Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ENDURFJÁRMÖGNUN BANKANNA Seint á síðasta ári og fyrrihluta þessa árs urðu ís-lenzku bankarnir fyrir harðri gagnrýni frá greininga- deildum erlendra banka og fjár- málafyrirtækja, bæði austan hafs og vestan. Þessari gagnrýni var misjafnlega tekið af talsmönnum bankanna hér. Hún skapaði ákveðna óvissu í starfsemi þeirra, vakti spurningar um, hvort þeim tækist að endurfjármagna sig og þá með hvað háum vöxtum. Í gær tók Landsbanki Íslands mjög stórt lán í Bandaríkjunum, hið stærsta, sem íslenzkur banki hefur tekið til þessa. Með þessari lántöku hefur bankinn lokið að endurfjármagna sig á árinu 2007 að langmestu leyti. Sennilega er um að ræða um 85% af endur- fjármögnunarþörf bankans til loka næsta árs. Þessi lántaka markar ákveðin þáttaskil í þessum umræðum. Telja verður líklegt að bæði Kaup- þing banki og Glitnir fylgi fast á eftir og ljúki endurfjármögnun fyrir næsta ár á góðum tíma. Grundvallaratriði er að Lands- bankinn hefur fengið þetta mikla fjármagn að láni. Þar með er eytt allri óvissu um, hvort bankinn og þá væntanlega einnig hinir bank- arnir tveir gætu endurfjármagnað sig en slíkar raddir komu fram fyrr á þessu ári. Það styrkir líka stöðu Landsbankans að þessi lán eru til lengri tíma en lántökur bankanna hafa verið síðustu árin a.m.k. að einhverju leyti þar sem lánin eru til þriggja og fimm ára. Hins vegar er ljóst að lánin eru dýrari en bankarnir hafa átt að venjast hin síðustu ár. Það er í samræmi við spádóma bæði inn- lendra og erlendra aðila fyrr á þessu ári þess efnis, að bankarnir mundu ná að endurfjármagna sig en kostnaðurinn yrði meiri. Í til- viki Landsbankans eru kjörin 70 punktar yfir Libor og 85 punktar yfir Libor. Bankarnir munu flytja hærri vexti yfir á viðskiptavini sína og með einum eða öðrum hætti mun hærri vaxtakostnaður bankanna hafa áhrif á viðskiptalífið hér. Kjarni málsins er hins vegar sá, að lántaka Landsbankans, sem uppfyllir endurfjármögnunarþörf bankans að langmestu leyti fyrir árið 2007 og er væntanlega vís- bending um að hið sama eigi við um hina bankana tvo, eyðir ákveð- inni óvissu, sem ríkt hefur um bankana. Um leið og þeirri óvissu hefur verið eytt fellur starfsemi þeirra í eðlilegri farveg og ákveðnu fargi af þeim létt. Íslenzku bankarnir eru því augljóslega komnir vel á veg með að sanna sig fyrir hinum alþjóðlega fjármálaheimi og það er býsna stórt skref eftir það, sem á undan er gengið. KROTAÐ Á NÁTTÚRUNA Myndir, sem birtust í Morg-unblaðinu í gær af umgengni ferðamanna við Hverfjall í Mý- vatnssveit, vekja spurningar um hvort þörf sums fólks fyrir að skemma umhverfi sitt eigi sér eng- in takmörk. Hverfjall er einstakt í sinni röð; einn stærsti og formfeg- ursti gjóskugígur í heiminum. Tal- ið er að aðeins einn sambærilegur gígur sé til, sá er heldur minni og á Hawaii. Hverfjall er á náttúru- minjaskrá og fellur þar í flokk minja, sem þykja framúrskarandi dæmi um tiltekið jarðfræðifyrir- bæri. Engu að síður hafa ferðamenn fundið hjá sér hvöt til að skemma þetta einstaka náttúrufyrirbæri með því að „skrifa“ fangamörk sín, skilaboð eða eitthvað enn gáfu- legra á botn gígsins með því að raða saman steinum. Elva Guð- mundsdóttir, yfirlandvörður í Mý- vatnssveit, segir frá því í Morg- unblaðinu í gær, að þetta hafi viðgengizt í áratugi, en sá hópur, sem umgangist landið með þessum hætti fari stækkandi. Nú séu ferðamenn farnir að taka upp á því að mála steina til að mynda orð og jafnvel hafi verið úðuð slagorð á steina með úðabrúsum. Veggja- krotið, sem er að færa ásýnd sumra hverfa í Reykjavík til móts við yfirbragð verri hverfa útlendra stórborga, er með öðrum orðum í útrás. Skemmdarverk sem þessi hafa því miður tíðkazt lengi; þeir sem aka um Svínahraun geta séð dæmi um hvernig skemmdarvargar hafa rifið mosa úr fjallshlíðum til að mynda stafi og orð. Það eru skemmdir, sem enn sjást áratug- um síðar. Ef menn stemma ekki stigu við svona umgengni um landið okkar, jafnvel við einstakar náttúruminj- ar, er hætta á að fólk fari að líta á hana sem sjálfsagða. Afstaða Leifs Hallgrímssonar, eins af landeig- endum við Hverfjall, sem fram kemur í Morgunblaðinu í gær, vek- ur því nokkra furðu, en hann segir ekki ástæðu til að taka á þessu ástandi nema það versni enn. Landeigendur hafa ekki leyft Náttúruvernd ríkisins að fjarlægja öll skrif í gígnum þegar eftir því hefur verið leitað. Líklega er það fyrst og fremst uppeldislegt atriði, að foreldrar út- skýri fyrir börnum sínum að svona umgangist fólk ekki merkar nátt- úruminjar. Eða getur það verið að fullorðið, viti borið fólk kroti á steina og fjöll? HÆTTA á náttúrulegum jarð- skorpuhreyfingum af völdum eld- gosa eða jarðhræringa undir stíflu- grunni og á Kárahnjúkasvæðinu í heild, er álitin mjög lítil á ending- artíma virkjunarinnar, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar, sem lagðar voru fram á blaðamannafundi í gær. Tilfærsla á misgengjum vegna álags frá uppistöðulóninu telst senni- leg og taldist alltaf svo en umfang hennar hefur verið áætlað með reik- nilíkönum. Þá kemur fram í upplýs- ingum Landsvirkjunar að í steyptu undirstöðum stíflunnar séu viðbún- aðarkerfi til að hafa stjórn á leka, sem er að sögn sérfræðinga sem tóku til máls á fundinum, viðbúinn. Í upphafi töldu jarðfræðingar að virkjunarsvæðið við Kárahnjúka væri utan sprungusveims norður frá Kverkfjallaeldstöðinni og líkur á jarðhræringum þar í lágmarki. Rannsóknir á árinu 2004 leiddu hins vegar í ljós að austurmörk sprungu- sveimsins ná inn í Hálslón og að stífl- ustæðunum. Frá upphafi var gert ráð fyrir sprungum og kröftugri jarðskjálftaáraun á stíflurnar og mannvirkin hönnuð og byggð til að standa af sér jarðhræringar sem gætu hugsanlega orðið. Spurður um hvort brugðist hafi verið við þessum nýju upplýsingum við hönnun og byggingu stíflunnar segir Henrique Perez, frá fyrirtæk- inu Harza sem kom að hönnun stífl- unnar, að stíflan hafi frá upphafi verði hönnuð með tilliti til hugsan- legra jarðskjálfta á svæðinu. Stíflan sé sveigjanleg, þ.e. byggist upp á steypuflekum. Á milli þeirra eru steypuskil yfir misgengjum með teygjanlegum lekavörnum. Pálmi Jóhannesson, verkfræðing- ur og einn af hönnuðum stíflunnar, segir að þegar upplýsingarnar hafi legið fyrir árið 2004 hafi verði farið um í berginu, þéttingara þrýstingi og lengd lekaleiða Með þrívíddarlíkönum he áætlað að leki frá uppistö geti í byrjun numið 5 m³/s m hæstu stöðu lónsins. Smátt myndi botnfall úr ánni drag anum. Ólíklegt að stór jarðskjálfti verð Vatnsþrýstingurinn af ló ur orsakað jarðskjálfta (e. triggered earthquakes). „ hlutur sem þarf að búast v Jónas, Björnsson, fræðim Rannsóknarmiðstöð Hásk lands í jarðskjálftaverkfræð „Hegðun slíkra skjálft vera mjög háð lektareig bergsins. Ef berg er mjög l ur lítill þrýstingur í sprung ef það er mjög þétt þá verð þrýstingur.“ Jarðskjálfta völdum vatnsþrýstings ten því hvort mikil spenna sé í „Að mínu mati er hún m segir Jónas aðspurður h spenna sé til staðar við Kár yfir hönnun stíflunnar. Ekki þurfti að gera neinar breytingar vegna jarðskjálftahættu og segir Pálmi að raunar hafi upphaflegt mat á hættu vegna jarðskjálfta gengið fulllangt ef eitthvað er. Hins vegar hafi verið taldar auknar líkur á misgengi og brugðist hafi verið við með því að setja upp dúk á távegginn og stál- plötu yfir liðamót auk þess sem dúk- ur úr afar sterkur efni hafi verið settur yfir liðamótin. Í raun hafi þannig verið bætt við teygjanlegum dúk ofan á steypukápuna sem héldi vatninu ef steypan myndi bresta. Ennfremur hafi verið gerð bergþétt- ing til viðbótar við það sem áður hafi verið gert þar sem farið var inn í all- ar sprungur og sprautað inn í þær eins og hægt var. „Svo erum við með mælitæki í göngunum sem fara eftir endilangri stíflunni og þau mæla hvort einhver hreyfing verður í sprungunum út frá vatnsþrýstingi og færslu. Auk þess eru liðamót í steypunum í þessum göngum þannig að þau geta ein- hverja hreyfingu án þess að springa,“ segir Pálmi. Tá Kárahnjúkastíflu lónsmegin er þakin þykku lagi af jarðfyllingarefni. Það nýtist sem enn ein sjálfvirka ráðstöfunin til viðgerðar, skyldi sprunga opnast í lónsbotninum við stífluna, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Þá voru eftirlits- og bergþéttingargöng sérstaklega gerð til þess að nota hvenær sem er til að bora og dæla sementsblöndu inn í sprungur. Þótt hugsanlegar hreyf- ingar geti valdi leka undir og gegn- um Kárahnjúkastíflu stofnar það ekki stöðugleika hennar í hættu. Engu að síður er búist við leka upp á nokkur hundruð sekúndulítra gegnum stíflurnar. „Öll uppistöðulón leka,“ segir í samantekt Landsvirkj- unar. Magn lekans fer eftir skilyrð- Lítil hætta talin á jarðskorpuhreyfingum á Kárahnjúka Mælt með að Hálslón verði fyllt eins hægt og aðstæður leyfa     %'    +%, &'4" ) " (%, A uk nefndar sérfræðinganna voru á fundinum ýmsir fræðimenn sem unnið hafa að rannsóknum á svæðinu eða hönnun stíflunnar. Samhljómur var meðal þeirra sem töluðu á fundinum um að stíflan væri örugg og ekki þyrfti að óttast að hún brysti. Bent var á að grjóthleðslan í íslensku stíflunni væri traustari en í þeirri brasilísku og því væri ólíklegra að sprungur kæmu í steypukápuna. Jafnvel þó svo færi að sprungur mynduðust í kápunni myndi stíflan hvorki tæmast né bresta þar sem fljótlega væri hægt að fylla í sprungur með fylliefni sem kápan hefur verið þakin með. Í sérfræðinganefndinni sitja þrír menn; Kaare Höeg, Nelson S. Pinto og Sveinbjörn Björnsson. Nefndin hefur verið hér á landi að undanförnu og er þetta í sjötta sinn sem hún kemur til landsins frá árinu 2000 en í upphafi neti mæ með því grunnur Kárah fyllingu magnið sinnti hún ráðgjöf um hvernig byggja ætti mannvirki stíflunnar. Í síðari heimsóknum sínum til landsins hefur nefndin farið um virkjanasvæðið, fylgst með framkvæmdum og gert athugasemdir við það sem hún telur bet- ur mega fara. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kára- hnjúkavirkjunar, sagði á fundinum að byrjað verði að fylla lónið í næsta mánuði. Það er ekki sama hvernig uppistöðulón eins og Hálslón eru fyllt af vatni og sagði Sigurður að fyllingin muni fara fram með þeim hætti að núna í september og október verði lónið fyllt nokkuð hratt upp í rúmlega 550 metra hæð. Frá og með nóvember á þessu ári og fram í maí 2007 muni lónshæðin standa nánast í stað en frá og með maí verði fyllingunni hraðað á nýjan leik og hæðin nái um 630 metrum í sept- ember árið 2007. Sigurður segir að farið sé frekar hægt í að fylla lónið og umfangsmiklu Öryggi stífl- unnar á við það sem best gerist Nefnd óháðra sérfræðinga telur öryggismál við Kárahnjúkastífluna v Árni Helgason og Sunna Ósk Logadóttir sátu blaðamannafund sem farið var yfir stöðu framkvæmda í tilefni þess að fylling Hálslóns hefs þeirrar umræðu sem verið hefur að undanförnu og kom m.a. fram að Nefnd ó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.