Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR JIMMY M. Ross er Texasbúi. Í yfirliti yfir ævi hans sem finna má á vef Lions-hreyfingarinnar er hann titlaður búgarðshöldur og fyrrverandi dóm- ari. Útlit hans, yfirbragð og framkoma eru í full- komnu samræmi við þá lýsingu. Hann birtist blaða- manni sitjandi í stól lítandi hugsandi út um gluggann á útsýnishæð hótelsins, íklæddur dökk- um jakkafötum og með hvítan kúrekahatt á höfði en á einni svipstundu er hann staðinn upp og búinn að rétta fram hönd sína, taka ofan hattinn og rétta fram gulláletrað nafnspjald. En hvert skyldi vera hlutverk Jimmys á meðan hann dvelur hér á landi? „Sem alþjóðaforseti hreyfingarinnar ferðast ég víðsvegar um heiminn og hitti fyrir meðlimi og ræði við þá um verkefni framtíðarinnar. Við berum sam- an verkefni landshreyfinganna og verkefni al- þjóðahreyfingarinnar. Takmarkið er einnig að hvetja fólk áfram, en auk þess læri ég mikið um Lions-hreyfinguna og fylgist með því sem fer fram í starfi félagsins alstaðar á hnettinum,“ segir Jimmy og bætir við að Ísland henti vel sem áning- arstaður í heimsreisu sinni. „Forystan hér er mjög sterk og nýtur mikillar virðingar í alþjóðasamfélagi Lions-hreyfinga,“ seg- ir Jimmy sem virðist einnig hrifinn af íslenskum ráðamönnum. Starf í 200 löndum „Í gær hitti ég forseta ykkar, en hann ávarpaði jafnframt samkomu Lions-hreyfingarinnar í Bost- on fyrir nokkrum vikum. Hann er einnig mjög mik- ilsvirtur leiðtogi í alþjóðasamfélaginu og fé- lagsmenn Lions-hreyfingarinnar eru mjög hrifnir af honum,“ segir Jimmy sem er jafnframt duglegur við að spyrja blaðamann um stöðu heimsmálanna og framtíð Íslands á milli þess sem hann svarar spurningum. En skyldi Lions-hreyfingin fylgja ein- hverri ákveðinni alþjóðlegri stefnu sem ætlað er að ná fram tiltekinni heimsmynd? „Við Lionsmenn erum í 200 löndum víðsvegar um heiminn. Í þessum löndum starfa í okkar þágu margir framamenn. Við erum ekki pólitískir í eðli okkar, heldur reynum við að mæta þörfum fólksins. Þar sem við störfum í svo mörgum löndum er okk- ur kleift að vera óháðir landamærum í samskiptum okkar við fólk. Andi Lions-hreyfingarinnar snýst um samúð og örlæti og við reynum, hvar sem við störfum, að gefa eins mikið af okkur til þjóðfélags- ins og mögulegt er. Að þessu leyti náum við fram breytingum til góðs og köllum fram frið og ham- ingju án þess að þröngva fram ákveðinni stefnu,“ segir Jimmy. Sjónátak Lions „Meðal hverrar hreyfingar sinna menn svo mis- munandi verkefnum,“ segir hann en útskýrir svo að viss málefni hljóti ávallt ríka áherslu hjá félaginu hvar sem er í heiminum. „Árið 1925 leitaði Helen Keller til Lions- hreyfingarinnar og bað um aðstoð til hjálpar sjón- skertum. Strax í kjölfarið hófum við störf í þágu blindra og sjónskertra. Síðan þá hafa mörg Lions- samtök veitt þeim aðstoð sem þurfa gleraugu, en hafa ekki efni á þeim og veitt styrki til kaupa á bún- aði til rannsóknar og lækningar vegna sjónörð- ugleika barna.“ „Snemma á 10. áratugnum hófst sérstakt sjón- átak hjá hreyfingunni og 150 milljónir bandaríkja- dala voru settir í sjóð. Með góðum fjárfestingum tókst að stækka þennan sjóð í 200 milljónir og þeim peningum var svo eytt í baráttu gegn þeirri tegund blindu sem hægt er að koma í veg fyrir. Sjónátakið er því raun dæmi um eitthvað sem Lions- hreyfingin sinnir alstaðar í heiminum.“ Spurður um veru sína á Íslandi kveðst Jimmy mjög ánægður. „Ég var líka hérna fyrir einu og hálfu ári. Það eina í heiminum sem er fallegra en Ísland eru Íslendingar,“ segir hann. „Andi samúðar og örlætis gefur landinu vissa hlýju, sem fær mig til að hlakka til næstu heimsóknar minnar,“ segir Tex- as-búinn geðþekki að lokum. Alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar, Jimmy M. Ross, er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni í boði Lions-hreyfingarinnar á Íslandi. Bergur Ebbi Benediktsson hitti hann á Nordica hóteli. „Andi samúðar og örlætis“ Morgunblaðið/Eggert „Það eina í heiminum sem er fallegra en Ísland eru Íslendingar,“ segir Jimmy M. Ross. bergur@mbl.is Í TILKYNNINGU frá Flugmála- stjórn segir að Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, fari með ósannindi í fjölmiðlum þegar hann segi að skipu- lagsleysi hafi valdið töfum á flugum- ferð frá Keflavíkurflugvelli að morgni 21. ágúst. Þar segir ennfremur: „Hann segir að einungis tveir flugumferðarstjór- ar hafi átt að mæta á vaktina en ann- ar þeirra hafi ekki komist vegna veikinda. Hið rétta er að af fjórum flugumferðarstjórum sem áttu vakt kl. 07.00 boðuðu þrír veikindi. Alls voru fjórir af fjórtán flugumferðar- stjórum veikir þennan dag og ekki tókst að manna vaktir þeirra þó að hringt hafi verið í 19 flugumferðar- stjóra og því sköpuðust nokkrar tafir á brottflugi frá Keflavíkurflugvelli í um eina klukkustund. Fjórir af fjórtán veikir á mánudag ALCOA Fjarðaál hefur sent frá sér athugasemd vegna frétta um styrki fyrirtækisins til lögreglumanna á Austurlandi. „Alcoa Fjarðaál hefur á undan- förnum árum veitt um 150 milljónir króna til samfélagslegra verkefna á Austurlandi. Þar ber hæst framlag fyrirtækisins til byggingar íþrótta- húss í Fjarðabyggð, en einnig hefur fyrirtækið veitt Heilbrigðisstofnun Austurlands styrk til kaupa á búnaði til að koma röntgenmyndum á staf- rænt form og stutt við bak hvers kyns menningarstarfsemi. Stuðningur Alcoa Fjarðaáls og fleiri aðila við námsför tveggja lög- reglumanna af Austurlandi árið 2004 hefur vakið athygli fjölmiðla. Alls greiddi Alcoa 76.951 kr. vegna uppi- halds mannanna tveggja, þar sem þeir sóttu námskeið á Flórída í fíkni- efnaleit í frítíma sínum,“ segir í ályktuninni. „Fíkniefni eru vandamál, líka á landsbyggðinni. Því þótti fyrirtæk- inu það verðugt verkefni að styrkja þessa tvo lögreglumenn á sínum tíma,“ er haft eftir Ernu Indriða- dóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls. Hún segir umferð um Austurland stöðugt aukast og er- lendum ferðamönnum fjölga jafnt og þétt, auk þess sem á annað þúsund erlendir verkamenn hafi verið að störfum við framkvæmdir á Austur- landi undanfarin misseri „Því miður hafa fleiri fíkniefnamál komið upp en ákjósanlegt er. Hugs- anlega má þakka æ betri árangur lögreglunnar á Austurlandi í fíkni- efnaleit námskeiði á borð við það sem þessir lögreglumenn sóttu,“ er haft eftir Ernu Indriðadóttur í at- hugasemdinni. Athugasemd frá Alcoa Rangt nafn verslunar RANGHERMT var í myndatexta á baksíðu blaðsins í gær að myndin væri tekin í versluninni Griffli. Hið rétta er að myndin var tekin í versl- uninni Office One. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Desiree D. Tullos.: „Fyrst myndi ég vilja gera það ljóst að ég gegni ekki stöðu prófess- ors (full professor) við Oregon State University, heldur er ég lektor (ass- istant professor), en mér skilst að það sé ekki alveg sambærilegt við það sem gerist í íslensku háskólaum- hverfi. Þá færi sennilega betur á að þýða starfsheiti mitt „river engineer“ sem „ár-verkfræðingur“. Sem ár- verkfræðingur rannsaka ég eðlisafl- fræði áa og afleiðingar þess að eiga við eðlisfræðina fyrir efnafræði og líf- fræði þessara virku kerfa. Þetta er annars konar áhersla en hjá vatns- aflsverkfræðingum, þó svo að rann- sóknir á stíflum og áhrifum þeirra á eðlisfræðilegar, efnafræðilegar og líf- fræðilegar aðstæður í ám falli alfarið innan ramma þessara vísinda, og sem ég hef lagt áherslu á í rannsóknum mínum. Þá hef ég verið beðin um að skýra frekar ummæli mín varðandi siðfræði verkfræðinnar. Ég vil leggja á það áherslu að ég hef ekki í frammi neina gagnrýni eða ásakanir í garð siðfræði verkfræðinga á Íslandi. Með ummæl- um mínum er ég að láta í ljós eigin óróleika yfir framkvæmdum þar sem óvissuþættirnir eru svo margir, vegna þeirrar lagalegu skyldu minn- ar að virða fyrstu grundvallarreglu siðareglna byggingarverkfræðinga um að „hafa öryggi, heilsu og heill al- mennings að leiðarljósi“. Váin sem bent er á í skýrslunni „Earthquakes and faults in the Kára- hnjúkar area: Review of hazards and recommended further studies“ („Jarðskjálftar og misgengi á Kára- hnjúkasvæðinu: Úttekt á hættum og ráðleggingar um frekari rannsókn- ir“) (sjá einnig [Kristján] Sæmunds- son og [Haukur] Jóhannesson 2005) vekur upp alvarlegar efasemdir í mínum huga um styrkleika fram- kvæmdanna við Kárahnjúka. Áhyggjur þessar eru samhljóma áhyggjum sérfræðinga í jarðfræði Ís- lands ([Grímur] Björnsson 2002, [Guðmundur E.] Sigvaldason 2003). Áhyggjur mínar byggjast á uppgötv- unum og niðurstöðum þessara skýrslna, sérstaklega á ráðlegging- um þeirra fyrrnefndu (sem eru að- gengilegar á netinu á slóðinni http://www.lv.is) og sem beint er vitnað til: „i) Kárahnjúkasvæðið er um þessar mundir ekki talið mjög virkt jarðskjálftasvæði. Ný- legar jarðfræðirann- sóknir benda hins vegar til að sprunguhreyfingar á nútíma hafi átt sér stað í Sauðárdal og að þær nái undir framtíðar- svæði Hálslóns þar sem síðustu þekktu sprungu- hreyfingarnar urðu fyrir nokkrum þúsundum ára. Misgengiskerfið við stíflustæðið á Kárahnjúkum er einnig umfangs- meira en áður var talið og jarðhitinn tengist misgengjum á svæðinu. Þess- ar nýju athugasemdir benda til að jarðskorpuhreyfingar á Kárahnjúka- svæðinu séu ekki fullkomlega í jafn- vægi og að jarðfræðileg vá sé víðtæk- ari en áður var talið. ii) Spennu- og aflögunarsvið á svæðinu kunna að breytast og end- urvekja skjálftavirkni. Gerð Hálslóns og aukinn vatnsþrýstingur geta hrundið af stað misgengishreyfingum á Kárahnjúkasvæðinu, svo og valdið því að jarðskjálftar langt í burtu hrindi slíku af stað. Enn fremur geta misgengi á svæðinu orsakast af kvikuvirkni í nálægum eldstöðvum, þar á meðal Öskju, Kverkfjöllum og Snæfelli. iii) Mesta misgengishreyfing sem talið er að geti orðið á Kárahnjúka- svæðinu er eðlileg sighreyfing þar sem skjálftavægi er um 3 x 1018 Nm. Mjög langt yrði á milli slíkra atburða samanborið við skjálftavirkni á helstu jarðskjálftasvæðum Íslands. Kort af Sauðárdalsmisgenginu sýna að það er nægilega stórt til að valda slíkum atburði. Uppsafnað skjálftavægi í slíku misgengi getur losnað í fjölda jarðskjálfta, að hluta til vegna færslu án skjálfta, eða í einum skjálfta. Hvað sem öðru líður ætti umtalsverður jarðskjálfti með upptök í næsta ná- grenni að vera verðugt umhugsunar- efni. iv) Hætturnar af sprungugliðnun vegna aukins vatnsþrýstings eru taldar umtalsverðar þar sem minnsta lárétta spenna er lítil og nálægt því að vera jafnmikil og vatns- þrýstingurinn frá lón- inu, og reikna má með því að sprungur á svæðinu séu mjög lek- ar. v) Mælt er með að eftirlit í nágrenni stíflnanna og Hálslóns á byggingartíma stífln- anna og á meðan verið er að fylla uppistöðu- lónið verði aukið, með það að markmiði að mæla hreyfingar og greina mögulega sprungugliðnun í uppistöðulóninu og nágrenni þess af völdum aukins álags og vatnsþrýstings. vi) Skýrsla þessi byggist á tiltölu- lega takmörkuðum upplýsingum og framtíðarverkefni varðandi hættu af jarðskjálftum og sprunguhreyfingum ættu að fela í sér áframhaldandi at- hugun þeirra þátta sem hér hefur verið fjallað um, mat á því hvernig fyrirhuguð mannvirki standist hugs- anlega vá og aukna eftirlits- og rann- sóknarvinnu sem miði að því að efla skilning á virkni jarðskorpuhreyfinga í nálægum eldstöðvum. Virkni á breiðu belti á norðanverðu Íslandi kann að hafa áhrif á vá í næsta ná- grenni við Kárahnjúka. Enda þótt slík vinna kunni aðeins að hafa tak- mörkuð áhrif á hönnunarþætti sem beitt er á Kárahnjúkum, mun hún þegar til lengri tíma er litið draga að hluta til úr þeirri óvissu sem rædd er í skýrslu þessari og auðvelda viðbrögð við og draga úr framtíðarvá.“ Eins og höfundar skýrslunnar frá 2005, sem vitnað er til hér að ofan leggja til, svo og Skipulagsstofnun í úrskurði sínum frá 2001, eru frekari rannsóknir á jarðfræðilegri virkni og heildarvá framkvæmdanna réttlæt- anlegar. Ég geng svo langt að segja að það sé hvorki fagmannlegt né hag- kvæmt að hanna stíflu sem er sú hæsta í Evrópu og með þeim hæstu í heimi eftir að framkvæmdir eru hafn- ar. Mjög óvenjulegt er að rannsóknir á grundvallar- og undirstöðujarð- fræði fari fram eftir að framkvæmdir hefjast, einkum í ljósi viðvarana um vána við framkvæmdirnar sem komu snemma fram hjá helstu sérfræðing- um Íslands, Guðmundi E. Sigvalda- syni eldfjallafræðingi (2003) og Grími Björnssyni jarðeðlisfræðingi (2002). Á grundvelli óviðeigandi einfaldaðra líkana af jarðskorpusigi og vísbend- inga um jarðvarmavirkni, skil ég sjálf ekki hvers vegna menn treystu sér til að þróa mannvirkin sem eiga eftir að mynda Hálslón (með geymslurými upp á 2,4 km3) við Kárahnjúka við þær óvissu jarðfræðilegu aðstæður sem ríkja á svæðinu og ég leyfi mér að vefengja opinskátt allt ferlið sem lýtur að samþykki og leyfisveitingu fyrir framkvæmdunum. Áhættan, kostnaðurinn og ávinningurinn af vatnsaflsvirkjun við Kárahnjúka eru sérstaklega óljós í mínum augum og starfsbræðra minna víða um heim, svo og ástæðurnar fyrir því að fram- kvæmdunum skuli haldið áfram án frekari rannsókna. Enn fremur er það ekki rétt að ég telji að engin bandarísk fyrirtæki myndu taka þátt í framkvæmdunum við Kárahnjúka af því að Montgomer- ie Watson Harza (bandarískt hönn- unarfyrirtæki) er vissulega þátttak- andi í framkvæmdum þessum. Það sem ég benti á í staðinn er að fyr- irtæki myndu eiga í miklum erfiðleik- um með að fá leyfi fyrir jafnáhættu- sömum framkvæmdum, fá þær hannaðar og samþykktar í Banda- ríkjunum og að mörg fyrirtæki myndu þess vegna vera treg til að ráðast í slíkt verkefni. Að lokum hefur komið fram gagn- rýni á hæfni mína til að ræða fram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum en ég hef ekki áhuga á að fjalla um hana hér. Íslensku þjóðinni er velkomið að meta upp á eigin spýtur bæði hæfni mína sem og gæði og áhættu fram- kvæmdanna við Kárahnjúka. Ég legg til að þeir sem hafa gagnrýnt mig og hæfni mína einbeiti sér nú að því að koma á framfæri við almenning þeim gögnum og greiningu sem réttlæta öryggi og gildi þessara framkvæmda fyrir íslensku þjóðina. Ég óska eftir því að frekari um- mælum og spurningum verði komið beint til mín (tullosd@engr.orst.edu) á ensku til að ég geti svarað þeim fljótt og vel. Virðingarfyllst, Desiree Tullos.“ „Óvissuþættirnir eru svo margir“ Desiree D. Tullos Athugasemd frá Desiree D. Tullos vegna umræðu um Kárahnjúkavirkjun ♦♦♦ LAUNAVÍSITALA hækkaði um 1,7% milli júní- og júlímánaðar og helgast mikil hækkun vísitölunnar fyrst og fremst af samkomulagi Al- þýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna endurskoð- unarákvæða kjarasamninga og samnings um taxtaviðauka. Hækkun launavísitölunnar síð- ustu tólf mánuði er 10,2% sam- kvæmt útreikningi Hagstofu Ís- lands. Launavísitala hækkar vegna endurskoðunar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.