Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 29
SAGA Sigurðardóttir útskrifaðist í vor úr dansháskólanum Artez í Arn- hem í Hollandi. Á sýningu í vor sýndi hún verk eftir ísraelska bekkj- arsystur sína, Anat Eisenberg að nafni, sem hlaut ágæta umfjöllun í einu virtasta danstímariti Evrópu, Ballet-Tanz. Verkið ber heitið „Again Absence/Absence Again“. „Það var auðvitað alveg frábært, ekki síst vegna þess að verkið var sýnt sem skólasýning í vor og það er ekki oft sem slíkar sýningar fá svona mikla eftirtekt,“ segir Saga í samtali við Morgunblaðið. Í umsögninni kom fram að verkið tækist á við áleitin efni á djarfan hátt og Anat Eisen- berg væri áhugaverður danshöf- undur sem hefði nýjar og sterkar að- ferðir við að koma boðskap til áhorfenda. Þá var hlutverkum dans- aranna lýst og sagt að þeir hefðu komið hryllingi og fáránleika vel til skila með líkama sínum og samspili. Dansað um stríð Ásamt Sögu dansaði í verkinu önnur ísraelsk bekkjarsystir hennar, Noa Shadur. „Þar sem þær koma báðar frá Ísrael hefur stríð haft mik- ið að segja í þeirra lífi. Verkið er því mjög pólitískt og fjallar um hryðju- verk og þær hörmungar sem eiga sér stað á þessu svæði,“ útskýrir Saga, en bætir við að verkið fjalli ekki síst um hvernig fólk taki á slík- um aðstæðum, ýmist með kaldhæðni eða gríni. „Eða bara hversu alvar- lega maður vill taka aðstæðurnar yf- irleitt; hella sér út í dramatíkina eða bregðast öðruvísi við.“ En er ekkert erfitt að koma svona pælingum yfir í dansverk? „Jú, það er það, enda brugðum við á það ráð að nota allar hugsanlegar aðferðir; við tölum í verkinu og not- um til dæmis gjallarhorn, sem kem- ur eiginlega fram eins og þriðji dans- arinn í verkinu sem bregður sér í alls konar líki. Við förum ansi langt frá dansforminu stundum, notum líkam- ann í allri sinni mynd eins og við get- um til að koma bæði hryllingnum og líka fáránleikanum til skila.“ Verkið til Íslands? Saga segir þær stöllur hafa mik- inn hug á því að sýna verkið hér heima og vonir standi til að af því geti orðið í haust. „Það væri gaman að sýna þetta verk íslenskum áhorf- endum – þetta er auðvitað allt annar raunveruleiki hér,“ segir hún og bætir við að ef af verði myndu þær líklega einnig sýna fleiri verk sem þær hafa æft og samið að und- anförnu ásamt fjórðu bekkjarsyst- urinni, sem einnig er íslensk og heit- ir Margrét Bjarnadóttir. „En ég held að Íslendingar gætu haft gam- an af því að sjá þetta verk, ekki síst í ljósi þess hvernig ástandið er í heim- inum um þessar mundir. Mér finnst fólk stundum gleyma að hugsa um mannlega þáttinn í stríði, hvernig það blasir við almenningi í landinu á þeim stað þar sem það geisar. Oft eru alls konar pólitískir fordómar gagnvart fólki, sem er svo bara eins og við.“ Í því ljósi, hvernig var að kynnast þessum ísraelsku stúlkum? „Það var auðvitað bara frábært, sérstaklega vegna þess að við kynnt- umst úti í Hollandi þar sem hver kom úr sinni átt. Við mættumst þannig á hlutlausum stað og kynnt- umst bara sem einstaklingar. Svo hefur verið mjög forvitnilegt að kynnast þeim ólíku hugmyndum sem fólk hefur um heiminn. En samt náð- um við að tengjast vináttuböndum sem manneskjur.“ Saga stefnir á að búa í Belgíu næsta vetur og feta þar sín fyrstu spor sem atvinnudansari. „Það eru nokkur lítil verkefni að læðast inn hér og þar,“ segir hún. „En svo þarf maður bara að leggja rosalega hart að sér – láta þetta ganga og komast að. Fá að hafa eitthvað að segja.“ Ef allt gengur upp fá Íslendingar þó að sjá Sögu og bekkjarsystur hennar dansa hérlendis líka í haust. „Þá munu víkingar og gyðingar mætast,“ segir Saga Sigurðardóttir dansari hlæjandi að lokum. Dans | Fjallað um Sögu Sigurðardóttur dansara í tímaritinu Ballet-Tanz „Víkingar og gyðingar mætast“ Saga Sigurðardóttir og Noa Shadur í dansverkinu „Again Absence/Absence Again“. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Mér finnst fólk stundum gleyma að hugsa um mannlega þáttinn í stríði,“ segir Saga Sigurðardóttir. BROTIÐ var blað í íslenskri tónlist- arsögu á menningarnótt þegar haldnir voru tónleikar með sígildri tónlist á Klambratúni. Nokkrar helstu stjörnur úr íslenskum óperu- heimi stigu fram á sviðið, sem var býsna stórt og inni í risavöxnu skýli. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilaði undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og á efnisskránni var sumt af því allra vinsælasta úr óperubókmenntunum. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman á túninu og álíka gagnslaust var að telja fólkið eins og að reyna að komast að því hversu mörg grjón maður fær sér venjulega með vor- rúllunum. Ekki var mikið um stóla svo ég kom mér þægilega fyrir á grasinu undir birkitré sem stóð um hundrað metra hægra megin við sviðið. Undir öðru tré við hliðina á mér sat maður og sötraði bjór, en fyrir ofan hann sat ung stúlka á grein. Undir því þriðja sátu tvær eldri konur á stólum sem þær höfðu sjálfar komið með másandi og blás- andi áður en tónleikarnir byrjuðu. Eftir ávarp verndara tónleikanna, Vigdísar Finnbogadóttur, hófst dag- skráin á forleiknum að óperunni Vald örlaganna eftir Verdi. Miðað við fremur ógnandi skýjabakka ótt- aðist ég þó frekar vald veðurguð- anna, a.m.k. um stund, en sem betur fer rigndi ekki. Í rauninni var veðrið hið ágætasta og kjöraðstæður fyrir tónleikana. Auðvitað var ekki hægt að ætlast til sama hljómburðar og í venjuleg- um tónleikasal. Hljómurinn úr há- tölurunum var dálítið mattur og það virtist skipta miklu máli hvar maður var á túninu. Undir birkitrénu heyrðist ekki sérlega vel svo ég var fljótur að færa mig, en bara það að ganga nokkra metra í áttina að miðj- unni hækkaði tónlistina um allt að helming. Söngvararnir sem fram komu voru Kristinn Sigmundsson, Kol- beinn Ketilsson, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Sigríður Aðalsteinsdóttir og Arndís Halla Ásgeirsdóttir. Þá síðastnefndu heyrir maður alltof sjaldan hér á landi, en hún syngur dýrðlega. Sigríður er líka frábær, en hún mætti gjarnan koma oftar fram. Þær stóðu sig báðar prýðilega á tón- leikunum og er sömu sögu að segja um Ólaf Kjartan sem m.a. vakti mikla lukku með „Largo al factot- um“ úr Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. Kolbeinn söng líka margt ákaflega fallega. Helst mátti finna að frammistöðu Kristins, sem var nokkra stund að ná sér á strik, og var það eiginlega ekki fyrr en í þriðja atriðinu hans að hann söng af fullri getu. Hljómsveitin spilaði oftast ágæt- lega og var hljóðblöndunin (sem allt- af er vandasöm þegar heil sinfón- íuhljómsveit á í hlut) vel heppnuð. Það merkilegasta við tónleikana var þó ekki frammistaða söngv- aranna eða hljómsveitarinnar, held- ur stemningin sem myndaðist á Klambratúni. Hún var alveg ein- stök. Eitt megineinkenni opinberrar menningarstefnu á Íslandi er krafan um að listin eigi að vera fyrir alla, að hún eigi að sameina ólíka þjóð- félagshópa. Sjaldan hefur klassísk tónlist náð því eins vel að sameina þjóðina eins og á þessum tónleikum. Það var allskonar fólk á túninu og hvergi þessi uppskrúfaða andakt sem sjálfsagt fælir marga frá sí- gildri tónlist. Vonandi verður fram- hald þar á. Hafi styrktaraðili tón- leikanna, BM Vallá, þökk fyrir frábært framtak. Gríðarlegur mannfjöldi á Klambratúni Morgunblaðið/Sverrir Gagnrýnandi segir einstaka stemningu hafa myndast á Klambratúni: Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson syngur af innlifun. TÓNLIST Söngtónleikar Tónlist eftir Verdi, Rossini, Mozart, Bizet, Gounod, Offenbach, Verdi og Wagner. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Kol- beinn Ketilsson, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Sigríður Aðalsteinsdóttir og Arndís Halla Ásgeirsdóttir ásamt Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Laug- ardagur 19. ágúst. Klambratún Jónas Sen MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 29 MENNING RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 17/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Fim 24/8 kl. 20 Fös 25/8 kl. 20 UPPS. Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA-AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22:00 MARGRÉT Árnadóttir leikur í kvöld tvær svítur eftir J.S. Bach fyrir ein- leiksselló kl. 20.30 í Lista- safni Sig- urjóns Ólafs- sonar. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleika- röð safnsins. Margrét lauk einleik- araprófi árið 2000 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún stundaði framhaldsnám við The Juilliard School of Music í New York og út- skrifaðist þaðan með meist- aragráðu síðastliðið vor. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertón- leikum hér heima og erlend- is. Í kvöld mun hún leika Svítu númer 2 í d moll, BWV 1008 og Svítu númer 6 í D dúr BWV 1012. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Margrét Árna- dóttir í Lista- safni Sigurjóns Margrét Árnadóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.