Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou 24. og 31. ágúst. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barce- lona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar, stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 5 nætur. Súpersól tilboð, 24. og 31. ágúst. Aukavika kr. 10.000. Súpersól til Salou 24. og 31. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR TALSMAÐUR neytenda hefur beint þeim tilmælum til Fjöl- greiðslumiðlunar hf., sem rekur sameiginlega greiðslurás fyrir greiðslukortaviðskipti á Íslandi, að öllum fyrirtækjum verði skylt að taka í notkun búnað sem ekki prent- ar allt númer greiðslukorts á kvitt- anir. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá talsmanni neytenda en enn eru einhver fyrirtæki með út- stöðvar (posa og annan afgreiðslu- búnað sem tekur við greiðslum með kortum), sem enn prenta fullt greiðslukortanúmer á afrit korthafa af greiðslukortakvittun eða á kassa- kvittun. Samkvæmt tilmælunum verði þessu fyrirtækjum skylt í sam- ráði við greiðslukortafyrirtæki að notast framvegis aðeins við útstöðv- ar, sem ekki prenta á afrit korthafa af greiðslukortakvittun eða á kassa- kvittun meira en 4-6 síðustu stafina í greiðslukortanúmeri. „Mælst er til þess að tilmælin verði að þessu leyti komin til fullrar framkvæmdar fyrir 15. nóvember 2006. Þá er vinsamlegast mælst til þess að sömu aðilum verði innan hæfilegs tíma gert skylt að notast framvegis aðeins við útstöðvar, sem ekki prenta gildistíma greiðslukorts á nein eintök greiðslukortakvittunar eða kassakvittunar, hvort sem um er að ræða eintak fyrirtækis eða eintak korthafa,“ segir í fréttatilkynning- unni en þar kemur fram að Fjöl- greiðslumiðlun hafi þegar fallist á til- mælin. Aðeins hluti kortanúm- ers verði á kvittunum ÞYRPING hf. hefur lagt fram til- lögu við skipulags- og mann- virkjanefnd Seltjarnarnesbæjar þess efnis að heimiluð verði land- fylling norðaustan við gatnamót Norðurstrandar, Suðurstrandar og Eiðsgranda. Er gert ráð fyrir versl- unarhúsnæði, útivistarstígum, „bryggju“ og opnum svæðum á fyll- ingunni. Tillagan hefur verið kynnt skipu- lags- og mannvirkjanefnd en ekki verið afgreidd af hennar hálfu. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að land- fyllingin verði rúmir tveir hektarar eða um 22.400 fermetrar og grunn- flötur verslana um 6.550 fermetrar. Húsnæðið mun hýsa verslanir Hagkaups og Bónuss auk stoðversl- ana. Oddur Víðisson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar hf., segir tillöguna hugsaða sem lausn á verslunar- og þjónustumálum í Sel- tjarnarnesbæ og að hluta fyrir vest- urbæ Reykjavíkur. „Íbúar á þessu svæði hafa ekki átt þess kost að leysa öll sín mál varðandi daglega neysluvöru á ein- um stað. Við teljum okkur vera að koma á móts við þær þarfir sem fyrir eru á svæðinu, en til þess þurfum við meira rými en í boði er á þessu svæði. Aðstaða Hagkaupa á Eiðistorgi er barn síns tíma og það þarf stærri verslun til að geta boðið upp á það vöruúrval sem rekstr- araðilar og viðskiptavinir vilja,“ segir Oddur. Auk þess sé framtíð verslunar Bónuss á Hrólfsskálamel í uppnámi þar sem ákveðið hefur verið í aðalskipulagi að íbúðabyggð verði á melnum. Besti kosturinn Hugmyndin að landfyllingu kom að sögn Odds upp eftir að Þyrping hafði kynnt sér ýmsa aðra kosti um staðsetningu verslananna. „Við byrjuðum á því að skoða Hrólfsskálamel, áður en hann var kominn eins langt í skipulagi og hann er kominn núna. Síðan fórum við niður á bensínstöð Skeljungs, á horninu við Norðurströndina, skoð- uðum þá lóð bara fyrir Bónus. Hag- kaup hefði áfram verið á Eiðistorgi, en þá hefðum við ekki losnað við þessa keyrslu á milli. Eiðistorgið var þriðji kosturinn og sú vinna var skoðuð í samvinnu við bæinn. Við fundum ekki lend- ingu þar enda hefði það verið dýrt og mikið fyrirtæki. Rífa hefði þurft núverandi byggingar og byggja upp, sem hefði þýtt að verslunum yrði lokað í langan tíma á meðan á framkvæmdum stæði,“ segir Oddur. Bendir hann á að vel hafi gefist að hafa Bónus og Hagkaup saman í Spönginni í Grafarvogi því við- skiptavinir þurfi ekki að keyra á milli verslananna. Á landfyllingunni við Seltjarnarnes verði jafnframt ákveðin samnýting bílastæða þann- ig að bílastæðafjöldi verði minni þar en samanlagður bílastæðafjöldi við verslun Bónuss á Hrólfs- skálamel og Hagkaupa við Eið- istorg. Önnur röksemd fyrir staðsetn- ingu verslunarkjarnans skv. tillög- unni er að mati Odds sú að létt sé á umferð um Nesveginn sem orðinn sé heldur íþyngdur af bílaumferð. Annan kost við staðsetninguna nefnir hann nálægð við aðra þjón- ustu. Vilja takmarka sjónáreiti „Sjónáreitið reynum við að hafa sem minnst. Verkefnið er enn á hugmyndarstigi og við þróun þess leggjum við okkur í líma við að láta lítið fara fyrir byggingunum,“ segir Oddur, en þær verða á bilinu fimm til sjö metra háar. Skv. tillögunni verða athafna- svæði verslana og bílastæði starfs- manna falin bak við grjóthleðslur og jarðvegsmanir. Manirnar munu veita skjól fyrir norðanvindi segir í tillögunni og þar er gert ráð fyrir gróðri, bekkjum og svæðum til úti- veru. Gert er ráð fyrir göngustígum fram hjá verslununum, öðrum við sjávarsíðuna og hinum við Norður- strönd. Spurður um hugsanleg verklok segir Oddur það alfarið fara eftir viðbrögðum skipulags- og mann- virkjanefndar. „Nefndin á eftir að skoða málið og taka afstöðu. Okkar væntingar eru að þetta taki ekki langan tíma í ákvörðun, hver svo sem hún verður. Tillagan felur í sér breytingu á að- alskipulagi og deiliskipulagi og heimildir verða vonandi fyrir hendi á fyrri hluta næsta árs. Ef það gengur eftir gerum við væntingar til þess að svæðið verði tilbúið vorið 2008,“ segir Oddur Víðisson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar hf. Tillaga að breyttu skipulagi lögð fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Verslunarkjarni muni rísa á landfyllingu við Seltjarnarnes Morgunblaðið/Ásdís Horft út eftir Eiðsgranda og Norðurströnd með sjávarsíðunni. Í tillögu Þyrpingar hf. er gert ráð fyrir versl- unarhúsnæði á tveggja hektara landfyllingu. Grunnflötur verslana yrði um 6.550 fermetrar.                  Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is ÍSLAND er komið í 5. sæti í opna flokknum á Evrópumótinu í brids þegar 22 umferðum er lokið af 33 en liðið hefur unnið 9 af 10 síðustu leikjum sínum. Í gær vann íslenska liðið Belgíu 25:1 í 22. umferð, tapaði fyrir Pól- verjum, 14:16, í 21. umferð og vann Þjóðverja, 18:12, í 20. umferð. Ítalar eru efstir með 436 stig, Norðmenn eru með 407 stig, Írar hafa 398, Ungverjar 385 og Íslend- ingar 384. Í kvennaflokki tapaði íslenska liðið öllum leikjum sínum í gær og er í 22. og neðsta sæti. Ekkert er spilað á Evrópumótinu í dag. Ísland komið í 5. sæti á EM í brids TVEGGJA ára barn varð fyrir bíl á Hringbraut í Keflavík um hádegi gærdag. Það var flutt á sjúkrahús til skoðunar en áverkar þess reynd- ust vera litlir og fékk það að fara heim að skoðun lokinni að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Tveggja ára fyrir bíl SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins (SHS) var kallað út vegna reyks í fjölbýlishúsi í Hörðalandi í Fossvogi um klukkan 10.30 í gær- morgun. Að sögn SHS var ein manneskja inni í húsinu en hún var komin út þegar slökkviliðið kom á staðinn. Svo virðist sem reykurinn hafi myndast vegna potts sem hafði gleymst á eldavél, en nágranni í húsinu gerði slökkviliði viðvart. Enginn eldur var laus að sögn SHS en slökkviliðið reykræsti íbúðina. Þá var enginn fluttur á sjúkrahús. Slökkvilið kallað út vegna reyks í fjölbýli Morgunblaðið/Júlíus ELDUR kviknaði á bæ í Blöndudal í fyrrakvöld og mátti litlu muna að illa færi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi kviknaði eldurinn í upp- þvottavél en ábúandinn var í véla- geymslu 50-60 metra frá húsinu og rétt heyrði í reykskynjara sem fór í gang. Ábúandanum tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki áð- ur en lögregla og slökkvilið kom á vettvang en litlu mátti muna að illa færi þar sem eldurinn var kominn í innréttingu og sekúnduspursmál að honum tækist að læsa sig í loft- klæðningu. Miklar skemmdir eru í húsinu sem er frá 1930, af völdum elds, reykjar og vatns. Eldur í húsi í Blöndudal UMFERÐARÓHAPP varð í Dýra- firði skammt frá Þingeyri aðfara- nótt sunnudags þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Vegfarandi til- kynnti að hann hefði séð bílinn mannlausan og var því björg- unarsveit kölluð út til þess að leita að manninum sem fannst skömmu síðar. Lögregla segir að maðurinn hafi gengið af stað frá slysstaðnum í átt að Þingeyri kaldur og hrakinn og með áverka á höfði en að öðru leyti ekki alvarlega slasaður. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði leikur grunur á að ökumaðurinn hafi ver- ið ölvaður við akstur. Bílvelta í Dýrafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.