
mun draga máttinn úr stjórnar-
andstöðuflokkunum. Um leið og
þeir sjá, að brautin verður ekki
jafn bein og breið til valda og þeir
hafa kannski talið sér trú um
undanfarnar vikur verður bar-
áttukrafturinn minni.
Auðvitað er það svo, að tólf ára
samfellt stjórnarsamstarf sömu
flokka getur kallað fram þreytu í
þeim og í samstarfi þeirra í milli.
Það gerðist t.d. eftir tólf ára sam-
starf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks í Viðreisnarstjórninni svo-
nefndu. Þar er hins vegar ólíku
saman að jafna. Á síðasta kjör-
tímabili Viðreisnarstjórnarinnar
skall yfir land og þjóð ein versta
efnahagskreppa 20. aldarinnar.
Hún var afstaðin þegar gengið
var til kosninga 1971 en sárin,
sem hún skildi eftir voru djúp. Að
auki mætti Viðreisnarstjórnin
kröfu þáverandi stjórnarandstöðu
um útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 50 mílur með klaufalegri stefnu-
mörkun í landhelgismálum, sem
almenningur átti erfitt með að
skilja.
Núverandi stjórnarflokkar
ganga til næstu þingkosninga
með mestu lífskjarabyltingu Ís-
landssögunnar í farteskinu. Þeir
geta sagt eins og Harold Mac-
Millan, forsætisráðherra Breta
sagði fyrir bráðum hálfri öld: Þið
hafið aldrei haft það svo gott. Og
það er satt.
Í stað þess að kjósendur væru
hugsanlega orðnir þreyttir á
sömu stjórnarflokkum i tólf ár er
alveg eins líklegt að þeir mundu
ekki þora að taka þá áhættu að
fela öðrum flokkum landsstjórn-
ina.
Mannabreytingar í forystu
stjórnarflokkanna beggja hjálpa
til vegna þess að enginn getur
haldið því fram, að kjósendur
verði orðnir þreyttir á þeim nýju
andlitum, sem komin eru til sög-
unnar í forystu beggja flokka.
Hin stórpólitíska mynd, sem við
blasti í sumarbyrjun að búast
mætti við grundvallarbreytingum
á stjórnarfarinu í landinu hefur
því gjörbreytzt nokkrum vikum
síðar. Auðvitað geta komið upp
þau sjónarmið innan Framsókn-
arflokksins að tími sé til kominn
að horfa til vinstri. Auðvitað geta
líka komið upp þau sjónarmið
innan Sjálfstæðisflokksins að tími
sé kominn á breytingar.
Engu að síður er líklegt að val-
kostur verði fyrir hendi að lokn-
um þingkosningum vorið 2007,
sem tæplega var reiknað með fyr-
ir nokkrum vikum.
Þann boðskap má lesa út úr
niðurstöðum flokksþings Fram-
sóknarflokksins, bæði kjöri nýrr-
ar forystu og stjórnmálaályktun-
inni, sem samþykkt var á
flokksþinginu.
Ég get drepið þig hér og nú ímínu eigin húsi án þess aðmér verði refsað fyrirþað. Ég kæmist auðveld-
lega upp með það vegna þess að ég
er íslenskur ríkisborgari.“ Þessi orð
fékk 31 árs afrísk kona reglulega að
heyra frá íslenskum eiginmanni sín-
um. Konan, sem við skulum hér í við-
talinu kalla Maríu þar sem hún þorir
ekki að koma fram undir réttu nafni
af ótta við reiði og hefndaraðgerðir
fyrrverandi eiginmanns síns, sam-
þykkti að segja Morgunblaðinu sögu
sína.
María var gift íslenskum manni í
rúmt ár og hefur búið á Íslandi síðan
í maímánuði 2005 og síðastliðið ár
unnið hjá Nordica hóteli við góðan
orðstír. Vegna barsmíða og andlegs
ofbeldis af hálfu eiginmanns síns
flúði María frá honum og í framhald-
inu skildi hann við hana án hennar
vitundar. Maríu hefur verið synjað
um sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi
og átti samkvæmt þeim úrskurði að
vera farin af landi brott þann 15.
ágúst sl. Vinnustaður hennar hefur
kært synjun Vinnumálastofnunar
um atvinnuleyfi til handa Maríu.
Sjálf hefur hún einnig kært fyrrver-
andi eiginmann sinn fyrir líkams-
árás og er það mál að sögn Þórdísar
Bjarnadóttur, lögfræðings Neyðar-
móttökunnar, á borði lögreglunnar í
Reykjavík. En svo gæti farið að búið
yrði að senda Maríu úr landi þegar
sú kæra verður tekin fyrir hjá dóm-
stólum.
Framkoma mannsins breyttist
eftir komuna til Íslands
María kynntist manni sínum í
heimalandi sínu í Norður-Afríku þar
sem hann hafði búið um árabil ásamt
þálifandi eiginkonu sinni. Eftir að
eiginkonan lést drógu María og
maðurinn sig saman og að lokum
bað hann hennar og þau giftu sig í
Afríku í desemberbyrjun árið 2004.
Fljótlega eftir brúðkaupið fór hann
að tala um að hann vildi fara heim til
Íslands og óskaði eftir því að hún
kæmi með sér þangað. María sagði
því upp vinnu sinni, losaði sig við hí-
býli sín og gaf allt sem hún átti og
fylgdi eiginmanni sínum til Íslands í
maí árið 2005 algjörlega grunlaus
um að það sem hennar biði þar væri
allt annað en hamingjuríkt hjóna-
band.
„Fljótlega eftir komuna breyttist
framkoma hans í minn garð. Meðan
við vorum í Afríku einkenndust sam-
skipti okkar alla tíð af vinsemd, en
strax tveimur dögum eftir komuna
til Íslands fór hann að ösk
sem hann hafði ekki gert
síðan hófust barsmíðarna
María og augljóst er að erfi
hana að rifja upp samskip
hjóna. María segir fljótt h
ljóst að eiginmaður hennar
Meðal fyrstu kvennanna sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi eftir a
afrísk kona. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur lýsir konan því hvern
lands í því skyni að hafa hana sem vinnukonu. Eftir skilnað var konunni sy
áfram í vinnu. Að mati Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahú
„Hann hefur lagt líf mitt í rúst, en getur síðan hæglega haldið áf
vegar eftir í sárum og mun aldrei nokkurn tímann bíða þess bætu
giftist íslenskum karlmanni og flutti með honum til Íslands þar s
endaði með því að hún gat, fyrir tilstilli lögreglunnar, leitað sér a
„Hvers vegna er
mér með þess
Að sögn Margrétar Steinarsdóttur,lögfræðings Alþjóðahúss, er afr-íska konan sem hér á síðunni ernefnd María, ein af fyrstu kon-
unum frá landi utan EES-svæðisins sem
lendir í því að vera vísað úr landi eftir að
hafa yfirgefið íslenskan
eiginmann sinn vegna
ofbeldis af hans hálfu.
Eins og fram hefur
komið á síðum blaðsins
telur Margrét að sú
staðreynd að íslensk
stjórnvöld veiti borg-
urum EES-ríkja for-
gang fram yfir fólk ut-
an svæðisins þegar
kemur að veitingu
atvinnuleyfa leggi
ofbeldismönnum, kvæntum konum utan
EES-svæðisins, öflugt vopn upp í hend-
urnar. Haft var eftir Margréti í blaðinu sl.
laugardag að þetta vopn hefði ekki verið
svo virkt hingað til þar sem Útlend-
ingastofnun sýndi þessum málum gjarnan
skilning. Hins vegar vinni Vinnumálastofn-
un aðeins eftir lagabókstafnum og taki ekki
með sama hætti tillit til persónulegra að-
stæðna fólks.
„Mér vitanlega hafði fyrir 1. maí sl. engri
erlendri konu sem lent hafði í ofbeldis-
sambandi verið vísað úr landi,“ segir Mar-
grét og leggur áherslu á að lagabókstaf-
urinn einn og sér nægi ekki til þess að
tryggja fólki réttláta málsmeðferð ef ekki
sé litið til neinna sanngirnisraka eða rétt-
lætissjónarmiða. Aðspurð segist Margrét
þess fullviss að þegar stjórnvöld geri sér
grein fyrir því hvernig staða þessara
kvenna sé muni þau taka málin til gaum-
gæfilegrar athugunar.
Fjarvera fórnarlams getur
hindrað framgang málsins
Að sögn Margrétar gildir sú regla að í þeim
tilvikum þegar fólk, sem gert hafi verið að
yfirgefa landið, fari ekki af sjálfsdáðum þá
fari af stað brottvísunarferli. „Það getur
endað með því að kveðinn sé upp brottvís-
unarúrskurður, sem hefur þær afleiðingar
að viðkomandi má ekki koma til Íslands í
alla vega þrjú ár og verður jafnframt skráð-
ur inn í Schengen-upplýsingakerfið, og má
þar af leiðandi heldur ekki koma til Scheng-
en-landa í þau sömu þrjú ár.“
Eins og fram kemur í viðtalinu við Maríu
hefur hún kært fyrrum eiginmann sinn fyr-
ir líkamsárás og er sú kæra enn til skoð-
unar hjá lögr
hvort svo ge
Maríu úr lan
komi til kast
ekki útilokað
mati eðlilegt
hagsmuna fó
svarar Marg
það ekki eðli
ins getur hin
Margrét og v
sanngirnissj
Á ríkinu hv
að tryggja
Spurð hvort
lenska ofbeld
ábyrgð gagn
hingað til lan
ríkinu að tyg
sömu mannr
indum sé hik
beldi eða ver
Eins og fr
hefur vinnuv
þegar kært s
atvinnuleyfi
ráðuneytisin
staða geti ko
Margrét
Steinarsdóttir
Hafa þarf réttlætissjónar
„ÉG HEF fylgst með þessari um-
ræðu síðustu daga, en hef því
miður ekki haft tækifæri til þess
að fara ofan í þetta í ráðuneytinu.
Ég ætla hins vegar að gera það
eftir helgina“ segir Magnús Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra, þeg-
ar hann er spurður um aðstæður
kvenna utan EES-ríkja sem synj-
að er um atvinnu- og dvalarleyfi
eftir að þær hafa yfirgefið ís-
lenska eiginmenn sína sem beitt
hafa þær ofbeldi. Þar sem hann ætti eftir að skoða
málið sagðist Magnús hins vegar ekki geta tjáð sig
meira um það að svo stöddu.
Spurður hvort eðlilegt sé að hægt sé að vísa ein-
stakling
um syn
hjá féla
sé reyn
neytinu
Spur
ekki be
þeim k
manna
það. En
tilvik s
tjáð sig
þau. En
skyldu
líka ák
rataður
Ráðherra segist ætla að
Magnús
Stefánsson