Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DV Snakes on a Plane kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 4 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 4 og 6 Stick It kl. 8 Snakes on a Plane kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Miami Vice kl. 8 og 10.40 B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 6 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl. 6. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 EITRAÐASTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS LEIKRITIÐ Purpuri eftir norska leikskáldið Jon Fosse var frumsýnt á föstudagskvöld við góðar móttökur áhorfenda. Að sýningunni stendur leikhóp- urinn Jelena sem skipaður er ungum áhugaleikmönnum, en í aðal- hlutverkum á sýningunni eru Bragi Árnason, Erna Svanhvít Sveins- dóttir, Gunnar Atli Thoroddsen, Sig- urður Kjartan Kristinsson og Balt- asar Breki Baltasarsson. Leikstjóri er Friðrik Friðriksson en Álfrún Helga Örnólfsdóttir þýddi verkið úr norsku. Verkið segir frá unglinga- hljómsveit sem er að stíga sín fyrstu skref. Forsprakki hljómsveitarinnar er í tilvistarkreppu og lítur út fyrir að bandið flosni upp þegar stúlka bætist í hópinn. Sýningar verða haldnar í dag, þriðjudag og miðvikudag kl. 9 í Verinu í Loftkastalanum. Miðaverð er aðeins kr. 1.000 en sýningin er um 40 mínútur að lengd. Leiklist | Leikhópurinn Jelena sýnir leikritið Purpura eftir Jon Fosse Aðeins sýnt næstu þrjú kvöld Morgunblaðið/Sverrir Frá æfingu á Purpura sem segir frá átökum innan unglingahljómsveitar. Heppinn er bíófíkill fyrirmargra hluta sakir, tildæmis þær að hann getur umsvifalaust gert sér mat úr strandi í stórborginni, þegar ferða- plön fara algjörlega úrskeiðis. Tala nú ekki um þegar það er í sjálfri bíóhöfuðborginni, París. Í þokustrandinu mínu á leið vestur um haf tók ég kúrs úr nær- liggjandi einnar nætur hótelinu á Max Linder Panorama bíóið í ní- unda hverfi. Það er á Boulevard Poissonniere, við metróstöðina Grands Boulevards og kennt við einn fremsta grínleikara Frakka frá tímum þöglu myndanna, en þarna lét hann innrétta eigin bíó- sal, sem var enduropnaður í núver- andi mynd árið 1987. Hér er salur, neðri svalir og efri svalir, og algjör nautn að fara á bíó. Engu líkara en risatjaldið umlyki mann, og hljóm- gæðin frábær. Líklega besti bíó- salur sem ég hef komið í. Þarna skoðaði ég Guðföður tvö eftir Francis Ford Coppola. Þakkaði guði fyrir snillinginn sem þessi leikstjóri er, í sjöunda himni að endurnýja kynni mín af myndinni og eðalleikurunum Al Pacino og þó sérstaklega Robert de Niro. Fyrir mynd mældi ég Grands Boulevards og grennd, og lagði upp frá Óperu. Eitt af því sem ein- kennir þetta svæði í París eru skemmtileg og falleg „passages“ (yfirbyggð sund) þ. á m. Passage Jouffroy, þar sem er að finna bari og búðir, og eina fyrir bíófíkla. Alltaf hef ég haft sérstaka vel- þóknun á þessum hluta níunda hverfis, sem er heimur út af fyrir sig, ekki síður en til dæmis Mýrin (Le Marais) eða Latínuhverfið. En ég var ekki svo hagvön að ég vissi um sérstakan stað til að seðja ferðahungrið, sem var orðið nokk- uð sárt eftir langdregnar hafvillur þar sem leikurinn hafði borist út um helstu flugvelli borgarinnar. Eftir að hafa skannað nærliggj- andi veitingastaði tók ég kúrsinn á Richelieu brasseríið við Richelieu Drouot metróstöðina. Ekki var slegið vindhöggið þar, því mat- urinn var dásamlegur og viðmótið, og staðurinn þar að auki mjög ákjósanlegur fyrir eina konu úti að borða. Björk Guðmundsdóttir sagði einhvern tímann að hún gæti skrifað leiðbeiningabækling um hvernig sofa skuli í flugvél, en ég hefði mikið til málanna að leggja um Eina konu úti að borða, með leiðbeiningum og ívafi. Og á Richelieu, sem er reynd-ar opinn til fimm á morgn-ana, sneri ég í mínu stúku- sæti baki í aðra eina konu að borða. Fyrir neðan tvær einar kon- ur úti að borða sátu þeim til halds og trausts þrjár stúlkur sem voru svo hryllilega kátar og hlógu svo hátt að gjörvallur staðurinn smit- aðist og jafnvel þjónarnir kímdu. Á eftir gæsalifrarkæfu með fíkjumauki fékk ég þorsk (cabill- aud) sem ég trúi ekki enn að hafi verið þorskur, svo safarík og mið- jarðarhafsleg sem skepnan var. Þegar ég gekk á þjóninn var mér tjáð að fyrst væri hann soðinn, og svo grillaður (greinilega í hófi) en eitthvað hefur nú verið átt við hann meir, ef ég þekki minn fisk rétt. Undir máltíð brast á hvellur, þrumuveður með úrhelli, en það stytti einmitt snyrtilega upp um leið og bíótíminn var kominn, og ný birta með ferskum skýjum á kvöldhimininum í bíóborginni – sem er þar að auki um það bil að bjóða upp á bíósvall með bíómiðum á sérkjörum nú í ágúst og sept- ember. B í ó k v ö l d í P a r í s Kvöldstund með Corleone Al Pacino í hlutverki sínu í Guðföðurnum II. Eftir Steinunni Sigurðardóttur Söngvarinn Barry Manilow þurftiað aflýsa þrennum tónleikum um helgina vegna eymsla. Manilow er laskaður á brjóski á báðum mjöðmum og er bókaður í aðgerð eftir að hann syngur Emmy- verðlaunahátíðinni sem fram fer í Los Angeles 27. ágúst. Manilow er orðinn 63 ára gamall og hafði áður aflýst 16 tónleikum til að hafa tíma fyirr aðgerðina og til að jafna sig í kjölfarið. Manilow birtist á bandaríska vin- sældalistanum fyrr á árinu í fyrsta skipti í 29 ár og hefur verið nokkuð í fréttum undanfarið. Í upphafi árs var hann gagnrýndur fyrir að gera grín að samkynhneigðum á tón- leikum í New York, og komst sömu- leiðis í fréttirnar þegar yfirvöld í smábæ notuðu tónlist hans til að fæla vandræðagemsa úr almenn- ingsgarði að nóttu til, en uppskáru aðeins að íbúar í hverfinu urðu dauð- þreyttir á hljómþýðri rödd Copacab- ana-söngvarans fræga.    Stjörnu-miðillinn Uri Geller hefurhöfðað mál á hendur fyrrver- andi eigendum fyrsta hússins sem Elvis Presley keypti sér. Presley keypti húsið fyrir tekjurnar af sínum fyrstu lögum og bjó þar í 13 mánuði ásamt foreldrum sínum og ömmu áð- ur en hersingin settist að í Grace- land. Uri bauð í hús- ið á eBay og var með hæsta boðið, u.þ.b. 900 þús. dollara þegar uppboðinu lauk. Hann setti selj- endunum 60 daga frest til að tæma húsið, sem seljendunum þótti alls ekki henta, og seldu þeir því húsið frekar hljómplötuframleiðandanum Mike Curb, sem var reiðubúinn að greiða hærri fjárhæð fyrir húsið, eða heila milljón dollara. Uri unir ekki við sitt hlutskipti og sakar eigendur hússins um samn- ingsbrot. Að sögn talsmanna Mike Curb standa vonir til að í húsinu verði starfræktur tónmenntaskóli í samstarfi við háskóla á svæðinu. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.