Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 23
Sveinbjörn Björnsson, sem á sæti
í óháðri sérfræðinganefnd Kára-
hnjúkavirkjunar, segir að þegar
vatn verði farið að safnast fyrir í lón-
inu, muni það fara í sprungur og
valda auknum þrýstingi á afmörk-
uðu svæði. „Þess vegna höfum við
mælt með því að lónið verði fyllt eins
hægt og aðstæður leyfa. Þess vegna
teljum við að besti tíminn til að byrja
að fylla lónið sé þegar rennsli árinn-
ar er sem minnst.“
Engar hreyfingar lengi
Samkvæmt jarðfræðilegri skil-
greiningu er Kárahnjúkasvæðið
virkt svæði. „Skilgreiningin byggist
á því að færsla hafi orðið á sprung-
um sl. tíu þúsund ár. Síðasta færslan
á þessum sprungum er um 4.000 ára
gömul. Þannig að það er ekki mikið
að gerast þarna,“ segir Jónas.
Eina eldstöðin sem er líkleg til að
hafa áhrif á svæðinu eru Kverkfjöll
en þau létu seinast á sér kræla fyrir
um 1.100 árum. „Það eru engin
merki frá þeim tíma að það hafi orð-
ið neinar hreyfingar á Kárahnjúk-
um.“
Fyrir liggi GPS-mælingar, sem fyrst
voru gerðar 1993 og svo endurtekn-
ar árið 2004, sem gefa til kynna að
spenna á svæðinu sé tiltölulega lítil.
„Þess vegna er lítil ástæða til að ætla
að þarna niðri bíði mjög stór jarð-
skjálfti. Sprungurnar eru frekar
grunnar, 2–4 kílómetrar og það býð-
ur ekki upp á stærri skjálfta en stífl-
an hefur verið hönnuð fyrir nú þeg-
ar, sem er 6,5 [á Richter]. Mér finnst
nær útilokað að jarðskjálftar vegna
vatnsþrýstings verði stærri en 5 á
þessu svæði.“
Jónas segir að á um 100 svæðum í
heiminum séu jarðskjálftar vegna
vatnsþrýstings viðvarandi. Í flestum
tilvikum verða slíkir skjálftar fyrst
eftir að lón fyllast en hverfa svo
smám saman. Það á þó ekki alltaf
við. „Af þessum hundrað stöðum eru
aðeins um 5% þar sem skjálftar hafa
orðið 6 [á Richter] eða stærri. Á 10%
þeirra í viðbót hafa orðið skjálftar
upp á 5 [á Richter].“
Jónas segir að skjálftar sem þess-
ir muni engin áhrif hafa á virkjunina
og orsaka aðeins litla færslu við
sprungurnar.
ðgerðum,
anna.
efur verði
öðulóninu
miðað við
t og smátt
ga úr lek-
r
ði
óninu get-
reservoir
„Þetta er
við,“ segir
maður hjá
kóla Ís-
ði.
ta virðist
ginleikum
lekt verð-
gunum, en
ður mikill
arnir af
ngjast líka
í berginu.
mjög lítil,“
hvort slík
rahnjúka.
asvæðinu en stíflan þó hönnuð með þær í huga
n
t
8,
.
9
$
: ; ", +
+
./%
0/%
/ ;
* K 4 $ / A /A 4%A 4%A 3#
-"&%%
' "
'%
"*#%!"%P= *% 2 /
03! ; ;
:;#4#
4K; #
#)= #
< A
&; #
)= #
0;3
/ ;
"#
< +
„ÞAÐ er enginn vafi að umræðan undanfarnar vikur,
sem lýsir sér í því að fólk er farið að efast um að stað-
ið sé að verki eins og vera ber í þessum fram-
kvæmdum, hefur ýtt undir ótta fólks um öryggi sitt
og öryggi stíflunnar,“ segir Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, aðspurður hvaða áhrif umræð-
an um öryggismál við Kárahnjúka hafi haft.
Hann sagði að fundurinn í gær hafi komið inn á
hárréttum tíma enda hefðu þar verið samankomnir
innlendir og erlendir sérfræðingar með mikla
reynslu.
„Það er mjög mikilvægt að okkur takist að sýna að
það er unnið að gerð virkjunarinnar með þeim hætti
sem best gerist í heiminum og það er aðalatriði máls-
ins,“ sagði Friðrik.
Hann telur deilurnar um Kárahnjúkavirkjun og
stóriðjustefnu almennt hafa stigmagnast og ekki allt-
af víst að hóparnir sem deildu skildu hvor annan
nægilega vel, þegar annar beitti tilfinningarökum en
hinn efnahagslegum rökum.
„Landsvirkjun hefur reynt að leggja öll spil á borð-
ið og hafa allt opið. Við höfum reynt að leiðrétta allt
sem er augljóslega rangt en ég viðurkenni að okkur
hefur ekki alltaf tekist sem skyldi því það virðist vera
alveg sama hvað við leiðréttum þetta oft, þá ganga
vitleysurnar aftur og aftur. En ég vonast til þess að
þegar menn hafa séð þennan hóp sérfræðinga að þeir
skynji að það sé engin hætta á ferðum.“
Meiri sátt í framtíðinni
Spurður um framtíðarverkefni fyrirtækisins í ljósi
þeirra deilna sem staðið hafi yfir um Kárahnjúka-
virkjun, sagðist Friðrik ekki eiga von á jafnheift-
úðugum deilum á næstunni miðað við þær virkjanir
sem væru á döfinni. Annars vegar væri um að ræða
virkjanir í neðri hluta Þjórsár og hins vegar jarð-
varmavirkjanir á Norðurlandi og sagðist hann telja
að nokkur sátt væri um þessar framkvæmdir.
Friðrik sagði í stuttri ræðu í upphafi fundarins að
nýtt áhættumat vegna virkjunarinnar yrði lagt fyrir á
stjórnarfundi Landsvirkjunar á mánudaginn og þar
yrði sérstök áhersla lögð á jarðskjálfta og jarð-
skorpuhreyfingar. Hann sagði að í kjölfarið yrði gef-
in út viðbragðsáætlun Landsvirkjunar, byggð á
áhættumati og útreikningum á stærð flóða vegna
stíflurofs.
Friðrik Sophusson
Umræðan ýtt undir óöryggi
NORÐMAÐURINN Kaare Höeg, talsmaður sérfræð-
inganefndarinnar, segir að stíflan við Kárahnjúka
sé örugg og við hönnun hennar hafi verið tekið tillit
til margra óvissuþátta. Þá verði fylgst vel með þró-
un mála, í kjölfar þess að fylling lónsins hefjist.
Höeg, sem er prófessor við Háskólann í Ósló, hef-
ur verið í nefnd sérfræðinganna allt frá árinu 2000
og segir að nefndin hafi veitt ýmsa ráðgjöf varðandi
hönnun og framkvæmd stíflunnar.
„Við höfum komið hingað árlega og verið í um
vikutíma í senn og raunar lengur í ár vegna þess að
nú er fylling lónsins að hefjast,“ segir Kaare og
bætir við að nefndin hafi komið með ýmsar ábend-
ingar til hönnuðanna sem teknar hafi verið til skoð-
unar.
Á endanum sé það hins vegar Landsvirkjun sem
ákveði hvort farið verði eftir tillögum nefndarinnar.
Hann segir að stífluframkvæmdirnar hafi gengið
vel og nefndin hafi aldrei þurft að gera alvarlegar
athugasemdir.
Kaare Höeg
Nefndin komið með ýmsar ábendingar
VIÐBÚIÐ er að litlar sprungur myndist í Kára-
hnjúkastíflu er vatni verður hleypt á hana í haust. Vel
verður fylgst með öllum jarðskorpuhreyfingum á
svæðinu, m.a. aflað upplýsinga frá gervitunglum. „En
þetta er viðbúið og stíflan hönnuð með þetta í huga.“
Þetta segir Henrique J. Perez, staðarverkfræð-
ingur og verkefnisstjóri bandaríska fyrirtækisins
MontgomerieWatsonHarza (Harza), sem er eitt þeirra
fyrirtækja sem kom að hönnun Kárahnjúkastífl-
unnar. Harza hefur komið að nokkrum virkj-
unarverkefnum á Íslandi undanfarna áratugi, m.a.
Búrfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Spurður um sambærilegar stíflur og þá sem verið
er að leggja lokahönd á við Kárahnjúka, sem Harza
hefur komið að, nefnir Perez Tarbela stífluna í Pak-
istan, en sú stífla er ofan á virkri sprungu. Áhættan er
mun meiri þar, að sögn Perez, hér á landi sé aðeins
hugsanlegt að jarðskorpuhreyfingar geti orðið. Ný-
verið hafið orðið þar stór jarðskjálfti í grennd, 7 á
Richters kvarða. „Hann hafði engin áhrif á stífluna,
engin ummerki voru sjáanleg.“
Er það þá mat Perez að jarðskjálftar muni ekki
ógna Kárahnjúkastíflu? „Það fer auðvitað eftir stærð
þeirra. Ef hér yrði skjálfti upp á 8 á Richter, sem
myndi breyta ásýnd landsins, eða 7 sem er tíu sinnum
minni. Skjálfti á fimm [á Ricther] er þúsund sinnum
minni en sá sem varð [í Pakistan]. Stærð skjálftans
skiptir öllu máli. Það sem um ræðir hér á landi er
ekki svo stórt.“
Spurður um stífluna sjálfa, sem er grjótfyllt stífla
með steypuklæðningu, og það berg sem notað er í
fyllinguna, sem er m.a. bólstraberg, segir Perez:
„Bólstrabergið er frábært efni. Það er sambærilegt
við basalt.“ Spurður um þá gagnrýni að bólstrabergið
sé ekki nægilega sterkt segir Perez það rangt. „Ef
stífla er byggð úr hörðu efni, til dæmis granít, getur
hún ekki hreyfst. En þessi getur hreyfst meira. Hér er
frábært byggingarefni í stíflur. Það er helmingi betra
en í þeim stíflum sem orðið hafa fyrir skakkaföllum.
Þess vegna búumst við ekki við sambærilegum vanda-
málum. Og þó við myndum gera það, myndi það ekki
ógna öryggi stíflunnar. Hún gæti lekið eitthvað, en
við höfum þegar útfært aðgerðir sem munu stoppa
slíkan leka.“
Kárahnjúkastífla er byggð þannig að þó að jörðin
sem hún er reist á hreyfist, hefur það ekki áhrif á
stífluna. Ákveðinn sveigjanleiki er í hönnun hennar,
að sögn Perez. „Þetta er mjög sveigjanleg stífla og
þess vegna er hún góð fyrir þessar aðstæður.“
Perez segir engar upplýsingar hafa komið fram
sem hann óttist að gætu haft neikvæð áhrif á stífluna.
Spurður um uppsöfnun sets, sem jökulárnar bera með
sér, í Hálslóni segir hann setið í raun af því góða.
„Það er alveg fullkomið. Setið kemur og einangrar
allar sprungurnar,“ segir Perez. Spurður um upp-
söfnun sets í lóninu segir hann það taka mjög langan
tíma. Lónið við Tarbela stífluna í Pakistan, sem reist
var fyrir 35 árum, er nú hálffullt af seti, en áin sem í
það rennur kemur úr jöklum Himalayafjallanna.
Perez segir að stíflur séu hannaðar til eitt hundrað
ára. Eftir þann tíma sé líklegt að gera þurfi end-
urbætur öryggisins vegna.
Henrique J. Perez
„Sveigjanleg“ stífla til að bregðast
við hreyfingum jarðskorpunnar
„ÞETTA lítur allt saman vel út á Kárahnjúkum,“
sagði Nelson S. Pinto, sem situr í sérfræðinganefnd
Landsvirkjunar. Hann var um árabil prófessor í bras-
ilískum háskóla og skrifaði fjölda ritgerða og bóka
um virkjanamál en hefur starfað sem ráðgjafi und-
anfarin ár.
Hann segir sitt helsta framlag til nefndarinnar vera
að benda á hvað læra megi af reynslunni við sambæri-
legar stífluframkvæmdir annars staðar í heiminum,
t.d. í Campos Novos í Brasilíu. „Þannig getum við
dregið úr áhættunni á því að sama vandamál komi
upp,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að fólk
átti sig á því að ástæða þess að sú stífla tæmdist hafi
verið að bilun kom upp í hjárennslisgöngum virkj-
unarinnar og í kjölfarið hafi lónið tæmst. Þá hafi
komið í ljós að stór sprunga, um 300 metrar á lengd
og rúmlega hálfur metri á breidd, væri í steypukápu
stíflunnar, sem er byggð upp með sama hætti og stífl-
an við Kárahnjúka, þ.e. með grjóthleðslu og steyptri
kápu.
Nelson bendir þó á að sprungan hafi ekki verið völd
að því að lónið tæmdist heldur bilunin í göngunum og
þessir tveir atburðir séu ótengdir.
Auk Campos Novos-stíflunnar í Brasilíu segir Nel-
son að nýleg dæmi um sprungur í slíkum stíflum hafi
komið upp í Barra Grande-stíflunni í Brasilíu, sem sé
185 metra há, og Mohale-stíflunni í Lesotho í S-
Afríku, sem sé um 145 metra há. Nelson segir hins
vegar að stíflan við Kárahnjúka sé um margt betri en
hinar stíflurnar, grjótfyllingin sé þéttari og fylling-
arefni sem sé sett yfir steypukápuna geri það að verk-
um að komi sprungur í kápuna muni efnið fylla
sprungurnar.
„Nú er stund sannleikans og við erum að fara að
fylla stífluna en við getum fullyrt að þessi stífla sé
mjög örugg,“ segir Pinto.
Nelson S. Pinto
Stöndum betur en í Brasilíu
ælitækja verði komið upp til að fylgjast
hvernig mannvirkið sjálft og berg-
r stíflunnar bregðist við fargi vatnsins.
hnjúkastífla er byggð upp með grjót-
en þakin steypukápu og hvílir vatns-
á kápunni. Nefnd sérfræðinganna
mælti með þessari tegund af stíflu, þar sem
stíflustæðið myndi henta vel fyrir slíka stíflu.
Sigurður sagði að þessi gerð væri mjög stöðug
og þyldi vel jarðskjálfta. Hönnunarforsendur
virkjunarinnar hafi verið yfirfarnar reglulega
frá árinu 2002 þegar verkið var boðið út.
vera í góðu lagi og á við það sem best gerist í heiminum.
Landsvirkjun stóð fyrir á Hótel Nordica í gær þar sem
st í næsta mánuði. Öryggismálin voru einnig rædd í ljósi
ð stíflan á að þola jarðskjálfta upp á 6,5 á Richters-kvarða.
Morgunblaðið/RAX
óháðra sérfræðinga skipa Kaare Höeg, Nelson S. Pinto og Sveinbjörn Björnsson.