Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 21. ágúst Spínatlasagna sí sí sí vinsælt Þriðjudagur 22. ágúst Tortillas & chillipottur Miðvikudagur 23. ágúst Dahl indverskur pottur m/litlum samósum Fimmtudagur 24. ágúst Moussaka grískur ofnréttur Föstudagur 25. ágúst Hnetupottréttur m/tofu á teini Helgin 26.-27. ágúst Tælenskur pottur m/núðlum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegar haustvörur Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Útsala 50% Síðustu dagar, jakkar, úlpur, vesti, kápur stuttar og síðar.SÆUNN Stefánsdóttir var kosin ritari Framsóknarflokksins á laugardag en sama dag lauk flokksþingi flokksins. Sæunn hlaut 75,43% atkvæða en Haukur Logi Karlsson hlaut 14,19%. Skömmu áður en kosið var til ritara tilkynntu Birkir J. Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson sem báðir höfðu gefið kost á sér, að þeir hefðu hætt við framboð og hvöttu flokksþingsfulltrúa til að kjósa Sæunni þar sem tveir karl- ar á sextugsaldri hefðu þegar verið kosnir í forystu flokksins, þ.e. þeir Jóns Sigurðsson, formað- ur og Guðni Ágústsson, varafor- maður. Morgunblaðið/Sverrir Eftir flokksþingið er forysta Framsóknarflokksins skipuð þeim Jóni Sig- urðssyni formanni, Sæunni Stefánsdóttur ritara og Guðna Ágústssyni varaformanni. Þau voru að sjálfsögðu glaðbeitt að kosningum loknum. Sæunn kjörin ritari Framsóknarflokksins Á VILHJÁLMSVELLI var á Orms- teitishátíð á föstudag afhjúpaður heiðursskjöldur og þrístökksspor Vil- hjálms Einarssonar fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Eg- ilsstöðum, málara og íþróttaafreks- manns. Völlurinn heitir einmitt í í höf- uðið á honum. „Fyrir um 50 árum síðan vann Vil- hjálmur það stórkostlega íþrótta- afrek að vinna til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Mel- bourne í Ástralíu,“ sagði Soffía Lár- usdóttir forseti bæjarstjórnar Fljóts- dalshéraðs við þetta tækifæri. „Þetta er eitt af mestu íþróttaafrekum sem nokkur Íslendingur hefur náð á al- þjóðlegum vettvangi. Af því tilefni af- hjúpum við nú fótspor Vilhjálms, svo og skjöld sem búið er að koma fyrir á steini á áhorfendasvæðinu. Á honum stendur Silfurstökk Vilhjálms Ein- arssonar þann 27/11 1956. Á stökk- brautina eru mörkuð fótspor Vil- hjálms í þrístökki á Ólympíu- leikunum. Stökkið mældist 16,26 metrar. Vilhjálmur bætti met sitt í 16,37 á Ólympíuleikunum í Róm 1960 og aftur sama ár í 16,70 metra á Laugardalsvelli. Það er enn gildandi Íslandsmet í þrístökki.“ Eftir á fannst manni þetta létt „Þetta rifjar nú upp þessa atburði á sínum tíma suður í Ástralíu“ sagði Vilhjálmur Einarsson í samtali við Morgunblaðið á Vilhjálmsvelli. „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér leið þá. Spennan var mjög mikil, svo varð eiginlega spennufall þannig að maður dofnaði. Ég hef lítið verið drama- tískur í lýsingum á því öllu saman. Eftir á fannst manni þetta létt og eins og allir gætu gert þetta líka. Ég var eiginlega hissa á því að þeir skyldu ekki geta gert þetta líka hinir. Ég var þó auðvitað þakklátur að hljóta þarna silfurverðlaun. Enda var þetta líka hálfum metra lengra en ég hafði nokkru sinni stokkið. Það var mjög óvænt. Keppnisskapið gaf mér þarna kraft og maður getur aldrei vitað hvað gerist, það gerir þetta svo spennandi.“ Að vera silfurmaður öll þessi ár segir Vilhjálmur ágætt, en þó slæmt að ekki skyldi einhver frá Íslandi slá metið. „Í raun er þetta alltaf að verða erfiðara. Aðstaðan hér á Íslandi var á mínum tíma mjög bágborin miðað við það sem mínir keppinautar víða er- lendis höfðu í keppnis- og æfingaað- stöðu. Nú er ekki eftir neinu að bíða, við eigum t.d. þennan völl hér á Egils- stöðum á heimsmælikvarða. Ég hlakka til að sjá að hér renni upp ungt fólk sem skari fram úr og standi sig vel.“ Vilhjálmur á enn óslegið met í þrí- stökkinu og segir enn nokkuð í að ein- hver slái það á Íslandi. „Þetta er svona með þessi met að mér er hálf- illa við þau, líka mín eigin. Ef þau eru mjög góð fæla þau frá íþróttinni. Það er segin saga. Eins og t.d. í spjótkast- inu núna, það er enginn sem er að standa sig framúrskarandi í spjót- kasti. Margir krakkar höfðu áhuga fyrir því meðan Einar og þeir voru í þessu, en metið er svo gott að menn fara frekar í að stunda aðrar greinar þar sem metin eru ekki eins erfið. Ég vil nú meina að ég hafi aldrei hugsað um met heldur bara um að bæta mig frá því síðast. Svo komu metin, en ég held að þessi bannsett met séu mikið eitur.“ Vilhjálmur fylgist vel með íþrótt- unum, ekki síst fóbolta og handbolta. „Mér líst vel á íþróttastarfið á Íslandi og sýnist vera öflugt ungliðastarf í mörgum félögum og það skiptir mestu máli. Svo þurfum við að sæta því að bestu menn okkar fara erlendis þar sem þeim eru borguð laun, sem ekki var nú hér áður fyrr. Það er auð- vitað ágætt ef ungliðastarf er öflugt og mér sýnist svo vera hér á Egils- stöðum. Ég sakna þess þó að ekki er meira sund en raun ber vitni, eins og laugin hér er góð.“ 50 ár frá silfurþrístökki Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne Silfurmaðurinn heiðraður Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjölmenni var við hátíðarhöld á Fljótsdalshéraði um helgina þegar Ormsteiti fór fram. Vilhjálmur Einarsson segist hafa fulla trú á ungu íslensku íþróttafólki. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 KJARTAN Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, hyggst bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í kjör- dæminu fyrir næstu alþingiskosn- ingar og segist hann reiðubúinn að leiða listann fái hann til þess fylgi. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna sem Kjartan boð- aði til á Selfossi í gærkvöldi. Kjartan hefur verið þingmaður samtals í á sjötta ár og var í fjórða sæti Suðurkjördæmis fyrir síðustu alþingiskosningar. Að sögn Kjartans verður á aðal- fundi kjördæmaráðs í Suður- kjördæmi sem haldinn verður hinn 30. september nk. ákveðið með hvaða hætti verði stillt upp á lista í kjördæminu. Segir Kjartan allar líkur á því að haldið verði prófkjör í kjördæminu. Aðspurður segist Kjartan hafa í störfum sínum sem þingmaður fyrir kjördæmið öðlast víðtæka reynslu og yfirsýn sem hann telji að nýtast muni sér til þess að leiða listann. Býður sig fram í eitt af efstu sætunum GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, setti Íslandsmótið í skák í gær en það fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni 12. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að- alstyrktaraðili mótsins, lék fyrsta leik þess í skák Braga Þor- finnssonar og Hjörvar Steins Grétarssonar. Hjörvar er að- eins 13 ára gamall og yngsti keppandi sem tekið hefur þátt í landsliðsflokki Skákþings Íslands í nærri 100 ára sögu mótsins og sló þar með 20 ára met Þrastar Árnasonar. Vel var fylgst bæði með Hjörv- ari, sem og Guðlaugu Þorsteins- dóttur, en eftir jafna og harða baráttu urðu þau að játa sig sigr- uð. Hjörvar fyrir alþjóðameist- aranum Braga Þorfinnssyni sem fyrr segir og Guðlaug fyrir al- þjóðameistaranum Arnari Gunn- arssyni. Í dag fer fram síðari skák 16 manna úrslita og hefst taflið klukkan 17. Vel fylgst með Hjörvari á Íslandsmótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.