Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðan – daglegt málþing þjóðarinnar á morgun Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is VAXTARSAMNINGUR er nýlegt hugtak í umræðunni um byggða- mál hérlendis, en er talsvert þekkt í byggðastefnu ýmissa annarra þjóða. Verið er að ljúka við Vaxt- arsamning Vesturlands og munu hlutaðeigendur undirrita hann 15. september nk. á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Ást- hildur Sturludóttir stjórnsýslu- fræðingur og Inga Dóra Halldórs- dóttir félagsfræðingur hafa komið að undirbúningi Vaxtarsamnings- ins ásamt öðru starfsfólki SSV. Þurfum að vera vakandi fyrir tækifærunum Ásthildur hefur unnið hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi frá árinu 2000 með eins og hálfs árs hléi þegar hún fór til Bandaríkj- anna í meistaranám. ,,Ég byrjaði aftur núna í júní, varði ritgerðina mína og kom heim í starfið. Ég tók til við að fjármagna Vaxtarsamn- inginn og koma í framkvæmd, reyndar í afleysingum og ég hætti þegar búið er að undirrita samning- inn. Inga Dóra hóf vinnu við und- irbúninginn árið 2004 en hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands til eins árs. ,,Það má segja að vaxtarsamn- ingur sé samkomulag sveitarfé- laga, atvinnulífs, ríkis, einkaaðila og annarra aðila um uppbyggingu og vöxt samfélags. Gerður er samn- ingur um stefnumarkmið fyrir þrjú ár og þessir aðilar koma með fjár- magn til að ná settum markmiðum segir Ásthildur. Inga Dóra segir að ákveðin tíma- mót í byggðamálum hafi átt sér stað hér á landi þegar Vaxtarsamn- ingur Eyjafjarðar var gerður á sín- um tíma en með vaxtarsamningum er í auknum mæli verið að færa ákvarðanatökuna til heimamanna og ekki síður til að nýta betur op- inbert fé. ,,Við bindum miklar vonir við Vaxtarsamning Vesturlands á þann hátt að virkja enn frekar ein- staklinga, fyrirtæki og stofnanir í landshlutanum til að vinna sameig- inlega að framþróun svæðisins,“ segir Inga Dóra ,,og ekki síður að auka samkeppnisforskot með mik- illi áherslu á aukna þekkingu á öll- um sviðum atvinnulífsins. Við þurf- um að vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem eru allt í kringum okkur og nýta okkur þau svæðinu til góða. Hér eru tveir öflugir há- skólar sem skapar okkur nú þegar talsvert forskot og mikil áhersla er lögð á að efla framhaldsskólastigið enn frekar. Inga Dóra bendir á að góð samvinna skóla, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sé lykill- inn að árangri fyrir svæðið í heild og að því sé stefnt með tilkomu vaxtarsamnings. „Segja má að Vaxtarsamningur Vesturlands sé tillögur í 30 liðum, eiginlega óska- listi og háleit markmið fulltrúa svæðisins til eflingar búsetu fyrir þá sem fyrir eru, að efla hagvöxt og atvinnulífið og gera Vesturland að góðum kosti í víðum skilningi,“ seg- ir Ásthildur. Hún nefnir að áhersla sé lögð á samgöngumál og sam- göngubætur, fjölmörg verkefni til að efla atvinnulífið og háskólana og byggja upp skólana. Að sögn þeirra Ásthildar og Ingu Dóru hefur undirbúningur gengið mjög vel. ,,Við fundum fyrir mikilli jákvæðni, valin voru stærstu fyrir- tækin, hagsmunasamtök og sveit- arfélög sem við vildum fá sem aðila að samningnum. Þetta eru háskól- arnir, rannsóknarsetur, stórfyrir- tæki, sveitarfélög og og opinberar stofnanir svo eitthvað sé nefnt. Við erum í því að leita eftir fjármagni eða vinnuframlagi. Ég er óskaplega ánægð með þann vilja og jákvæða hug sem forsvarsmenn þessara fyr- irtækja hafa sýnt og þeir hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykill- inn að velgengninni,“ segir Ásthild- ur og bætir við að á Vesturlandi séu sterk fyrirtæki sem komi myndar- lega að samningnum. Ásthildur vonast til þess að flest af þeim markmiðum sem sett eru í tillög- unum nái fram að ganga á næstu árum og að sem flestir sjái sér fært að vera með. ,,Stefnan í byggðamál- um er að gera þetta á öllu landinu. Dæmi um svæði sem hefur gengið sérstaklega vel erlendis er Oulu í Finnlandi, það er svona prótótýpa fyrir stað þar sem markvisst var ákveðið að byggja upp, í kringum atvinnulífið og m.a. Nokia. Draumurinn er að vera í Hólminum Á næstu mánuðum verður ráðinn starfsmaður sem mun sjá um Vaxt- arsamninginn, ýta á hann og fylgja málum eftir. Ennfremur verða ráðnir ,,klasastjórar“ til að ýta verkefnum úr vör. Inga Dóra hefur nú þegar hafið nýtt starf en Ást- hildi bauðst spennandi starf í Reykjavík. ,,Draumurinn er að vera í Hólminum en því miður er það ekki boði. Ég hef hugsað mér að eyða helgunum í Stykkishólmi þar sem ég á heima og nýta það besta frá báðum stöðum, fylgja þessari þróun með tvöfalda búsetu. Mér finnst ekkert vandamál að keyra á milli, enda er ég með leigu- bílstjóragen,“ segir hún og hlær. ,,Við systkini erum alin upp við það að keyra mikið á milli og eftir að hafa búið í Bandaríkjunum finnst mér það enn minna mál. Enda nýti ég tímann vel í bílnum, hlusta á hljóðbækur, tala í símann, svo er það mjög góður tími til að hugsa … og syngja, ég fæ fína út- rás við að syngja.“ Vaxtarsamningur Vesturlands verður undirritaður á fundi í september Samkomulag um uppbygg- ingu og vöxt samfélags Morgunblaðið/Guðrún Vala Inga Dóra Halldórsdóttir (til vinstri) og Ásthildur Sturludóttir. Borgarnes | Fornbílaklúbburinn heimsótti Borgarnes á sínum árlega fatadegi, í gær. Óku bílarnir sem leið lá að útibúi KB banka þar sem þeir lögðu fyrir framan og var gestum boðið að skoða bílana og þiggja veitingar í bankanum. Bílstjórar og farþegar bílanna voru klæddir í fatnað í samræmi við aldur hvers bíls. Eftir klukkustundar stopp í Borgarnesi, héldu bílarnir áfram og óku Hvanneyrarhring- inn. Athygli vakti að einn Vestlendingur var í hópnum; Jörundur Hákonarson sem býr í Búðardal. Hann ekur Chervolet ’55 sem hann hefur átt með hléi síðan 1971. „Já, þegar mig vantaði pening í hús- byggingun varð ég að selja bílinn, en seldi með þeim skilmálum að ég hefði forkaups- rétt að honum aftur,“ sagði Jörundur. „Þegar ég var búinn að horfa á bílinn óhreyfðan úti á túni í Hvammsveitinni, var mér eiginlega nóg boðið og keypti hann aftur.“ Jörundur hefur gert bílinn upp og segir viðhaldið lítið mál, því auðvelt sé að út- vega varahluti í þessa týpu. „Ég er búinn að skreppa þrisvar út til Daytona og hef þá komið með fullar ferðatöskur af vara- hlutum.“ Jörundur sem í mörg ár rak bifvéla- verkstæði í Búðardal segist lengst af hafa geymt bílinn á verkstæðinu. En nú hefur hann selt verkstæðið og þurfti að stækka bílskúrinn heima hjá sér til að koma bíln- um fyrir. Jörundur segist annað slagið fá tilboð í bílinn, en hefur ekki hugsað sér að selja. „Maður fer stundum á rúntinn, ekki bara á hátíðis og tyllidögum, og af og til býð ég konunni með, en hún nennti nú ekki með mér í dag.“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Jörundur Hákonarson við Chevrolet-bíl sinn sem hann hefur keypt tvisvar. Fornbílar í Borgarnesi VESTURLAND ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofn- unar Íslands, segir að sér lítist vel á hugmyndir Hilm- ars Einarssonar, landeiganda í Hringsdal, um að fá það sem talið er að séu líkamsleifar Hrings í Hrings- dal, sem grafnar voru upp í síðustu viku, aftur í dalinn. Áður en það væri framkvæmanlegt þyrfti þó að upp- fylla fjölda krafna um geymsluskilyrði. „Það er Forn- leifavernd ríkisins sem ákveður hvar hægt er að geyma slíka gripi. Það embætti mun gera ákveðnar kröfur um geymsluskilyrði og þær þurfa að vera full- nægjandi. Þetta snýst aðallega um rakastig og hitastig og þess háttar,“ sagði Adolf. Almenna reglan væri sú að leifar sem þessar væru geymdar á viðurkenndum söfnum. Skemmtileg nýjung í ferðaþjónustu Adolf sagði jafnframt hugmynd Hilmars vera skemmtilega nýjung í ferðaþjónustu. „Þetta er í sjálfu sér skemmtileg hugmynd og alger nýung í ferðaþjón- ustu. Það er hvergi á landinu sem fólki er boðið upp á að koma og skoða kuml. Hvorki staðinn sjálfan né þá kuml með kumlbúa.“ Hann sagði að það væri sennilega viðráðanlegra að bjóða fólki upp á að koma og skoða staðinn sjálfan þar sem kumlið er, frekar en að flytja beinin og gripina aftur en sagði að gaman væri að sjá tillögu að þessari framkvæmd þar sem tæknileg vanda- mál væru leyst. Aðspurður hvort slíkt hefði verið gert áður, að lík- amsleifum hefði verið komið fyrir á fundarstað og þær verið hafðar sýnilegar almenningi, sagðist Adolf ekki vita til þess en oft væru kuml sett fram á söfnum með beinum og gripum og öllu sem því fylgir. Adolf sagðist að lokum fagna öllum nýjungum í ferðaþjónustu sem fela í sér að nota þennan ótæmandi brunn sem menningarminjar og fornleifar eru: „Þær eru um 150 þúsund á Íslandi en ekkert af þeim er í umferð fyrir ferðamenn.“ Líst vel á að bein Hrings ferði flutt aftur í dalinn Morgunblaðið/RAX Talið er að beinagrindin, sem fannst við uppgröft í Hringsdal, geti verið af Hringi þeim sem dalurinn er kenndur við. Beinin eru frá 10. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.