Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YFIR 900 sjó- og stormsvölur voru merktar í Elliðaey í Vestmannaeyja- klasanum um helgina og þrátt fyrir að það sé heldur minna en að var stefnt voru leiðangursmenn ánægðir með árangurinn. Elsti fuglinn sem kom í net leiðangursmanna að þessu sinni var merktur við Íslands- strendur árið 1988 og er því um 20 ára gamall. Nokkuð stíf suðaustanátt gerði svöluveiðimönnum gramt í geði en vegna vindsins var ekki hægt að reisa netin á bestu veiðistöðunum. Vindurinn strekkir á netunum og þá eru þau harla gagnslítil veiðarfæri. Að sögn Guðmundar A. Guðmunds- sonar, fuglafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, eru neta- veiðar sem þessar eru viðurkennd aðferð fyrir fuglamerkingar og sé rétt farið að sé fuglinum engin hætta búin. Svölurnar hafi heldur ekkert kippt sér upp við að festast í net- unum. „Þær tóku þessu flestar með jafnaðargeði og sumar voru reyndar veiddar þrisvar sinnum sömu nótt- ina,“ segir Guðmundur. Alls tóku 15 fuglafræðingar og fuglaáhugamenn þátt í leiðangrinum og gistu þeir í tjöldum í Elliðaey. Stofn sjósvölunnar í Elliðaey er stærri en stormsvölunnar og sá þess að sjálfsögðu stað í merkingunum; merktar sjósvölur voru 590 en merktar stormsvölur voru 330. Fuglar hafs og nætur Bæði storm- og sjósvölur forðast að vera á ferli á landi eða yfir landi að degi til og meðan á varptíma stendur skiptast karl og kerling á um að sitja á hreiðri á meðan hinn heldur sig úti á sjó. Andríkir fugla- áhugamenn hafa af þessum sökum kallað svöluna fugl hafs og nætur. Líkt og lundinn búa stormsvölur og sjósvölur í holum sem þær grafa og raunar er mjög algengt að holur sjósvölunnar séu hliðargangur úr lundaholum en það er algengt að sjósvölur haldi til í lundabyggðum. „Það er gaman að því hvernig þessar tegundir skipta með sér tímanum. Þegar við erum að bíða eftir að svöl- urnar komi inn til lands um kvöldið þá eru síðustu lundarnir að hverfa úr brekkunum og stinga sér inn í hol- urnar. Um leið og þeir eru horfnir þá koma svölurnar svífandi inn á eyj- una. Og um leið og þær þagna á morgnana þá fara fyrstu lundarnir af stað. Þannig skipta fuglarnir með sér sólarhringnum,“ segir Guð- mundur og bætir við að svölurnar séu afskaplega skemmtilegir fuglar. „Maður sér þá ekki oft úti í nátt- úrunni en að handleika þá og upplifa þessi hljóð, kliðinn í öllum brekkum á nóttunni, þetta er stórkostleg upp- lifun.“ Ljósmynd/Jóhann Óli Ólafur Á. Torfason og Guðmundur A. Guðmundsson við sæsvölumerkingar í Elliðaey. Fuglarnir eru geymdir í kassa til að betur fari um þá. Svölurnar eru veiddar í slæðunet sem eru strengd upp á milli tveggja stanga. Ekki má vera strekkt á netunum því þá festast fuglarnir ekki í þeim heldur skjótast af þeim aftur. Hlynur Reynisson sést hér sækja eina svöluna sem hafði flækst í netinu. 15 manns tóku þátt í leiðangrinum. Um 900 svölur tóku merkingum með jafnaðargeði Svölur við völd þegar lundar sofa Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LESLIE J. Crofford, einn helsti sérfræðingur heims í vefjagigt, var hér á landi á ráðstefnu samtaka gigtlækna á Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lauk nú um helgina en þar kynntu vísindamenn sem stunda rannsóknir á gigtsjúkdóm- um niðurstöður sínar. Um 80 fyr- irlesarar fluttu erindi en 500 manns sóttu ráðstefnuna. Vefjagigt lýsir sér í langvarandi verkjum eða stirðleika í vöðvum og almennri þreytu og er sjúkdóm- urinn algengari hjá konum en körl- um en u.þ.b. 10 konur fá hann á móti hverjum einum karli. Leslie J. Crofford er frá Banda- ríkjunum og stýrði hún stærstu rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á vefjagigt. Hún segir verkina sem fylgi sjúkdómnum geta verið afar mikla og sjúkling- arnir eigi mjög erfitt með að lifa með þeim. Mikil fötlun geti fylgt í kjölfarið og oft eigi vefjagigtar- sjúklingar því erfitt með að lifa eðlilegu lífi. Hún segir að rann- sóknir sínar hafi færst út í að skoða langvinnan sársauka sem sé sjúkdómur í sjálfu sér og komi oft í hlut gigtlækna að greina og með- höndla. Rannsóknir hennar á vefjagigt hafa nú staðið yfir í 18 ár en hún hefur m.a. starfað við Nat- ional Institute of Health í Banda- ríkjunum, Michigan-háskóla en nú starfar hún við Kentucky-háskóla. Að sögn Crofford eru oft erfða- fræðilegar ástæður sem útskýra hvers vegna fólk fær langvinnan sársauka eins og vefjagigt. Ákveð- in gen hafi áhrif á hversu við- kvæmt fólk sé fyrir sársauka og aðrir þættir geti komið sársauk- anum af stað. Mörg gen geti því orsakað þá verki sem sjúklingar gigtlækna hafi. „Ég hef skoðað sérstaklega hvernig erfðafræðileg- ir þættir hafa áhrif og einnig streitu en streitan getur orsakað verkina,“ segir Crofford. „Við höf- um rannsakað hvernig erfðaþætt- irnir spila oft saman með ákveðnum atvikum í lífi einstak- lingsins sem valda streitu sem síð- an veldur einkennum eins og sárs- auka. Þegar fólk hefur fengið einkennin þá fylgja þeim alls konar framhaldsafleiðingar. Sjúklingarn- ir verða þunglyndir, missa löngun til að vera virkir í samfélaginu, hætta að sofa og þurfa að kljást við frumskóg heilbrigðiskerfisins. Þetta veldur frekari streitu og allt þetta viðheldur ástandinu.“ Crofford segir nú vera reynt að finna leiðir til að leysa vandamál sjúklinga með vefjagigt. „Eitt af því sem við teljum að verði að gera er að greina fólk sem fyrst til að koma í veg fyrir að allar fram- haldsafleiðingar verkjanna á sjúk- linginn komi fram. Ef mönnum tekst það verður sjúkdómurinn mun viðráðanlegri. Við höfum nú þróað mismunandi meðferðarúr- ræði og erum afar jákvæð með nið- urstöðurnar en forsendan er að við skiljum rætur sársaukans betur.“ Helsti sérfræðingur á sviði vefjagigtar hélt erindi á ráðstefnu norrænna gigtlækna sem fram fór í Reykjavík um helgina Mikilvægt að skilja rætur sársaukans Morgunblaðið/Jim Smart Leslie J. Crofford hefur m.a. skoðað áhrif streitu á verki gigtarsjúklinga. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir flugferð um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar með Ómari Ragnarssyni fréttamanni á laugardag að hagsmunir af virkjun og álveri á Reyðarfirði væru miklu meiri en það sem fórnað væri með framkvæmdunum. Með Geir og Ómari í för voru þau Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Arnbjörg Sveinsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Guð- laugur Þór Þórðarson, formaður umhverfisnefndar Alþingis. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins sagði Geir að hann hefði nokkrum sinnum komið á virkj- anasvæðið, bæði áður en framkvæmdir hófust og síð- an eftir það. „Í þessari ferð var farið á ýmsa staði sem ég hef ekki séð áður og það er auðvitað gaman að því. Hér erum við búin að vera að skoða okkur um svæði sem mun fara undir vatn. En það var náttúrlega vitað að það fer heilmikið land undir Hálslón. Það breytir ekki því að þeir hagsmunir sem eru bundnir við virkj- unina og álverið á Reyðarfirði eru miklu meiri en það sem fórnað er hér,“ sagði Geir og bætti því við að ferðin myndi ekki breyta þeim ákvörðunum sem þeg- ar hefðu verið teknar. „Framkvæmdin er stórkostleg og mun hafa gríðarleg áhrif til góðs, bæði á Austur- landi en einnig um allt þjóðfélagið held ég.“ Spurður um ferðina sagði Geir að ferðin hefði fyrst og fremst verið útsýnisflug. Flogið hefði verið frá Ak- ureyri og yfir Aldeyjarfoss, Ódáðahraun, Öskju og Kverkfjöll svo nokkur dæmi séu tekin. Lent var á þremur stöðum og þar skoðuðu menn sig um. „Það er óskaplega skemmtilegt að fara í svona ferð með [Óm- ari]. Hann er fróður hér um alla staðhætti og örnefni og þess háttar. Við flugum svo yfir virkjunina og framkvæmdirnar þar. Það var náttúrlega stórkostlegt að sjá þetta allt,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra. Arnbjörg Sveinsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ómar Ragnarsson, Guðlaugur Þ. Þórðarson og Geir Haarde. Miklu meiri hagsmunir af virkjun og álveri Geir H. Haarde flaug yfir áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.