Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Gunnar Ív-arsson fæddist á Ísafirði 30. jan- úar 1927. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans að- faranótt fimmtu- dagsins 10. ágúst. Foreldrar hans voru hjónin Ívar Alexander Jónsson, f. á Ísafirði 21. júlí 1903, d. 29. febr- úar 1972, og Stef- anía Eiríksdóttir, f. á Geirseyri 22. ágúst 1899, d. 20. mars 1930. Al- systir Jóns er Sigríður Helga Ív- arsdóttir, f. 1. desember 1929. Hálfsystkini Jóns sammæðra voru Björgvin Leó Gunnarsson, 1915-1964, Lára Antonsdóttir, 1921-1987 og Pétur Jens Viborg Ragnarsson, 1925-1988. Hálf- bróðir Jóns samfeðra var Elías Alexander Ívarsson, 1939-1978. Hinn 25. október 1947 kvænt- ist Jón Gunnar eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðrúnu Guðlaugu Sigurgeirsdóttur. Hún fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1926. For- eldrar hennar voru hjónin Sig- urgeir Björnsson, f. 25. október 1899 á Gafli í Villingaholts- hreppi, d. 18. nóvember 1943 í Reykjavík, og Fanney Jónsdótt- ir, f. 7. mars 1909 í Bræðraborg á Seyðisfirði, d. 26. október 1943. Börn Jóns Gunnars og Guð- rúnar eru: 1) Sigurgeir Adolf, lögfræðingur og fyrrverandi rík- istollstjóri, f. 1947. Eiginkona hans er Þóra Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður, ungur að árum og hóf þegar vinnu við verslun. Árið 1947 réð hann sig til starfa hjá Ludvig Storr að Laugavegi 15 og vann þar um 30 ára skeið, lengst af sem verslunarstjóri. Eftir það vann hann á Skattstofunni í Reykjavík, fyrst sem skattend- urskoðandi og síðan sem fulltrúi skattstjóra, allt þar til hann lauk störfum fyrir aldurs sakir, í lok ársins 1997. Jón Gunnar var jafnaðarmað- ur af lífi og sál og tók virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins um áratuga skeið. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn, var fulltrúi á flokksþingum og varamaður í flokksstjórn. Hann sat í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur og gegndi þar störfum gjaldkera. Hann var einnig í fulltrúaráði félagsins. Auk starfa sinna fyrir Alþýðu- flokkinn sinnti Jón Gunnar ýms- um trúnaðarstörfum fyrir verka- lýðshreyfinguna. Sem verslunarmaður starfaði hann með félögum sínum í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og sat þar í stjórn og trúnaðarmanna- ráði. Hann lét lífeyrismál sig miklu varða og var einn af stofn- endum Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Hann var einnig virkur þátttakandi í starfsemi Alþýðu- sambands Íslands og var fulltrúi síns stéttarfélags á þingum þess. Eftir að Jón Gunnar hóf störf hjá ríkinu tók hann að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir opinbera starfsmenn. Hann var m.a. í trúnaðarmannaráði Starfs- mannafélags ríkisstofnana, SFR, og varamaður í stjórn. Hann var fulltrúi SFR á þingum BSRB og sat um nokkurra ára skeið í rit- stjórn Ásgarðs, málgagns BSRB. Jón Gunnar verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. f. 1948. Börn þeirra eru Jón Þór, við- skiptafræðingur, f. 1968 og Guðrún Ið- unn, viðskiptafræð- ingur, f. 1973. Eig- inmaður Guðrúnar er Einar Bjarni Sig- urðsson, hagfræð- ingur, f. 1973. Son- ur þeirra er Óskar Þór, f. 2003. Sonur Guðrúnar er Fann- ar, f. 2000, faðir hans er Gunnsteinn Reynir Ómarsson, f. 1970. 2) Sonja Birna, kvik- myndagerðar- og myndlistar- maður, f. 1952. Eiginmaður hennar er Guðmundur Kristjáns- son, kvikmyndagerðarmaður og framkvæmdastjóri, f. 1955. Son- ur þeirra er Birkir Kristján, f. 1991. Dóttir Sonju er Harpa Rut, f. 1970, d. 1989. 3) Ívar, dr. í stjórnmálafræði og prófessor, f. 1955. Eiginkona hans er dr. Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og prófessor, f. 1964. Sonur þeirra er Jón Reginbaldur, f. 1992. 4) Fannar, sérfræðingur hjá Toll- stjóranum í Reykjavík, f. 1963. Eiginkona hans er Elísabet S. Auðunsdóttir, leikskólastjóri, f. 1959. Dóttir þeirra er Hrafnhild- ur, f. 1995. Jón Gunnar var þriggja ára þegar hann missti móður sína. Hann ólst upp á Ísafirði, hjá ömmu sinni, Guðrúnu Jónu Ív- arsdóttur, 1877-1943, og tveimur föðursystkinum sínum, þeim Guðrúnu Jónu Elísabetu, 1914- 1989, og Adolf Ferdinand, 1908- 1975. Hann flutti til Reykjavíkur Tengdafaðir minn, Jón Gunnar Ívarson, hafði sterka nærveru og enn mikinn lífsþrótt þegar hann lést skyndilega. Það er því er erfitt að sætta sig við að samverustund- irnar með honum verði ekki fleiri, en þau Guðrún, eftirlifandi kona hans, lögðu mikla rækt við fjöl- skylduna og þá sérstaklega barna- börnin. Jón og Guðrún voru óvenju samhent hjón og missir Guðrúnar er því mikill. Þau deildu m.a. áhuga á pólitík og störfuðu í mörg ár inn- an Alþýðuflokksins. Jón var gjaldkeri Alþýðuflokks- ins í Reykjavík um skeið og virkur í félagslífi flokksins. Hann tók jafn- framt þátt í verkalýðsbaráttunni, fyrst innan vébanda Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og síðar í Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Síðustu árin minnist Jón oft á að hann væri stoltastur af þessum fé- lagsstörfum sínum þegar hann liti yfir starfsævi sína og þá sérstak- lega Lífeyrissjóði verzlunarmanna, en í upphafi hafi oft verið erfitt að sannfæra félagsfólk VR um ágæti hans. Sjálfur sagðist hann njóta af- raksturs baráttu sinnar fyrir bætt- um kjörum launafólks, enda greitt í lífeyrissjóð frá upphafi. Jón harm- aði þó oft lengri opnunartíma verslana, þar sem hann hefði ásamt félögum sínum í VR barist á sínum tíma fyrir því að verslunarfólk fengi frí um helgar til að vera með fjölskyldum sínum. Eins og fé- lagsstörfin bera með sér, bjó Jón yfir miklum baráttuanda og metn- aði fyrir hönd barna sinna og ann- arra sem áttu samleið með honum. Í huga Jóns voru allar hindranir sama hversu stórar þær voru – að- eins spurning um að finna leiðir til að kljást við þær. Jóni tókst sjálf- um að vinna sig upp í stöðu versl- unarstjóra, þrátt fyrir litla form- lega menntun og án þess að njóta aðstoðar sinna nánustu á vinnu- markaðinum í Reykjavík, þar sem hann var alinn upp af efnalitlu frændfólki sínu á Ísafirði. Jón hafði alla tíð sterkar taugar til Ísafjarð- ar og sagði oft skemmtilegar sögur frá uppvaxtarárum sínum þar. Á þessari stundu er ég þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við fjöl- skyldan áttum með Jóni. Lilja Mósesdóttir. Jón Ívarsson hóf störf hjá Skatt- stjóranum í Reykjavík í septem- bermánuði árið 1976 og starfaði þar til starfsloka. Hann hafði um árabil verið verslunarstjóri hjá Ludvig Storr, sem rak verslun og speglagerð við Laugaveginn, en réðst til starfa hjá skattstjóra þeg- ar það fyrirtæki hætti starfsemi. Jón Ívarsson hafði í ríkum mæli til að bera eiginleika sem nýtast vel í rekstri fyrirtækja og stofnana. Hann átti þess vegna starfsláni að fagna og uppskar virðingu og vel- vilja með störfum sínum og fram- komu. Hann var ákaflega starfsam- ur maður og jákvæður í garð vinnuveitanda og samstarfsmanna og var vinnusemi hans, trúnaði og framkomu við brugðið. Lífsviðhorf hans voru mannbætandi og það mun vera samdóma álit þeirra er með honum störfuðu að starfsandi hafi vaxið og dafnað fyrir tilverkn- að hans. Heiðarleiki, réttlætiskennd og greiðvikni ásamt með velvild í garð samferðamanna voru aðalsmerki Jóns. Hann valdist því snemma til trúnaðarstarfa og átti með störfum sínum fyrir embættið og starfs- menn þess ríkan þátt í þeim góða anda sem löngum hefur ríkt á stofnuninni. Það er vandasamt verk að vera milligöngumaður starfsmanna og vinnuveitanda, en Jóni tókst með störfum sínum sem trúnaðarmaður að skapa traust og velvilja á báðar hliðar. Um rétt- sýni, heiðarleika og sanngirni Jóns Ívarssonar efaðist enginn sem til hans þekkti, en réttlæti hans varð aldrei að ósanngirni gagnvart öðr- um. Jón gat hins vegar verið fastur fyrir, lét engan teyma sig í ógöng- ur, og brýndi raustina þegar mikið lá við. Þannig eru enn í minni við- brögð hans við ákvörðunum yfir- manna um verklag vegna nýs verk- þáttar, sem þeim góðu heilli datt í hug að bera undir hann. Jón hvessti á viðmælanda sinn augun og sagði með þunga: „Eruð þið orðnir snarvitlausir, maður?“ Hann greindi síðan frá skoðun sinni á því hvernig standa bæri að verki og hafði þar sem oftar rétt fyrir sér. Jón gat verið stjórnsamur og fylginn sér og enginn var hann „já- maður“. Hann sagði umbúðalaust kost og löst á hverju máli og var ófeiminn við að setja fram gagn- rýni á það sem betur mátti fara eða öðruvísi. Ábendingar hans voru á jákvæðum nótum og vel þegnar þar eð allir vissu að þær voru sett- ar fram af réttsýni og án óvildar eða persónulegrar gagnrýni. Jón var sporléttur og snaggara- legur í fasi, meðalmaður á hæð og fremur grannholda. Hann var líf- legur og spaugsamur og gat verið smástríðinn, en allt var það græskulaust. Glaðvær og sístarf- andi tók hann beðinn sem óbeðinn að sér þau verkefni sem leysa þurfti, en hangs og slugs voru eitur í hans beinum. Hann var óragur maður og gekk að hverju verki til að leysa það og kveinkaði sér ekki eða fáraðist yfir því sem að hönd- um bar. Hann var einn margra starfsmanna embættisins á tímabili sem gekkst undir hjartaaðgerð og náði furðufljótt heilsu og hreysti sem kom ekki síst til af bjartsýni hans og þeim eiginleika að taka hverju sem að höndum bar með æðruleysi. Jón Ívarsson var vinsæll maður á vinnustað. Hann kom eins fram við alla og átti gott með að um- gangast fólk, sem smitaðist af áhuga hans, glaðværð og einbeitni. Hann var að upplagi áhugasamur félagsmálamaður og jafnaðarmaður og virkur þátttakandi í félagslífi og þá einnig félagslífi starfsmanna. Jón auðgaði daglegt líf okkar sam- starfsmanna hans í leik og starfi og við söknuðum hans svo sannarlega þegar hann ákvað að láta af störf- um. Sökum tengsla bárust okkur reglulega fregnir af honum og fjöl- skyldu hans auk þess sem við hitt- um þau hjón á árshátíðum starfs- manna árin að loknu starfi. Vinnufélagar við embætti Skatt- stjórans í Reykjavík sakna góðs fé- JÓN GUNNAR ÍVARSSON Þú glaðlyndi Nonni, góði mágur gekkst með okkur æviskeið. Alltaf bjartsýnn, aldrei bágur, bauðst fram hjálp við ættarmeið. Innilegar þakkir og Guð varðveiti þig og þína. Margrét Sigurgeirsdóttir. HINSTA KVEÐJA Mamma og pabbi voru samrýnd hjón, sem máttu varla hvort af öðru sjá. Það sást best þegar við misstum mömmu á aðfangadag árið 1999, pabbi varð aldrei samur aftur, hann saknaði hennar svo mikið. Þau voru nokkuð ólík að því leyti að hún var mannblendin og félagslynd en hann hélt sig aftur á móti til hlés. Eitthvað varð þó til þess að þau máttu ekki hvort af öðru sjá í gegnum árin. Þegar ég hugsa um mömmu, er það brosið hennar og hláturinn sem ég man best eftir, ásamt því að sjá hana vera að sauma út. Mamma var hagleikskona með nálina og sauma- vélina og það lék öll handavinna í höndunum á henni. Bestar voru stundirnar þegar rafmagnið fór af. Þá settumst við systurnar, Eygló, Alda, Ester og Hrönn ásamt mömmu í kringum borðstofuborðið og pabbi kom með margar olíuluktir og setti á mitt borðið og svo var saumað út af krafti, og töluð heil ósköp í leiðinni. Pabbi sat til hliðar og hlustaði og lagði orð í belg af og til. Pabbi var aftur á móti alvarlegri maður, hann var fremur fámáll, en íhugull og traustur maður sem var vel að sér á mörgum sviðum. Stóð fast á sínu enda jafnan búinn að velta hlutunum vel fyrir sér áður en hann tjáði sig um þá. Friðrik kunni þó margar skemmtilegar sögur sem og sagði þær þegar sá gállinn var á hon- um. Þetta er það sem Benna fannst skemmtilegast við pabba, þeir gátu rætt um alla heima og geima og virt- ust vera nokkuð á sömu línunni um lífið og tilveruna. Mín besta minning um pabba er sú frá því að ég var smástelpa. Sat ég á hnánum á honum og hann söng fyrir mig „Hafið bláa hafið“. – Lagið hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eftir það, og sonur okkar Benna, Arnar Þór, fæddur 27. febrúar 1995, hefur örugglega fengið að heyra það jafn ✝ Erna Þor-kelsdóttir fæddist í Borgar- nesi hinn 24. ágúst 1924. Hún lést 24. desember 1999 og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 30. desember. Friðrik Laug- dal Guðbjartsson fæddist á Bíldu- dal hinn 26. nóv- ember 1919. Hann lést 27. jan- úar 2006 og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 3. febrúar. oft, ef ekki oftar en ég, frá því að hann fæddist. Pabbi var mikill hagleiksmaður og lærði til skipa- og húsgagnasmiðs við Iðnskólann á Akureyri. Hann vann við skipasmíðastöð Kea, og fengum við stelpurnar að koma þar til hans og saga og negla spýtur þegar við vildum. Ég bjó heima hjá foreldrum mínum til þrítugs, en þá hóf ég sam- búð með Benedikt Arthurssyni, sem þau tóku eins og hinum tengdason- unum með hlýju og gleði. Benni er af gamla skólanum eins og þau og finnst hinn hefðbundni íslenski heim- ilismatur góður, eins og saltfiskur, siginn fiskur, kjötsúpa og fleira. Þar af leiðandi höfðum við hjónin gaman af því þegar mamma og pabbi komu í mat til okkar. Eftir matinn fórum við mæðgur inn í stofu og spjölluðum þar og snúlluðum í kringum Arnar Þór. Pabbi og Benni sátu hins vegar frammi í eldhúsi og spjölluðu um gömlu tímana og fleira. Pabbi var mjög fróður um menn og ættir, hann virtist hafa það að hálfgerðu áhuga- máli og mundi alveg hver var hvers og þar fram eftir götunum, þar sem bæjarfélagið var ekki eins stórt hér áður fyrr eins og það er í dag. Ég man einnig að þegar maður kom með nýja vini heim og pabbi var heima, þá var yfirheyrsla; sem sagt nýi vinur- inn var spurður spjörunum úr og hverra manna hann væri. Þeir áttu þar vel saman, pabbi og Benni, þar sem maðurinn minn kunni margar sögur úr bænum og er ættfróður eins og pabbi var. Þetta kom þeim báðum til að hlæja mikið og pabbi yngdist upp um mörg ár, þegar þeir rifjuðu upp gömlu tímana. Mamma og pabbi reyndust okkur vel í gegnum árin, aldrei bar skugga á. Þau vildu allt fyrir okkur hjónin og Arnar Þór gera. Við söknum þeirra sárt og þökkum þeim fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við Benni og Arnar Þór sendum þeim hér okkar hinstu kveðju. Hrönn. ERNA ÞORKELS- DÓTTIR FRIÐRIK LAUGDAL GUÐ- BJARTSSON HJÓNAMINNING Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamót- töku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.