Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 36
                   !    !"# $ %" KARLMAÐUR á fimmtugsaldri beið bana og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi, skammt norðan við Þingvallaveg, um miðnætti í fyrrinótt. Á tæplega einni viku hafa fjórir beðið bana í umferðarslysum og alls hafa 16 manns látist í umferðinni á þessu ári. Slysið í fyrrinótt varð með þeim hætti að bíl sem ekið var suður Vesturlandsveg var ekið á hross sem hljóp út á veginn en við það kastaðist bílinn yfir á rangan veg- arhelming og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn var gríðarharður. Sá sem lést var farþegi í aftur- sæti bifreiðarinnar sem skall á hrossinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað. Ökumaður bifreið- arinnar liggur á gjörgæsludeild og er tengdur öndunarvél en sam- kvæmt upplýsingum lögreglu hlaut hann mikil höfuðmeiðsl. Tveir aðrir farþegar sem voru í bílnum slösuð- ust minna. Í hinum bílnum voru tveir farþeg- ar auk ökumanns og hlaut farþegi í framsæti beinbrot. Allir voru fluttir á slysadeild til rannsóknar. Vegur- inn var lokaður í fjórar klukku- stundir vegna slyssins. Hrossið sem ekið var á drapst við áreksturinn. Sigurður Teitsson hestamaður í Mosfellsbæ, sem var kallaður til að- stoðar eftir að ekið var á hrossið, segist hafa haft spurnir af því að hross hafi fælst og sloppið úr girð- ingum víða í Mosfellsbæ og Mos- fellsdal vegna flugeldasýningarinn- ar á Menningarnótt. Almennt hafi mikil styggð verið í hrossahópum. Sigurður segir hugsanlegt að menn hafi ekki gert ráð fyrir því að hross í girðingum myndu fælast enda hafi flugeldasýningin verið í Reykjavík. Hestamenn séu afar slegnir yfir þessu slysi og væntanlega verði að taka til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Banaslys á Vesturlandsvegi eftir árekstur við hross Mikið um að hross fældust vegna flugeldasýningar Menningarnætur Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is BOTNINN var sleginn í dagskrá Menningar- nætur Reykjavíkur á laugardag með veglegri flugeldasýningu. Var flugeldunum skotið upp af varðskipinu Ægi sem lá við akkeri í Rauðar- árvík. Skilyrði voru með besta móti og mátti heyra drunurnar af skoteldunum um allt höf- uðborgarsvæðið. Ætlað er að um 90.000 manns hafi fylgst með sjónarspilinu en sýn- ingin er sögð sú stærsta til þessa. | 32–33 Morgunblaðið/Eyþór Menningarveislunni lokið með hvelli ÞYRPING hf. hefur lagt fram tillögu við skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnar- nesbæjar þess efnis að heimiluð verði land- fylling norðaustan við gatnamót Norður- strandar, Suðurstrandar og Eiðsgranda. Er gert ráð fyrir verslunarhúsnæði, útivistar- stígum, „bryggju“ og opnum svæðum á fyll- ingunni. Tillagan hefur verið kynnt skipulags- og mannvirkjanefnd en ekki verið afgreidd af hennar hálfu. Gert er ráð fyrir því í tillög- unni að landfyllingin verði rúmir tveir hekt- arar eða um 22.400 fermetrar og grunnflöt- ur verslana um 6.550 fermetrar. Húsnæðið mun hýsa verslanir Hagkaups og Bónuss auk stoðverslana. Oddur Víð- isson, framkvæmdastjóri Þyrpingar hf., segir tillöguna hugsaða sem lausn á versl- unar- og þjónustumálum í Seltjarnarnesbæ og að hluta fyrir vesturbæ Reykjavíkur. | 4 Vilja byggja á landfyllingu á Seltjarnarnesi ELSTI núlifandi Íslendingurinn, Sól- veig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræf- um, varð 109 ára í gær. Sólveig fæddist 1897 og hefur því verið uppi á þremur öldum. Hún fæddist á Keldunúpi í Skaftárhreppi en fluttist níu ára gömul að Hofi í Öræfum eða fyrir hundrað árum. Sólveig giftist Gunnari Jónssyni og bjuggu þau lengst af í Svínafelli. Þau eignaðist 7 börn, 16 barnabörn og eru afkomendurnir alls orðnir 67 í fjórum ættliðum. Sólveig er ótrúlega hress og heilsuhraust en er farin að tapa sjón og heyrn. Ættingjar og vinir héldu upp á daginn með henni á Hjúkrunarheimilinu á Höfn þar sem hún býr. Sá Íslendingur sem lengst hefur lifað er Guðfinna Einarsdóttir en hún lést 1. apríl sl., þá 109 ára og 58 daga að aldri. Morgunblaðið/Sigurður Mar Sólveig Pálsdóttir á afmælisdaginn með langömmubarn í fanginu, Krist- björgu Maríu Kjartansdóttur. Hefur verið uppi á þrem- ur öldum STJÓRN Samtakanna 78 ætl- ar að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það kanni hvort einhver lönd séu tilbúin að leyfa samkyn- hneigðum pörum að ættleiða börn þaðan. Enn er ekkert land sem Ísland hefur samið við um ættleiðingar barna, sem tekur við umsóknum frá samkynhneigðum pörum, samkvæmt upplýsingu frá fé- laginu Íslensk ættleiðing (ÍÆ). Stjórn félagsins er reyndar ekki kunnugt um nein lönd sem heimila erlendu samkynhneigðu pari að ætt- leiða barn þaðan. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra segir að verði dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu bent á land, sem hafi áhuga á samningum um þetta efni við Ísland, yrði gerð slíks samnings að sjálfsögðu könn- uð. Samkvæmt lögum um rétt- indi samkynhneigðra, sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor, eru frumættleiðingar ís- lenskra og erlendra barna heimilaðar jafnt gagnkyn- hneigðum og samkyn- hneigðum pörum. Fjölmargar fyrirspurnir frá samkynhneigðum hafa borist Íslenskri ættleiðingu í kjölfar laganna en ekkert par hefur enn farið í gegnum um- sóknarferlið. „Eins og staðan er í dag gætum við ekki sent þá umsókn til neins lands,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslenskrar ættleiðingar. ÍÆ er eina félagið hér á landi sem hefur löggildingu til að vera milligönguaðili um ættleiðingar frá öðrum lönd- um. Í mörgum löndum starfa fleiri en eitt ættleiðing- arfélag. Hrafnhildur Gunn- arsdóttir, formaður Samtak- anna 78, segir hugsanlegt að annað ættleiðingarfélag þurfi hér á landi. Samtökin vonist þó eftir farsælu samstarfi við ÍÆ. Samtökin 78 vilja að ráðuneytið kanni hvaða lönd heimili að samkynhneigðir ættleiði þaðan börn Fjöldi fyrirspurna borist Íslenskri ættleiðingu  Umsóknir | 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.