Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í SELÁ í Vopnafirði hafa nú veiðst á milli 1.700 og 1.800 laxar og er þar geysigóð veiði, ólíkt því sem víða er í laxveiðiám landsins. Að sögn Orra Vigfússonar er meðalveiði á dags- stöng í sumar fimm laxar, en stang- ardagarnir í ánni eru samtals tæp- lega 600. „Ég er bjartsýnn á að veiðin fari vel yfir 2.000 laxa, verði milli 2.000 og 2.500,“ sagði Orri. Í gegnum teljarann í laxastiganum hafa nú þegar gengið álíka margir laxar og allt tímabilið í fyrra, eða um 1.600 fiskar. Metveiði var þá í Selá, eða 2.316 laxar. Veiðin hefur verið afar jöfn í sumar og síðasta vika gaf á fjórða hundrað. „Það er miklu meira af stórum laxi í Selá en í fyrra, talsvert hefur veiðst af átta til tíu punda fiski, meðan þetta var mest smáfiskur í fyrra. Við höldum að veiðireglur okkar og stjórnun veiðanna, þar sem miklu af fiskinum er sleppt aftur, séu að skila þessum góða árangri. Svo er hafið greinilega gott fyrir utan Austurland, og engir Færeyingar hafa verið þar að veiða lax síðustu 15 ár.“ Að sögn Orra gerðist það á dög- unum að sami laxinn var veiddur þrisvar í Selá, merktur fiskur, og allt- af sleppt aftur. „Fyrst veiddist hann 20. júlí í Langhyl, neðarlega á 1. svæði. Ég veiddi hann svo aftur 23. júlí, á Brúarbreiðu, og loks veiddist hann aftur í Langhyl; þar voru við veiðar þeir bræður í Stillingu, Stefán og Júlíus Bjarnasynir.“ Ytri-Rangá á toppnum Önnur á þar sem fiskast gríðar vel þessa daga er Ytri-Rangá, en hún náði 2.500 laxa markinu á mánudag. Er þá veiðin á Vesturbakka Hólsár talin með. Mesta veiði í ánni til þessa er um 3.030 laxar og að sögn Jóhanns Hinrikssonar veiðivarðar við ána vonast menn til að veiðin verði mun betri í ár. „Veiðin hefur verið 50 til 60 laxar á dag upp á síðkastið og á laugardag opnum við svo fyrir spón og maðk og þá má búast við að við sjáum 100 laxa daga,“ segir Jóhann. Um 4.400 laxar hafa gengið upp Ægissíðufoss þannig að mikið er af laxi í ánni á milli fossa. „Ég keypti mér leyfi á vestur- bakkanum, þegar ég sá í hvað stefndi og var að veiða áðan og náði fimm á vaktinni. Hann var að taka litla Black & Blue; ég óð út fyrir hann í rokinu og kastaði að landi.“ Jóhann sagði menn vera iðulega í mokveiði við Rangárflúðir, í Æg- issíðufossi, við Efri-Brú, og þá væri reytingur í Árbæjarfossi. Talsvert af aflanum eru fimm punda hrygnur og hængar sem eru sex til sjö pund, en einstaka ræfill er svo á milli. Á veiðisvæðunum fyrir ofan Ár- bæjarfoss hafa veiðst einhverjir tugir laxa. Einnig hafa veiðst þar rígvænir urriðar, meðal annars einn tíu punda. Ensk pund í norskum löxum Eftir frásögn af 44 punda laxi sem Þórarinn Sigþórsson veiddi í Alta í Noregi á dögunum, höfðu lesendur samband og vildu vita hvort átt væri við þau pund sem vegið er eftir hér á landi, sem er hálft kíló, eða ensk pund. Samkvæmt Ivar Leinan, hjá Veiði- félagi Alta, notast þeir við ensk pund, lbs, en 2,205 slík eru í einu kílói. Lax Þórarins var því um 20 kg. Franskur veiðimaður reynir að hafa hendur á silfruðum laxi í Selá, en þar gæti orðið metveiði í sumar. Horfur á metveiði í Selá í Vopnafirði og Ytri-Rangá Andri Snær Sævarsson, 7 ára, með maríulaxinn við Víðidalsá. STANGVEIÐI veidar@mbl.is BÓKAÐ er í viðtöl hjá Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna, sem liðsinnir fólki í greiðsluvanda, fram í september. Að sögn Ástu Sigrúnar Helgadóttur, forstöðumanns Ráð- gjafarstofunnar, hefur bið eftir tím- um lengst undanfarið. Hins vegar var stofan lokuð í júlí vegna sum- arfría og þetta skýri lengri biðtíma. Engin holskefla fólks í greiðslu- vanda sé fyrirsjáanleg hjá Ráðgjaf- arstofunni, en reynslan sýni þó að september geti verið annasamur mánuður. „Fólk er að komast í gang aftur, allir að klára sumarleyfin og skólarnir að byrja,“ segir Ásta Sig- rún. Á þessum tíma sé einnig komið að því að greiða reikninga vegna sumarleyfa og ákveðinn hópur fólks sem tekið hafi lán fyrir ferðum, gjaldeyri og öðru, lendi í vandræðum með að greiða þessar skuldir. Spurð um hvort ungt fólk leiti í auknum mæli til Ráðgjafarstofunn- ar, vegna greiðsluerfiðleika, bendir Ásta Sigrún á að fram hafi komið í ársskýrslu stofunnar fyrir árið 2005 að stærsti hópurinn sem leitaði þangað það árið var milli tvítugs og þrítugs. Áður hafði hópurinn á milli þrítugs og fertugs verið sá sem mest leitaði til Ráðgjafarstofunnar. Það sé athyglisvert að yngra fólki fjölgi sem þurfi á aðstoð að halda við að koma fjármálum sínum í lag. Skýringa sé meðal annars að leita í háum yfir- dráttarheimildum og mikilli kredit- kortanotkun. Áhersla á forvarnir Ásta Sigrún segir að Ráðgjafar- stofan leggi mikið upp úr fræðslu- og forvarnarmálum. „Við erum í miklu samstarfi við Iðnskólann í Reykjavík og höfum líka verið að fara í tíundu bekki, ýmis stéttarfélög og Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ásta. Á þessum fundum sé starf Ráð- gjafarstofu kynnt og góð ráð gefin. „Það er líka mikilvægt að þeir sem þurfa komi hingað og það sem allra fyrst. Í grunn- og framhaldsskólum förum við meira yfir almenn atriði eins og hvað það þýði að taka lán, að gangast í ábyrgð fyrir aðra og hvað gerist þegar fólk kemst í vanskil,“ segir Ásta Sigrún. Fólk í vandræðum með reikninga vegna sumarleyfa Þegar Skipulags-stofnun veitti fyrstleyfi fyrir Hellis- heiðarvirkjun í febrúar ár- ið 2004 var gert ráð fyrir að virkjunin myndi fram- leiða allt að 120 MW af rafmagni og 400 MW í jarðvarma. En áætlanir voru fljótar að breytast og um tveimur árum síðar sótti Orkuveita Reykja- víkur um leyfi til að tvö- falda getu virkjunarinnar til að framleiða rafmagn með því að stækka vinnslusvæði hennar upp á Skarðsmýrarfjall. Gert var ráð fyrir að sú stækkun muni nægja til framleiðslu á 120 MW til við- bótar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni gætu ákveðnar tæknilegar útfærslur aukið afl virkjunarinnar í 303 MW. Þá er gert er ráð fyrir að jarðvarma- framleiðsla verði 133 MW árið 2009 en möguleikar eru á að auka hana frekar. Nú stefnir Orkuveitan á enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði með nýjum virkjunum, annars vegar á Ölkelduhálssvæðinu og hins vegar í Hverahlíð. Gert er ráð fyrir að aflið í Ölkelduhálsi nægi til allt að 135 MW rafmagns- framleiðslu og að borholur í Hverahlíð standi undir allt að 90 MW. Fáist leyfi til þessara fram- kvæmda og spár um orkugetu ganga eftir, myndu þessar þrjár virkjanir á Hellisheiði framleiða um 530 MW af rafmagni. Til sam- anburðar má nefna að uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW. Grafnar í jörðu eða faldar Eiríkur Bragason, staðarverk- fræðingur Hellisheiðarvirkjunar, sagði að þegar væri byrjað að bora á Skarðsmýrarfjalli og að miðað væri við að gufan þaðan yrði leidd að virkjunarhúsinu við Kolviðarhól. Lagnirnar yrðu lítið sem ekkert sýnilegar frá þjóðveg- inum og þeim svæðum sem flest fólk færi um, lagnirnar yrðu ýmist niðurgrafnar eða faldar á bak við manir. Miðað við þetta mun því ekki bætast mjög mikið við það sem kallað er sjónræn áhrif virkjunar- innar, þ.e. leiðslur, vegir, borholu- hús o.fl. vegna þessa áfanga virkj- unarinnar. En það eru einmitt sjónrænu áhrifin sem fólk hefur gert athugasemdir við, ekki síst lögnina sem liggur þvert undir Suðurlandsveg, rétt fyrir neðan Hveradalabrekku. Aðspurður hvort hægt hefði verið að grafa þá leiðslu í jörð, sagði Eiríkur að það hefði í sjálfu sér verið hægt en heppilegast hefði verið talið að hafa hana eins og hún er. Rekstr- arsjónarmið hefðu vegið þyngst í þeim efnum. „Viðhald væri erfið- ara ef hún væri niðurgrafin, allt eftirlit hefði orðið erfiðara og þar aðauki hefði hún orðið töluvert dýrari. En á móti kemur og það vegur mjög þungt í öllum stækk- unaráformunum að lagnirnar verða mun torsýnilegri eða alveg neðanjarðar,“ sagði Eiríkur. Þetta ætti bæði við um borholurn- ar á Skarðsmýrarfjalli sem og hina nýju virkjunarvalkosti í Hverahlíð og Ölkelduhálsi. Ólíkt framkvæmdunum á Skarðsmýrarfjalli sem ekki kalla á nýtt virkjunarhús, þyrfti að reisa nýjar virkjanir á Ölkeldu- hálsi og í Hverahlíð. Að sögn Ei- ríks miðast hönnunarvinna vegna þeirra við að virkjanirnar verði sem torsýnilegastar og að hluta til neðanjarðar. Þar með væri draumavirkjunin líklega komin, virkjun sem hefði óveruleg um- hverfisáhrif og væri ekki sýnileg. Tilraunir í umhverfismat Vegna undirbúnings á Ölkeldu- hálsvirkjuninni hugðist Orkuveit- an bora tvær tilraunaholur í aust- anverðum Ölkelduhálsi. Áður en það var hægt varð að fá úrskurð frá Skipulagsstofnun sem komst að þeirri niðurstöðu að boranirnar væru háðar mati á umhverfis- áhrifum. Meðal þess sem Skipu- lagsstofnun vísaði til var að bor- anirnar gætu haft veruleg neikvæð áhrif á ásýnd svæðisins og myndu auka enn frekar á manngerða ásýnd svæðisins. Bent var á að verndargildi svæðisins væri staðfest í Náttúruminjaskrá og hluti þess nyti verndar vegna stórbrotins landslags og fjöl- breyttrar jarðfræði. Einnig kynnu framkvæmdirnar að hafa veruleg óbein áhrif á útivist á svæðinu og upplifun ferðamanna af landslagi. Síðast en ekki síst taldi Skipu- lagsstofnun að tilraunaboranirnar myndu auka líkur á að virkjun yrði reist á svæðinu með marg- földum áhrifum af mannvirkja- gerð. Því lagði stofnunin fyrir Orkuveituna að gera grein fyrir stærð og umfangi þeirra mann- virkja sem orkuvinnsla myndi út- heimta og hvernig tengja ætti svæðið við núverandi virkjanir á Hellisheiði og Nesjavöllum. Af þessum sökum hefur Orku- veitan hafið mat á umhverfisáhrif- um jarðgufuvirkjunar á Ölkeldu- hálssvæðinu en engar tilraunaboranir. Hið sama á við um Hverahlíð, jafnvel þó Skipu- lagsstofnun hafi ekki talið að til- raunaboranir þar væru háðar mati á umhverfisáhrifum. Drög að tillögum að matsáætlun fyrir báð- ar virkjanirnar eru á www.or.is. Fréttaskýring | Virkjanir á Hellisheiði Verða virkjan- irnar þrjár? Virkjanirnar á heiðinni myndu samanlagt slaga upp í afl Kárahnjúkavirkjunar                           Stefnt á að virkja á Öl- kelduhálsi og í Hverahlíð  Rafmagnsframleiðsla Hellis- heiðarvirkjunar átti upphaflega að vera 120 MW. Virkjunin var síðan stækkuð í 240 MW og gæti að lokum skilað 303 MW. Nýlega hóf Orkuveita Reykjavíkur und- irbúning að mati á umhverfis- áhrifum vegna nýrra virkjana á Ölkelduhálssvæðinu og við Hverahlíð og er miðað við að þær geti samtals framleitt allt að 225 MW. Samanlagt afl virkjananna til rafmagnsframleiðslu yrði því um 530 MW. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.