Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 23
MINNINGAR
✝ Logi Jónssonfæddist í Reykja-
vík 29. ágúst 1928.
Hann lést á Grund,
dvalar- og hjúkrun-
arheimili, 18. ágúst
síðastliðinn, 77 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru Jón
Grímsson, f. 12.7.
1892, d. 5.8. 1977, og
Lilja G. Brandsdótt-
ir, f. 22.5. 1889, d.
25.6. 1959. Logi var
yngstur níu systkina.
Hin eru: Aðalheiður
Tryggvadóttir, f. 10.11. 1912, d.
22.9. 1994; Guðný Jónsdóttir, f.
24.6. 1914, d. 25.7. 1918; Vigdís Ó.
Jónsdóttir, f. 8.1. 1917, d. 12.10.
1996; Sigurður G. K.
Jónsson, f. 23.3.
1918, d. 8.10. 1972;
Jóhanna Jónsdóttir,
f. 20.3. 1920, d. 11.6.
1973; Unnur Jóns-
dóttir, f. 23.8. 1921;
Stefán G. Jónsson, f.
7.5. 1923, d. 4.1.
2000; og Bragi Jóns-
son, f. 9.10. 1925.
Logi var ókvæntur
og barnlaus.
Logi nam bók-
band og starfaði síð-
an mestallan sinn
starfsferil hjá Helgafelli.
Útför Loga verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Mig langar að minnast föðurbróð-
ur míns, Loga Jónssonar, í fáeinum
orðum. Það sem einkenndi Loga
frænda, var einlægni hans og ein-
stök góðvild sem við systkinabörnin
og börn okkar nutum alla tíð. Logi
var næmur á mannlegt eðli og var
jafnan hrókur alls fagnaðar, oftast
léttur í lund en lét líka óhikað skoð-
un sína í ljós. Hann hafði áhuga á
ferðalögum og var um langt árabil í
Þjóðdansafélagi Íslands í góðra vina
hópi. Logi var alla tíð umvafinn ætt-
ingjum og vinum sem létu sér annt
um hann og var hann þeim æv-
inlega þakklátur. Innilegar samúð-
arkveðjur til systkina hins látna,
systkinabarna, ættingja og vensla-
fólks um leið og ég þakka Loga
frænda hlýhug hans og umhyggju
alla tíð.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúfling minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
ég hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
(H. L.)
Ásdís Bragadóttir.
LOGI
JÓNSSON
laga og vinar, þakka samfylgdina
og færa eiginkonu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur við and-
lát Jóns Gunnars Ívarssonar.
Minning um góðan dreng mun
lifa með okkur.
Samstarfsfólk hjá Skatt-
stjóranum í Reykjavík.
Þegar maður lítur yfir farinn
veg, oft svo nemur áratugum, er
stundum erfitt að rifja upp, seint
og um síðir, hvenær tiltekin kynni
tókust. Þannig fer fyrir mér þegar
ég reyni að átta mig á því hvenær
leiðir okkar Jóns G. Ívarssonar
lágu fyrst saman. Samt þykist ég
viss um að það muni hafa verið í
lok sjötta eða byrjun sjöunda ára-
tugarins. Þá hafði ég um langt
skeið verið virkur í starfi Alþýðu-
flokksins og þess vegna í hópi
flokksjaxla á öllum aldri og af báð-
um kynjum, sem tóku fagnandi ný-
liðum er bættust í hópinn. Þannig
og um það leyti hljótum við að hafa
kynnzt. Hann var ekki einn á ferð,
því Guðrún, eiginkona hans, var þá
og löngum síðar með honum á
fundum og í félags- og flokksstarf-
inu, þar sem verkefnin voru ótal-
mörg og viðfangsefnin margvísleg.
Auðvitað voru þau engir nýliðar í
sjálfu sér, þótt ég taki svo til orða,
heldur sannfærðir jafnaðarmenn
allt frá barnæsku og þeim var jafn-
eðlilegt og okkur hinum að fórna
öllum sínum tómstundum í flokks-
starfið, hvenær sem á þurfti að
halda.
Jón var í þeim harða flokks-
kjarna, sem mætti á alla fundi og
var alltaf reiðubúinn til starfa í öll-
um þeim nefndum og stjórnum,
sem við kusum hann í. Aðalstarfs-
vettvangur hans í flokknum var Al-
þýðuflokksfélag Reykjavíkur, for-
ystufélag flokksins og sennilega
fjölmennasta, starfsamasta og
sterkasta stjórnmálafélag vinstri-
manna í landinu, allan síðari hluta
aldarinnar. Sögu þess þarf að skrá
og þá verður Jóns getið að verð-
leikum fyrir allt það góða starf,
sem hann vann í þágu þess, árum
og áratugum saman, á sjöunda, átt-
unda og níunda áratugnum.
Þegar þau Jón og Guðrún tóku
að sækja flokksfundina í Alþýðu-
hússkjallaranum við Hverfisgötu
var langhert baráttufólk úr verka-
lýðshreyfingunni áberandi þar.
Verkakvennafélagskonurnar, sjó-
mannafélagsmennirnir, Dagsbrún-
armenn og iðnaðarmenn, allt
þrautreynt fólk af átökum um ára-
tugaskeið við atvinnurekendur,
íhaldsmenn, kommúnista og klofn-
ingsmenn í eigin röðum. Leiðir
flokksins og ASÍ höfðu löngu skilið
þegar hér var komið sögu, en samt
var eins og því væri jafneðlislægt
að sækja fundina í alþýðuflokks-
félaginu og verkalýðsfélaginu sínu.
Það hafði haslað sér völl innan
hreyfingarinnar á unglingsárum og
alltaf sótt faglega og pólitíska
fundi innan hennar. Og sá ekki
ástæðu til að breyta því þótt heild-
arsamtökin hefðu klofnað í tvennt.
Þetta er mín tilfinning og ekki
sagnfræðileg staðreynd. Samt
hugsa ég að margir gamlir flokks-
menn séu mér sammála, líti þeir til
baka. Ég hef orð á þessu hér og nú
vegna þess, að í mínum augum
féllu þau Jón og Guðrún strax und-
urvel að þessum magnaða kjarna-
hóp, þótt þau væru miklu yngri en
flestir aðrir í hópnum.
Reyndar var Jón virkur fé-
lagsmaður í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur og ég man ekki betur
en hann hafi sem fulltrúi þess sótt
mörg þing Alþýðusambands Ís-
lands og Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna. En meginstarf
hans var í Alþýðuflokksfélaginu,
svo glaðlyndur, ræðinn og vel lið-
inn af öllum, sama á hverju gekk í
starfi flokksins. Árum saman sat
hann í félagsstjórninni, venjulega
sem gjaldkeri, hörkuduglegur svo
af bar. Þar að auki var hann í ýms-
um starfsnefndum félagsins, t.d.
skemmtinefnd, og margvíslegu
öðru flokksstússi. Þegar líða tók á
sjöunda áratuginn var hann jafnan
í hópi þeirra, sem félagið kaus sem
fulltrúa sinn á flokksþing, annað
hvert ár, og þar með til setu í Full-
trúaráði Alþýðuflokksins í Reykja-
vík, sem var mikilvæg stofnun um
áratugaskeið. Auk þessa var hann
af og til kjörinn sem varamaður í
flokksstjórn og sat þá alla fundi
hennar. Ég þykist geta tímasett
það með þó nokkurri nákvæmni, að
upp úr 1960 hafi hann kappsam-
lega verið tekinn að sækja flokks-
fundina í Reykjavík og hafi ekki
dregið úr því fyrr en rétt fyrir
miðjan níunda áratuginn. Flestall-
ar tómstundir hans í næstum fjórð-
ung aldar fóru með öðrum orðum
sagt í fórnfúst starf fyrir Alþýðu-
flokkinn. Það var vasklega gert.
Enda maðurinn Ísafjarðarkrati af
beztu gerð. – Hann var lítt gefinn
fyrir ræðuhöld, en hlustaði þolin-
móður á ræðuskörungana og lagði
sitt mat á málflutning þeirra. Jón
G. Ívarsson var gáfaður alþýðu-
maður, eins og það var kallað í eina
tíð.
Gömlu vinirnir og félagarnir í
Alþýðuflokknum kveðja nú, hver á
fætur öðrum, fólkið sem jöfnum
höndum lagði allt sem það átti í
störf fyrir verkalýðsfélögin og Al-
þýðuflokkinn á hinum erfiðustu
tímum. Ísland væri ekki velferð-
arríki í dag hefði það ekki lagt sinn
stóra skerf af mörkum. Þeim arfi
má ekki glata. Manna eins og Jóns
G. Ívarssonar verður bezt minnzt
með því að slá skjaldborg um það,
sem áunnizt hefur, og sækja fram
til nýrra sigra á velferðarsviðinu.
Fari hann heill. Og hafi þökk fyrir
öll sín góðu störf.
Sigurður E. Guðmundsson.
Það kom á óvart að Jón Gunnar
hefði verið á brott kallaður eftir
rúmlega þriggja vikna dvöl á
sjúkrahúsi. Kynni mín af honum
hófust um áramótin 1992–1993 en á
þeim tíma sá hann meðal annars
um öll innkaup á rekstrarvörum
fyrir embætti skattstjórans í
Reykjavík. Við þann starfa fékk
embættið að njóta sérþekkingar
hans, nákvæmni og reynslu sem
Jón Gunnar öðlaðist á vettvangi
verslunar og viðskipta sem starfs-
maður Ludvig Storr í nálægt 30 ár,
þar af 25 ár sem verslunarstjóri.
Kostnaðarvitund hans var einstök
og vörurnar voru pantaðar sam-
kvæmt nákvæmum áætlunum og
innkaupsverðið ótrúlega hagstætt.
Framkoma hans við starfsmenn
og viðskiptamenn embættisins var
til fyrirmyndar enda maðurinn
glaðlyndur að eðlisfari, greiðvikinn
og hvers manns hugljúfi. Ekki
skoraðist hann undan þegar vinnu-
félagar vildu að hann tæki þátt í
félagslífinu, þótt stundum færi
hálf-illa eins og þegar hann sleit
hásin í fótboltakappleik við emb-
ætti Ríkisskattstjóra og varð af
þeim sökum frá vinnu í talsverðan
tíma. Af einhverjum ástæðum gekk
alltaf erfiðlega að fá fréttir af því
hvernig leikurinn fór, en það er nú
annað mál.
Það var fróðlegt að ræða við
hann um þjóðmálin sem hann leit
gagnrýnum augum enda sannur
eðalkrati frá Ísafirði og gæddur
mikilli réttlætiskennd. Um langt
árabil gegndi Jón Gunnar ýmsum
trúnaðarstörfum meðal annars fyr-
ir stéttarfélög og gamla Alþýðu-
flokkinn í Reykjavík
Þegar formlegum starfstíma
hans hjá embætti skattstjóra lauk í
febrúar 1997 gafst honum og eig-
inkonu hans, Guðrúnu Guðlaugu,
meiri tími til dvalar í sumarbústað
sínum, Lækjarseli við Silungatjörn.
Í hugann kemur boðsferð þangað
sem hann bauð nokkrum fyrrver-
andi samstarfsfélögum. Þar gerði
hann grein fyrir áformum um frek-
ari gróðursetningar, viðbyggingar
o.fl. Greinilegt var að frítímanum
átti ekki að verja til rólegheita
heldur til frekari starfa.
Í einkalífi var Jón Gunnar gæfu-
maður. Við hlið hans í hartnær 60
ár stóð konan hans, Guðrún Guð-
laug Sigurgeirsdóttir, en þeirrar
samleiðar nutu þau bæði í tryggð
og trú, hvort sem það var í faðmi
fjölskyldunnar, sumarbústaðnum
eða í sólarlandaferðum.
En núna er kveðjustundin runn-
in upp og þessi farsæli fjölskyldu-
maður horfinn á vit feðra sinna.
Eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu
Guðlaugu, og öðrum aðstandendum
votta ég mína dýpstu samúð og bið
góðan guð að styrkja þau á þessum
erfiðu tímum. Eftir stendur minn-
ing um sómamann sem hafði til að
bera mjög marga persónulega eig-
inleika sem eftirsóknarverðir eru.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guð um geim.
(J.H.)
Með þökk fyrir ánægjuleg kynni.
Sveinbjörn Strandberg.
Kær vinur og samherji er látinn.
Mig langar að minnast í fáum
orðum stórkratans og jafnaðar-
mannsins Jóns G. Ívarssonar. Ég
kynntist Jóni og hans góðu eig-
inkonu Guðrúnu fyrir um 40 árum
þegar ég var að byrja að starfa
fyrir Alþýðuflokkinn og hefur vin-
átta haldist alla tíð.
Jón var einn af traustustu mönn-
um Alþýðuflokksins og jafnaðar-
stefnunnar og alltaf hægt að
treysta á að hann skilaði þeim
verkefnum sem honum voru falin,
með stakri prýði. En þau verk voru
bæði stór og smá sem hann var
beðinn um að leysa.
Jón var valinn til margra trún-
aðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og
í fjöldamörg ár var hann gjaldkeri
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og
var það altalað hvað Jóni gekk vel
að ná inn félagsgjöldum, en áður
hafði oft gengið erfiðlega að ná inn
gjöldunum. Jón hafði þann háttinn
á að ef ekki var búið að greiða á
gjalddaga, þá gekk hann í húsin og
rukkaði þá sem skuldugir voru og
náði frábærum árangri.
Jón var einn af þeim er stofnuðu
með okkur Vilmundar vinafélagið
sem síðar varð súpufélag og var vel
virkur þar. Jón kom fram með
mörg af helstu baráttumálum
flokksins hann var bæði hug-
myndaríkur og fylginn sér og hafði
jafnaðarstefnuna ætíð að leiðar-
ljósi.
Það var ánægjulegt að sjá hvað
þau hjón Jón og Guðrún voru sam-
stiga og samhent í öllu er þau tóku
sér fyrir hendur og unnu vel að
hugsjónarmálum sínum, þau voru
alltaf létt í lund og frábærir fé-
lagar.
Í fjölda mörg ár starfaði Jón á
skattstofunni í Reykjavík og var
mér vel kunnugt um, að fjöldi
manns leitaði oft til hans við að fá
rétta leiðsögn og úrlausnir á sínum
skattaframtölum og var hann sér-
staklega orðaður fyrir góðar úr-
lausnir og prúðmannlega fram-
komu.
Ég hef aðeins stiklað á örfáu en
hægt væri að bæta mörgu við.
Þegar rætt er um eðalkrata þá
var Jón það í orði og verki.
Ég og eiginkona mín viljum
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessum einstaka manni og biðj-
um góðan guð að styrkja eiginkonu
hans, börn og aðra ættingja á þess-
um erfiðu tímum.
Guðmundur Haraldsson,
Guðfinna Sigurðardóttir.
Þegar litið er til baka á liðinn
tíma er margt sem rifjast upp og
það á ekki síst við þegar hugsað er
um samneyti við mann eins og Jón.
Þegar farið er aftur á sjöunda ára-
tuginn þá er eins og gluggi opnist
og ýmislegt skemmtilegt komi í
ljós, því þá áttum við Jón ásamt
mörgum öðrum frábært samstarf í
Lúdvig Storr. Síðar þegar því var
lokið hittumst við nokkur alltaf ár-
lega til þess að rifja upp gamla
tíma og hafa gaman af og njóta
þess einnig sem lífið bauð upp á í
nútíðinni.
Jón var ákaflega indæll, hug-
ulsamur, velviljaður og hlýr per-
sónuleiki og það fer um mann til-
tekin notatilfinning þegar hugsað
er til hans. Hann hafði sína galla
eins og aðrir og var fljótur upp á
nef sér, svo að roðinn skein af hon-
um, en jafn fljótur niður eins og
ekkert hefði í skorist og brosti
hinn blíðasti. Morgnarnir voru hon-
um líka býsna þungir í skauti og
okkur vinnufélögunum í Lúdvig
Storr þótti eðilegt að yrða ekki á
hann fyrsta korter dagsins. En svo
indæll var hann og velviljaður að
við horfðum framhjá veilum hans
og litum fremur í átt til kosta hans.
Jón var gjaldkeri Alþýðuflokks-
ins því stjórnmál höfðuðu sterklega
til hans. Hvort hann reis þar upp
og fékk útrás fyrir efnunum skal
ósagt látið en alla vega stýrði hann
gjaldkerastarfinu farsællega. Jón
var mikil ferðalangur og ferðaðist
um landið þvert og endilangt og
hafði mikið gaman af. Á þessum
ferðum greip hann oftar en ekki til
myndavélarinnar og það verður að
segjast eins og er að sú minn-
ingaflóra sem kemur fram í þess-
um myndum er mjög eftirtektar-
verð og með hliðsjón af því sem
hann tók sér fyrir hendur, alveg
stórkostleg.
Jón var kvæntur og átti börn og
buru og stóð konan hans alla tíð
staðföst við hlið hans og lét hvergi
deigan síga jafnvel þótt upp kæmi
hjartveiki hjá Jóni sem átti eftir að
verða honum að falli. Þau hjónin
áttu margt sameiginlegt, ekki síst
sumarbústað sem þau eignuðust og
höfðu gaman af að hlúa að og taka
á móti gestum og gangandi. Jón
var ættaður frá Ísafirði og eins og
þjóðin veit eru Vestfirðingar öðr-
um fremri að margra mati. Jón var
yndislegur maður og frábær sam-
starfsfélagi og í seinni tíð vann
hann á Skattstofunni og við vorum
svo heppnar ásamt fyrrverandi
vinnufélaga úr Lúdvig Storr að
geta látið hann fara höndum um
skattskýrslur okkar og gerði hann
það með þvílíkum glæsibrag að
ekki þarf að kvarta.
Nú þegar litið er á liðna stund
og horfst í augu við það að við
þurfum að kveðja Jón þá óskum
við honum velferðar í handanheim-
inum og vitum að algóður Guð tek-
ur á móti honum og við vitum það
líka að Jón mun brosa við Drottni
eins og hann gerði svo fallega við
okkur vinnufélaga sína í Lúdvig
Storr „í den“.
Í skuggahúmi sálin döpur
syrgir harmi slegin.
Ofin gleðibliki gæskumynda
göngusporanna liðnu.
Í sorgarbirtu í stjörnuljóma
sólargeisla hryggðar.
Er hamingjutár í hjartatrega
í hvarfaflóru fortíðar.
Í englaveröld hnípinn gengur
umvafinn elskuríkum yl.
Í föðurarmi finnur þrautalíkn
frjáls af æviviðjum.
(Jóna Rúna Kvaran)
Blessuð sé minning góðs drengs
sem nú er farinn yfir móðuna
miklu, mundu það Jón að hjörtu
okkar og annarra eru full af þakk-
læti og hlýju til þín.
Kristín T. Ágústsdóttir og
María Kristleifsdóttir.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning