Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 15
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#
Heitir & fallegir
Ofnar
Ofnlokar
Handklæðaofnar
Sérpantanir
www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is
Háteigsvegi 7
Sími: 511 1100
VANDAMÁL í stoðkerfinu, s.s.
beinum, vöðvum og sinum, eru al-
gengasta ástæða langvinns heilsu-
vanda, örorku og notkunar á heil-
brigðisþjónustunni. Þá eru þau í
öðru sæti hvað varðar notkun lyfja
og þess að fólk veigri sér við að
hreyfa sig. Verkir í vöðvum og
beinum er algengasta umkvört-
unarefnið og eru annað hvort sí-
endurteknir eða sífellt til staðar.
Þessi vandamál eru af ýmsum toga
en mjög margir hafa einhvern tíma
á ævinni fengið vöðvabólgu sem
verður til umfjöllunar í þessum
pistli.
Vöðvabólga einkennist af verkj-
um í einum eða fleiri vöðvum og
getur einnig tekið til sina og fest-
inga sem tengja vöðva, bein og
önnur líffæri saman. Oft finnur
fólk fyrir stífni í vöðvum og
þreytuverkjum. Þeir vöðvar sem
vöðvabólga leggst helst á eru í
herðum og hálsi en hún getur líka
komið fram í öðrum vöðvum lík-
amans.
Spenna og ofálag
Algengustu ástæður verkja í
vöðvum eru spenna, ofálag og
áverkar vegna þjálfunar eða vinnu.
Við slíkar aðstæður er verkurinn
bundinn við ákveðna vöðva og
kemur fram á meðan eða eftir að
viðkomandi stundar þá iðju sem
framkallar vöðvabólguna. Oftast
getur fólk áttað sig á því hvaða
hreyfing það er sem orsakar verk-
inn. Verkir í vöðvum geta líka ver-
ið einkenni sjúkdóma eins og sýk-
inga, t.d. flensu, og bandvefs-
sjúkdóma eins og rauðra úlfa
(lupus). Önnur algeng ástæða
vöðvaverkja er vefjagigt (fibro-
myalgia) sem einkennist af
eymslum í öllum vöðvum og nær-
liggjandi vefjum ásamt svefnerf-
iðleikum, þreytu og höfuðverkjum.
Þá geta verkir í vöðvum verið
vegna skorts á kalíum eða kalki og
svo vegna aukaverkana lyfja, t.d.
til að lækka kólesteról eða blóð-
þrýsting.
Algengustu ástæður verkja
eða bólgu í vöðvum
Álag og streita.
Ofálag, þ.e. vöðvi notaður of
mikið, of lengi og of oft.
Slys og áverkar eins og tognun.
Hvað er til ráða?
Ef um er að ræða verki vegna
ofálags eða áverka þarf að hvíla
vöðvann og taka bólgueyðandi lyf.
Gott er að setja ísbakstur við
vöðva fyrstu 24–72 klukkutímana
eftir áverka til að draga úr verkj-
um og bólgu en eftir það getur hiti
dregið frekar úr óþægindum.
Verkir vegna spennu og ofálags
lagast oft við nudd og slökun og
teygjur eftir hvíld geta gert gagn.
Mismunandi er eftir einstaklingum
hvort heitir eða kaldir bakstrar
gera gagn í þeim tilvikum. Æfing-
ar geta byggt upp og bætt vöðva-
styrk og sem dæmi má nefna
göngu, hjólreiðar og sund. Best er
að byrja rólega og auka hreyf-
inguna smátt og smátt. Mælt er
með að fá ráðleggingar frá sjúkra-
þjálfara um æfingar, bakstra og
annað sem bætir líðan og dregur
úr líkum á að fá síendurtekna
verki. Mikilvægt er að sofa vel og
draga úr streituvöldum. Jóga og
íhugun eru góðir kostir til að fá
hvíld og slökun. Þá þarf að skoða
vinnuumhverfi til að meta hvort
ástæðan geti verið vegna vinnu-
stellinga eða einhvers í vinnunni
eins og til dæmis streitu. Ef ekki
tekst að ráða bót á verkjunum með
æfingum, slökun eða breytinga í
vinnunni er ráðlegt að leita til
læknis sem getur metið hvort þörf
er á sjúkraþjálfun, lyfjameðferð
eða sértækri verkjameðferð.
Það er með vöðvabólgu eins og
svo marga aðra sjúkdóma og kvilla
að viljinn til að bæta líðan verður
að vera fyrir hendi og það hug-
arfar ríkjandi að það er margt sem
við getum gert sjálf með stuðningi
og ráðgjöf fagfólks.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Ýmislegt hægt að
gera við vöðvabólgu
Morgunblaðið/Árni Torfason
Morgunblaðið/Ómar
Algengustu ástæður verkja í vöðvum eru spenna og ofálag.
Anna Björg Aradóttir
yfirhjúkrunarfræðingur.
Daglegtlíf
ágúst
RANNSÓKN
Skilnaður
skaðar
hjartað
FRÁSKILDAR konur eru lík-
legri til að fá hjartasjúkdóma
síðar á ævinni en konur sem
ekki hafa skilið, samkvæmt
nýrri rannsókn í Bretlandi.
Að sögn breska dagblaðs-
ins The Independent hafa vís-
indamenn komist að þeirri
niðurstöðu að hjartasorg frá-
skilinna kvenna skaði hjart-
að. Rannsókn þeirra bendir
til þess að fráskildar konur
séu 60% líklegri en giftar
konur, sem hafa ekki skilið,
til að fá hjartasjúkdóma.
Einu gildir hvort fráskildu
konurnar giftast aftur.
Hjónaskilnaðir hafa hins
vegar óveruleg áhrif á lík-
urnar á því að karlmenn fái
hjartasjúkdóma.
Varpað hefur verið fram
þeirri kenningu að andlega
streitan sem fylgi skilnaði,
svo og félagslegu og fjár-
hagslegu breytingarnar,
hrindi af stað líkamlegu og
andlegu ferli sem auki hætt-
una á hjartasjúkdómum með-
al kvenna.