Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 19 Fyrir nokkru fór ég í ferða-lag um Austurland ogmeðal annars að Kára-hnjúkum og inn að Kring- ilsá. Himnablíða var á Austurlandi og náttúran skartaði sínu fegursta. Þetta var mín fjórða ferð að Kárahnjúkum. Sú fyrsta var farin með Ferðafélagi Húsavíkur um mánaðamótin ágúst–september 1967 og stóð þá til að ganga á Snæfell, en vegna þoku og snjóhraglanda urðum við frá að hverfa. Í staðinn var farið að Kárahnjúkum að skoða Hafra- hvammagljúfur undir leiðsögn Aðalsteins bónda í Vaðbrekku. Aðra eins tröllaslóð hef ég ekki farið á jeppa fyrr né síðar. Ekki þarf að lýsa þeim ógnvekj- andi áhrifum sem gljúfrin höfðu á okkur og verður mér þessi ferð alltaf ógleym- anleg. En nú er orðið greið- fært að Kárahnjúkum enda er Landsvirkjun búin að leggja veg með bundnu slitlagi úr Fljótsdal að Kára- hnjúkum og hefur þar með opnað öræfin fyrir fólksbílum. Það er hins vegar verulegt torleiði frá Kárahnjúkum inn að Kringilsá og ekki hafði ég tíma til að fara lengra að þessu sinni. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að ganga meðfram Jöklu frá Kára- hnjúkum að upptökum enda engin nafntoguð náttúrufyrirbæri á þeirri leið um fram það sem alls staðar má finna meðfram Jöklu á vegferð hennar. Í bókaflokknum „Landið þitt Ísland“ er ekki getið um nein náttúrufyrirbæri á svæðinu fyrir utan Kringilsárfoss (Töfrafoss) og Hraukana á Kringilsárrananum. Fossinn mun hverfa í lónið en Hraukarnir ekki. Ég verð að segja eins og er að landið meðfram Jöklu frá Kárahnjúkum að Kringilsár- rana getur ekki talist stórbrotið miðað við landslag norðan Vatna- jökuls, gróðurlausir, ávalir ásar og dalverpi. Töfrafossinn er hins vegar áhrifamikið náttúrufyrirbæri þó hann jafnist ekki á við nágranna minn Dettifoss. Í sömu ferð fór ég til Borg- arfjarðar eystra. Það var einnig mín fjórða ferð þangað. Það var ef til vill vegna ferðarinnar í Borgarfjörðinn að ferðin inn að Kringilsá olli mér vonbrigðum. Samanburðurinn var svo sláandi. Það var ekki einungis hrífandi fegurð Borgarfjarðar sem heillaði mig heldur hitt, sem er miklu meira virði, mannlífið, menn- ingin og sagan. En öræfin eru heillandi og sér- staklega fyrir þá sem eru að upplifa þau í fyrsta sinn. Ég skil því vel hughrif þeirra sem ekki þekkja há- lendið og eru að skynja það í fyrsta skipti. En hins vegar er þetta svæði, sem fer undir svokallað Hálslón og allt fárið hefur verið í kring um undanfarið, með því svip- lausasta af hálendinu norðan Vatnajökuls. Áhrifaríkust eru nábúarnir Snæfell og Vatnajökull, sem fara nú ekki undir Hálslónið þó svo mætti skiljast af skrifum sumra. Eflaust má finna margar flúðir og fallegar klettamyndanir meðfram Jöklu á vegferð hennar frá sporði Brúarjökuls að Kára- hnjúkum, rétt eins og á allri vegferð hennar til hafs. En að öll slík fyr- irbæri séu svo mögnuð nátt- úruundur að ekki megi fórna stenst ekki skoðun. Mér finnst að sú af- staða verði að flokkast undir þrá- hyggju, jafnvel trúarbrögð, trú á stokka og steina. Ég deili því ekki skoðunum með þeim sem fárast yfir því að þetta landsvæði fari undir vatn, þó mikil eftirsjá sé að Töfrafossinum. Ég deili hins vegar áhyggjum með þeim sem óttast leirfokið úr lóns- stæðinu á vorin og fram eftir sumri. Eftir ferðalög um öræfin á upp- takasvæðum Jökulsár á Fjöllum og búsetu í nágrenni við hana hin síð- ari ár get ég vitnað um að þar er um hvimleið náttúrufyrirbæri að ræða. Þá deili ég einnig áhyggjum með þeim, sem óttast áhrifin af flutningi Jöklu úr farvegi hennar. Það er svo íslensk- ur plagsiður að ham- ast gegn öllum stór- framkvæmdum og gera þær tor- tryggilegar. Minna má á hrakspárnar í sambandi við Búr- fellsvirkjun á sínum tíma svo maður minnist nú ekki á hrakspárnar um Hvalfjarðargöngin. Það er hins vegar nýtt að nú eru „sjá- endur“ kallaðir til vitnis um að mann- virkin muni hrynja og þeir sem fyrir framkvæmdum standa kallaðir glæpamenn. Þannig birtist okkur fágunin í skrifum mennta- fólksins fyrir sunnan. Það er falleg sýn að sjá fyrir sér blómstrandi smáfyr- irtæki á Austurlandi, fjölbreytileika, í stað- inn fyrir álverið sem verið er að reisa á Reyðarfirði. En því miður er það ekkert nema tálsýn. Það sem borg- arbúar skilja ekki er að fjölbreytni þrífst aðeins í margmenni. Austur- land hefur allt of lengi verið van- rækt og íbúum farið sífellt fækk- andi. Það er mikill misskilningur að þar og annars staðar á „lands- byggðinni“ hafi fólk setið með hendur í skauti, framtakslaust. Fólk hefur sífellt verið að spreyta sig á rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra, en markaðinn vantar, fjöl- mennið. Ef fámenn byggðarlög eiga að lifa verða þau fyrst að snúa sér að frumframleiðslu og um leið og íbúum fjölgar fyrir hennar tilstilli kemur fjölbreytnin í kjölfarið. Það er svo annað mál hvort lands- byggðin eigi að lifa. Og því miður virðist sá hópur stækkandi á höf- uðborgarsvæðinu sem farinn er að taka undir það sjónarmið Mið- Evrópubúa að Ísland eigi að vera Hornstrandir Evrópu, sum- arparadís ferðamanna, eyðieyja. Ef Reykvíkingar vilja sjá fjöl- breytnina blómstra í byggðum landsins þá verða þeir að „sættast“ við landið sitt, byggðarlögin, ekki eingöngu hálendið. Því blómstr- andi, fjölbreytt fyrirtæki ganga ekki í fámenninu. En með tilstyrk borgarbúa kunna þau að blómstra. Það þarf því að verða lífsstíll að fara um landið og njóta þess sem hugur og hönd fólksins hefur skapað og býður okkur að njóta. Það er ekki nóg að fara einskonar pílagríms- ferðir „hringinn“ einu sinni á æv- inni eða á tíu ára fresti. Og til út- landa öll hinn árin, jafnvel tíu sinnum á ári, pakkaður inn í álrisa. Við erum Íslendingar, lærum að njóta þess, alltaf, árið um kring. Það eru ekki bara auðnir hálend- is Íslands sem eru stórkostlegar, það er allt Ísland, einn undra- heimur síbreytileika. Það er alltaf upplifun að koma inn á hálendið, en hin síðari ár finnst mér þó enn meiri upplifun að ferðast um byggðir landsins, skynja menninguna og söguna, sem gefur landinu svo miklu meiri dýpt. Ég fyllist því allt- af djúpri sorg þegar talað er með yfirlæti um „krummaskuðin“ á landsbyggðinni. Ef byggðakeðjan rofnar verður sorglega litlaust að lifa á Íslandi. Það má því ekki ger- ast. Og Kárahnjúkavirkjun er með- vituð aðgerð til að sporna gegn því, en ekki plott óprúttinna glæpa- manna. Kárahnjúkafárið Eftir Gísla G. Auðunsson Gísli G. Auðunsson ’Ef Reykvík-ingar vilja sjá fjölbreytnina blómstra í byggðum lands- ins þá verða þeir að „sættast“ við landið sitt, byggðarlögin, ekki eingöngu hálendið.‘ Höfundur er læknir og skógarbóndi í Kelduhverfi. kra á mig, áður. Og ar,“ segir itt er fyrir pti þeirra hafa orðið r ætlaðist til þess að hún sæi um allt heimilis- haldið fyrir þau hjónin og þrjú upp- komin börn hans sem bjuggu í sama húsi og þau. Í því fólust öll þrif á heimilinu, allir þvottar og matseld, en eiginmaðurinn lagði mikla áherslu á að hún bæri matseldina undir alla íbúa hússins og eldaði samkvæmt óskum heimilismanna, sem gat oft þýtt að hún varð að elda fjóra mismunandi rétti. María segir eiginmann sinn hafa verið afar afbrýðissaman og þannig hafi hann reglulega sakað hana um að vera að reyna við tvo uppkomna syni hans sem á heimilinu bjuggu. María segir það hins vegar hafa ver- ið fjarri lagi, enda hafi hún elskað eiginmann sinn og engan annan. Af- brýði eiginmannsins varð hins vegar til þess að hann heimtaði að hún lok- aði sig af í ákveðnu herbergi á heim- ilinu og væri ekki frammi meðal hinna. Þetta segir María auðvitað hafa sært sig. Það sem særði hana hins vegar mest var þegar eiginmað- urinn tilkynnti henni að eina ástæða þess að hann hefði kvænst henni og fengið hana til Íslands væri svo hún gæti þjónað honum sem vinnukona og að hann hefði aldrei í hyggju að vera henni sem eiginmaður, né held- ur að geta með henni börn. „Ég var þá orðin þrjátíu ára gömul og átti mér enga óska heitari en að eignast barn. Og að heyra eiginmanninn til- kynna mér að það kæmi aldrei til greina særði mig djúpt,“ segir María og segist allan tímann sem hún bjó með manni sínum hérlendis hafa verið afar óhamingjusöm og óskap- lega einmana þar sem hann hafi komið fram við hana eins og vinnu- konu. Flúði eftir stöðugar barsmíðar og tilraunir til kyrkingar Aðspurð segist María hafa búið með eiginmanni sínum hérlendis í tæpt hálft ár þrátt fyrir stöðugar barsmíðar og a.m.k. tveggja tilrauna til kyrkingar, þar sem henni tókst á síðustu stundu að rífa sig lausa og flýja eiginmann sinn. Í október á síð- asta ári tók steininn hins vegar úr og hún endaði með aðstoð lögreglunnar á Neyðarmóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúss þar sem hlúð var henni. Í framhaldinu gisti María í Kvennaathvarfinu um tíma. Að- spurð segir María eiginmann sinn á þeim tíma hafa haft samband við hana í þeim tilgangi að fá hana til að koma aftur heim. „Ég var alveg til í að láta reyna á sambandið þrátt fyr- ir allt sem á undan var gengið, en tjáði honum að ef við ættum að lifa saman sem hjón þá yrðum við að búa saman bara tvö. Ég gæti ekki búið við þessar ásakanir hans í minn garð.“ Úr varð að eiginmaðurinn sótti Maríu og kom henni um tíma fyrir á gistiheimili. Eftir á segist María sjá að á þeim tíma hafi eiginmaður hennar verið að vinna að því að skilja við hana án hennar vitundar. María hefur sl. ár unnið fyrir sér og býr nú í einu herbergi sem hún leigir. Þegar hún í mars sl. sótti um framlengingu á makaleyfi var henni í maímánuði synjað um það á þeim forsendum að hún væri ekki lengur gift Íslendingi. „Það var í fyrsta skiptið sem ég heyrði af því að hann hefði skilið við mig,“ segir María sem í framhaldi sótti um sjálfstætt atvinnu- og dval- arleyfi, en var synjað um atvinnu- leyfi. Án atvinnuleyfis getur hún ekki sýnt fram á framfærslu og þar af leiðandi á hún ekki kost á dval- arleyfi. „Ég skil ekki hvers vegna verið er að refsa mér. Ég kom ekki hingað til lands sem ólöglegur inn- flytjandi og hef ekki gert neitt rangt. Hvers vegna er þá verið að refsa mér með þessum hætti?“ „Hann lagði líf mitt í rúst“ Aðspurð segist María enga ósk eiga sér heitari en að dveljast áfram á Íslandi, enda sé hún ánægð í vinnu hér og segir ekkert bíða sín snúi hún aftur heim. „Það má segja að ég hafi brennt allar brýr að baki mér, með því að segja upp vinnu minni þar og gefa allt frá mér. Snúi ég heim þarf ég að byrja aftur frá grunni með tvær hendur tómar,“ segir María og spyr síðan blaðakonu: „Hvernig er það, eru mannréttindi ekki höfð í há- vegum á Íslandi? Hvernig getur staðið á því að eiginmaður kemst upp með að berja konu sína án þess að þurfa að taka neinum afleiðingum gjörða sinna? Þykir það eðlilegt hér í landi að menn berji konur sínar?“ Þegar blaðakonu vefst tunga um tönn segist María aðeins vilja sjá réttlætinu fullnægt. „Fyrrverandi eiginmaður minn hefur leikið mig grátt og ég mun aldrei bíða þess bætur. Hann hefur lagt líf mitt í rúst, en hann getur síð- an hæglega haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég veit t.d. að hann er nú þegar kominn með nýja konu. Ég sit hins vegar eftir í sárum og mun aldrei nokkurn tímann bíða þess bætur að hafa kynnst honum og komið með honum hingað. Hins veg- ar virðist öllum standa á sama um konur eins og mig. Er það virkilega svo að öllum stendur á sama?“ að hafa yfirgefið íslenskan eiginmann sinn, sökum þess að hann beitti hana ofbeldi, er ung nig eiginmaðurinn tjáði henni að hann hefði eingöngu kvænst henni og fengið hana til Ís- ynjað um atvinnuleyfi þrátt fyrir það að vinnuveitandi hennar óskaði eftir því að hafa hana úss, þarf í málum sem þessum að hafa réttlætissjónarmið og sanngirnisrök að leiðarljósi. Morgunblaðið/ÞÖK fram eins og ekkert hafi í skorist. Ég sit hins ur að hafa kynnst honum,“ segir María sem sem við tóku barsmíðar og andlegt ofbeldi sem aðstoðar hjá Neyðarmóttökunni. verið að refsa um hætti?“ silja@mbl.is reglunni í Reykjavík. Spurð ti farið að búið verði að senda ndi þegar líkamsárásarkæran ta dómstóla segir Margrét það ð. Spurð hvort það sé að hennar t og hvort verið sé að gæta órnarlamba með þessum hætti grét því neitandi: „Mér finnst ilegt, því fjarvera fórnarlambs- ndrað framgang málsins,“ segir vísar aftur til réttlætis- og jónarmiða. vílir sú ábyrgð öllum mannréttindi samfélagið beri, fyrir hönd ís- dismanna, enga siðferðislega nvart þeim konum sem þeir fá nds segir Margrét það hvíla á ggja öllum sem eru á landinu réttindi og að hluti af mannrétt- klaust sá að verða ekki fyrir of- ra misnotaður. ram kemur í viðtalinu við Maríu veitandi hennar, Nordica hótel, synjun Vinnumálastofnunar um til handa Maríu til félagsmála- ns. Aðspurð segir Margrét að sú omið upp að einstaklingar, sem gert hafi verið að yfirgefa landið, séu farnir af landi brott þegar kæra vinnuveitanda um synjun atvinnuleyfis fyrir þá kemur til efn- ismeðferðar hjá félagsmálaráðuneytinu. Eins og fram kom í viðtalinu við Maríu skildi íslenskur eiginmaður hennar við hana án hennar vitundar. Aðspurð hvernig það sé hægt segir Margrét að finnist ein- staklingurinn, sem verið sé að reyna að skilja við, ekki í visst langan tíma megi birta viðkomandi útivistastefnu í lögbirt- ingablaði þar sem einstaklingnum er stefnt til að mæta. Geri hann það ekki megi ganga frá skilnaðinum að viðkomandi fjar- stöddum. Þess ber raunar að geta að í til- felli Maríu giftist hún manni sínum í Afríku og því hafi hann væntanlega rekið málið þar í landi. Spurð hvort íslenskur eig- inmaður sem kvænst hafi erlendri konu hérlendis geti skilið við hana með þessum hætti án hennar vitundar svarar Margrét því játandi, en tekur fram að væru slíkar forsendur fyrir hendi myndi málið þó taka mun lengri tíma en þá þrjá mánuði sem það virðist hafa tekið fyrrum eiginmann Maríu að skilja við hana í Afríku, enda sé ekki hlaupið að slíku hérlendis þar sem sýna þurfi fram á að fullreynt hafi verið að hafa uppi á viðkomandi einstaklingi. rmið að leiðarljósi „VIÐ höfum verið mjög ánægð með hana sem vinnukraft og viljum mjög gjarnan hafa hana áfram hjá okkur í vinnu,“ segir Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica hotel um Maríu. Eins og kemur fram í við- tali við hana hér að ofan hefur Vinnu- málastofnun hafnað umsókn hennar um at- vinnuleyfi. Að sögn Ingólfs hefur hann þegar kært synjun Vinnumálastofnunar til félagsmálaráðuneytisins og bíður nú svara þaðan. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein svör um það hvenær líklegt sé að kæran verði tekin fyrir í ráðuneytinu. Aðspurður segir Ingólfur fáránlegt að verið sé að vísa fólki úr landi sem sé ánægt í vinnu hér á landi og sem viðkomandi vinnuveitandi vilji hafa áfram í vinnu. María hefur starfað sem herbergisþerna á hótelinu og segir Ingólfur engan hægð- arleik að ráða fólk í slík störf. Bendir hann á að fáir Íslendingar vilji vinna slík störf og að 90% þeirra herbergisþerna sem starfi á hótelinu komi erlendis frá. Tekur hann fram að fólk frá Evrópusambandslöndunum sækist ekki eftir þessum störfum en fyr- irtækið sé t.a.m. með auglýsingar inni á Vinnumálastofnun. „Þannig að ég held að það sé nú orðum aukið að Pólverjar séu á hverju strái.“ „Viljum hafa hana áfram í vinnu“ gum úr landi áður en kæra vinnuveitanda njun atvinnuleyfis kemur til efnismeðferðar agsmálaráðuneytinu segir Magnús að ávallt nt að hafa meðferð þeirra mála sem ráðu- u berast sem hraðasta. rður hvort honum finnist íslenskt samfélag era einhverja siðferðislega ábyrgð gagnvart onum sem lenda í klóm íslenskra ofbeldis- svarar Magnús: „Jú, að sjálfsögðu gerum við n þessi mál eru flókin og það eru alls konar em koma upp. Þess vegna getum maður ekki g um einstök mál án þess að hafa kynnt sér n að sjálfsögðu berum við siðferðislega gagnvart öllum einstaklingum, en það gilda kveðnar reglur þannig að oft er þetta vand- r vegur.“ ð skoða málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.