Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM verslunarmannahelgina hafði ég ætlað mér að ferðast norður í Húnavatnssýslur. Ég var með í huga að fara norður yfir Arnarvatnsheiði. Ég leitaði upplýsinga um leiðina og komst að því að eftir lagfær- ingar á veginum sem gerðar hefðu verið ný- lega ætti ég að kom- ast þessa leið norður. Ég pantaði gistingu um helgina fyrir okk- ur hjónin á Laug- arbakka í Miðfirði. Veðurspáin var sæmi- leg. Við lögðum af stað frá Hellissandi um kl. sex á föstudag og héldum suður í Borgarfjörð. Um kvöldið skyldi haldið í Reykholt og gist þar næstu nótt. Við fengum góða gistingu og morg- unverð í Fosshótelinu í Reykholti, bættum svo bensíni á tankinn og vorum þar með tilbúin að leggja af stað í ferðina norður yfir Arnarvatnsheiði. Um leið og ég þakkaði afgreiðslustúlkunum í búð- inni hjá Esso fyrir viðskiptin spurði ég þær, svona hálfvegis óvart, hvort vegurinn norður yfir væri ekki fær á svona jeppling eins og við værum á? Þær sögðu það fráleitt. Á leiðinni væri vatnsfall (bergvatnsá) sem ekki væri fært nema á almennilegum jeppum. Ég varð fyrir vonbrigðum. Hafði lengi vænst þess að geta farið þessa leið og hafði talið að eftir lagfæring- arnar sem gerðar hefðu verið í sum- ar væri nú leiðin ökufær á mínu tæki. Við tókum mark á upplýs- ingum afgreiðslustúlknanna. Héld- um heim og höfðum það gott á Snæ- fellsnesinu um verslunarmannahelgina. Í Morgunblaðinu birtist svo 9. ágúst viðtal við Ósk Vilhjálmsdóttur um áætlanir hennar um að kynna al- menningi fáfarin svæði þar sem rætt hefur verið um að virkja og um fyr- irhugaða ferð hennar með ráðherr- um til að skoða botn væntanlegs Hálslóns o.fl. varðandi hálendið. Eftir vonbrigði mín yfir því að komast ekki norður yfir Arnarvatns- heiði og lestur þessa viðtals fannst mér ég þurfa að setja skoðun mína á blað. Viðtalið ýtti við mér vegna þessa að mér finnst að umræðan nú um náttúruvernd og verndun há- lendisins snúist of mikið um virkj- anir og væntanlegar virkjanir. Um- ræðan um Hálslón er tilgangslítil, lónið og Kárahnjúkavirkjun er að verða staðreynd. Umfjöllun um þetta málefni þarf að vera um allt hálendið. Þegar Kárahnjúkavirkjun fer að framleiða rafmagn og álkub- barnir renna á færibandi út úr verk- smiðjunni á Reyðarfirði er gott og blessað að kynna næstu hugsanlega virkjunarstaði og vara við því að þeim verði ekki tortímt. Það er bara ekkert víst að það verði ál og Lands- virkjun sem ásælist fyrst og fremst náttúruperlur okkar í framtíðinni. Það geta t.d. alveg eins orðið ferða- skrifstofur og flutningafyrirtæki sem telja sig eiga rétt á að fara með torfærufarartæki eða byggja upp fjallháa vegahryggi þvers og kruss um hálendið. Ef til vill væri þá Torfajökulssvæðið og Langisjór ekki í hættu. Morgunblaðið birti grein frá mér um þetta málefni 24. maí 2005. Þar benti ég á þá staðreynd að há- lendi Íslands er að mestu lokað al- menningi. Margar stórkostlegustu og fegurstu náttúruperlurnar eru á þessu lokaða svæði. Flestir Íslend- ingar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga. Þannig var ástatt fyrir nokkrum árum með Kringilsárrana og svæðið sem fer undir Hálslón. Því fór sem fór. Það þarf að opna hálendið fyrir eigendum þess. Það er fráleitt að al- menningi sé haldið frá því að njóta þess að koma í Herðu- breiðarlindir, Laka, Eldgjá, Arnarvatnsheiði og marga fleiri dýrð- arstaði á hálendi Íslands vegna þess að á vegum til þessara staða eru óbrúaðar ár. Á sama tíma fjölgar ferðamönn- um á torfærubílum sem heimsækja þessa staði án þess að þar sé neitt gert að ráði til að verja umhverfið fyrir ágangi. Á aðalfundi Land- verndar sl. vor var sam- þykkt tillaga um „Vega- gerð á hálendinu á forsendum nátt- úruverndar“. Þar segir m.a. að staðir á hálend- inu „verða að vera að- gengilegir öllum“. Þetta var góð byrjun hjá Landvernd. Með aðgengi almennings (atkvæðanna) verður fjármálavaldið látið vita um hvað þurfi að gera til að forða því að svæði troðist ekki niður og hug- myndir peningaafla um nýtingu og umferð á hálendinu verði að veru- leika. Það eru margar leiðir fyrir hendi til að auka almenna þekkingu á land- inu og auka þannig tilfinningu fólks og stuðning þess við verndun um- hverfis. Því verkefni vilja margir leggja lið. En það vantar markviss- ari umræðu og vinnubrögð. Umfjöll- un um það að ein perla hafi verið eyðilögð má ekki verða til þess að aðrar gleymist. Hálendið og að komast yfir Arnarvatnsheiði Skúli Alexandersson skrifar um umhverfismál Skúli Alexandersson ’Það þarf aðopna hálendið fyrir eigendum þess.‘ Höfundur er fv. alþingismaður og starfar við ferðaþjónustu. SÖNGURINN um velmegunina og ástæður íbúðaverðshækkananna síð- ustu árin er þagnaður og enginn vill taka að sér kórstjórnina þegar þarf að stíga skrefin til baka. Ekki vantaði að ýmsir þöndu brjóst og sperrtu stél og jafnvel útsýnið til Esjunnar var verðlagt inn í fermetraverðið á höf- uðborgarsvæðinu. Allt samkvæmt óhagganlegu regluverki og útfærslu hugmynda- smiðanna. Fyrsta áfallið. Verð- bólga og í viðbót: Vaxtabæturnar bless- uðu fuku út um gluggann hjá þús- undum íbúðaeigenda, rétt um daginn, en þær áttu að létta róðurinn hjá þeim verst settu. Og áfram. Reglur fyrir ívilnun hjá skattayfirvöldum virðast mér hafa verið endurtúlkaðar og úthlutunarreglur sem innihalda orðið ,,til dæmis“ í upp- talningu aðstæðna fólks fyrir ívilnun, aðeins til skrauts í sjálfum lagatext- anum. Ég hef oft setið hér og hugsað hvernig þetta gullfallega land og ein- staka þjóð með samkenndina í hverju horni, er hægt og rólega að síga út á hlið fyrir einhverri einstaklings- hyggju og endalausri sjálfsupphafn- ingu, þar sem umræðan snýst að- allega um ferðalög erlendis og hvert hafi verið skundað með skuldahalann (tjaldvagninn) í eftirdragi um versl- unarmannahelgina. Sú umræða og mæting á viðeigandi fundi t.d. stjórn- málaafla til að tjá sig um eitt og annað sem skiptir máli og vernda velferðina, skjöld okkar og ljós, er um þessar mundir í sögulegu lágmarki. Þetta er slæm þróun því ef við, ég og þú, sinn- um ekki lýðræðinu hver á að gera það þá? Öllum virðist gleymd sú mikla barátta sem verkalýðsfélög og önnur félagasamtök þurftu að leggja á sig fyrir bættum lífskjörum okkur öllum til handa. Um daginn barst mér undarlegur pappír í hendur frá Greiðslustofu líf- eyrissjóða. Þar stóð að lífeyr- isgreiðslur mínar yrðu skertar um 44% frá og með 1. nóvember 2006. Ástæðan: Of háar greiðslur í dag frá TR miðað við útreikningsár lífeyr- isgreiðslna á tekjum mínum, árin fyr- ir örorku. Ekki þótti ástæða að senda mér þessi tíðindi í ábyrgðarpósti. Orðrétt segir: ,,Ágæti sjóðfélagi … Hér með er þér kynnt niðurstaða heildarathug- unar á tekjum örorkulífeyrisþega sem nú liggur fyrir. Samkvæmt reglum lífeyrissjóðanna er því aðeins greiddur örorku- lífeyrir ef sjóðfélagi hef- ur orðið fyrir tekju- skerðingu af völdum starfsorkumissis. Sam- anlagður örorkulífeyrir og barnalífeyrir frá líf- eyrissjóðunum skal aldrei vera hærri en sem nemur þeim tekju- missi sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunn- ar. Við útreikning tekjumissis skal teikið tillit til atvinnutekna örorkulíf- eyrisþegans, lífeyris- og bóta- greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamnings- bundinna tryggingabóta sem hann nýtur vegna örorkunnar. Heildar- athugun á tekjum örorkulífeyrisþega hefur leitt í ljós að heildartekjur eru í sumum tilfellum umfram þau viðmið- unarmörk sem kveðið er á um í sam- þykktum og reglum lífeyrissjóð- anna.“ Eins og flestir vita eru tekjur margvíslegar og allar tekjur á að gefa upp til skatts. Velferðarsamfélag okkar býr yfir ýmsum leiðum þegar neyðin kallar, aðstoð vegna tann- viðgerða, hjálpartækjakaup, bens- ínstyrki fyrir hreyfihamlaða og svo má áfram telja. Sumar þessara greiðslna eru eingreiðslur og því ekki viðmiðunarhæfar til útreiknings á bótum, til varanlegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sjóðsfélaga. En það eru til fleiri leiðir að tekjum en beinar bótagreiðslur. Það var alla- vega þannig hér áður að sá sem seldi húsnæði sitt stuttu eftir kaup þurfti að skrá hagnað af sölunni sér til tekna. Og ríkið kom, ekki alls fyrir löngu, með aldurstengda örorku- uppbót á lífeyri. Allt í þessa veru hækkar auðvitað heildartekjur við- komandi bótaþega. En viðmið lífeyr- issjóðsins voru einmitt heildartekjur á nýjasta skattframtali. Þessi ár sem lífeyrissjóðurinn reiknar nú til lækkunar bóta eru sömu ár og hann reiknaði út þegar hann ákvarðaði mér bæturnar. Var ekkert að marka útreikningana þá? Þurfti engan undirbúning fyrir sjóð- félagann eða nálægð við hann í að- stæðum hans eða fötlun t.d. þung- lyndi þegar honum væri tjáð tíðindin að framundan væri stórfelld lækkun bóta, varanlega, sem gæti haft djúp- stæð áhrif á allt í umhverfi hans? ,,Stundum er það sem virðist auðvelt, aðeins auðvelt, af því að það er van- hugsað,“ varð mér að orði eftir lest- urinn á bréfinu. Ég skil ekki enn af hverju þessi ofgreiðsla ætti að vera réttur lífeyrissjóða til að lækka greiðslur til bótaþega frekar en rétt- ur TR og skil enn síður af hverju líf- eyrissjóðirnir ættu að standa gegn því með skerðingu bóta ef TR vill gera vel fyrir sína skjólstæðinga. Vel- ferðin er og á að vera skjöldur okkar og ljós. Nú hafa launþegar fengið leiðrétt- ingu launa vegna verðbólguviðmið- ana og væntanlega fá elli- og örorku- lífeyrisþegar slíkan glaðning líka. Því langar mig til að spyrja að lok- um: Ef þessi uppbót kæmi frá rík- isvaldinu og lífeyrissjóðirnir beittu áðurgreindu ákvæði um skerðingu bóta, væri þá ekki eðlilegra að sú hækkun gengi beint til lífeyrissjóð- anna því þá gætum við bótaþegarnir byggt okkar væntingar og afkomu af því hvað við hefðum til ráðstöfunar og hvað ekki? Skjöldur okkar og ljós Konráð K. Björgólfsson skrifar um lífeyrisgreiðslur ’Þessi ár sem lífeyr-issjóðurinn reiknar nú til lækkunar bóta eru sömu ár og hann reiknaði út þegar hann ákvarðaði mér bæturnar.‘ Konráð K. Björgólfsson Höfundur er rithöfundur. FYRIR skömmu skilaði svokölluð starfsnámsnefnd skýrslu um nýjan framhaldsskóla til mennta- málaráðherra. Skýrslan hefur hlotið einróma góðar viðtökur enda felast í henni tækifæri til að laga mennta- kerfið að kröfum nútímasamfélags. En kálið er ekki þar með sopið. Næst þarf að smíða framkvæmdaáætlun um þróun framhaldsskólans í anda tillagnanna og hrinda henni í fram- kvæmd sem fyrst. Undanfarin ár hafa margir sýnt áhuga á þróun starfsmenntunar og talið ástæðu til að búa betur að starfsnámi. Stjórnvöld hafa hér lagst á árar með atvinnulífinu. Árið 2002 veitti ríkisstjórn Íslands fjármagn til sérstakrar tilraunar um vinnustaða- kennslu sem gaf góða raun. Núver- andi menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, hefur beitt sér fyrir breytingum, m.a. hefur hún þokað áfram málefnum vinnustaða- kennslu og skipað nefnd um meist- aranám iðngreina. Í upphafi þessa árs skipaði hún sérstaka starfsnáms- nefnd sem skyldi kanna hvernig auka mætti aðsókn að starfsnámi, tryggja fjölbreytt framboð og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunn- og háskóla. Framhaldsskólanám er ein heild Orðræðan um starfsnám hefur ein- kennst af togstreitu milli bóknáms og verknáms. Starfsnámsnefnd kaus að líta á starfsnám og annað framhalds- skólanám sem eina heild þar eð starfsnám og bóknám tvinnuðust saman með flóknum hætti. Hugtökin eru óskýr og þar af leiðandi haldlítil í umræðu um skólakerfi. Starfsnámsnefnd leggur áherslu á að kynntar séu fjöl- margar námsbrautir sem leiða til skil- greindra starfa í iðn- aði, verslun, þjónustu og heilbrigðiskerfi. Með því eru nýttir möguleikar framhalds- skólans til að byggja upp þekkingu og mannauð í nútíma- samfélagi. Hafa verður í huga að framhalds- skólarnir leggja mik- ilvægan skerf til at- vinnuuppbyggingar í landinu. Jafnræði til stúd- entsprófs Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar skal stúdentspróf fela í sér tiltekinn fjölda ein- inga. Allir taki kjarna í íslensku, ensku og stærðfræði en aðrar greinar eru bundnar þeirri braut sem nemandi hefur valið. Með þessu móti teljast einingar í bóknámi og starfsnámi jafngildar til stúdents- prófs. Fullkomið jafnræði til stúd- entsprófs væri með þessu komið á milli hefðbundins menntaskólanáms og annars náms. Starfsnámsnefnd hvetur háskóla til að skilgreina forkröfur í einstakar deildir og jafnframt kynna þær í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla. Þannig er ungu fólki gert kleift að skipuleggja nám sitt til stúdentsprófs í tíma í samræmi við kröfur einstakra námsbrauta í há- skóla. Þeir háskólar sem taka kynn- ingarmálin alvarlega laða til sín áhugasöm- ustu og bestu nemend- urna. Vegur vinnustað- anáms aukinn Samtök iðnaðarins hafa um árabil lagt áherslu á að aðstæður í vinnustaðanámi og í skólanámi væru jafn- aðar. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla er vinnustaðanám hluti af framhaldsskólanámi. Hins vegar hefur aðbún- aður kennslufyrirtækja ekki verið sambærilegur aðbúnaði skólanna. Fyr- irtækjum er ætlað að leggja til kennslukrafta, húsnæði, efni og tæki og greiða sjálf fyrir þessi aðföng. Eðlilegt þykir hins vegar að hið opinbera greiði fyr- ir kennslu, húsnæði og annað sem skólastofnanir þurfa til þess að rækja hlutverk sitt. Með sama hætti og skólum eru tryggð nauðsynleg að- föng er bæði réttlátt og skylt að tryggja kennslufyrirtækjum fjár- magn til þess að standa undir kennslu og þjálfun sem heyrir undir lögboðið framhaldsskólanám. Undanfarin ár hafa Samtök iðn- aðarins beitt sér fyrir því að stofn- aður væri sjóður sem stæði undir kennslu í fyrirtækjum. Úr honum væri veitt til fyrirtækja sem önn- uðust vinnustaðakennslu. Þannig væri jafnað fjárhagslegri ábyrgð fyr- irtækja á vinnustaðakennslu. Um leið opnaðist möguleiki til að gera ríkari kröfur til kennslufyrirtækja. Slegið væri á goðsögnina um að nem- ar væru almennt nýttir sem ódýrt vinnuafl þar eð gerðar yrðu sam- ræmdar og strangar kröfur til þeirra fyrirtækja sem fengju viðurkenningu sem kennslufyrirtæki. Málflutningur Samtaka iðnaðarins er uppistaðan í tillögum nefndar um vinnustaðanám sem lauk störfum í apríl sl. Starfsnámsnefnd styður til- lögur nefndar um vinnustaðanám. Öflugt starfsnám – öflugt at- vinnulíf Með tillögum starfsnámsnefndar um nýjan framhaldsskóla hefur náðst sameiginleg sýn ólíkra aðila á viða- mikið og brýnt úrlausnarefni. Í nefndinni störfuðu þingmenn stjórn- ar og stjórnarandstöðu, fulltrúar ráðuneytis, skóla, kennara, launa- fólks og fyrirtækja. Ekki er nóg að vinna góðar hug- myndir og ná sameiginlegri sýn ólíkra aðila. Brýnt er að sýnin verði að veruleika. Stjórnvöld hafa ýtt úr vör mikilvægum tilraunaverkefnum á sviði starfsmenntunar sem vert er að byggja framtíðarlausnir á. Nú er tímabært að stjórnvöld taki ákvörð- un um að bæta inntak og aðbúnað starfsnáms til frambúðar. Komið er að því að framkvæmdavaldið setji fram verkefnaáætlun og hrindi til- lögum starfsnámsnefndar í fram- kvæmd, lið fyrir lið. Starfsnám leyst úr læðingi Ingi Bogi Bogason skrifar um menntamál ’Taka þarfákvörðun um framkvæmd til- lagna starfs- námsnefndar.‘ Ingi Bogi Bogason Höfundur er sviðsstjóri menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðar- ins og starfaði í starfsnámsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.