Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 26
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG VEIT EKKI
GRETTIR...
ÞETTA VIRÐIST VERA
MJÖG FÍNN STAÐUR
HÉRNA
ERU 16
GAFFLAR
HVERN
ÞEIRRA NOTAR
MAÐUR TIL AÐ
KLÓRA SÉR Í
NEFINU?
ÉG KASTA BOLTANUM OG
ÞÚ GRÍPUR HANN! HVAÐ
SEGIRÐU UM ÞAÐ
HVERT
FÓR
HANN
EIGIN-
LEGA?
SVONA
NÚ
SNOOPY,
SKEMM-
TUM
OKKUR
AÐEINS!
KALVIN,
SÍMINN!
AF HVERJU ERTU
EKKI NIÐRI Á
BÓKASAFNI!?!?!
EF ÉG MUNDI FALLA
Í BARDAGA, HVAÐ
MUNDIR ÞÚ, SEM MÍN
HÆGRI HÖND...
...BYRJA Á AÐ GERA?
ÉG MUNDI GEFA ÞEIM
SEM TÆKI VIÐ AF ÞÉR
KAUPHÆKKUN
ÉG ÆTLA ÚT
AÐ BORÐA
ÉG TREYSTI ÞVÍ AÐ
ÞIÐ SUBBIÐ EKKI ÚT Á
MEÐAN
VIÐ
GERUM
ÞAÐ
EKKI!
SJÁÐU ATTILA,
ÞAÐ ER MIKIL-
VÆGT AÐ NJÓTA
TRAUSTS
ANNARRA
ANNARS GETUR
MAÐUR EKKI
MISNOTAÐ
AÐSTÖÐU SÍNA
MIKIÐ ER FALLEGT
VEÐUR ÚTI
MANNA LANGAR BARA AÐ
OPNA GLUGGANN OG FINNA
LYKTINA AF...
...HROSSA
SKÍTNUM!
AF HVERJU
NOTAR FÓLK EKKI
ÓNÁTTÚRULEGAN
ÁBURÐ
OJ!
ÉG ÆTLA AÐ BRJÓTAST ÚT ÚR
ÞESSU ÖMURLEGA FANGELSI!
ÉG ÆTLA AÐ FINNA ÞENNAN SAUÐ
SEM ÞYKIST VERA ÉG!
Dagbók
Í dag er mánudagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 2006
Víkverji fékk sérnýtt debetkort á
dögunum sem hann
var harla ánægður
með þar til hann komst
að því sér til skelfingar
að þetta var ekki sí-
hringkort og hann
hafði borgað með inni-
stæðulausu kortinu 11
sinnum. Víkverji er
kannski sauður að hafa
ekki fylgst nógu vel
með innistæðunni, en
hann hélt í fávisku
sinni að greiðslur færu
ekki í gegn ef ekki
væri innistæða. Þá má
benda á að innistæðulausu færsl-
urnar komu ekki inn í heimabankann
og Víkverji vissi ekki að hann hefði
farið fram yfir fyrr en hringt var frá
bankanum. Það er með ólíkindum að
hægt sé að borga ellefu sinnum án
þess að nokkur færslnanna stöðvist
þegar borgað er. Þetta reyndist Vík-
verja dýrkeypt því hver innistæðu-
laus færsla kostar 750 krónur sem
þýðir að Víkverji var rukkaður um
8.250 krónur sem er sérstaklega sárt
þar sem hann var oft að kaupa fyrir
3-500 krónur. Víkverji varð svo
reiður að hann ætlaði að henda nýja
fína kortinu en áður en hann náði því
bauðst bankinn til að lækka sekt-
arupphæðina um helm-
ing og Víkverji lét sig
hafa það.
Víkverji verður að
minnast á frábæran
veitingastað og kaffi-
hús sem hann rambaði
á þegar hann keyrði
gegnum Hellu á dög-
unum. Staðurinn ber
nafnið Árhús og kom
Víkverja skemmtilega
á óvart hversu góða
smárétti var hægt að
fá þar og verði var
mjög stillt í hóf. Ekki
spillti fyrir að veður
var afar gott og hægt
að sitja úti á stórum trépalli og horfa
yfir ána á meðan borðað var auk þess
sem þjónusta ungra heimasætna á
staðnum var einstaklega afslöppuð
og vingjarnleg. Það er ánægjulegt að
sjá að úrval matar sem hægt er að
kaupa sér þegar keyrt um landið er
að aukast og hugguleg kaffihús sem
opnað hafa víða í litlum plássum eru
frábært mótvægi við hamborgara- og
pulsusjoppurnar sem gikk eins og
Víkverja hryllir við.
Víkverja finnst brimsalta gula
kryddið sem sett er á popp í bíó afar
gott, en hann hefur hvergi rekist á
svoleiðis til sölu. Ætli hægt sé að
kaupa það einhvers staðar?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Reykjavík | Götulistamaðurinn Wally hefur verið duglegur við að bregða á
leik á góðviðrisdögum í miðbænum í sumar. Hann gerir ýmis sirkusbrögð og
stendur sýningin yfir í allt að hálftíma í senn, nokkrum sinnum á dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sirkusbrögð á Lækjartorgi
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er
nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.)