Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Legacy er mjög kraftmikill bíll og sérlega þægilegur og mjúkur undir stýri - hvort sem þú ert að sækja börnin í leikskólann eða á leiðinni upp í sumarbústað. Legacy er rétti bíllinn fyrir íslenskar aðstæður, og þig. Umboðsmenn um land allt * Á meðan birgðir endast. Sumartilboð á Legacy 2.470.000 kr. SEDAN VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ Sjálfskiptur 2.620.000 2.470.000 WAGON VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ Beinskiptur 2.690.000 2.490.000 Sjálfskiptur 2.790.000 2.640.000 SUMARTILBOÐ Á LEGACY TAKMARKAÐ MAGN UPPSELDUR www.subaru.is Enn er ekkert landsem Ísland hefursamið við um ætt- leiðingar barna, sem tekur við umsóknum frá sam- kynhneigðum pörum, sam- kvæmt upplýsingu frá fé- laginu Íslensk ættleiðing (ÍÆ). Stjórn félagsins er reyndar ekki kunnugt um nein lönd sem heimila er- lendu samkynhneigðu pari að ættleiða barn. Stjórn Samtakanna 78 mun á næstunni senda fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um stöðu málsins og fara þess á leit að það kanni hvort ein- hver lönd séu tilbúin að leyfa sam- kynhneigðum pörum að ættleiða börn þaðan. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að verði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bent á land, sem hafi áhuga á samningum um þetta efni við Ís- land, yrði gerð slíks samnings að sjálfsögðu könnuð. Samkvæmt lögum um réttindi samkynhneigðra, sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor, eru frum- ættleiðingar íslenskra og erlendra barna heimilaðar jafnt gagnkyn- hneigðum og samkynhneigðum pörum í hjúskap, staðfestri sam- vist og óvígðri sambúð. Fjölmargar fyrirspurnir frá samkynhneigðum hafa borist Ís- lenskri ættleiðingu í kjölfar lag- anna en ekkert par hefur enn farið í gegnum umsóknarferlið, sem get- ur tekið nokkra mánuði. „Eins og staðan er í dag gætum við ekki sent þá umsókn til neins lands,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, for- maður stjórnar Íslenskrar ættleið- ingar. Í dag hefur ÍÆ milligöngu um ættleiðingar barna frá Ind- landi, Kína, Kólumbíu, Tékklandi og Taílandi. „Í ættleiðingarmálum er annars vegar unnið með löggjöf Íslands og hins vegar löggjöf þess lands sem barnið kemur frá,“ segir Ingibjörg. Hún segir ÍÆ ekki geta beitt lönd neinum þrýstingi hvað þetta varði. „Það er ekki okkar að breyta lög- gjöf annarra landa. Þar stendur auðvitað hnífurinn í kúnni. Það er því lítið sem við getum gert. Við förum í einu og öllu eftir reglum þess lands sem við erum að vinna með.“ Ingibjörg segir það óskemmti- lega stöðu að þurfa að upplýsa samkynhneigða um hvernig mál- um sé háttað og að engin von sé, eins og staðan er nú, að þeir geti ættleitt börn frá útlöndum. Það er í höndum dómsmálaráðuneytis að semja við lönd og fá leyfi til ætt- leiðinga þaðan. Nýtt ættleiðingafélag ÍÆ er eina félagið hér á landi sem hefur löggildingu til að vera milligönguaðili um ættleiðingar frá öðrum löndum. Í mörgum löndum starfa fleiri en eitt ættleiðingar- félag. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir hugsanlegt að annað ættleiðingar- félag þurfi hér á landi. Samtökin vonast þó eftir farsælu samstarfi við ÍÆ. „Í grein á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar koma fram sjónarmið sem við vitum ekki hvort eru op- inber afstaða félagsins, en hún stangast á við lög og stefnu stjórn- valda,“ segir Hrafnhildur. „Íslensk ættleiðing eins og önnur félög, sem eru háð starfsleyfi frá dómsmála- ráðuneyti, hljóta að verða að fylgja íslenskum lögum sem klárlega banna mismunun gegn samkyn- hneigðum. Á næstu vikum komum við til með að leita til ÍÆ og biðja félagið að skýra afstöðu sína og ef sú afstaða er sú sama og kemur fram á vefsíðunni munum við leita til dómsmálaráðuneytisins og jafn- vel hvetja til þess að nýtt félag verði stofnað.“ Hrafnhildur segist hafa heyrt frá Svíþjóð að nokkur lönd séu tilbúin að verða við óskum sam- kynhneigðra um ættleiðingar, þeirra á meðal séu Kólumbía og Suður-Afríka. „En fyrst og fremst er það dómsmálaráðuneytisins að leita að löndum sem gætu hugsan- lega orðið við þessum óskum.“ En var ótímabært að setja inn í íslensk lög heimild samkyn- hneigðra til ættleiðinga til jafns við gagnkynhneigða, fyrst staðan er þessi? „Nei, alls ekki,“ segir Anni Haugen, félagsráðgjafi hjá Barna- verndarstofu sem var ráðgjafi Samtakanna 78 í nefnd um frum- varp til laga um réttindi samkyn- hneigðra. „Vegna þess að réttur- inn sjálfur skiptir afskaplega miklu máli. Svo er það bara spurning að leita leiða til að framkvæma þetta.“ Svíar fyrstir til Svíar voru fyrstir Norður- landanna til að heimila samkyn- hneigðum að sækja um ættleiðing- ar erlendra barna. Lög þar að lútandi eru frá febrúar 2002 en sænsk ættleiðingarfélög hafa enn ekki geta aðstoðað samkynhneigða umsækjendur. Ekkert þeirra 26 landa sem Svíar ættleiða fyrst og fremst frá hefur tekið við umsókn frá fyrsta sænska samkynhneigða parinu sem sótt hefur um að ætt- leiða erlent barn, að sögn Ingi- bjargar. Hún segir ekki hafa orðið vart neinnar óánægju hjá samstarfs- löndum um lagaheimild samkyn- hneigðra para hér á landi til ætt- leiðingar barna frá útlöndum. Fréttaskýring | Ættleiðingar samkynhneigðra Umsóknir yrðu strand á Íslandi Samtökin 78 vilja að ráðuneytið kanni hvaða lönd heimili ættleiðingarnar Umsóknum um ættleiðingar fjölgar stöðugt. Reglur annarra ríkja hafi ekki úrslitaáhrif á lögin  Á Íslandi eru flest börn ætt- leidd frá Asíulöndum sem ekki heimila ættleiðingar samkyn- hneigðra. Í áliti nefndar sem gerði tillögur að frumvarpi um réttindi samkynhneigðra, kemur fram að þrír nefndarmenn hafi talið að reglur annarra ríkja um ættleiðingar ættu ekki að hafa úrslitaáhrif á mótun íslenskrar löggjafar og vísuðu til þess að er- lend ríki hefðu ekki útilokað samstarf við Svía þótt þeir hefðu breytt lögum í þessa veru. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BÖRN á öllum aldri ásamt for- eldrum sínum fjölmenntu í Lata- bæjarhlaup Reykjavíkurmaraþons á laugardag en 4.168 höfðu skráð sig í hlaupið. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakt hlaup fyrir börn er skipulagt en vegalengdin var 1,5 kílómetrar. Hingað til hafa börnin mörg hver tekið þátt í skemmti- skokkinu sem er þrír kílómetrar. Það var sjálfur íþróttaálfurinn sem hitaði börnin upp fyrir hlaupið og þegar þau komu í mark voru þeim afhentir verðlaunapeningar fyrir þátttökuna. Morgunblaðið/Jim Smart Latabæjarhlaupið sló í gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.