Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bjóðum nú síðustu sætin í ágúst til
nýjasta áfangastaðar Heimsferða,
Fuerteventura, sem svo sannarlega
hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Þú
bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Njóttu
lífsins á þessum vinsæla
sumarleyfisstað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Fuerteventura
29. ágúst í 2 vikur
frá kr. 39.990
Síðustu sætin
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð í 2 vikur.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman
í íbúð m/1svefnherbergi í 2 vikur.
Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson
johaj@mbl.is
HLUTFALL vottaðs nytjalands í lífrænni
ræktun á Íslandi árið 2004 var hið lægsta í Evr-
ópu, en hlutfallið er gjarnan notað sem mæli-
kvarði á umfang lífrænnar framleiðslu. Hlut-
fallið á Íslandi var 0,3% en til samanburðar var
það 3,9% í Noregi á sama tíma. Jafnframt var
hlutfallið um 4% í löndum innan Evrópusam-
bandsins og á bilinu sex til fimmtán prósent í
þeim löndum sem lengst voru komin í þessum
efnum.
Kemur þetta fram í skýrslu starfshóps um
stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Ís-
landi sem ber heitið Lífræn framleiðsla – Ónot-
að tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar.
Starfshópinn skipuðu Ólafur Gunnarsson Vott-
unarstofunni Túni, sem gegndi formennsku,
Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár
21 og Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun.
Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Túns, var starfsmaður starfshópsins.
Niðurstöður skýrslunnar eru í tuttugu liðum
og má meðal þeirra nefna að hagnýta þurfi
möguleika lífrænna aðferða sem þróunarkost í
landbúnaði og byggðamálum, að hafin verði
gerð áætlunar um opinberan stuðning til líf-
rænnar framleiðslu og jafnframt verði komið á
fót tilraunaverkefnum með lífræna framleiðslu.
„Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki
og ástæðan fyrir því að Íslands á jafnlangt í land
er fyrir það fyrsta að framleiðendur sitja ekki
við sama borð og kollegar þeirra í grannlönd-
unum. Hér er ekki neinn stuðningur sem heitið
getur við að taka upp svokallaða lífræna aðlög-
un,“ segir Gunnar Á. Gunnarsson, aðspurður
hverju það sæti að Ísland sé með jafnlágt hlut-
fall nytjalands og raun ber vitni.
„Í öðru lagi hafa stjórnvöld og hags-
munaaðilar ekki gert framkvæmdaáætlun með
ákveðnum markmiðum um hvernig beri að
vinna að slíkri lífrænni þróun, líkt og flest Evr-
ópuríki hafa gert eða eru að gera og ESB hefur
sömuleiðis gert fyrir sitt leyti.“
Viðhorf neikvæð hér á landi
Fram kemur í skýrslunni að Noregur hefur
fyrir sitt leyti sett sér markmið um að hlutfall
nytjalands í lífrænni ræktun verði 15% árið
2015, en samanburður landanna tveggja er hæg-
ur meðal annars vegna þess að þau njóta hvor-
ugt styrkjakerfis ESB í landbúnaði og þeim er
báðum í sjálfsvald sett hvernig þær styðja líf-
ræna framleiðslu.
„Í þriðja lagi hafa viðhorf verið neikvæð gagn-
vart þessu hér á landi og menn hafa jafnvel talið
að erfitt væri að framleiða með lífrænum aðferð-
um við íslenskar aðstæður, sem við teljum að
hafi verið afsannað af þeim sem hafa þó stundað
þessa lífrænu framleiðslu,“ segir Gunnar.
Lega og loftslag eru ekki
rök gegn lífrænni framleiðslu
Á Íslandi hafa 25 býli þar sem stunduð er líf-
ræn ræktun hlotið vottun með skráningu. Í fjór-
um nyrstu fylkjum Noregs, sem liggja að mestu
norðar en Ísland og þekja um þriðjungi stærra
svæði – 128 þúsund ferkílómetra – voru í árs-
byrjun 2004 tæplega 390 býli með lífræna fram-
leiðslu.
„Það er fyllilega þess virði að benda á það að
lífræn framleiðsla á sér alls staðar tilverugrund-
völl, hundruð bænda og framleiðenda í ýmsum
greinum hafa verið að framleiða með lífrænum
aðferðum norðar á hnettinum en íslenskir
bændur og fyrirtæki. Lega landsins og loftslag
eru ekki rök gegn lífrænni framleiðslu.
Hér eru á margan hátt góðar aðstæður,
möguleikar eru fyrir hendi og sóknarfæri væn-
leg. Við leggjum sérstaka áherslu í skýrslunni á
þær fjölþættu framfarir sem lífræn
þróun felur í sér og varða mjög margar at-
vinnugreinar,“ segir Gunnar Á. Gunnarsson,
sem starfaði fyrir starfshópinn sem vann skýrsl-
una.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt Þórarni Sólmundarsyni, Byggðastofnun,
og Stefáni Gíslasyni, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21, sem sæti áttu í starfshópi þeim sem
skipaður var til að gera úttekt á lífrænni framleiðslu og gera tillögur um framtíð hennar.
Starfshópur um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu leggur til opinberan stuðning
„Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki“
TVEIR bátar skullu saman á fullri
ferð á Húnaflóa, ekki langt frá Skaga-
strönd, klukkan rúmlega eitt í fyrri-
nótt. Einn maður slasaðist nokkuð og
var fluttur með sjúkrabíl til Akureyr-
ar strax og hann kom í land. Hann
mun vera óbrotinn en mikið marinn
og bólginn.
Björgunarskipið Húnabjörg á
Skagaströnd var að koma í land úr leit
að trillu sem hafði gleymt að tilkynna
sig. Trillan fannst fljótlega og því var
Húnabjörginni snúið heim á leið. Guð-
bjartur SH 45 lagði af stað í róður frá
Skagaströnd um svipað leyti og eftir
um það bil 20 mínútna stím skullu
bátarnir saman, báðir á fullri ferð.
Skýrslutökur að hefjast
Húnabjörgin lenti með stefnið
framarlega á stjórnborðssíðu Guð-
bjarts og gekk stefnið langt inn í bát-
inn. Skipstjóri Guðbjarts, sem sat í
stól við stýrið, klemmdist og átti í erf-
iðleikum með að losa sig því stefnið á
Húnabjörginni lenti aftan á sætisbak-
inu og lagði það saman. Er talin mikil
mildi að maðurinn slasaðist ekki
meira en raun varð á við áreksturinn.
Gat kom á stefni Húnabjargar ofan
sjólínu en nokkur leki kom að Guð-
bjarti við áreksturinn og ekki var
hægt að sigla honum fyrir eigin vél-
arafli til hafnar. Aldan frá Skaga-
strönd fór strax af stað með öfluga
dælu til móts við bátana og var dælt
úr Guðbjarti og tvö stór kör sett út í
bakborðssíðuna, full af sjó. Við það
lyftist skemmdin á skrokki bátsins
upp fyrir sjólínu og lekinn minnkaði
til muna. Húnabjörgin hélt aftur á
móti strax til lands með sjómanninn
sem slasaðist og beið sjúkrabílinn,
sem flutti manninn til Akureyrar, á
bryggjunni.
Lögregla á Blönduósi segir að mál-
ið sé enn í rannsókn og skýrslutökur
af þeim sem voru um borð í bátunum
tveimur rétt að hefjast. Í gærkvöldi
var Guðbjartur SH tekinn á þurrt og
telur lögregla að báturinn sé nánast
ónýtur. Menn sem voru um borð í bát-
unum vildu ekki ræða orsakir óhapps-
ins fyrr en að loknum sjóprófum.
Slasaðist í árekstri tveggja báta
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Bátarnir skullu saman á fullri ferð. Húnabjörgin lenti með stefnið fram-
arlega á stjórnborðssíðu Guðbjarts og gekk stefnið langt inn í bátinn.
ÍSLENDINGUR sem handtekinn var á flugvellinum í
Sao Paulo í Brasilíu í fyrradag, sakaður um að hafa reynt
að smygla rúmum 12 kílóum af hassi og fjórum e-töflum
til landsins, er 29 ára karlmaður, og á að baki brotaferil
hér á landi. Hann hefur verið ákærður fyrir innflutning á
ávana- og fíkniefnum. Maðurinn var einn á ferð, og engir
meintir vitorðsmenn hafa verið handteknir, segir José
Williams Machado de Souza, upplýsingafulltrúi Brasil-
ísku ríkislögreglunnar. Hann segir að manninum verði
haldið í varðhaldi þar til dómur verði kveðinn upp.
Fíkniefnin fundust í hátalaraboxi sem maðurinn var
með í farangri sínum, en við gegnumlýsingu á boxinu
fundust margar pakkningar sem innihéldu samtals 12,2
kíló af hassi. Við nákvæmari leit fundust svo fjórar e-
töflur í handfarangri mannsins.
Á vef eins stærsta dagblaðs Sao Paulo kom í gær fram
að þetta sé ekki fyrsta heimsókn Íslendingsins til Bras-
ilíu, en þetta sé hins vegar í fyrsta skipti sem hann komi
við sögu lögreglu þar í landi.
Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, staðfesti í gærkvöldi að lög-
regluyfirvöld í Sao Paulo hefðu handtekið íslenskan karl-
mann og gefið honum að sök að hafa reynt að smygla
rúmum 12 kílóum af hassi til Brasilíu. Pétur segir að ræð-
ismaður Íslands í Sao Paulo hafi að undanförnu verið í
sambandi við lögregluyfirvöld þar í borg vegna málsins.
Aðspurður hvort maðurinn verði framseldur til Íslands,
hljóti hann refsingu í Brasilíu, segir Pétur alltof snemmt
að ræða það, menn hafi vissulega verið framseldir til Ís-
lands, en ráðuneytið sé ekki farið að velta þeirri hlið
málsins fyrir sér.
29 ára Íslendingur í haldi í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls
Hassið fannst
við gegnum-
lýsingu
Um12 kílóum af hassi var komið fyrir í hátalaraboxi.
FORRÁÐAMENN Atlantsolíu
ákváðu í gærmorgun að lækka verð
á bensíni og dísilolíu um eina krónu
lítrann. Kostar bensínlítrinn þá
126,40 krónur og dísilolían 121,7
krónur. Önnur olíufélög fetuðu í
fótspor Atlantsolíu síðar um daginn
og lækkuðu verð á bensíni og dísil-
olíu um eina krónu á lítrann. Fyrir
viku lækkaði bensínverð um tvær
kr. á lítrann og verð á dísilolíu um
eina krónu. Er því um aðra lækkun
á stuttum tíma að ræða.
Bensínverð
lækkar enn
HUNDUR af boxer tegund gekk
lausagangi í Ásahverfi í Hafnarfirði
í gær og glefsaði og klóraði í tvö
börn þannig að á þeim sá. Talsverð-
ur vandi reyndist að fanga hunds-
pottið sem að lokum þurfti að lúta í
lægra haldi fyrir hundaeftirlits-
manni. Í kjölfarið var haft samband
við eiganda hundsins og tók hann
þá ákvörðun að dýrinu skyldi lógað.
Hundur
glefsar í börn