Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KEPPANDI á alþjóðlegri flug-
drekahátíð í Jakarta í Indónesíu
sýnir hér flugdrekann sinn í gær.
Keppendur frá tuttugu og tveimur
héruðum í Indónesíu og frá ellefu
öðrum löndum tóku þátt í hátíðinni
sem stóð í tvo daga, þar á meðal
fólk frá Hollandi, Kína og Japan.
Reuters
Með flugdreka á lofti
ÍRANINN Sayeed Habibi á von á því að ein-
hvern daginn verði hann handtekinn, bloggsíðu
hans lokað og hann færður í fangelsi. Hann
heldur úti bloggsíðu á Netinu þar sem fram
koma skoðanir sem eru í andstöðu við stefnu
klerkanna sem eru við völd í Íran. „Ég býst við
að ég eigi eftir að fara í fangaklefa,“ segir
Habibi, sem er 34 ára gamall námsmaður í
framhaldsnámi og hefur unnið með baráttu-
samtökum stúdenta.
Fleiri eru í hans sporum því írönsk yfirvöld
hafa hert róðurinn í baráttunni gegn vefsíðum
sem þau eru ósátt við eftir að harðlínumaðurinn
Mahmoud Ahmadinejad, tók við embætti for-
seta í fyrra. Áður en hann varð forseti var blóm-
leg netmenning í landinu, ein sú mesta í Mið-
Austurlöndum.
Neteftirlitsmennirnir hafa mikið að gera.
Þeir leita að efni sem getur talist kynferðislegt,
síðum þar sem fjallað um alþjóðastjórnmál eða
lýst yfir óánægju með ástandið í landinu og
hverju því sem íslömskum leiðtogum landsins
finnst óþægilegt. Mohammad Ali Dadkhah, sem
er vel þekktur mannréttindalögfræðingur, telur
að a.m.k. fimmtíu bloggarar hafi verið hand-
teknir á þessu ári, að því er fram kemur hjá AP-
fréttastofunni.
Gefast upp á að reyna að stjórna tískunni
Harðlínumenn hafa á síðustu árum að miklu
leyti gefist upp við að reyna að stjórna tískunni
á götunni. Konur láta sífellt meira á það reyna
hversu langt þær geta gengið með því að klæð-
ast æ þrengri og efnisminni slæðum og jökkum.
Yfirvöld einbeita sér því nú að því að ritskoða
fjölmiðla, kvikmyndir, bókmenntir og aðrar teg-
undir listar. Samt sem áður er hægt er að nálg-
ast hvaða Hollywood-kvikmynd sem er ef mað-
ur hefur réttu samböndin og sama má segja um
vestræna tónlist. Gervihnattadiskar eru bann-
aðir en þeir eru þó víða og fer fjölgandi.
Stjórnvöld geta ritskoðað Netið með því að
fylgjast með öllum netþjónustum landsins, en
þó er enn þá hægt að komast hjá því að nást
með því að nota síður þar sem notendur tengj-
ast beint sín á milli án þess að nota netþjónust-
urnar sem ríkið stjórnar. Enn sem komið er
eiga þau því fullt í fangi með að reyna að fylgj-
ast með öllu efni á írönskum netsíðum.
„Þetta er hin klassíska barátta Írana fyrir
frelsi gegn stjórn yfirvalda. Þessi herferð gegn
bloggurum er hluti af sífellt umfangsmeiri rit-
skoðunaraðgerðum yfirvalda,“ segir Isa Sah-
arkhiz, fulltrúi Írana í alþjóðlegri nefnd sem
vinnur að vernd og réttindum blaðamanna.
Lokað fyrir aðgang að BBC
Bloggið varð fyrst vinsælt í Íran fyrir um það
bil fimm árum. Þá lá meira að segja í loftinu
hvatning frá yfirvöldum þegar varaforseti
landsins tók að blogga. Ekki leið á löngu áður en
hundruð manna blogguðu um allt milli himins
og jarðar. Ekkert var heilagt, rætt var um kyn-
líf, grófir brandarar sagðir og klerkarnir sem
eru við völd fengu það gjarnan óþvegið. Í fyrra
fóru yfirvöld að berjast gegn blogginu, stuttu
eftir að Ahmadinejad hafði tekið við völdum og
harðlínumenn náð meirihluta á þinginu árið áð-
ur.
Lokað hefur verið fyrir aðgang að þúsundum
síðna, þar á meðal síður andófshópa erlendis og
fréttasíður á borð við vef breska ríkisútvarps-
ins, BBC. Íranar sem blogga í óþökk stjórn-
valda lenda ekki aðeins í því að vefsíðunni þeirra
sé lokað – þeir geta átt yfir höfði sér allt að
fimm ára fangelsisdóm.
Með nýrnaskemmdir eftir
barsmíðar í fangelsi
„Þessi stjórn brýtur alþjóðalög á hverjum
degi,“ segir lögfræðingurinn Dadkhah, en einn
skjólstæðinga hans, er Abed Tavancheh, 23 ára
nemi í háskólanum í Teheran, sem var handtek-
inn í maí sakaður um að hafa hvatt til stúd-
entaóeirða með pólitísku bloggi sínu. Mál hans
er orðið nokkuð þekkt en Dadkhah segir að
Tavancheh hafi verið barinn illa í fangelsinu og
hlotið af því nýrnaskemmdir, áður en hann var
látinn laus gegn tryggingu í júlí.
Bloggarinn Habibi er vinur hans. „Tavancheh
er hræddur. Hann er fjarri vinum sínum og hef-
ur ekki getað snúið aftur til náms. Stjórnin er að
reyna að kenna okkur lexíu: Þegið þið og hlýðið
eða við náum ykkur. Við neituðum að þegja og
sjáðu hvað gerðist,“ segir hann en hann hélt úti
vefsíðunni ásamt Tavancheh og fleirum. Það var
grein um kjarnorkudeilu íranskra yfirvalda við
Vesturlönd þar sem þau voru hvött til að ræða
við fulltrúa vestrænna ríkja, sem fór fyrir
brjóstið á stjórnvöldum. Undir greinina skrif-
uðu Tavancheh, Habibi og tveir aðrir. Annar
þeirra hefur nú verið handtekinn og Habibi á
allt eins von á að hann verði næstur.
Berjast gegn
bloggurunum
Reuters.
Ritskoðun er í Íran og síðasta árið hafa stjórn-
völd beint augum sínum í vaxandi mæli að net-
inu. Þeir sem blogga í óþökk stjórnvalda geta
átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
50 bloggarar sagðir handteknir í Íran á árinu
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
Bagdad. AP. | Að minnsta kosti 20 lét-
ust og 300 særðust þegar uppreisn-
armenn skutu á pílagríma í Bagdad,
höfuðborg Íraks í gær, en tugir þús-
unda sjíta voru saman komnir í mið-
borginni á árlegri samkomu til að
votta látnum trúarleiðtoga virðingu
sína.
Embættismenn sögðu að talið
væri að uppreisnarmenn úr hópi
súnníta hefðu staðið fyrir árásinni.
Leyniskyttur höfðu komið sér fyrir á
húsþökum og í kirkjugarði og hófu
skotárás á mannfjöldann sem gekk
hjá. Í samskonar pílagrímagöngu
sama dag í fyrra létust nærri eitt
þúsund manns í troðningi þegar
þeim orðrómi var komið af stað að
sjálfsmorðssprengjuárásarmenn
væru á svæðinu. Það var mesta
mannfall sem orðið hefur á einum
degi eftir að stríðið í Írak hófst.
Skutu á pílagríma
úr launsátri
ÞÝSK stjórnvöld vara við aukinni
hryðjuverkahættu í landinu eftir að
hafa handtekið mann á laugardag
sem átti þátt í að skipuleggja tilræði
þar sem ætlunin virðist hafa verið að
sprengja upp tvær lestir. Öryggis-
gæsla í lestum og á lestarstöðvum
hefur verið aukin.
Lögregla segir að enn sé hætta á
ferðum og hún leiti annars manns
sem grunaður sé um aðild að tilræð-
inu. Þessir tveir menn hafi líklega
ekki verið einir að verki heldur séu
hluti af hópi hryðjuverkamanna sem
ætli sér að gera árásir á skotmörk í
Þýskalandi, að því er fram kemur á
fréttavef breska ríkisútvarpsins,
BBC.
Sprengjur fundust í tveimur lest-
um á leið til borganna Dortmund og
Koblenz fyrir þremur vikum. Þær
höfðu verið skildar eftir í ferðatösk-
um en sprungu ekki. Lögregla segir
að þær hafi átt að bana fjölda manna.
Maðurinn sem var handtekinn á
laugardag er 21 árs gamall náms-
maður frá Líbanon, Youssef Moham-
ad, sem verið hefur í Þýskalandi frá
árinu 2004. Hann var handtekinn
eftir að lögregla birti myndir úr ör-
yggismyndavélum frá lestarstöð í
Köln þar sem hann sést ásamt öðr-
um manni með ferðatöskurnar.
Fyrst hélt lögregla að sprengjurn-
ar hefði átt að reyna að nota til fjár-
kúgunar en telur nú að hópur manna
hafi ætlað að fremja hryðjuverk.
Miði með arabískri skrift fannst í
töskunni með sprengjunni. Yfirvöld
segjast vera að skoða hugsanleg
tengsl tilræðismannanna við samtök
í Líbanon en hafa ekki heldur úti-
lokað tengsl við Pakistan.
Sprengjurnar voru tímastilltar og
áttu að springa tíu mínútum áður en
lestirnar kæmu til Dortmund og
Koblenz. Talið er að galli í búnaði
hafi valdið því að þær sprungu ekki.
Vara við hryðjuverka-
hættu í Þýskalandi
AP
Öryggisverðir leiða hinn grunaða
til yfirheyrslu í hæstarétti í gær.
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
Lofa N-Kóreu
veglegri aðstoð
Seoul. AP. | Stjórnvöld í Suður-Kóreu
lofuðu í gær að flytja hundrað þús-
und tonn af hrísgrjónum og bygging-
arefnum til flóðasvæða í Norður-
Kóreu, þrátt fyrir fyrri ákvörðun
þeirra um að hætta aðstoð við ríkið
vegna tilraunaskota þess með eld-
flaugar.
Er þetta viðbót við 1,4 milljarða
króna framlag sem stjórnvöld ásamt
mannúðarsamtökum höfðu þegar
lofað N-Kóreu. Stjórnvöld sögðu að
þetta væri einstakt tilfelli vegna flóð-
anna og regluleg aðstoð yrði ekki
tekin upp aftur.
Í fyrstu höfðu stjórnvöld í N-Kór-
eu hafnað allri aðstoð vegna flóðanna
í júlí en fyrr í þessum mánuði óskuðu
þau eftir hjálp vegna gríðarlegs
tjóns sem flóðin höfðu valdið. Mann-
úðarsamtök sem starfa í N-Kóreu
segja að allt að 58 þúsund manns hafi
farist eða sé saknað eftir flóðin og 2,5
milljónir manna séu heimilislausar.
Stór ræktunarsvæði og heilu þorpin
eru talin hafa skolast burtu í vatns-
veðrinu og er óttast að viðvarandi
matarskortur í landinu kunni að
versna. Yfirvöld í N-Kóreu hafa sagt
að hundruð manna hafi farist.
Vann háhælahlaupið
Berlín. AFP. | 25 ára gamall sál-
fræðinemi vann 100 metra kapp-
hlaup á háum hælum sem haldið var
í Berlín í Þýskalandi um helgina.
Þetta var fyrsta háhælakapphlaupið
sem haldið er í landinu en Nadine
Sonnabend var einungis 12 sek-
úndur að fara 100 metrana á sjö
sentimetra háum hælum. „Mér
finnst tennis miklu skemmtilegri,“
sagði Nadine eftir að hafa tekið við
verðlaununum sem voru 900 þúsund
króna fataúttekt, en hlaupið er hluti
af alþjóðlegri tískuhátíð í borginni.
Þá viðurkenndi hún að hún notaði
nánast aldrei háhælaða skó.
Prag. AFP. | Nýr
forsætisráðherra
Tékklands, Mirek
Topolanek, hefur
fordæmt eigin-
konu sína Pövlu
opinberlega fyrir
að hyggjast bjóða
sig fram í næstu
þingkosningum
þar sem hún sæk-
ist eftir sæti í öldungadeildinni með
flokki sem gagnrýnir flokk eig-
inmannsins. Hann segir að hún sé að
hefna sín á honum þar sem hinn
hægrisinnaði flokkur hans, Borg-
aralegi lýðræðisflokkurinn, ODS,
hafi neitað að útvega henni starf.
Fjölmiðlar telja hins vegar líklegra
að þessi ákvörðun Pövlu geti tengst
sambandi eiginmannsins við unga
þingkonu í flokki hans. Pavla hefur
tilkynnt að hún ætli að bjóða sig
fram í kosningum í október með nýj-
um flokki, Politika 21, sem Jane Bo-
bosikova, þingmaður á Evrópuþing-
inu, fer fyrir. Þau hjónin hafa verið
gift í 27 ár og er Pavla nú kölluð „hin
tékkneska Hillary Clinton.“
Opinberar
hjónadeilur
Mirek Topolanek