Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 16
Ungmennin kvörtuðu ekki undan rigningunni en hins vegar fannst þeim matvöruverð óheyrilega hátt hér á landi. „VERÐLAGIÐ er rosalegt hérna, sérstaklega á matnum,“ segja þau Stefan Tóth frá Svíþjóð, Elisa Vusimäki frá Finnlandi og Dortea Olsvig frá Grænlandi og í kjölfarið fylgir saga frá hverju þeirra um upplifunina af fyrstu verslunarferð- inni. Lýsingar af augum sem stóðu á stilkum og höfðum sem hrista þurfti tvisvar eða oftar til þess að fá fullvissu um að rétt væri lesið á verðmiða eru léttdramatískar og vekja hlátur allra. „Ostarnir eru sérstaklega dýrir,“ segir Dortea og Elisa kinkar samþykkjandi kolli. „En náttúran er stórkostleg. Fjöllin, hafið og náttúran eru svo nálægt Reykjavík og það er stutt að fara út í ósnortna náttúruna,“ segir sú síðarnefnda sem er frá Helsinki og starfar sem aðstoðarleiðbeinandi í Vinnuskóla Reykjavíkur. „Það kom mér samt á óvart hvað lofts- lagið er ólíkt hér og í Finnlandi. Þar rignir að vísu og er vindasamt en ekki nándar nærri eins og hér,“ segir hún og hlær en bætir því við að hún hafi heyrt að þetta sé víst eitt úrkomumesta sumarið hér lengi. Stefan tekur undir með henni en hann finnur þó minna fyrir rigning- unni þar sem hann starfar inni, við umönnun á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. „Ég er í læknanámi og því er þetta góð reynsla. Tungu- málið er vitaskuld ákveðinn þrösk- uldur en það gengur þó ágætlega að gera sig skiljanlegan og ég er alltaf að læra fleiri og fleiri orð í íslensku. En á heimilinu er einn Svíi og hann er hæstánægður með að geta talað sitt tungumál,“ segir Stefan sem er frá Stokkhólmi. Jepparnir komu á óvart Dortea er hér í annað sinn og vinnur í garðyrkju hjá Kópavogsbæ. „Jú, ég er búin að þurfa að nota regngallann meira í sumar en síðast en mér líkar samt vel hérna. Lofts- lagið er ekki ólíkt því sem ég á að venjast í Grænlandi sem og nálægð- in við hafið en þar er samt ekki hægt að komast á milli bæja og þorpa nema fljúgandi eða siglandi. Þar eru engir vegir á milli byggða. Í Nuuk, þar sem ég bý, búa aðeins 16.000 manns svo Reykjavík er mun stærri,“ segir hún og brosir. Elisa segir aðspurð að höfuðborg Íslands komi sér fyrir sjónir sem skemmtileg blanda af Evrópu og N-Ameríku á meðan Stefan segir að sér finnist hún keimlík öðrum borg- um á Norðurlöndum, bara minni. Þau bera öll landi og þjóð mjög vel söguna þótt vissulega sé eitt og annað sem hefur komið þeim á óvart. „Ég var mest hissa á að sjá alla þessa bíla, einkum alla jepp- ana,“ segir Elisa og brosir en Dortea er viss um að íslenskir ung- lingar hljóti að tala óvenju mikið í farsíma. Stefani finnst hins vegar merkilegt að mörgum Íslendingum finnst ekkert sérstaklega spennandi að fara og sjá Gullfoss og Geysi. „Mér fannst það ótrúlegt,“ segir hann og hlær. Rígurinn ristir ekki djúpt Öll eru þau sammála um að nor- rænt samstarf af þessu tagi sé mik- ilvægt. „Maður kynnist landinu á allt annan hátt en sem ferðamaður. Maður kynnist samfélaginu, menn- ingunni og lífsháttunum miklu bet- ur,“ segja þau. „Svíar, Danir og Norðmenn tengjast oft og skilja hver aðra betur bæði vegna land- fræðilegrar staðsetningar og tungu- málsins og eru því í meiri sam- skiptum en t.d. Finnland, Ísland, Færeyjar og Grænland.“ segir Elisa. „Þess vegna er markvisst, norrænt samstarf líka svo mik- ilvægt fyrir þessar þjóðir.“ Undir þetta tekur Dortea sem endilega vill fá fleiri Nordjobbara til Grænlands. En er þá enginn rígur á milli Norðurlandaþjóðanna? „Ég held að hann sé meira í orði en á borði,“ segir Stefan og upplýsir aðspurður að það hafi ekki orðið þjóðarsorg í Svíþjóð þegar Íslend- ingar sigruðu sænsku grýluna svo- kölluðu í handbolta. „Það er ef til vill vegna þess að í Svíþjóð er hand- bolti aðeins í 4.–5. sæti yfir vinsæl- ustu íþróttirnar,“ segir hann og glottir. „Auðvitað er alltaf einhver pínulítill þjóðarrembingur en hann ristir ekki djúpt held ég, enda eig- um við svo margt sameiginlegt. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að vera hér á Íslandi og umgangast bæði Íslendinga og hina Norð- urlandabúana. Og um það snýst þetta,“ segir Stefan og þær Elisa og Dortea taka heilshugar undir.  ATVINNA | Fjöldi ungra Norðurlandabúa er hér á landi að vinna í sumar í gegnum norrænt samstarf Morgunblaðið/Jim Smart Enginn þjóðarrígur eða -rembingur Elisa er hrifin af íslensku náttúrunni. Stefan telur að þjóðarrembing- urinn risti ekki djúpt. Dortea segir loftslagið á Íslandi ekki ólíkt því sem hún eigi að venj- ast á Grænlandi. Það er fríður flokkur ungs fólks frá hinum Norðurlandaþjóðunum að vinna víðs vegar um landið í sumar á vegum Nordjobb og hafa reynd- ar aldrei verið fleiri, þökk sé góðu atvinnuástandi. Unnur H. Jóhannsdóttir kímdi þegar hún komst að því sem þeim þótti rosalegast og stórkost- legast við Ísland. 16 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST MARGT af því sem er gott fyrir hjarta karlmanna er einnig gott fyrir kynlíf þeirra. Með því til dæmis að halda sér í kjörþyngd, reykja ekki og stunda líkamsrækt reglulega, geta karlar dregið verulega úr líkum á því að þróa með sér risvandamál. Þetta er nið- urstaða bandarískrar rannsóknar sem sagt er frá á vefútgáfunni MSNBC.com. Þannig hefur tekist að tengja ákveðinn lífsstíl við risvandamál hjá körlum, en hingað til hefur það fyrst og fremst verið álitið vandamál af sálfræðilegum toga. En nú hefur það sem sagt komið í ljós að margir sömu áhættuþættir eru fyrir hjartasjúkdóma og ris- vandamál. Þannig getur til dæmis hár blóðþrýstingur og sykursýki leitt til risvandamála, rétt eins og hjartasjúkdóma. Sömuleiðis hefur sá lífsstíll sem hefur áhrif á hjart- að og æðakerfið, líka áhrif á ris- vanda, eins og reykingar og lík- amsrækt. Fylgst með körlunum í 14 ár Af þessu má ljóst vera að full ástæða er fyrir unga menn að breyta lífsstíl sínum hið fyrsta til batnaðar. Þar sem offita fer vax- andi hjá ungu fólki, má gera ráð fyrir að í þeim hópi verði risvandi vaxandi vandamál hjá ungum karl- mönnum. Rannsóknin náði til 22.000 Bandaríkjamanna sem fylgst var með í 14 ár. Þar kom m.a. fram að þeir karlar sem voru akfeitir þeg- ar rannsóknin fór af stað, voru 90% líklegri til að eiga í risvanda- málum, heldur en þeir sem voru í mátulegum holdum. Reyk- ingamennirnir voru 50% líklegri til að lenda í risvandamálum held- ur en þeir sem ekki reyktu. Og 30% minni líkur voru á að þeir karlar sem stunduðu mesta lík- amsrækt í byrjun rannsóknar, þyrftu að takast á við risvanda næstu fjórtán árin, heldur en þeir sem stunduðu enga líkamsrækt.  HEILSA | Komið hefur í ljós að þættir eins og þyngd, líkamsrækt og reykingar hafa áhrif á risvanda Strákar, það er tenging á milli lífs- stíls og risvandamála Reuters Margir sömu áhættuþættir eru fyrir hjartasjúkdóma og risvanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.